Morgunblaðið - 02.03.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 02.03.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 33 Að feneyskri fyrirmynd Bryndís Halla Gylfadóttir leikur einleik í Fyrsta sellókonsert Shostakovitsj á - tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói í kvöld en jafnframt eru á efnisskrá verk eftir Tsjajkovskíj og Hjálm- ar H. Ragnarsson. Qrri Páll Ormarsson ræddi við Bryndísi Höllu sem vígir nýtt hljóðfæri á tónleikunum. Morgunblaðið/Ásdís „Við erum búin að þekkjast of lengi til að ég geti kennt því um ef illa gengur,“ segir Bryndís Halla Gylfadóttir um nýja sellóið sitt, smíðað af Hans Jóhannessyni í fyrra. ARNA liggur það á miðju gólfi í afdrepi einleikar- ans í Háskólabíói og breiðir úr sér, nýja sellóið hennar Bryndísar Höllu Gylfadótt- ur. Ekki er laust við að það glotti við tönn, ellegar streng, þegar blaðamaður tiplar á tánum í kring- um það. „Hvað er þessi maður að vilja?“ gæti það verið að hugsa. „Hefur hann aldrei séð selló áður?“ Hljóðfærið, sem Hans Jóhannes- son smíðaði, er árgerð 1999 en gæti vel verið eldra, af útlitinu að dæma. Virkar veðrað. „Það er rétt. Hljóðfærið er nokk- uð gamaldags og lamið. Hans dró það eftir gangstéttum og svoleiðis til að ná þessari áferð. Kannski er það bara sérviska en mér finnst ómögulegt að stíga á svið með glansandi hljóðfæri," segir stoltur eigandinn sem hefur um árabil ver- ið fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Islands og nokkrum sinnum komið fram sem einleikari. Hamingjan góða! Lamið! Dregið eftir gangstéttum! Ekki að undra að aumingja sellóið hafí litið ókunn- ugan blaðamann tortryggnum aug- um, fyrst sjálfur skaparinn kom svona fram við það. Bryndís Halla segir það frábæra tilfinningu að vera „loksins“ komin með sitt eigið hljóðfæri í hendur en í langan tíma hafði hún leikið á lán- uð selló. „Ég hafði prófað nokkur hljóðfæri hjá Hans og líkað vel, þannig að mér fannst tilvalið að fá hann í verkið. Ég er líka mjög ánægð með útkomuna - sellóið er KVIKMYIVDIR S t j« r n u b í ó, Bíohöllin Framtíðarmaðurinn (The Bicentennial Man) ★ ★ Leikstjóri Chris Columbus. Hand- ritshöfundur Nicholas Kazan, byggt á sögu Isaacs Asimov. Tón- skáld James Horner. Kvikmynda- tökustjóri Phil Meheux. Aðal- leikendur Robin Williams, Sam Neill, Embeth Davidtz, Wendy Crewson, Hallie Kate Eisenberg, Stephen Root, Oliver Platt. Lengd 130 mín. Bandarísk. Buena Vista/ Columbia TriStar 1999. SKELFINGAR ósköp er þreyt- andi að sjá Robin Williams, einn besta leikara samtíðarinnar, spól- andi í sama fari mislukkaðra mynda um yfirþyrmandi góðmenni sem virka á áhorfandann eins og guðs- voluð dauðyfli. Eitt slíkt viðundur til viðbótar dregur stórleikarinn fram úr pússi sínu í titilhlutverki Fram- tíðarmannsins. Myndin hefst 2005 mjög gott. Ef það hljómar illa er það örugglega mér að kenna,“ seg- ir hún og hlær. Hans lýsir tilurð hljóðfærisins með þessum orðum í efnisskrá: „Eftir samræður við Bryndísi og vangaveltur um þá tækni sem ein- kennir hennar spilamáta, reyndi ég að gera mér í hugarlund hvaða form á hljóðfæri myndi þjóna henni best. Ég ákvað að lokum að byggja að nokkru leyti á feneyskum fyi'ir- myndum frá 17. og 18. öld og var þá sérstaklega með selló Domenico Montagnana í huga. Hljóðfæri Bryndísar er gert eftir nýrri teikningu sem ég byggði á þessum feneysku hlutföllum og stærðum. Feneyski stíllinn í selló- smíðum einkennist helst af breið- um hljómplötum og miklu innra loftrými. Þetta gefur sérstaklega athyglisverðan tón á lægri tíðni- sviðum án þess að fórna klingjandi yfirtónaröð." Bryndís Halla vígir sellóið í kvöld í þeim skilningi að hún hefur ekki leikið konsert á það opinber- lega í annan tíma. Hún er hins veg- ar búin að nota hljóðfærið í tæpt ár. Er það ekki ágætur tími til að kynnast? „Jú. Samt hefði hann ekki mátt vera minni. Það tekur alltaf drjúg- an tíma að venjast nýju hljóðfæri.“ „Æðislegur" konsert A tónleikunum í kvöld leikur Bryndís Halla Sellókonsert nr. 1 op. 107 eftir Dmitríj Shostakovitsj. Áður en síðari heimsstyrjöldin og stendur yfir í hartnær 200 ár. Heimilisfaðirinn Sir (Sam Neill) kaupir nýjustu húshjálpina, fokdýrt og fullkomið vélmenni sem gegnir nafninu Andrew (Williams). Tíminn líður. Vélmennið er mót- tækilegt fyrir allri þekkingu, Sir er höfðingi og mannvitsbrekka, ólatur við að uppfræða Andrés, hvort sem um er að ræða hin margvíslegu lit- brigði mannlífsins, tækni eða vís- indi. Andrés verður því smám sam- an snillingur á öllum sviðum sem hann kemur nærri, hvort sem það er hljóðfæraleikur eða úrsmíði. Og auðgast vel í leiðinni. Það sem grein- ir hann þó fyrst og fremst frá öðrum vélmennum er mannlegar tilfinning- ar. Andrés laðast einkum að Little Miss (Embeth Davidtz), yngri dótt- urinni á bænum, sem tekur hann að sér er Sir fellur frá. Á þessu tímabili kemst Andrés á mótþróaaldurinn, sest að í strandhýsi og leggst í heimsreisu til að kynna sér hag meðvélbræðranna. Hittir að lokum Burns (Oliver Platt), son vísinda- mannsins sem skóp hann. I samein- ingu fullgera þeir meistaraverkið, með þeim afleiðingum að himneskar skall á hafði Shostakovitsj einungis samið einn konsert fyrir einleiks- hljóðfæi'i með hljómsveit (1933) en það var konsert fyrir píanó, tromp- et og strengi op. 35. Éftir að styrj- öldinni lauk samdi hann annan píanókonsert, tvo fiðlukonserta og tvo sellókonserta. Sellókonsertana báða tileinkaði hann snillingnum Mstislav Rostropovitsj sem frum- flutti fyrsta konsertinn í Sovétríkj- unum í október 1959 og svo mánuði seinna í Fíladelfíu með Eugene Ormandy. Bryndís Halla lagði nú í fyrsta sinn til atlögu við konsertinn en hún hefur þekkt hann lengi enda frægt og vinsælt verk á ferð. Hefur hún verið að undirbúa_ flutninginn síðustu sjö mánuði. „Ég hef haft ágætan tíma til að æfa konsertinn, þar sem ég hef verið í barn- eignarfríi frá Sinfóníuhljómsveit- inni undanfarna sjö mánuði. Það vill líka svo skemmtilega til að þessi yngsta dóttir mín er fyrsta barnið sem hefur leyft mér að æfa mig. Hin þrjú voru öll afbrýðisöm út í sellóið." Þegar Bryndís Halla er beðin að lýsa konsertinum grípur hún strax orðið „æðislegur" á lofti. Hér fari verk sem „virkar vel“. Að hennar áliti er þetta stemmningsverk sem einkennist af minni kaldhæðni en mörg verka Shostakovitsj. - Er konsertinn tæknilega eríið- ur? „Ég hélt það, þangað til ég talaði við gamlan kennara minn sem sagði að hann væri fisléttur. Ég veit því ekki hvað ég á að segja. Á móti kemur að allir konsertar eru á einhvern hátt erfiðir, sérstaklega þegar maður leikur sjaldan ein- leik.“ - Og hvernig var þessi glíma? „Hvað áttu við „var“? Hún er ekki búin. Spurðu mig aftur á föstudaginn,“ segir sellistinn og skellir upp úr. Rauður þráður Tónleikarnir í kvöld hefjast á Rauðum þræði eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Var verkið samið fyrir litla hljómsveit og Islenska dans- flokkinn og frumflutt í Þjóðleikhús- ástir takast með Andrési og Portiu, dóttur Little. Krefjast þau viður- kenningar heimsbyggðarinnar. Isaac Asimov var með virtustu og afkastamestu vísindaskáldsöguhöf- undum 20. aldarinnar, hér sjáum við fyrstu ærlegu tilraunina til að koma skáldskap hans á hvíta tjaldið. Vafa- laust er Framtíðarmaðurinn skemmtileg lesning og heillandi efni til kvikmyndagerðar. Chris Colum- bus (Home Alone, Mrs. Doubtfire) er hins vegar ekki rétti flutnings- maðurinn. I stað þess að halda sig við satíruna umvefur hann söguhetj- una helgislepju og manngæsku. Fyrri helmingurinn er þokkaleg skemmtun en eftir því sem Andrés verður mannlegri kárnar gamanið. Maður og vélmenni, getur það nokk- urn tíma orðið rómantískt? Alltént er Columbus víðsfjam því að gera þau tilfinningamál að öðru en perra- legri dauðans dellu og skelfing að sjá hæfilekum Williams, og reyndar alh’a leikaranna, á glæ kastað í mynd sem er jafn vel gerð tækni- lega og hún er afleit efnislega. Sæbjörn Valdimarsson inu fyrir tíu árum. Þegar ákveðið var að flytja verkið nú skrifaði Hjálmar hljómsveitarstjóranum, Anne Manson, og rakti efnisþráð verksins og útskýrði. Sagði hann meðal annars: „Þegar ég nú lít yfir verkið, meira en tíu árum síðar, sé ég það í nokkuð öðru ljósi. Nafn verksins, Rauður þráður á að vísa til að eitt- hvað sé fætt af engu, - fæðing manns, eða e.t.v. fæðing jarðar. Tónninn E er þráðurinn sem held- ur öllu saman, hann byrjar veikt en vex í styrkleika. Drunur gefa til kynna jarðhræringar: Eðli annars þáttar er leikur eða dans en í mjög óreglulegu hljóðfalli og hliðstætt við fyrsta hluta þá táknar tónlistin hér æskuna, leik hennar og ærsl. Hinn langi og tjáningarfulli einleiksþáttur klarínettsins sem fylgir er í reynd sjálfstæður hluti en ber að líta á hann sem þunga- miðju alls verksins. Maður getur ímyndað sér að þessi hluti standi fyrir þann hluta „rauða þráðarins" sem er á milli gelgjuskeiðs og hins þroskaða lífs. Lokaþátturinn inni- heldur mótív úr öllum fyrri þáttun- um. Eins og áður er áferðin byggð upp frá veikum styrk upp í mikinn en gæta ber þess þó að nota ekki upp allan kraftinn heldur geyma til loka. Tvívegis er staldrað við þegar tónar strengja og klarínetts hljóma í viðkvæmum vefnaði sem vekur hughrif um jarðarför. Lokaþáttur- inn þróast með aðstoð sírennunnar í endatóninn E. Klarínettið hefur lokaorðið með tilvísun til stefja úr einleiksþættinum áður en verkinu lýkur með ójarðneskum hljómi málmgjalls (crotales) stroknu með boga.“ Sinfónía Litla-Rússlands Lokaverk tónleikanna er Sinfón- ía nr. 2 í c-moll op. 17, öðru nafni Sinfónía Litla-Rússlands, eftir Pjotr I. Tsjajkovskíj. Eftir alla þá miklu erfiðleika, andvökur, höfuðverki, ofskynjanir og óra sem voru fylgifiskar samn- ingu fyrstu sinfóníunnar auk hinna misgóðu undirtekta sem sinfónían hlaut liðu heil sex ár áður en Tsjajkovskíj reyndi á ný að takast á við þetta tónlistarform sem hon- um féll ekki alls kostar við en hon- um fannst að hann ætti að geta náð tökum á. Hann reyndi að bæta úr þeim formgöllum sem honum fannst vera á fyrstu sinfóníunni. Þegar sinfónía hans nr. 2 var loks frumflutt í Moskvu í febrúar 1873 hlaut hún svo stórkostlegar mót- tökur að tónleikahaldararnir breyttu áðurgerðri tónleikaáætlun til að geta endurtekið flutninginn mánuði seinna vegna fjölda áskor- ana. Það sem olli þessum stórkost- legu móttökum má meðal annars þakka notkun hans á úkraínskum þjóðlögum. Tónlistargagnrýnandi og góður vinur Tsjajkovskíjs, Nikolas Kashkin, kallaði sinfóníuna Sinfón- íu Litla-Rússlands (Úkraína var oft kölluð Litla-Rússland) og er sú nafngift nánast orðin undirtitill verksins. Hljómsveitarstjóri kvöldsins er Anne Manson frá Bandaríkjunum sem nokkrum sinnum hefur verið gestur hljómsveitarinnar áður. Nýi stíllinn í Galleríi Nema hvað BIBBI (Birgir Örn Thoroddsen) opnar sýningu í Galleríi Nema hvað (nemendagallerí LHÍ), Skólavörðustíg 22c, annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Bibbi sýnir að þessu sinni inn- setningu í „Nýja stílnum" eða „De Neuwe Stijl“ en Birgir kynntist þeim stíl við nám í Hollandi sl. haust. í fréttatilkynningu segir að stílnum sé best lýst sem einskonar andsvari við póstmódemismanum og consept-list við árþúsunda- hvörf og er haldið fram af ungum listamönnum í Hollandi. Sýning Bibba stendur til 11. mars og er opin fimmtudag til sunnudags frá íd. 14-18. V élmennið sem dreymdi venjulega sauði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.