Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 43
MINNINGAR '
þitt, þú varst okkur svo miklu
meira en þú gast nokkurn tímann
gert þér grein fyi-ir. Okkur finnst
svo mörg orð vera ósögð, svo margt
sem okkur langar til að gera með
þér. Góður Guð hefur ætlað þér
stærra og meira hlutverk í hans
paradís og við vitum að þegar okk-
ar tími kemur munum við eiga þig
alltaf að og þú munt halda verndar-
hendi yfir okkur.
Megi englar og Guð vaka yfir
þinni yndislegu sál, ylja þér við
hjartarætur og gera þig að ljósi al-
heimsins.
Svo þegar ég dey á ég þig alltaf
að. Við ættum kannski ekki að
reyna að kveðja þig, heldu óska þér
velfarnaðar í nýju hlutverki hvað
sem það kann vera.
„Almáttugi Guð. Hafdjúpin eru í
hendi þinni, veður og öldur á valdi
þínu. Líf mitt og allir hagir mínir
eru í þinni umsjá og það veit ég af
orði þínu, að þú lætur þér annt um
mig. Pú hefur verndað mig og vak-
að yfir vegum mínum, þótt ég hafi
oft vikið frá þér og hryggt heilagt
föðurhjarta þitt. Ég þakka þér
gæsku þína, góði Guð. Ég bið þig að
fyrirgefa mér brot mín og bresti og
leiða mig á rétta vegu. Ég fel þér
skipið og alla, sem á því eru. Gjör
þú ferðina góða og farsæla. Ég fel
þér öll mín áform og fyrirtæki. Ég
fel þér heimili mitt og ástvini. Vak
yfir oss öllum allar stundir og varð-
veit oss hjá þér, í þeirri trú, sem
tengir oss þér í lífi og dauða. Fyrir
Jesú Krist, Drottin minn og frels-
ara. Amen.“ (Sjóferðabæn.)
Það er svo margt sem okkur
langar að láta getið en ekki er hægt
að koma orðum að, aðeins í hjörtum
okkar er hægt að lýsa þér eins og
þú varst.
Við viljum þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gefið okkur og við
viljum biðja þig, góði guð, að gefa
okkur öllum styrk á þessum erfiðu
tímum.
Sérstakar styrktar- og samúðar-
kveðjur viljum við senda föður okk-
ar og móður, einnig Þuríði, sambýl-
iskonu afa, og eins öllum
nákomnum ættingjum.
Margrét Einarsdóttir og
íris Dögg Einarsdóttir.
Elsku afi. Við hugsum um öll
þessi slys sem eru alltaf að verða og
nú varst þú tekinn frá okkur. Þegar
við hugsum til þín þá munum við
eftir hvað þú varst góður við okkur
og þegar þú komst að heimsækja
okkur norður og varst stundum hjá
okkur á jólunum, þá var sko gaman
og líka þegar við komum suður til
þín, en sérstaklega var gaman að
koma í sumarbústaðinn til þín og
vera innan um öll trén og blómin
með þér. Við þökkum þér fyrir öll
árin sem þú varst með okkur.
Vigdís Ósk Viggósdóttir,
Karen Inga Viggósdóttir,
Einar Viggó Viggósson.
Kæri vinur.
Hve sárt það er okkur að sjá eftir þér,
hér skuggarnir ríkja og dapurlegt er,
nú nótt er í huga og hjarta.
Þín minning mun lifa um ókomin ár,
að endingu hverfur vor tregi og tár,
við öll munum brosið þitt bjarta.
Þótt hugur sé dapur og hrygg sé vor sál,
kann Herrann að líkna og kveikja það bál
sem kvíðanum sárum burt bægir.
Hann syrgjendum veita kann
hjálpræðishönd,
hlífa og styrkja vinanna bönd
og saknaðarlogana lægir.
Þú óhræddur gengur á frelsarans fund,
fölskvalaus ætíð var sál þín og lund,
í faðmi hans hvíld þú munt finna.
Hað heilmikla veitir oss hugarfró, á
himnum
þú dvelur í friði og ró
í umhyggju ástvina þinna.
Elsku Þuríður, synir og aðrir
ættingjar.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Far þú í friði, kæri vinur, blessuð
sé minnig þín.
Sesselja og Hjalti.
ERLENDUR HILMAR
BJÖRNSSON
+ Erlendur Hilmar
Björnsson fædd-
ist á Siglufirði 1.
apríl 1931. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 24.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Björn Ólsen
Björnsson verka-
maður á Siglufirði,
f. 11.9. 1903, d.
27.5.1976 og eigin-
kona hans Konkord-
ía Ingimarsdóttir
húsmóðir, f.
14.6.1905, d. 6.8.
1987.
Systkini Erlendar eru Ólína
Sigríður, f. 17.11.1927, d.
21.10.1996, eiginmaður hcnnar
Hólmsteinn Þórarinsson; Þóra
María, f. 6.12.1929, eiginmaður
hennar Jóhann Stefánsson; Mar-
grét Eybjörg f. 16.4.1933, eigin-
maður hennar Hjörtur Karlsson;
Ágúst f. 16.2.1938, eiginkona
hans Þrúður Márusdóttir; og
Björn Ólsen, f. 8.4.1946, sambýl-
iskona hans Bergþóra Jóhanns-
dóttir.
Hinn 12. október 1957 kvænt-
ist Erlendur eftirlifandi eigin-
konu sinni Helgu fvarsdóttur, f.
4.1.1934. Foreldrar hennar voru
ívar Helgason bóndi á Vestur-
Meðalholtum, Gaulverjabæjar-
hreppi, f. 9.2.1889, d. 28.12.1962
og eiginkona hans Guðríður
Jónsdóttir húsmóðir, f.
18.8.1896, d. 14.5.1974.
Börn Erlendar og Helgu eru:
Björn, f. 2.11. 1956,
kvæntur Þórunni
Brandsdóttur, barn
þeirra er Ellen
Ágústa og fóstur-
börn Björns; Kol-
brún Petrea,
Brandur og Loftur;
ívar f. 28.11.1958,
sambýliskona hans
er Þóra Ingvars-
dóttir, þeirra dæt-
ur eru Tinna og Al-
exandra Helga;
Magnús f. 24.6.
1963; og Sigríður,
f. 20.12.1965, gift
Jóni Víkingi Hálfdánarsyni,
þeirra börn eru: Þórhalla Eva
og Þórir Björn.
Erlendur ólst upp á Siglufirði
og lauk prófi í húsateikningum
frá Iðnskólanum á Siglufirði og
hélt síðan til Akureyrar þar sem
hann lærði húsgagnasmíði á
Húsgagnaverkstæðinu Eini.
Hann fékk meistararéttindi í
fagi sínu og rak eigin húsgagna-
vinnustofu mestan part starfs-
ævi sinnar.
Erlendur tók virkan þátt í fé-
lagsstörfum um langt árabil;
söng í Kantötukór Akureyrar,
var félagi í Flugbjörgunarsveit-
inni í Reykjavík og í stjórn
Skíðafélags Reykjavíkur. Á
seinni árum sat hann í stjórn
Réttarholts, byggingarfélags
eldri borgara í Bústaðasókn.
Útför hans fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Það er erfitt að kveðja þig, pabbi,
þó liðin séu ellefu ár frá því að ég
frétti fyrst af veikindum þínum og
þér hafi ekki verið ætlaðir margir líf-
dagar þá. Það er erfitt að gera sér
grein fyrir ýmsum hlutum sem vís-
indin hafa ekki getað sett mælistiku
sína á, og þar á meðal er ástin, viija-
styrkurínn, bjartsýnin og lífskraftur-
inn. Birting þessara hugtaka hjá þér
var stundum sveipuð hulu þannig að
ekki sást fyrr en upp var staðið hvað
þú varst að fara. Þú sóttir styrk þinn
og mátt í orkulind sem stundum virt-
ist ótæmandi. Það var ótrúlegt þegar
þú fékkst að fara af sjúkrahúsinu og
fluttir með mömmu í nýju íbúðina í
Hæðargarðinum. Á tímabili varstu
jafnvel farinn að vinna klukkutíma á
dag til að klára verkefni sem var ólok-
ið.
Alveg frá því ég var lítill snáði hef-
ur þú verið að ferðast. Á hverju sumri
fórum við í útilegur og eins oft og
unnt var til æskuslóðanna á Siglu-
firði. Þó veikindin herjuðu á þig
keyptirðu samt hjólhýsi og jeppa til
að halda áfram að ferðast og njóta
samveru við móður náttúru. Ég held
að bjartsýni þín hafi best komið fram
í því að ef þú ætlaðir að gera eitthvað,
sama hversu ómögulegt öðrum þótti
það, byrjaðir þú bara á því og hættir
ekki fyrr en því var lokið.
Ég hef stundum fengið á tilfinning-
una að þú hafir, eins og fleiri Siglíh'ð-
ingai', fæðst á skíðum og þá á göngu-
skíðum. Vetur eftfr vetur fórstu með
okkur bræðurna hveija einustu helgi
á skíði. Þú varst ekki búinn að vera
lengi í Flugbjörgunarsveitinni þegar
þér fannst þeir ekki nota skíði nóg og
til að sanna þitt mál smíðaðfrðu skíði
handa flokknum þínum, og fyrr en
varði voru þeir komnir á skíði.
Ein aðalorkulindin þín var Breið-
holtssundlaugin. Þangað þurftirðu
helst að komast á hverjum degi og
taka sundsprett. Þegar þú varst
spurður um veikindi þín voru svörin
yfirleitt á þá lund að þú væiir nú ekki
eins veikur og læknarnfr segðu þig og
nefndir því til sönnunar að þú værir
ekki farinn enn. Þannig leistu alltaf á
lífið, af bjartsýni og krafti án þess að
kvarta yfir hlutskipti þínu.
Þakka þér fyrir allt, elsku pabbi.
Hvíldu í friði. Megi almáttugur guð
veita ykkur öllum ástvinum hans
styrk í sorg ykkar.
Þinn sonur,
Björn.
Nú ertu farinn, elsku afi, og kom-
inn til englanna sem vaka yfir okkur
alla daga. Við eigum eftir að sakna
þín þegar við komum í Hæðargarð-
inn, en við vitum að þú verður alltaf
með okkur.
Við viljum þakka þér fyrir allar
samverustundimar sem við fengum
að njóta með þér og þá sérstaklega
þegar við fórum með ykkur ömmu
upp í sveit til Helga og Jónsa og í
sund. Þegar við vorum að læra skóla-
ljóðin kunnir þú þau öll. Þú hafðir Iíka
svo gaman af að kenna okkur að tefla
og spila.
Elsku afi, megir þú hvíla í friði.
Þórkatla Eva, Þórir Bjöm
og Ellen Ágústa.
Elsku afi okkai- er dáinn. Þú varst
svo duglegur og jákvæður í veikind-
um þínum. Það var þér og ömmu
Helgu dýrmætt að geta farið í sund
þegar heilsan leyfði. Það var alltaf
svo notalegt að koma í heimsókn til
ykkar ömmu Helgu, hún er svo ein-
staklega myndai'leg húsmóðir. Það
var alltaf tekið á móti okkur með
hlaðborði. Þú varst mikill og yndis-
legur afi. Þú varst svolítið stríðinn
sem við systumar höfðum gaman af.
Þegar við systurnar ákváðum að
safna frímerkjum gafst þú okkur
stóran hluta af safni þínu og safnaðir
áfram íyrir okkm-. Varð frímerkja-
safniðmjögflott.
Við eigum svo margar góðar minn-
ingar um þig, elsku afi, sem við geym-
um í hjarta okkar. Góði Guð, viltu
gefa ömmu Helgu og okkur öllum
styrk í sorginni. Hvíldu í friði, elsku
afi.
Þínar,
Tinna og Alexandra
Helga Ivarsdætur.
Þegar Erlendur á sínum tíma flutti
frá Siglufirði til Reykjavíkur, óskaði
hann eftir að gerast félagi í Skíðafé-
lagi Reykjavíkur. Hann reyndist góð-
ur félagi og keppti fyrir félagið í mörg
ár við góðan orðstír. Eftir að Erlend-
ur hætti keppni, hélt hann áfram
störfum fyrir félagið. Ennfremur var
hann eftirsóttur mótsstjóri sökum
reynslu sinnar og kunnáttu.
Stjórn Skíðafélags Reykjavíkur
vill með þessari kveðju sýna þakklæti
sitt fyrir vináttu og vel unnin störf í
þágu félagsins og sendir aðstandend-
um innilegustu samúðarkveðjur.
Skíðafélag Reykjavíkur.
t
Elskulegur faðir, afi og langafi,
JOHN J. TUOHY,
Roseburg Oregon,
Bandaríkjunum,
lést á heimili sínu sunnudaginn 2. janúar.
John var giftur Helgu Þorgeirsdóttur Tuohy sem er látin.
Bálför hefur farið fram, en athöfn á íslandi mun fara fram síðar.
Susan Edda Tuohy Bettis,
William, Helga og Sean Bettis,
Cody og Naomi Edda.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA LOVÍSA JÓNSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, að morgni föstudagsins 25. febmar.
Kveðjuathöfn fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. mars kl. 13.30.
Ásrún Björg Arnþórsdóttir, Sigmundur Júlíusson,
Árni Jón Arnþórsson, Ragnhildur Ásmundsdóttir,
Helga Arnþórsdóttir, Bjami Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn,
FRIÐRIK HAFSTEINN SIGURÐSSON,
Lambastekk 6,
Reykjavík,
andaðist þriðjudaginn 29. febrúar á hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ.
Guðríður L. Guðmundsdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN INGÓLFSSON,
Dverghamri 13,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmanna-
eyjum, laugardaginn 4. mars kl. 14.00.
Halldóra Hallbergsdóttir,
Þuríður Jónsdóttir, Jóel Þór Andersen,
Bergþóra Jónsdóttir, Óskar Óskarsson,
Haltbjörg Jónsdóttir, Róbert Gíslason,
Berglind Jónsdóttir, Steinar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
MORRIS GARFIELD SLEIGHT,
Kleppsvegi 80,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum sunnudaginn
27. febrúar verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 3. mars kl. 13.30.
tL
Bergljót Garðarsdóttir Sieight,
Þórunn Sleight,
Peter og Eileen Sleight,
Erik Sleight,
Magnús Már Björnsson.