Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 45

Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 45 ------------------------áÉ, Réttlætiskennd hennar var líka rík og varð hún snemma virk í pólitík. Hún tók virkan þátt í starfi Kvenna- listans strax frá upphafi hans og var þar á lista alla tíð. Nú síðast var hún á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og sat í nefndum fyrir flokkinn. Rúna var mikil amma og hafði sér- staldega gaman af að hafa bamaböm- in í kring um sig og var það gagn- kvæmt. Pau vom líka orðin fimm, fjörmiklir krakkar, og eitt á leiðinni. Þau missa góða ömmu og sakna henn- ar. Þegar Sigurveig, móðir Rúnu, flutti að Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir tíu ár- um keyptu þau Rúna og Rafnar húsið í Gerðinu og fluttu þangað. Hún var þá komin í draumahúsið sitt aftur og naut síðustu áranna þar sem hún vildi helst vera. Húsið í Gerðinu er með góða sál enda um 100 ára gamalt. Nú bætist enn ein góð sál við íbúa húss- ins. Rafnari, bömum, bamabömum og Sigurveigu, móður hennar, bið ég guðs blessunar á erfiðri stundu. Megi góður Guð styrkja þá sem hana syrgja. Þorkell Erlingsson. Þegar maður hugsar um lífið og tilgang þess vakna hjá manni svo margar spumingar og maður vill svo gjarnan fá svör. Þetta em áleitnar spumingar. Hvar finnur maður svör- in? Ekki getur maður staðið fyrir framan bókaskápinn og rennt augum yfir titlana, því þar er fátt um svör. Maður sest niður og hugurinn leitar inn á við og maður skoðar allt það ferli sem maður þekkir og fer yfir allar staðreyndir allt það sem maður getur fest hönd á og hug við, þvi að hér á jörðinni erum við pílagrímar en við fá- um að ráða sumu og höfum þó nokkur áhrif og njótum jafnframt ósýnilegrar handleiðslu. Sá sem að öllu ræður hefur nú tekið í taumana og stöðvað vagninn og ót- ímabært hefur hún Rúna mín verið kölluð til annarra verkefna og við vin- ir hennar hér stöndum eftir á strönd- inni og hryggðin þjarmai- að okkur. Það var svo ótal margt sem við áttum eftir að gera. Við vorum búnar að ákveða að við ætluðum að vera á sama elliheimilinu þegar að því kæmi, því þá væri öruggt að okkur mundi aldrei leiðast. Það er þó nokkuð langt síðan að við ákváðum að sú er síðar færi skrifaði minningar- grein um hina. Við hentum gaman að þessu og okkur fannst ekki seinna vænna að vera búnar að hnýta endana í þessum málum. Það kom í minn hlut að standa við heitið sem við gáfum hvor annarri, en sá er munurinn að nú er þetta alls ekkert gamanmál, því að nú er sár harmur kveðinn. Þó megum við ekki gleyma að þakka fyrir að bundinn er endir á þjáningar hennar, því það er ekki gott að vera einn af þeim sem Guð virðist hafa gleymt. Sterkir stofnar stóðu að Rúnu og hún var kona mikillar gerðar, bráðvel gefin og forkur í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og kom það engum á óvart sem til þekkti. Við vorum tólf ára gamlar þegai- vinskapur okkar hófst og með okkur var dýrmæt vinátta sem aldrei rofn- aði. Sameiginleg skólaganga okkar var ekki löng sem kom til af því að for- eldrar hennar, sem voru um margt á undan sinni samtíð, sendu Rúnu til náms á írlandi. Skólavistin erlendis gerði Rúnu í mínum huga að miklum heimsborgara. Við vorum duglegar að skrifast á og mikið voru bréfin hennar skemmtileg og vel skrifuð, full af kímni og fróðleik. Það er nú einu sinni svo að vinskapur sem verður til ó unga aldri er svo einlægur og fölskvalaus og svo þarf stundum ekk- ert að tala því að þögnin segir svo margt. Það var í október sem ógæfan barði að dyrum, það var illvígasti sjúkdóm- ur okkar tíma og Rúna barðist eins og hetja allt til enda. Henni var umhugað um að gera ástvinum sínum þetta eins léttbært og mögulegt var. Rétt fyrir jólin heimsótti hún mig og við eydd- um saman eftirmiðdegi. Það var mér dýrmæt stund sem ég er þakklát fyrir og ekki datt mér í hug að það væri síð: asta heimsóknin hennai’ til mín. I veildndum Rúnu las ég fyrir hana söguna „Fótspor í sandinn", sem hún hreifst mjög af og læt ég hana fylgja hér: Mann einn dreymdi um nótt. Hann dreymdi að hann væri á gangi eftir ströndinni með Drottni. Yfir himininn leiftruðu sýnir úr lífi hans. Fyrir hverja sýn sá hann tvenn fót> spor í sandinum; önnur tiiheyrðu hon- rnn og hin tilheyrðu Drottni. Er síðasta sýnin úr lífi hans leiftr- aði fyrir augum hans, leit hann við eft- ir fótsporunum í sandinum. Hann veitti því athygli, að oft á lífsleið hans voru aðeins ein fótspor. Hann veitti því einnig athygli, að þetta átti sér stað á verstu og döprustu augnablik- um lífs hans. Þetta olli honum hugarangri og hann spurði því Drottin. Drottinn, þú sagðir að ef ég ákvæði að fylgja þér, þá mundir þú fylgja mér alla leið. En ég hef tekið eftir, að á erfiðustu augnablikum lífs míns eru aðeins ein fótspor. Ég skil ekki hví þú yfirgafst mig, er ég þurfti mest á þér að halda. Drottinn svaraði: Ástkæra ástkæra bamið mitt, ég ann þér og mundi aldrei yfirgefa þig. A tímum próf- rauna þinna og þjáninga, þegar að þú sérð aðeins ein fótspor, þá var það ég sem að bar þig. Nú ertu farin, yndislega vinkona mín, þú sem alltaf vaktir gleði, alltaf vildir hjálpa öllum, alltaf fyrst til að koma ef þú hélst að eitthvað væri að. Það kemur aldrei neinn sem fyllir skarðið þitt. Ég og fjölskylda mín kveðjum þig með söknuði, þakklæti og virðingu. Nú ert þú umvafin birtu og Guðs- blessun. Ég bið Guð um að blessa og veita Rafnari, bömunum, Sigurveigu og öðmm ástvinum styrk í sorginni. Ema S. Kristinsdóttir. Við vorum hjartans vinur, við hitt- umst 15 ára. Hún varð einasta, eina, albesta vin- konan mín. Við sögðum alit, töluðum allt, gátum allt. Við hlógum og héldum að lífið væri einn dans á rósum. Og lengi hló lífið líkavið okkur. Sendar til framandi lands við urð- um sem systur, þó stundum það væri frekar sem móðir og dóttir, því Rúna var sterk og stór og snemma þroskuð og þrautseig. Hún gaf mér allt sem hún átti af elsku og andagift, en aldrei er hægt að þakka það sem hvergi sést, það sem er gefið af gleði og einskis krafist á móti. Svo liðu ár og dagar, aldrei slitnaði taugin, langt gat liðið á milli, það skipti ekki máli. Ailtaf eins og systur þegar við sá- umst á ný, aftur og aftur hlegið að gömlum saklausum syndum og skondnum æskumyndum. Nú fagni henni englar og María mey og allir sem henni fannst vænt um. Megi hún finna frið í faðmi ljóssins. Blessuð sé minning hennar. Helga. Rúna var ótrúlega góð kona, skemmtileg, fróð og skarpskyggn auk þess að vera fundvís á annarra þarfir. Hún var tónelsk mjög og söngvin. Rúna var óspör á sjálfa sig og virtist hafa ótal hendur að rétta í allar áttir því hún hafði svo mikið að gefa. Það var ekki annað hægt en vera glaður í návist hennar svo kankvís og hlý sem hún var. Rúna var vel lesin og fylgdist náið með þjóðmálum. Hún var virkur þátttakandi Kvennalistans í Hafnar- firði. Rúna var mannréttindakona sem vildi að allir sætu við sama borð. Hún elskaði að ferðast um landið enda var hún mikil útivistarkona. Þórsmörk var alltaf í fyrsta sætinu og þar þekkti hún hveija þúfu, gil og skominga. A hveiju sumri lá leið hennar þangað og gaman var að hlusta á ferðasöguna þegar hún kom til baka enda þekkti hún svæðið líkt og börnin sín. Sjálf sagðist hún alltaf sjá eitthvað nýtt í hvei-ri ferð. Frá- sagnargleði Rúnu var upplifun þeim er á hlýddu. Hún var laus við sjálfs- hælni en gerði gjarnan fínt grín að sjálfri sér. Rúna hafði yndi af bakstri og hvers konar matargerð og lagði mikið upp úr því að fólkið hennar fengi gott að borða og hún lagði sig jafnan fram við að elda hollan og góð- an mat. Barnabörnin áttu ómældar stundir með ömmu og afa sem hlökk- uðu alltaf jafn mikið til að fá þau til sín að dekra við. Við Rúna störfuðum töluvert sam- an en ég kynntist henni fyrst þegar við unnum hjá fyrirtækinu Arkitektúr og skipulag en þá tók hún mig strax undir sinn vemdarvæng og síðan hjá Sjálfsbjörg. Verk sem heyrðu undir mig var Rúna oftar en einu sinni búin að afgreiða en hún lét sig ekki muna um að bæta á sig verkefnum fyrir þá sem í kringum hana vom - sífellt að létta undir með öðmm. Þannig var Rúna. Á undanfömum ámm gerðum við okkur glaðan dag einu sinni á ári en það var þegar tímaritið Nýtt líf bauð til fagnaðai- vegna kjörs konu ársins í boði ritstjóra blaðsins, Gull- veigar, litlu systur Rúnu. Við mætt- um prúðbúnar til hátíðahaldanna og grínuðumst með það á leiðinni að við yrðum að mæta því trúlega yrðum við tilnefndar. Mig langaði að hrópa: „Gullveig, þú þarft ekki að leita langt að konu ársins því að systir þín hefur allt til að bera sem prýða má konu ár- sins nema diplómur og krossa en af- rekaskráin yrði löng ef til væri skjal- fest.“ Trú mín er að Rúna verði heiðruð fyrir sín hvunndagsafrek á æðra plani nú. Kæri Rafnar, bömin ykkar og bamaböm að ógleymdri aldraðri móður, Sigurveigu, sem Rúnu var svo tamt að vitna til, systkini og aðrir aðstandendur; megi Guð styrkja ykk- ur á sorgarstundu, en minningamar um Rúnu em ómældur arfur til okkar allra. Anna Agnars. Látin er langt um aldur fram Guð- rún Sæmundsdóttir úr Gerðinu í Hafnarfirði. Hún kom inn í líf mitt þegar ég þurfti mest á því að halda, rúmlega fertug ekkja, að hefja seinni hálfleik lífsins. Ég átti bara bræður og syni, engai- dætur, engar systur, fáar vinkonur. Við vomm báðar að heíja störf hjá Iseggi í Kópavogi og hún reyndist mér sú systir og vinkona sem ég hafði ekki einu sinni vitað að migvantaði. Margt var skrafað. Ég gat rætt við hana í fullri hreinskilni, líka um þau mál sem sámst vom og erfiðust og hafði alla jafna verið ýtt niður í myrkrið og það eina sinn sem ég reiddist orðum hennar og hellti yfir hana úr skálum reiði minnar skildi hún að þetta ótrúlega eldgos beindist ekki að hennar persónu, heldur öllu því sára og erfiða sem á dagana hafði drifið. Daginn eftir var hún alveg eins og hún átti að sér og ég vissi að ég hafði eignast vinkonu fyrir lífið. Góðar minningar hrannast upp - Þórsmörk... hvítasunnudagur brúðkaupsveisla í frambyggðum Rússa - Jón og Rúna, Þorkell og Mar- grét - skálað í vermóð úr gullstaup- um... Landmannalaugar - lopapeysan klárað í rútunni á leiðinni - gönguferð með lofthrædda og móðursjúka kennslukonu í eftirdragi... Hrafnt- innusker - villugjarnar slóðir milli hrauns og hlíða - hlátur og grín og É&, % ÁRÐHEIMÁ ABÚD•STEKKJAHBA SÍMI 540 3320 H H H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 -i H H Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON læknir Miðleiti 12, Reykjavík, andaðist á heimili sínu aðfaranótt miðviku- dagsins 1. mars. Elínborg Stefánsdóttir, Steindór Guðmundsson, Inga Jóna Jónsdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Sigurður Thorarensen, Þórunn Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Ari Eggertsson og barnaböm. + Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN BRYNJÓLFSSON vélstjóri frá Þingeyri, andaðist á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi aðfaranótt miðvikudagsins 1. mars. Elín Kristjánsdóttir, Guðjón Þ. Þórarinsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Mark Bouchard og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR B. SIGURÐSSON, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði þriðju- daginn 29. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Mildrid Sigurðsson, Frank Guðmundsson, Gunnar Guðmundsson, Jenný Guðmundsdóttir, Reynir Guðmundsson, Bryndís Gunnarsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Randý Guðmundsdóttir, Jóhann Dagur Svansson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TRYGGVI HARALDSSON, Borgarholtsbraut 33, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu- daginn 3. mars kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, Kópavogi. Svava Hjaltadóttir, Elsa Tryggvadóttir, Páll Jónsson, Áslaug Tryggvadóttir, Nebojsa Hadzic, Haraldur Tryggvason, Sigrún Eiríksdóttir, Ásta Tryggvadóttir, Svava Tryggvadóttir, Sigríður Tryggvadóttir, Héðinn Sveinbjörnsson og barnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sambýlis- maður, afi og langafi, EINAR KRISTJÁNSSON skipstjóri frá Akranesi, Dalhúsum 86, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtu- daginn 2. mars kl. 14.00. Eyleifur Hafsteinsson, Sigrún Gísladóttir, Eymar Einarsson, Geirfríður Benediktsdóttir, Kristján Einarsson, Ingibjörg H. Kristjánsdóttir, Einar Vignir Einarsson, Sigríður Ólafsdóttir, Viggó Jón Einarsson, Hafdís Óskarsdóttir, Þuríður Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.