Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 47

Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 47
b MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 47 -----------------------fL T MINNINGAR ur var tíl Alþingis eða bæjarstjómar og það munaði um hana. Þeir eru býsna margir landsfundir og vorþing ásamt öðrum ráðstefnum sem við höfum setíð saman „systra- settin“ úr Hafnarfirði, því þar sem Guðnin var var Margrét systir henn- ar ekki langt undan. Stundum var tekist á um málefni á þessum stund- um en samstaðan brást ekki og mikið skemmtum við okkur og hlógum. , Reykjanesangi Kvennalistans fjöl- mennti gjaman á þessar samkomur og naut samvemnnar og höfðu aðrar 0 fundarkonur á orði: „nú hlær Reykj- anes“ eða „det glade Reykjanes" og líkaði okkur vel þær athugasemdir. Þau hjón vora einstaklega sam- hent. Ekki lá Jón á liði sínu og tók hann af heilum hug þátt í starfinu með Guðrúnu. Mikill harmur er kveðinn að fjöl- skyldunni í Gerðinu. Við kveðjum Guðrúnu með söknuði og sendum Jóni, börnum þeirra, Sig- Surveigu og ástvinum öllum innilegai- samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar Sæ- mundsdóttur. Ingibjörg og Guðrún. I Það er alltaf hryggilegt, þegar fólk á besta aldri og í fullu starfi fellur frá. Við sem höfum þekkt Guðrúnu allt frá æsku, þar sem hún var okkur bæði vinur og félagi, með bömum okkar í leik, hljótum að sakna hennar alveg sérstaklega, þar sem hún síðar var fé- lagi okkar í starfi. Eftir að við hjónin fluttum aftur til bæjarins að loknu áratuga starfi úti á landsbyggðinni, vora ekki aðeins tekin upp aftur hin nánu vináttubönd, heldur urðum við fljótt samferða í stjóm sóknarfélags- ins okkar. Þar gegndi hún hin síðari ár ritarastarfi með afbrigðum vel, auk þess tók hún fullan þátt í hinum ýmsu störfum stjómarmeðlima íyrir St. Jósefssöfnuð í Hafnarfirði. Einnig var hún virk í öllu safnaðar- og kirkjustarfi. Skulu henni færðar al- veg sérstakar þakkir fyrir það allt saman, nú að leiðarlokum. En eins og svo oft vill gerast, má ef til vill segja nú, að „enginn veit hvað átt hefir, fyrr en misst hefir“. Það er vandfyllt tóm- arúm í þeirri stjóm og söfnuði. Guðrún tók við stóram arfi er hún og Jón maður hennar hófu að búa í Gerðinu við Hverfisgötu í Hafnar- firði. Þar hafði áður búið Thorsteins- son-fjölskyldan og foreldrar Guðrún- ar, frú Sigurveig Guðmundsdóttir og Sæmundur L. Jóhannesson, sem nú er látinn. Það var ánægjulegt að fylgj- ast með er þau Jón og Guðrún juku þar við og fegraðu Gerðið. I öllu sínu starfi gerði Guðrún meira en við var búist, svo að ekki varð í raun betur gert. Fyrir allt þetta og vináttu hennar og góð kynni skulu hér færðar innilegar þakkir. Móður hennar, frú Sigurveigu Guðmundsdóttur, sem dvelur í hárri elli á Hrafnistu í Hafnarfirði, eigin- manni hennar og bömum, systkinum, venslafólki og ættfólki, vottast einlæg samúð við heimför hennar. Torfhildur og Sigurður H. Þorsteinsson og fjölskylda. svæðinu voram að leita að nýjum starfskrafti og réðst hún tU vinnu hjá Sjálfsbjörgu í ágúst 1996. Guðrún var samviskusöm og vand- virk svo af bar og vora það mörg sím- tölin sem ég fékk frá henni fyrir utan vinnutíma þegar hún var að velta hinu og þessu fyrir sér sem hugsanlega gæti verið tU hagsbóta fyrir félagið. Guðrún fann fyrir veikindum sín- inn íyrst síðasta sumar og um haustið fékk hún úrskurð um sjúkdóm sinn. Hún barðist við hann af æðraleysi og fullvissu um bata eins og henni var eiginlegt. Guðrún kom til okkar á jólahluta- veltuna í desember og þá sagði hún mér að Uklega kæmi hún tU vinnu um miðjan janúar. Ekki varð það nú raunin því almættíð var með annað á pijónunum fyrir hana. Vil ég íyrir hönd fjölskyldu minnar og stjómar Sjálfsbjargar á höfuð- borgarsvæðinu senda fjölskyldú hennar innUegar samúðarkveðjur. Megi Guð vera með þeim og styrkja. Jóhannes Þór Guðbjartsson, framkvæmdastjóri. Kveðja frá Kvennalista- konum í Kópavogi Við minnumst Guðrúnar Sæ- mundsdóttur sem einnar af þeim sterku konum sem settu svip sinn á starf í Reykjanesanga Kvennalistans. Hún var með í starfi Kvennalistans frá upphafi, ein í hópi Hafnarfjarðar- kvenna sem var einstaklega gefandi að vinna með og þá var oft glatt á hjalla. Guðrún var hlý kona en ákveð- in og íylgin sér á hljóðlátan hátt. Hún hafði einnig þann sérstaka eiginleika að geta leitt það hjá sér þegar tilfinn- ingarótið reLs sem hæst en hafði þá yfirsýn sem hjálpaði öðram að sjá málin í nýju Ijósi. Hún var því mikUs metin í hópnum. Hún var jafnan reiðubúin að taka að sér ábyrgðar- störf fyrir Kvennalistann. Nú síðast fyrir rúmu ári sat hún í nefnd fyrir Kvennalistann þar sem undirbúið var sameiginlegt framboð Samfylkingar í Reykjanesi. En Guðrún stóð ekki ein í starfi að málefnum Kvennalistans. Fjölskylda hennar tók virkan þátt með henni. Álfheiður dóttir hennar var virk Kvennalistakona og Jón eig- inmaður hennar var ötull að mæta með henni á fundi fyrir allar kosning- ar, í því birtist m.a. samheldni þeirra hjóna. Samúðarkveðjur sendum við þeim báðum svo og fjölskyldunni allri. Minning um góða konu lifir. Hinsta kveðja frá safnaðarfólagi Jósefskirkju Rúnu í Gerðinu Ijósið lýsi áleiðsemenginnsér. Góðu konuna guð minn hýsi V” því gekk svo veginn hér. Guðrún var virkur þátttakandi í lífi kaþólsku kirkjunnar í Hafnarfirði og sat í stjóm safnaðarfélags Jósefs- kirkju undanfarin ár. Fyrir allt hennar starf í þágu kirkjunnar og safnaðarins viljum við þakka. Jóni Rafnari og börnum þeirra Guðrúnar biðjum við guðs blessunar. Einnig vottum við Sigurveigu og systkinum Guðrúnar samúð okkar. Drottinn veiti Guðrúnu eilífa hvfld og láti hið eilífa ljós lýsa henni. Hún hvfli í friði. ? Stjórn safnaðarfélags Jósefskirkju. Skiptu yfir í nútímalegra greiðsluform! Frá og með mánaðamótunum mars-apríl hætta blaðberar að innheimta áskriftargjöld. Þess í stað geta áskrifendur valið um að greiða áskriftina að Morgunblaðinu með greiðslukorti eða beingreiðslu. Þannig verður innheimtan einfaldari og þægilegri fyrir áskrifendur. Hafðu samband við okkur í síma 800 6122. Við hlökkum til að heyra í þér. 'vl Ég kynntist Guðrúnu í gegnum systur mína, Hönnu Björt, er bjó með syni hennar, Sæmundi, um nokkum tíma og eiga þau eina dóttur saman. Guðrún reyndist henni og dætram hennar tveimur frá fyrra hjónabandi vel og vora þær alltaf velkomnar á heimili hennar. Sýndi það hug þeirra til hennar að alltaf kölluðu þær hana ömmu. Guðrún talaði oft um hve vænt henni þættí um sonardóttur sína sem var nafna hennar og Ágústu, konu minnar, og var það henni mikið áhyggjuefni hvað yrði um Guðrúnu litlu ef hún félli frá. Guðrún var glæsileg kona og bar sig með reisn svo eftir var tekið. Var hún mjög virk í félagsmálum og starf- aði mikið að jafnréttismálum kvenna ásamt fleira. Guðrún og Jón, eiginmaður henn- ar, vora mjög samrýnd og mikið fyrir fjölskyldu sína. Mátti segja víst að ef maður sæi annað þeirra væri hitt ekld langt undan. Eg var svo heppinn að hafa af því spum að hún væri í atvinnuleit, þegar við hjá Sjálfsbjörgu á höfuðborgar- ÁSKRIFTARDEILD Sfmi: 569 1122 • Bréfasími: 569 1115 • Netfang: askrift@mbl.is Áskriftardeildin er opin kl. 8-20 mánudaga, 6-20 aðra virka daga, 6-21 á laugardögum og 8 -14 á sunnudögum. Best er að breyta greiðsluforminu með einu símtali í gjaldfrjálst númer 800 6122

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.