Morgunblaðið - 02.03.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Verður hundrað
þroskaheftum úthýst?
í MORGUNBLAÐINU 17. febrúar
sl. birtist ágæt grein eftir Rósu
Magnúsdóttur sem hún nefnir
„Paradís í Reykjadal". Þar gerir
hún að umræðuefni sumardvöl fatl-
aðra barna og ung-
menna og segir m.a.:
„Sem starfsmaður
Reykjadals í tæp 10 ár
hef ég heyrt óteljandi
lofræður um staðinn
og starfsemina og ég
veit hversu stórt pláss
Reykjadalur skipar í
hjörtum skjólstæðinga
og fjölskyldna þeirra.
Það er ekki að ástæðu-
lausu að oft hefur ver-
ið talað um paradís í
Reykjadal."
I Reykjadal í Mos-
fellssveit hefur
Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra tekið á
móti börnum og ung-
mennum í sumardvöl mörg undan-
farin ár. Á liðnu sumri komu þang-
að hundrað og áttatíu sumar-
dvalargestir, flestir í hálfan mánuð.
Sonur minn, sem er sautján ára,
hefur verið þar fjögur sumur og lík-
að sérstaklega vel. Aðstaðan í
Reykjadal er öll til fyrirmyndar,
þar er sundlaug og íþróttahús.
Starfsfólk er gott og glatt. Sveitin
veitir frelsistilfinningu og unað og
fjölþætta möguleika til útivistar og
náttúruskoðunar.
í haust bárust þau tíðindi að
breytingar á starfseminni í Reykja-
dal stæðu fyrir dyrum. Halli hefði
verið á sumardvölinni undanfarin
ár og Styrktarfélagið sæi sér ekki
lengur fært að bjóða öðrum en
hreyfihömluðum sumardvöl nema
fjármagn fengist. Það
yrði því að vísa hundr-
að börnum og ung-
mennum frá. Auðvitað
mundu ábyrgir aðilar
sjá að hér var mál sem
þyrfti að leysa, hugs-
aði ég. En lausnin lét á
sér standa. Þegar til
kastanna kom virtust
þeir, sem yfir fjár-
magni ráða, láta sér
sumardvöl fatlaðra í
léttu rúmi liggja. Það
var eins og þeim kæmi
málið ekkert við, hefðu
engar skyldur, engan
áhuga, engan vilja til
að leysa málið. Það
eina sem félagsmála-
ráðuneytið gerði var að skrifa bréf.
Og bréfið var þannig að mér rann
kalt vatn milli skinns og hörunds.
Ráðuneytismönnum hefur líklega
sjálfum fundist þetta gott bréf því
að þeir gátu rökstutt mál sitt.
Svæðisskrifstofa málefna fatl-
aðra hafði ekki beðið um fjármagn
til sumardvalar, og þess vegna kom
ráðuneytinu málið ekki við: „Eins
og þér bendið á í bréfi yðar er
heimilt að greiða úr ríkissjóði fram-
lag vegna þess umframkostnaðar
sem þjónusta við fötluð börn í sum-
ardvölum hefur í för með sér. Ráð-
Sumardvöl
Ég trúi því ekki enn að
um hundrað börnum og
ungmennum, segir
Gerður Steinþdrsdóttir,
sem eru fötluð en ekki
hreyfíhömluð, verði út-
hýst í sumar.
uneytið getur upplýst að engin
svæðisskrifstofa fékk viðbótar fjár-
heimildir í þessu skyni við af-
greiðslu fjárlaga þessa árs.“ (Ur
bréfi til Landssamtakanna Þroska-
hjálpar.)
Ég trúi því ekki enn að um
hundrað börnum og ungmennum,
sem eru fötluð en ekki hreyfihöml-
uð, verði úthýst í sumar. Flestir
eiga margra kosta völ, en þessi
börn og ungmenni eiga um svo sár-
grætilega fátt að velja.
Reykjadalur er eina sumardvölin
sem flestum þeirra hefur staðið til
boða. I reynd er málið svo einfalt
úrlausnar en svo mikilvægt fyrir
marga að það þolir enga bið. Verði
það ekki leyst er fullljóst að fatlaðir
eiga sér formælendur fáa meðal
ráðamanna þessarar þjóðar.
Höfundur er varafomiaður Lands-
samtakanna Þroskahjálpar.
Gerður
Steinþórsdóttir
FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 4Í.
Sjálfsdáleiðslunámskeið
föstudagskvöldið 3. mars og laugardaginn 4. mars
Vandað námskeið, þar sem kennt verður að nota sjálfsdá-
leiðslu til að auka árangur í starfi, einkalífi, hegðun, aukinni
einbeitingu, stjórnun tilfinninga og margt fleira.
Leiðbeinandi verður Kári Eyþórsson
(CMH, C.HYP, PNLP, MPNLP).
Skráning og uppiýsingar í síma 588 1594.
Æ -4Í
Kaneho
'íiMs
Vor 2000
KYNNING
á nýju vorlitunum
í Fínu, Mosfellsbæ,
i daq oq á morquri,
frá kl. 13—18
Matj fumjjTim hzH
HAGKAUP
Meira úrval - betri kaup