Morgunblaðið - 02.03.2000, Page 52

Morgunblaðið - 02.03.2000, Page 52
52 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hjólreiðar - umhverfis- * vænn samgöngumáti? INGA Jóna Þórðar- dóttir gaf það í skyn í morgunþætti á Stöð 2 og Bylgjunni fímmtu- dagsmorguninn 20. janúar að ekki þyrfti að huga að stígum fyrir hjólandi og gangandi umferð ef lögð verða miðlæg gatnamót á homi Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, því að hjól væru notuð sem afþreying en ekki sem samgöngutæki til og frá vinnu. Þetta er mikill misskilningur hjá henni og hef ég töl- ur úr talningum sem Slysavarnafélagið gerði á horni Miklubrautar og Snorrabrautar 3. október 1996-97 og 1998 kl. 7.45- 8.25. Á þessum árum fjölgaði hjól- andi úr 118 upp í 150 manns. Talningin er gerð eins og sést í október en ekki um mitt sumar og sýnir jafnframt að tíminn sem er kl. 7.45 til 8.25 er ekki sá tími sem fólk er að hjóla sér til gamans fyrst og fremst. Þarna eru bara ein gatnamót í borginni tekin, en fleiri leiðir er um að velja. Þetta sýnir að hjólreiðar eru að aukast og með bættum að- stæðum og hvetjandi aðgerðum stjómvalda aukast þær meira og þá minnkar bílaumferðin jafnframt. Það má einnig geta þess að t.d. Reykjavíkurborg er aðili að Ála- borgarsáttmálanum, Staðardagskrá 21 og Car free city sem eru sam- þykktir þar sem Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að gera umhverf- isvænum samgöngum hærra undir ,%«i»öfði. Eg er ekki talsmaður þess að leggja eigi öllum bílum og allir hjóli, gangi eða fari með strætó til og frá vinnu og skóla, en mikið væri það samt góð framtíðarsýn og hugsið ykkur hversu tært loftið yrði. Mér finnst að fólk eigi að vera í þeirri að- stöðu að það þurfí ekki nauðsynlega að eiga 2 bíla á heimili til að dagurinn gangi upp heldur geti fólk litið á hjól- reiðar sem raunhæfan kost í sam- göngumálum. Hjólin eru orðin það góð að þau þola rigningu og snjó- komuna með góðri smurningu og réttu viðhaldi. Ljós er hægt að kaupa í öllum hjólabúðum og betra að hafa þau öflug frekar en dauf. Rauð að aftan en hvít að framan. Nagladekk eru búnað- ur sem er nauðsynleg- ur yfir veturinn og fást einnig í hjólabúðum ásamt góðum hjálmum sem er höfuðatriði og hlífðarfatnaði. Það fólk sem er með börn þarf ekki að örvænta því til eru kerrur aftan í hjólið sem bera allt að 70 kg og taka tvö böm og má einnig nota í innkaupa- ferðina. Stólarnir aftan á hjólin eru vinsælir og hentugir fyrir böm sem hafa gaman af útiveranni og því sem umhverfið hefur upp á að bjóða. Það sést á þessari upptalningu að það er fátt því til fyrirstöðu að fólk geti hjól- að nema því finnst það ekki öraggt í umferðinni og á þetta ekki síst við um þá sem hafa börnin með í stól eða kerra. Oft era ljósastaurar í miðri gangstéttinni eða önnur umferðar- skilti þrengja að og hjólandi er ekki gert kleift að hjóla beint yfir þver- götu sem verður á vegi þeirra heldur verður að taka beygjur og það stund- um meira en 90 gráður þó förinni sé heitið í beina stefnu meðfram aðal- braut. Gott dæmi um þetta er áður- nefnd gatnamót á Miklubraut - Kringlumýrarbraut þar sem að stíg- arnir sjást beinir sitthvora megin við gatnamótin en sveigjur og krappar beygjur era við gatnamótin og stöðv- unarlínan það framalega að ef bílar fara yfir hana er erfitt að komast, sérstaklega ef maður er með kerra aftan í. Það era heldur engin viðvör- unarskilti sem vara bílstjóra við gangandi og hjólandi umferð á beygjuaðreinunum þar sem gang- brautarlínurnar hverfa á haustdög- um. Þeim sem hjóla allan ársins hring finnst vanta viðhorfsbreytinguna hjá stjórnvöldum, að hjólreiðar séu ekki bara skemmtun heldur líka sam- göngumáti sem ber að virða eins og rétt annarra í umferðinni.Til íslands koma margir hjólandi ferðamenn og Samgöngur Hjólreiðar eru að auk- ast, segir Alda Jóns- dóttir, og með bættum aðstæðum og hvetjandi aðgerðum stjórnvalda aukast þær meira. það sem bíður þeirra er Reykjanes- brautin sem er einn umferðar- þyngsti þjóðvegur landsins og um- ferðarhraðinn er mikill. Þar er einnig mikil umferð stórra bfla sem erfitt er að hjóla í kjölsogið á þegar þeir þjóta hjá sérstaklega ef einnig er rok og rigning. Það er sem betur fer farið að ræða um hjólaveg þar meðfram enda á flestum stöðum nóg pláss sérstaklega ef Vegagerðin gerði ráð fyrir hjólavegum í sínum framkvæmdum. Þá er komið að vandamálinu sem er að hjólreiðar eru ekki í skipulag- inu eins og aðrar samgöngur þó hjól- reiðum sé skotið inn í umferðarlögin með bflaumferð og síðan sem gesti á gangstígana (mest út af bömum sem verða að geta hjólað um) þá vantar heildarskipulagslausn. Bflstjórar vilja reiðhjólamenn burt af götunum þar sem þeim finnst þeir fara alltof hægt, en hjólreiðafólk má vera sem gestur á göngustígunum þar sem mikið átak hefur verið gert í lagn- ingu þeirra á síðustu áram. Það sýnir sig líka að göngustígamir era mikið notaðir til almennrar útivistar og hjólreiðafólk er orðið fyrir á þeim. Næsta raunhæfa skrefið er að fá hjólavegi inn í vegalög þar sem Vegagerðin hefur heildaryfirsýn yfir þennan samgöngumöguleika eins og aðra vegagerð. Hjólavegir meðfram aðalvegum (best að þurfa ekki að vera alveg í umferðinni þar sem að það er hægt), góðar tengingar milli sveitarfélaga og merkingar hjóla- leiða eins og annarra leiða er draumaframtíðarsýn hjólreiða- mannsins og væri ekki ólíklegt að brátt yrðu götumar einfaldaðar, en tvíbreikka þyrfti hjólavegina. Alda Jónsdóttir ~ M \mm Aðhakts- námskeió 8 vikna átaksnámskeið hefst 6. mars fyrir konur og karla sem saman stendur af æfingakerfum Les Mills ViltÞú... • Breyta líkamsástandi þínu • Styrkjast • Grennast • Komast í betra form • Aukafitubrennslu Þrír lokaðir tímar á viku. Frjáls mæting í alla aðra tíma sem Þokkabót býður upp á. Mikið aðhald. • Fitumælt í upphafi og lok námskeiðs • Regluleg vigtun • Ummálsmæling • Þolmæling f Frostaskjóli 6 Skráning í síma: 561 3535 Höfundur er Formaður íslenska fjallahjól&klúbbsins. Textílkjallarinn SBrúdargjafir toppi, sœngurver og púdar Barónsstíg 59 « 551 358 . VashhuDi A L H L I Ð A VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR i Fjárhagsbókhald i Sölukerfi I Viðskiptamanna kerfi i Birgðakerfi I Tilboðskerfi I Verkefna- og pantanakerfi i Launakerfi • Tollakerfi Vaskhugi ehf. Síðumúla 15 - Sími 568-2680 U mh verfis vinir og við hin ÞAÐ er dapurleg reynsla fyrir gamlan náttúraunnanda að heyra sí og æ að við- horf, sem hann hefur stutt og styður, ein- kennist af kæraleysi gagnvart náttúrunni, gott ef ekki algerum umhverfisfjandskap. Þessir vinir fóstur- jarðarinnar, sem svona láta, hafa oft farið mik- inn að undanfómu og stundum vakið furðu mína. Staðreyndir, hvað þá mannleg nauðsyn, skipta þetta fólk engu. Það veit alltaf betur. Standi til að leggja raflínu hér eða þar rís það upp tp mótmæla og sparar ekki skotfærin. Ég tala nú ekki um ef annað meira stendur til. Sem betur fer er þetta fólk mikill minnihluti þjóðarinnar, þótt það virð- ist halda annað og hiki ekki við að túlka það svo ef færi gefst. Það er gjaman látið sem þetta séu málsvarar mikils meirihluta þjóðarinnar. Hitt era bara voldugir náttúraspillar, sem kæra sig kollótta um fóstuijörðina. Þegar lítið gengur og undirtektir ekki uppörvandi snúa menn sér til nágrannaþjóða (les: Norðmanna) og biðja um að þeir beiti þjóð okkar þrýstingi og þvingunum. Þetta er nú stundum kallað að „panta erlend af- skipti af innanríkismálum þjóðar sinnar". Ekki hefur það nú verið köll- uð sérstök þjóðhollusta. Illindamenn Sturlungaaldar hafa ekki fengið gott eftirmæli fyrir þessháttar framferði. En hvað um það, nauðsyn brýtur lög og með illu skal illt út drífa. Samt er eins og sumt fari fyrir ofan garð og neðan hjá þessum vökumönn- um umhverfisins. Fljótsdalsvirkjun er svosem ekki fyrsta virkjunin hér á landi, sem vakti spumingar um umhverfisáhrif. Hún er hins vegar fyrsta virkjunin, sem vekur umtalsverðan áhuga vöku- mannanna. Það var ekkert sjálfgefið að menn samþykktu Blönduvirkjun, sem um margt er hliðstæða fyrirhug- aðrar Fljótsdalsvirkjunar. Þá var nú heldur litið um mótmæli frá öðram en húnvetnskum bændum sem knúðu fram nokkrar bætur fyrir skerta bit- haga. Annað var það nú ekki. Á hitt er að líta að til stóð að hagnýta orkuna frá Blöndu hér á suðvesturhominu en ekki „fyrir örfáa austfirska framsókn- armenn" (sbr. JFM). Ekki hefur nú farið mikið fyrir af- skiptum umhverfisvina af virkjana- kraðakinu við Búrfell og þar í kring. Þó er skylt að geta örfárra áhuga- manna, sem stungu niður nokkrum smáflöggum, þegar verið var að sökkva athyglisverðum hveram þar á svæðinu. Það hefur ekki borið mikið á áhuga náttúraunnenda á því að leiðrétta umhverfisslys í Soginu. Hver er af- staða þeirra til framkvæmda á Nesja- völlum? Þar er, - eða var a.m.k., full ástæða til að athuga sinn gang. Fram- kvæmdirnar við Svartsengi era auð- vitað náttúraspjöll í þrengstu merk- ingu. Um það heyrist aldrei talað. Það era svosem fleiri álitamál frá umhverfissjónarmiði. Við höfum t.d. nokkrar stórar verksmiðjur í gangi, sem virðast ekki raska ró manna neitt sérstaklega í dag. Straumsvík stækkar og stækkar og enginn segir neitt. I Hvalfirði rís hvert verksmiðjubáknið á fætur öðru og allt virðist í lagi með það. Menn höfðu spáð þama drepandi mengun, eins og reyndar í Straumsvík, en mengun mælist sáralítil og ekki meiri en af öðram mannlegum athöfnum. Hvað finnst umhverfisvinum um staðsetningu áburðarverksmiðju í sjálfri höfuðborginni? Hvemig líst þeim á Sundaveginn fyrirhugaða eða hugmynd Júlíusar Vífils um flugvöll á Engey og vegagerð þangað? Nú er Villinganesvirkjun aftm- komin á dagskrá, þar á að sökkva gljúfri með stíflugerð. Gömul kona, sem býr á árbakkanum, mótmælir kröftuglega. Þarmeð era þau mót- maeli upptalin. Ég hef áður drepið á ferðir umhverfisvina til Noregs og hðsbænir þeirra þar. Ekki þótti mér skemmtilegt að sjá minn gamla vin Hákon Aðalsteinsson rölta um fyrir framan kóngshöll- ina í Osló í „hrekkja- vökubúningi" og kveða stemmu fyrir fjarstadd- an kónginn. - Hitt var sýnu verra þegar tals- maður hreyfingarinnar leyfði sér að fara með hreinar rang- færslur og skrök þar í borg nýlega. Illa dulbúnar hótanir hans kýs ég að Umhverfisvernd Andstaðan við lífsbjarg- arviðleitni Austfirðinga, segir Guðjón E. Jóns- son, leggur andstæðing- unrnn þá skyldu á herð- ar að hafa frumkvæði að einhverju umhverfís- vænna. leiða hjá mér. -Samherjar talsmanns- ins sýnast ekki hrifnir og tala um nauðsyn þess „að samræma málflutn- ing“! Það hefur sannarlega margt skrítið komið í Ijós í þessari hugsjónabar- áttu, t.d. það að langflest af þessu bar- áttufólki hefur aldrei á Éyjabakka komið og veit sáralítið urn þau nátt- úrufyrirbæri, sem þar er að finna. Auðvitað vakna margar spumingar í þessu sambandi. Fróðir menn full- yrða að fjöldi gæsa hafi margfaldast þama á svæðinu á nokkrum undan- förnum áram. Hvað þolir svæðið mik- ið af slíku? Varðandi myndun uppi- stöðulóns. Gæsir era nú ekki vatnshræddar skepnur svo ekkert liggur fyrir um það að þær hefðu neitt á móti myndarlegu vatni að forða sér út á, t.d. ef Sigmar Hauksson birtist með pumpuna sína. Þá er nú röðin komin að blessuðum hreindýrunum, - því er haldið að fólki að þau séu nánast alveg háð þessu svæði. Sannleikurinn er sá að þau era dreifð um allt Austurland. Undirrit- aður hefur séð þau allt frá Bakkafirði að norðan og suður og vestur fyrir Homafjörð. Þetta geta margir stað- fest. Enn eitt spursmáhð, varðandi áhuga umhverfisvina á að koma á fjöldaheimsóknum og jeppatúram á Éyjabakkana. Hvemig æth veikur gróður svæðisins þoli slíkt? Það er góðra gjalda vert að vera „umhverfisvinur“, en fyir eða síðar verða menn að viðurkenna tilverurétt manneskjunnar í umhverfinu og rétt hennar til lífsbjargar. Austfirskar byggðir eiga í vök að veijast, eins og annað dreifbýli í þessu landi. Baráttan þar er barátta fyrir meiri og fjölbreyttari lífsbjörg. Andstaða við þessa lífsbjargarvið- leitni Austfirðinga leggur andstæð- ingunum þá skyldu á herðar að hafa framkvæði að einhveiju umhverfis- vænna og björgulegra. Fram að þessu hafa menn látið nægja að ráðleggja Austfirðingum að gefa sig að fjallagrasatínslu og að- stoðarstörfum við kvikmyndagerð. Auk þess ku Björk okkar allra hafa boðið Áustfirðingum afraksturinn af lagi, sem hún söng inn á veraldarvef- inn í vetur. Það ber að þakka en menn höfðu nú hugsað sér annars konar bjargræði. Höfundur er fyrrverandi kennari. Guðjón E. Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.