Morgunblaðið - 02.03.2000, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 02.03.2000, Qupperneq 64
34 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍDAG Afhentu fræðslu- myndband INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, tók í lok febrúar við fyrsta eintaki fræðslumyndbands fyrir fjölskyldur barna með krabbamein sem Styrkt- arfélag krabbameinssjúkra bama hefur nýlega látið gera. Vel fór á því þar sem ráðuneytið veitti fé til verk- efnisins. Myndbandið er fáanlegt á skrifstofu SKB. Afmælismót PFRá Grandrokk PÍ LUKASTFÉ LAG Reykjavíkur heldur opið aftnælismót á Grand- rokk, Smiðjustíg 6, laugardaginn 4. mars klukkan 13. Pílukast nýtur vaxandi vinsælda um þessar mundir og er það iðkað af æ breiðari hópi, segir í fréttatilkynn- ingu. Keppt verður í tvímenningi og verður dregið um hverjir keppa sam- an. Þátttakendur geta skráð sig til leiks fyrir klukkan 12.30 á laugar- dag, á staðnum eða í síma. Keppnis- gjald er 500 krónur og veitt verða veglegverðlaun. - Kvikarmyndir með sýningar STUTTMYNDIR Óskars Jónasson- ar SSL 25 og Vemissage verða sýnd- ar í kvöld í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10, og byrjar hún kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Kvikar myndir standa fyrir sýn- ingum á þriðjudagskvöldum, fimmtu- dagskvöldum og sunnudagskvöldum til 12. mars, ávallt klukkan 20. Ogið hús á Sóloni Isiandusi með Ragnari Stefánssyni NÝJUNG í félagsstarfi Útivistar er svokallað opið hús sem haldið hefur verið á Sóloni íslandusi, 2. hæð, af og til í vetur. í tilefni umbrotanna í Heklu verð- ur opið hús hjá Útivist nú á fimmtu- dagskvöldið 2. mars og hefst það kl. 20. Útivist hefur fengið Ragnar Stef- ánsson jarðeðlisfræðing til að mæta og spjalla um jarðskjálftaeftirlit við Heklu og Kötlu. Allir eru velkomnir meðan hús- rými leyfir og aðgangur er ókeypis. > S Málþing í Skálholtsskóla 4.-5. mars 2000 um Islandsklukkuna eftir Halldór Kiljan Laxness Laugardagurinn 4. mars kl. 13.30:17.30: Hjaiti Hugason prófessor: Klukka íslands í kirkjusögulegu Ijósi. Erlingur Sigurðarson menntaskólakennari: Séð heim að Skálholti undir hönd Halldóri Laxness. Gunnar Kristjánsson prófastur: Þjónn þeirra svarlausu. Helga Kress prófesson „Á hverju liggja ekki vorar göfugu kerlingar?" Halldór Laxness og Torfhildur Hólm. Þórunn Valdimarsdóttir rithöfundur: íslandsklukkan sem ástarsaga. Kári Bjarnaspn M.A. og Eggert Pálsson tónlistarmaður: Óhreina barnið hans Árna: íslenskur tónlistararfur. 18.00 Tíðagjörð. Voces Thules 19.30 17. aldar kvöldverður 21.00 Ný leikgerð íslandsklukkunnar frumflutt. Leikstjóri Guðrún Ásmundsdóttir. Sunnudagur 5. mars 9.00 Morguntíðir í Skálholtskirkju. 9.30-12.30 Fyrirlestrar og umræður. Matthías Viðar Sæmundsson dósent: Böðlar og skálkar. Már Jónsson lektor: Bæli kerlingar og brókin hans Jóns: Handritasafnararnir Arnas Arnæus og Árni Magnússon. Guðrún Ása Grímsdóttir cand. mag.: Lærður íslendingur á Turni: Af Jóni Ólafssyni Grunnvíkingi. Gísli Gunnarsson prófessor: Hagspeki gálgafuglsins Jóns Marteinssonar: íslandsklukkan, einokunarverslun og stéttaskipting. 12.30 Hádegisverður 14.00 Messa í Skáiholtsdómkirkju 16.00 Umræður, lok málþings í skólanum verða handrit Halldórs Laxness að íslandsklukkunni til sýnis ásamt myndum af nótnahandritum frá Skálholti. Fæði og gisting í tveggja manna herbergjum kostar 7.500. Einnig er hægt að kaupa einstaka máltíðir. Upplýsingar og skráning í Skálholtsskóla í síma 4868870. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Eru hundaeig- endur þriðja flokks fólk? ÉG ER ung kona sem leigi íbúð vestur í bæ með manni mínum og við erum með hund. Við höfum sérinn- gang við hlið hússins og er þetta eini inngangurinn á þessari hlið. Sameiginlegur garður fylgir húsinu en til að forðast öll óþægindi not- um við hann ekki heldur forum annað með hundinn til að gera stykkin sin og hreinsum alltaf upp eftir hann. Við höfum lifað í sátt og samiyndi við flesta íbúa hússins þar sem enginn verður var við hundinn og ekki er hægt að kvarta yfir neinu. En eins og flestir vita er oftast einn í hveiju húsi sem getur ekld setið á sér ef hann veit að hann hefur rétt á að vera með leiðindi og þá gerir hann það. í þessu tilfelli er það kona sem býr alveg í hinum enda hússins. Og til gam- ans má geta að það er álíka fjarlægð á milli hennar og hundsins og þess sem býr í húsinu á móti. En hvað með það, þessi kona sér okkur aldrei og verður aldrei vör við hundinn. Hún kom meira að segja til okkar um daginn og bankaði uppá til að sjá hvort hundurinn væri einfaldlega í húsinu. Samt sem áður krefst þessi kona þess að við flytjum úr húsinu út af hundinum. Hvers vegna eru lög og reglur hafðar þannig að fólk eins og hún, sem kem- ur mér ekkert við, getur ráðist inn í mitt einkalíf og verið með réttinn sín meg- in, án þess að ég hafi gert henni nokkuð? Mér finnst þetta brot á mínum mann- réttindum og allar þessar reglur komnar langt út fyr- ir raunsæi. Ég hef ekki efni á 20 milljóna króna einbýl- ishúsi sem er bókstaflega orðin krafa ef maður ætlar að gerast svo djarfur að hafa hund í þessari borg. Það er ekki tilviljun hvað ofnæmi í börnum er orðið algengt. Börn fá einfald- lega ekki að njóta þess rétt- ar að komast í snertingu við dýr. Þau fara fljótlega að halda að eggin vaxi á trján- um. Niðurstaðan er sú að það er allt í lagi að hafa skýrar reglur sem fólk á að framfylgja og ekki eru allir hunda- og kattaeigndur til fyrirmyndar. En ég neita að láta refsa mér fyrir það sem aðrir gera, ekki er Jóni stungið í fangelsi þegar Siggi ekur undir áhrifum áfengis þótt þeir eigi báðir bfl. Það er kominn tími til að hundaeigendur láti heyra í sér og hætti að láta koma fram við sig eins og þriðja fiokks fólk því það er nú oft þannig að við gælu- dýraeigendur erum glaðari og hamingjusamari en aðr- ir og viljum bara fá að vera í friði, sérstaklega þegar við vitum íyrir víst að við erum ekki að brjóta á neinum öðrum. Anna í Vesturbæ. Unglingar og áfengi LÖGUM samkvæmt er bannað að selja unglingum áfengi undir 21 árs aidri. En unglingar hafa ýmis ráð til að nálgast áfengi. Ein aðferðin er sú að unglings- stúlkur hanga fyrir utan áfengisverslanir og reyna að fá einhvern til að kaupa fyrir sig og eru ekkert að fela það, koma inn með við- komandi og kaupa jafnvel fyrir 10-20 þúsund krónur. Síðan borga þær viðkom- andi fyrir greiðann og það jafnvel fyrir framan starfs- fólkið sem ekkert getur gert. Það er t.d. fjöldinn all- ur af unglingum sem stund- ar þetta í Kringlunni. En þeir sem taka þátt í svona ættu að athuga það að sá sem selur unglingum vín (þ.e. sá sem keypti fyrir unglinginn) er sekur um lögbrot. Einn áhyggjufullur. Oryrkjar og milljarðar ÉG ER sammála Halldóri Vigfússyni sem skrifar í Velvakanda 20. febrúar að Davíð Oddsson telji öryrkja ekki arðbært fólk. Ég er verkamaður og laun hins vinnandi manns eru orðin svo lág að þau duga ekki allan mánuðinn. Við erum því ekki betur settir en ör- yrkjar. En ríkisstjórnin vill ekki horfast í augu við ástandið þótt fátæktin vaxi hér með hverju árinu sem líður, og hvað fjárfestingar- bankann varðar er gott og blessað að þetta fyrirtæki geti blómstrað en að rfldð hafi selt þetta fyrir spottprís svo fáeinir menn geti hagnast á því er hneyksli. Því vil ég lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórnina sem vinnur að því að gera suma að milljónamæring- um meðan aðrir hafa ekki til hnífs og skeiðar. Hallgrimur. Sýnum þakklæti í VELVAKANDA sl. þriðjudag bendir Sv.Þ. þeim sem nutu aðstoðar hjálparsveita um sl. helgi í Þrengslunum á að sýna þakklæti sitt með því að greiða björgunarsveitunum eitthvað fyrir aðstoðina. Ég vil taka undir orð Sv.Þ og hvet fólk eindregið til að sýna þakklæti sitt í verki og greiða fyrir aðstoðina allt að 5000 kr. fyrir bfl. Vala. Hver getur útskýrt? VÆRI hugsanlegt að fá forsvarsmenn FBA eða aðra hagspekinga til að út- skýra á mannamáli hvernig það má vera að þeir geti makað krókinn svo ræki- lega meðan þeir sem standa undir atvinnulífinu (a-inu í FBA), sjómenn og bændur, lepja dauðann úr skel? Ragnhildur Kristjánsdóttir. Tapað/fundiö Gullhríngur f óskilum FYRIR rúmum tveimur ár- um fannst gullhringur með grænum steini á grasinu til móts við bensínstöðina í Hamrahverfi rétt hjá Hamraskóla. Upplýsingar í síma 862-3573. Minkaskinnseyrna- skjól týndist DÖKKBRÚNT minka- skinnseyrnaskjól (hringur) týndist á Skólavörðustíg á leiðinni milli Óðinsgötu og Bergstaðastrætis sl. fostu- dag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 562-1623. Kápa tekin í misgripum SÍÐASTLIÐIÐ laugar- dagskvöld, 26. febrúar, var svört kápa tekin í misgrip- um á Skuggabarnum. Káp- an er með loðkraga og loðn- um ermum. Hún er belt- islaus en eigandinn er með beltið. Peysa og trefill voru einnig með á herðatrénu og hurfu þau líka. Þessi kápa er ein af fáum og var seld á mjög þröngan hóp kvenna. Kápunnar er sárt saknað. Ef einhver veit um afdrif hennar er hann beðinn um að hafa samband við Krist- jönu á Skuggabarnum eða við Hrefnu í síma 863-4227. Blá Spice girls- húfa týndist BLÁ Spice girls-húfa týnd- ist í Kolaportinu laugar- daginn 26. febrúar sl. á milli kl. 14-16. Húfunnar er sárt saknað og hefur valdið lítilli stúlku mikilli hjartasorg. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 863-8330. Víkverji skrifar... FYRIR skömmu birti íslensk getspá auglýsingu í dagblöð- um um Víkingalottó þar sem les- endur voru spurðir hvort þeir væru í vandræðum með að greiða kortareikninginn. Skilja mátti af auglýsingunni að þátttaka í Vík- ingalóttói leysti málið. Að mati Víkverja er þetta óvenju ósvífin auglýsing þar sem reynt er að spila á örvæntingu efnalítils fólks sem á í vandræðum með að standa í skilum. Þetta fólk þarf á ein- hverju öðru að halda en reynt sé að tína af því aurana með þessum hætti. I þessu sambandi má minna á að líkurnar á að vinna stóran vinning í Víkingalottói eru sáralitl- ar og mun minni en í flestum öðr- um happdrættum sem landsmenn eiga kost á að eyða í. XXX NDANFARIÐ hefur bílaum- boðið B&L auglýst bifreiðir af gerðinni Land Rover undir yfir- skriftinni „Viltu koma út að leika?“ Með auglýsingunni fylgja myndir af afar vondu veðri. Flestir myndu telja að þegar stórhríð er úti sé hyggilegast að halda sig innan dyra, a.m.k. sé ekki skynsamlegt að fara út að leika sér. Greinilegt er þó að þessi auglýsing höfðar til margra. Það sést best á háttalagi jeppakarla í febrúarmánuði. Itrek- að gerði afar vont veður í mánuð- inum og það brást ekki að um leið fóru margir jeppakarlar út að leika sér á bílum sínum. Ekki er víst að björgunarsveitarmenn hafi í öllum tilvikum glaðst yfir ferða- lagi þeirra, a.m.k. ekki þeirra sem lögðu leið sína að Heklu þrátt fyrir tvísýnt veðurútlit. Það er reyndar umhugsunarefni hve margir kaupa sér jeppa, sem kosta á bilinu 2-5 milljónir, í þeim eina tilgangi að leika sér. Ekki verður séð að á höfuðborgarsvæð- inu sé nokkur þörf fyrir menn að aka um á svo stórum og dýrum bíl- um. Færð er yfirleitt góð á þessu landssvæði og í þá fáu daga sem erfitt er að komast um er yfirleitt það slæmt veður að skynsamlegast er fyrir alla að halda sig heima við. Það er ekki nóg með að jeppar séu dýrir í innkaupum. Þeir eru líka dýrir í rekstri, eyða miklu bensíni og borga þarf af þeim dýr- ar tryggingar. Afskriftir eru líka miklar. Menn tapa líklega nokkur hundruðum þúsunda króna bara við að setja nýjan jeppa í gang. Samt er til nóg af fólki sem kýs að verja fjármunum sínum í að kaupa sér þessi leiktæki. xxx TARFSMAÐUR sem vinnur hjá Reykjavíkurborg kom að máli við Víkverja og kvaðst orðinn hálfþreyttur á vinnunni. Ástæðan var sú að starfsmaðurinn hafði á tveimur vikum verið sendur á tvö sálfræðinámskeið. Víkverji varð áhyggjufullur og spurði hvort eitt- hvað mikið væri að. Starfsmaður- inn sagðist halda að allt væri í góðu lagi hjá sér og ástandið í vinnunni væri hvorki betra né verra en það hefði verið. Reykja- víkurborg hefði hins vegar ákveðið að senda starfsmenn á sálfræði- námskeið til að bæta vinnumór- alinn. Starfsmaðurinn sagði að á fyrra námskeiðinu hefði sálfræð- ingurinn lagt áherslu á að fólk ætti ekki að ræða um vinnuna eða vandamál henni tengd þegar heim væri komið. Vandamálin í vinnunni ætti að skilja eftir í vinnunni. Að sama skapi ætti fólk ekki að taka vandamál heima fyrir með sér í vinnuna. Þarna ættu að vera alger skil á milli. Á næsta námskeiði sagði sálfræðingurinn m.a. að fólk yrði að taka tillit til starfsmanna sem ættu hugsanlega í einhverjum erfiðleikum heima fyrir. Það væri óhjákvæmilegt að slík vandamál bitnuðu að einhverju leyti á öðrum starfsmönnum. Víkverji hristi hausinn yfir þess- ari speki og fór að velta fyrir sér hvort skattpeningum hans væri ekki betur varið í eitthvað annað. xxx VÍKVERJI kom við í Hagkaupi í Skeifunni sl. þriðjudag og tók þá eftir að þar eru komin páskaegg í hillur. Víkverja finnst að þetta sé nokkuð snemmt því enn eru sjö vikur þangað til páska- dagur rennur upp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.