Morgunblaðið - 02.03.2000, Page 68

Morgunblaðið - 02.03.2000, Page 68
68 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 ' miIiimi.. MORGUNBLAÐIÐ FOLKIFRETTUM MYNDBOND Hrollvekj- andi spenna LIMBÓ Limbo ii i:\ma ★★★% Leikstjóri og handritshöfundur: John Sayles. Aðalhlutverk: Mary Elizabeth Mastrantonio, David í^Strathairn, Vanessa Martinez og Kris Kristofferson. (95 mín.) Bandaríkin. Skífan, febrúar 2000. Bönnuð innan 16 ára. LIMBÓ er nýjasta mynd leikstjór- ans Johns Sayles sem gert hefur vel heppnaðar myndir á borð við „City of Hope“ og „Lone Star“. I Limbó seg- ir hann sögu fólks sem býr í fiskibæ í Alaska, þar sem atvinna er ótrygg. Brugðið er upp skarpri mynd af þessu samfélagi en sjónum síðan beint sérstaklega að far- Donnu (Mary El- izabeth Mastrantonio), unglingsdótt- ur hennar Noelle (V anessa Martinez) og verkamanninum Joe Gastineau (David Strathairn). Jafnframt því sem kafað er djúpt í tilfinningalíf þessa fólks þróast sagan í hrollvekj- andi spennutrylli, þar sem persón- urnar takast í senn á við óblíða nátt- úru, ill utanaðkomandi öfl og nístandi sálarkreppu. Leyst er úr þessari fremur hefðbundnu spennufrásögn á máta sem setur sjálfa spennuna í '‘aakgrunninn en tilvistarátök persón- anna í forgrunn. Leikstjórinn fer því ótroðnar slóðir í sögubyggingunni sem jafnframt er fullkomlega sam- kvæm áherslum myndarinnar. Limbó er óvenjuleg kvikmynd, ákaf- lega vel gerð og mjög forvitnileg. Heiða Jóhannsdóttir ------*-+-♦----- / Astin sigrar ekki allt Undir bláhimni (Under Heaven) IjRAMA ★★ Leikstjórn og handrit: Meg Rich- man. Aðalhlutverk: Joely Richard- son, Molly Parker og Aden Young. (114 mín.) Bandaríkin. Háskólabíó, 2000. Öllum leyfð. UNDIR bláhimni er lauslega byggð á skáldsögunni Vængir dúf- unnar eftir Hemy James en gerð var samnefnd kvik- mynd eftir bókinni árið 1998. Hér er meginefni sögunn- ar fært inn í nú- tímaaðstæður, þar segir frá Cyntiu og Buck, ungu, rót- lausu og fátæku pari sem eygir von um betra líf þegar þau hefja störf hjá hinni vellauðugu en dauðvona Eleanor. Þau semja áætlun um að Buck vinni ástir Elean- or, giftist henni og erfi auðæfin eftir hennar dag. En hlutimir fara á annan veg en á horfði og reynast hin mesta prófraun, bæði á ástarsamband pars- ins, sem og samvisku þeirra og heil- indi. Yfir myndinni er nokkuð köld og raunsæisleg stemmning sem virkar fl í byrjun þegar dregin er upp ynd af vonlítilli tilveru unga parsins. Talsverð rækt er síðan lögð við þær spumingar sem skáldsagan veltir upp varðandi ást og heilindi andspænis fá- tækt eða ríkidæmi. Þegar á líður veld- ur höfundur myndarinnar illa því mikla og ófyrirsjánlega tilfinninga- umróti sem sögunni fylgir og verða ^KÍcin því hálf væmin og klaufaleg. Heiða Jóhannsdóttir áhdsöngkonunni AtilO ■ AMIGOS Á fimmtudagskvöld leikur biúshljómsveitin Vinir Dóra frá kl. 22 undir yfirskriftinni Bar- beque og blús. Hljómsveitina skipa þeir Halldór Bragason, söngur, gít- ar, Guðmundur Pétursson, gítar, Ásgeir Óskarsson, trommur, og Jón Ólafsson, bassi. ■ ÁLFOSS FÖT BEZT Á fóstu- dags- og laugardagskvöld leikur ungverski trúbadorinn Anton La- hjtner „Laky“. Okeypis aðgangur. ■ ÁRSEL Á laugardagskvöld verð- ur haldið furðufataball fyrir fatl- aða frá kl. 20-23. Þeir sem mæta í furðufótum borga 300 kr. en hinir 400 kr. Verðlaun veitt fyrir flottustu búningana. Aldurstakmark 16 ára. ■ ÁSGARÐUR, Glæsibæ Á fóstu- dagskvöld er dansleikur með Upp- lyftingu. Húsið opnað kl. 22. Á sunnudagskvöld er dansleikur með Caprí-tríó frá kl. 20. Leikritið Rauða klemman sýnt fóstudag kl. 14, sunnudag kl. 17 og miðvikudag kl. 14. ■ BARBRÓ, Akranesi í kvöld skemmtir Bjargræðistnóið frá kl. 21. Flutt verður skemmtidagskrá með söngtextum Jónasar Árnason- ar úr þekktum leikritum við lög Jóns Múla og írsk og ensk þjóðlög. ■ BREIÐIN, Akranesi Hljómsveit- in Skítamórall leikur fóstudags- kvöld en hljómsveitin hefur legið í dvala síðan um áramót og hefur þess vegna ekki komið fram opin- berlega síðan í lok desember. ■ BROADWAY Á fóstudags- og laugardagskvöld verður haldin Bee Gees-sýning þar sem fimm strákar flytja þekktustu lög þeirra Gibb bræðra. Á fóstudagskvöldinu leikur Hljómsveit Geirmundar Valtýsson- ar fyrir dansi í aðaisal _og Heiðurs- menn leika í Ásbyrgi. Á laugardag- skvöld Ieikur Danssveit Gunnars Þórðarsonar fyrir dansi ásamt söngstjörnum Broadway. ■ CAFÉ AMSTERDAM Á fóstu- dags- og laugardagskvöld leikur Rokkabillyband Reykjavfkur og á sunnudagskvöld leikur trúbadorinn Siggi Björns. ■ CAFE ROMANCE Breski píanó- leikarinn Frankie Flame leikur öil kvöld. Hann leikur einnig fyrir mat- argesti Café Óperu. ■ CATALÍNA, Hamraborg Hljóm- sveitin Bara 2 leikur föstudags- og laugardagskvöld. ■ DUGGAN, Þorlákshöfn Hljóm- sveitin Sixties leikur fyrir dansi á laugardagskvöld. Hljómsveitina skipa þeir: Guðmundur Gunnlaugs- son, trommur, Jóhannes Eiðsson, söngur, Ingimar Óskarsson, bassi og Svavar Sigurðsson, gítar. Þess má geta að hljómsveitin leikur í þættinum Hausverk um helgar fóstudagskvöld. ■ DÚSSA-BAR Á fóstudagskvöld leikur Ingimar gleðigjafi á harmon- iku. ■ EGILSBÚÐ, Neskaupstað Á laugardagskvöld verður Bónusk- lúbburinn með Vilhjálms og Ellýj- ar-kvöld. Fjöldi söngvara koma fram frá kl. 22-3. Miðaverð 1.500 kr. ■ FJÖRUKRÁIN Fjaran: Á fóstu- dags- og laugardagskvöldum leikur Jón Möller rómantíska tónlist fyrir matargesti. Fjörugarðurinn: Vfk- ingasveitin leikur fyrir þorragesti. Hljómsveitin Bingó frá Borgarnesi leikur fyrir dansi fóstudagskvöld og Víkingasveitin laugardagskvöld. ■ GAUKUR Á STÖNG Á laugar- dagskvöld leikur hljómsveitin Undryð. Þess má geta að hljóm- sveitin frumflytur nýtt lag sem heit- ir Synd og er lag og texti eftir Brynjar, söngvara hljómsveitarinn- ar. ■ GRANDROKK, Akranesi Hljóm- sveitin Villta vestrið spilar á laug- ardagskvöld. Miðaverð 500 ki'ónur en ókeypis aðgangur til klukkan 22. Opið fimmtudagskvöld og plötusn- úður fer á kostum á fóstudagskvöld. ■ GULLÖLDIN Það eru hinir landsþekktu Svensen & Hallfunkel sem leika fóstudags- og laugardags- kvöldtUkl.3. ■ H-BARINN, Akranesi Á laugar- dagskvöld skemmtir tónlistarmað- urinn Torfí Ólafsson. ■ HARD ROCK CAFÉ Á fimmtu- dagskvöld heldur tónleikaröðin Sítróna áfram og þá leikur hljóm- sveitin Skftamórall. ■ HITT HÚSH) Á síðdegistónleik- um fóstudag kl. 17 ráða fónkí afrísk- ir rythmar öllu þegar Yao Ababio Hljómsveitin Sixties leikur í Duggunni, Þorlákshöfn, laugardags- kvöld. Þess má geta að hljómsveitin verður í þættinum Hausverkur um helgar á föstudagskvöldinu. Vinir Dóra Ieika á veitinga- húsinu Amigos fimmtudags- kvöld undir yfirskriftinni Barbeque og blús. fer hamförum en hann hefur hitað upp fyrir ýmsa listamenn á tónleik- um s.s. Busta Rhymes, Foxy Brown ásamt því að hafa spilað inn á plötu með Black Star. ■ HÓTEL SAGA, Súlnasalur Á laugardagskvöld verður Abba-sýn- ing og dansleikur á eftir með hljómsveitinni Saga Klass. ■ HÚSAVÍK Hljómsveitin Sól- dögg leikur föstudagskvöld. ■ KAFFILEIKHÚSIÐ Á fimmtu- dagskvöld leikur dúettinn Fítónn jóðsjúkra kvenna með þá Trausta Lomber og Flóka Guðmundsson innanborðs frá kl. 21. Þeir félagar munu rifja upp gang ferils síns og einnig mætir Guðbjörg S. Maack með gamla takta. Á fóstudagskvöld verður söngskemmtunin Söngtext- ar Jónasar Árnasonar flutt í síð- asta sinn af þeim Önnu Sigríði Helgadóttur, söngur, Aðalheiði Þorsteinsdóttur, píanó, og Erni Arnarssyni, gítar. Söngskemmtun- in hefstkl. 21. ■ KRINGLUKRÁIN Á fimmtu- dagskvöld verður boðið upp á tón- leika undir yfirskriftinni Rokk í ró- legheitum þar sem hljómsveitin 4. hæð leikur órafmagnaða tónlist. Meðlimir eru: Samúel I. Þórarins- son, gítar og söngur, Jökull Jör- gensen, bassi og bakraddir, Sigríð- ur Eyþórsdóttir, söngkona (dóttir Ellenar Kristjánsdóttur) og Birgir Ólafsson, gítar og bakraddir. Hljómsveitin spilar nær eingöngu frumsamið efni. Þess má geta að hljómsveitin er að vinna að plötu þessa dagana. Hljómsveitin SÍN leikur síðan föstudags- og laugar- dagskvöld og á sunnudagskvöldinu leikur dúettinn Tara. ■ KRISTJÁN 10., Hellu Á fóstu- dagskvöld leika þeir Óli Stolz og Andrés Gunnlaugsson djass frá kl. 22. ■ LIONSSALURINN, Auðbrekku 25, Kóp. Áhugahópur um línudans verður með dansæfingu fimmtu- dagskvöld kl. 21-24. Elsa sér um tónlistina. Allir velkomnir. ■ NAUSTH) Opið alla daga. Þriggja rétta góu-matseðill Reylqavíkurstofa bar og koníaks- stofa, Vesturgötu, er opin frá kl. 18. Söng- og píanóleikarinn Liz Gamm- on frá Englandi leikur. ■ NAUSTKRÁIN býður upp á góu- gleði 1.-7. mars þar sem boðið er upp á hlaðborð og kranabjór eins og hver getur í sig látið fyrir 2.500 kr. Hljómsveitin Miðaldamenn frá Siglufirði leikur fostudags- og laug- ardagskvöld til kl. 3. ■ NJÁLSSTOFA, Smiðjuvegi 6 Á föstudags- og laugardagskvöld leik- ur Njáll úr Víkingband létta tónlist. Ókeypis aðgangur. ■ NÆSTIBAR Á fimmtudagskvöld leikur fjöllistahópurinn Inferno 5 og byrjar kl. 22. Miðvikudagiim 8. mars leikur síðan Kristján Eldjárn gítarleikari frá kl. 22. ■ NÆTURGALINN Þau Stefán Jökulsson og Arna Þorsteinsdóttir leika og syngja fóstudags- og laug- ardagskvöld. Húsið opnað kl. 22. ■ ORMURINN, Egilsstöðum Á föstudagskvöld leikur Dj. Buzz og er aðgangur ókeypis. Á laugardags- kvöld verður írsk barstemmning með dúettinum Bakkusi. 500 kr. inn. ■ PÉTURS-PUB Á föstudags- og laugardagskvöld leikur tónlistar- maðurinn Rúnar Þór. Opið til kl. 3. Boltinn í beinni og stór á 350 kr. ■ PIZZA 67, Eskifirði Á laugar- dagskvöld er góu-diskó til kl. 3. Miðaverð 500 kr. eftir miðnætti. ■ SJALLINN, Akureyri Hljóm- sveitin Sóldögg leikur laugardags- kvöld. ■ SKUGGABARINN Á fóstudags- kvöld er tilboð á barnum. Húsið opnað kl. 23. 500 kr. inn eftir kl. 23. Plötusnúðar eru Nökkvi og Áki. 22 ára aldurstakmark, engar bláar gallabuxur. Það sama gildir á laug- ardagskvöldinu en þá er húsið opn- aðkl.23. ■ SPORTKAFFI Á fimmtudags- kvöld leikur dúettinn GuIIið í rusinu með þeim Birni Hildi og Júlíusi. Á föstudagskvöldinu eru plötusnúðar þeir Albert og Siggi en á laugar- dagskvöldinu sér Þór Bæring um tónlistina. Snyrtilegur klæðnaður. ■ SPOTLIGHT Á fimmtudags- kvöld er „Gay-kvöld“ og er opið frá kl. 23-1. Ej. fvar og I>i. Cesar sjá um tónlistina. Á fóstudagskvöld er þemakvöld og á laugardagskvöldinu sér Páll Óskar um tónlistina. Opið frá kl. 23 bæði kvöldin. _ ■ THOR, Hafnarfirði Á ÍÖstudags- kvöld sér Skugga-Baldur um tón- listina eftir kl. 23.30. Reykur, þoka, Ijósadýrð og tónlistardagskrá þar sem skemmtilegasta tónlistin frá síðustu 50 árum er fagmannlega fléttuð saman. Allt frá Dean Martin og Frank Sinatra til Chemical Brothers og Rammstein. Á laugar- dagskvöldinu leikur hljómsveitin Heiðursmenn eftir kl. 23.30. ■ VIÐ POLLINN, Akureyri Á fimmtudagskvöld verða tónleikar frá kl. 22 með Helga og hljóðfæra- leikurunum og á föstudags- og laugardagskvöld leika Léttir sprettir fyrir dansi. Svikari í sjónvarpi SJÓNVARPSBRÚÐURIN Darva Cönger, sem giftist falsaranum Rick Rockwell í beinni útsendingu á dögunum, er ekki síður svindlari en eiginmaðurinn sem hún vill skilja við. í sjónvarpsþættinum sagðist hún vera hjúkrunarkona úr Persaflóastríðinu en nú þykir það sannað að hún sté aldrei fæti á Austurlönd. Fyrst komst sjón- varpsstöðin Fox að því að drauma- brúðguminn var alls ekki milljóna- mæringur eins og haldið var og auk þess á hann að hafa lagt hendur á fyrrverandi unnustuna. Það má því bíða lengi eftir næsta sjónvarps- brúðkaupi. Skrúðgöngur hafa lækninga- mátt NÚ ER kjötkveðjuhátíðin hafin í borginni Rio De Janeiro og þótt sumir áliti hana svall hid mesta vilja læknar meina að hún verki sem róandi meðferð fyrir geðtruflaða einstaklinga. Á meðan á hátíðinni stendur íjölmennir fólk út á göturn- ar í og horfir á glæsilegar skrúð- göngur frá hinum ýmsu salsa- danshópum. Læknir á sjúkrahúsi í borginni segir hátíðina allra meina bót og hvetur alla til að taka þátt í skrúðgöngunum. Tónlistin, dansinn og gleðin auki sjálfstraust fólks. Anna gengin út RÚSSNESKA tennisstjarnan Anna Kournikova er trúlofuð og hefur ef- laust með því hryggbrotið margan sveininn. Sá heppni er hinn snöggi íshokkí- leikari sem er ekki minna fræg- ur en unnustan. Hann ku hafa beðið dömunnar á veitingastað í Miami. Koumikova er 18 ára að aldri og ein vinsælasta persóna breskra slúðurblaða sem segja að turdildúfurnar séu óaðskilj- anlegar og að bleik rós hafi fylgt bónorðinu. Berrassaðir í Kringlunni BERRASSAÐIR Vínarbúar freist- uðu þess að græða 25 þúsund krón- ur með því að hlaupa allsnaktir inn í verslun. En það var verslunar- miðstöðin Kleider Bauer sem lofaði því að verðlauna fyrstu fimm nöktu einstaklingana sem kæmu inn í ein- hverja af þeim fjörutíu verslunum sem eru í miðstöðinni. Það voru því berir bossar sem sáust skjótast á milli verslana í von um að detta í lukkupottinn. Flestir sögðust hins vegar vera að taka þátt skemmtun- arinnar vegna en ekki út af pening- um. „Fólk ætti að vera ófeimnara og frjálslegra og ekki svona miklar teprur," sagði einn allsnakinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.