Morgunblaðið - 02.03.2000, Page 76
JHtfgnnftUifeifr
Trausti
íslenska
Síðan 1972
Leitið tilboða!
murvoru
1 steinpi
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: WJKTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Slæmt
ferðaveð-
„ ur víða
um land
VEGAGERÐIN varaði fólk við að
leggja í langferðir í gærkvöld og
nótt er leið. í gærkvöld var snjó-
koma, skafrenningur og slæmt
ferðaveður á öllum vegum í ná-
grenni höfuðborgarinnar. Að sögn
lögreglunnar í Reykjavík var þá
skafrenningur og blint í út-
hverfum en ekki ófærð. Á Kjalar-
nesi var blint og versnandi færð.
Fjallvegir lokaðir
« %
Samkvæmt upplýsingum Vega-
gerðarinnar var veður mjög að
versna á Hellisheiði, í Þrengslum
og búist. við því að þessir vegir lok-
uðust eftir að þjónustu lyki kl. 23.
Einnig var versnandi veður og
færð á Vesturlandi og víða kominn
skafrenningur. Ekkert ferðaveður
var á Fróðárheiði og Kerlingar-
skarði og vcður að versna á Holta-
vörðuheiði. Á sunnanverðum Vest-
fjörðum og á Steingrímsfjarðar-
heiði var óveður.
Snjóflóð í
Almannaskarði
* Ekkert ferðaveður var í kring-
um Höfn í Hornafirði og mjög
versnandi veður og færð með suð-
urströndinni.
I gærkvöldi féllu þrjú snjóflóð,
um þriggja metra djúp, sem lok-
uðu veginum um ALmannaskarð.
Björgunarsveitarbfll aðstoðaði tvo
bfla við að komast niður úr skarð-
inu. I þessum bflum voru um 10
manns, að sögn lögreglunnar á
Höfn í Hornafirði. Þá tepptist
flutningabfll í skarðinu og var
hann skilinn eftir, en bflstjórinn
fékk far til byggða. Færð var mjög
erfið vestan Hafnar, ef ekki ófært.
--------------------
Olíuverð til
fískiskipa
66% hækkun
á einu ári
VERÐ á olíu til fiskiskipa hefur á
einu ári hækkað um 66%, farið úr
12,28 krónum á Iítrann í 20,44 krónur
eftir 4,1% hækkun á verði gasolíu til
fiskiskipa í dag. Olíukostnaður út-
gerðarinnar eykst við þetta um 200
milljónir króna og miðað við árs-
grundvöll hefur olíukostnaður út-
gerðarinnar því hækkað úr um
þremur milljörðum króna í fimm.
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur
hækkað um 151% frá því að það var
lægst, í janúar 1999 og olíuverð nú er
það hæsta í fjögur ár.
■ Eykur kostnað/22
Rætt um samruna sláturhúsareksturs Norðvestur-
bandalagsins og Kaupfélags Héraðsbúa
Vilja kaupa Kjöt-
umboðið af KEA
TVEIR af stærri sláturleyfishöfum
landsins, Norðvesturbandalagið hf. á
Hvammstanga og Kaupfélag Hér-
aðsbúa á Egilsstöðum, eiga í viðræð-
um um sameiningu sláturhúsarekst-
urs. Fyrirtækin hafa tekið upp
viðræður við Kaupfélag Eyfirðinga
og Kjötiðjuna á Húsavík um kaup á
meirihluta í Kjötumboðinu hf. í
Reykjavík enda er það talin forsenda
þess að þau geti sameinast.
Norðvesturbandalagið (NVB),
KEA, Kjötiðjan ehf. á Húsavík,
Kaupfélag Héraðsbúa (KHB) og
Kjötumboðið áttu á síðasta ári í við-
ræðum um sameiningu slátrunar,
kjötvinnslu og sölumála undir merkj-
um Kjötumboðsins hf. NVB og KHB
voru búin að staðfesta samruna þeg-
ar KEA dró sig út vegna þess að fé-
lagið taldi sinn hlut í nýja fyrirtækinu
ekki nógu stóran. Nú hafa Kaupfélag
Héraðsbúa og Norðvestui-bandalagið
tekið upp viðræður að nýju og segir
Ingi Már Aðalsteinsson, kaupfélags-
stjóri KHB, að vilji sé til að ljúka
samningum með sameiningu enda
myndi hún leiða til mikillar hagræð-
ingar í slátrun og útflutningi.
Ingi Már segir að samrunaþróun í
sláturhúsarekstri og kjötvinnslu hafi
gengið allt of hægt. Stærri fyrirtæki
hafi mun meiri möguleika til vöruþró-
unar og að beita sér í sölu- og mark-
aðsmálum en minni einingamar.
Kjötumboðið þarf að fylgja
Norðvesturbandalagið og Kaupfé-
lag Héraðsbúa eru með mikinn slát-
urhúsarekstur, sérstaklega í sauð-
fjárrækt, en ekki mikla úrvinnslu
afurða. NVB á sláturhús á Hvamm-
stanga sem hefur leyfi til að slátra til
útflutnings og sláturhús í Búðardal
og á Hólmavík og KHB á sláturhús á
Fossvöllum, Egilsstöðum og Breið-
dalsvík. Kjötumboðið í Reykjavík
hefur annast sölu á meginhluta af af-
urðum félaganna og þar hafa vörurn-
ar verið unnar. Því hafa félögin hafið
viðræður við KEA og Kjötiðjuna á
Húsavík sem eiga 56% af hlutafé
Kjötumboðsins, um kaup á meiri-
hluta í félaginu. Ingi Már segir mikil-
vægt að hafa Kjötumboðið með í sam-
runanum vegna þeirrar verka-
skiptingar sem verið hafi.
Eiríkur Jóhannsson, kaupfélags-
stjóri KEA, vonast til að niðurstaða
fáist í viðræður um sölu Kjötumboðs-
ins einhvern næstu daga, helst fyrir
helgi. Landsbankinn á Kjötiðjuna
sem aftur á 51% í Kjötumboðinu.
Stefnt hefur verið að samruna slátur-
húsa og kjötvinnslu KEA og Kjötiðj-
unnar. Eiríkur segir nauðsynlegt að
fá botn í málefni Kjötumboðsins því
það sé hluti af þeirri vinnu sem sé í
gangi um uppbyggingu kjötvinnslu-
fyrirtækisins.
Ingi Már segir ekki ljóst hvernig
eignarhlutföll í nýju félagi verða.
Skráð fyr-
ir rúman
milljarð
FJÁRFESTAR skráðu sig fyr-
ir um 1,1 milljarðs króna hlutafé
í lokuðu hlutefjárútboði netfyr-
irtækisins Bepaid.com sem lauk
nýverið, en í boði var nýtt hluta-
fé í fyrirtækinu að kaupverði 4
milljónir dollara, sem samsvar-
ar um 290 milljónum króna.
Starfsemi Bepaid.com, sem
Ingvar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins,
stofnaði á síðasta ári, gengur út
á viðskiptahugmynd um auglýs-
ingar á Netinu. Einstaklingar
skrá sig í gagnagrunn félagsins,
en auglýsendur geta síðan valið
sinn markhóp úr gagnagrunn-
inum. Notandinn mun svo fá
greiðslu frá auglýsandanum
fyrir að horfa á hverja auglýs-
ingu.
Vefsíða fyrirtækisins lenti í
431. sæti yfir mest heimsóttu
vefsíður í heimi á síðasta ári,
samkvæmt erlendri samantekt.
Frá því að gagnagrunnur fé-
lagsins var opnaður í desember
hafa yfir 360 þúsund manns
skráð sig.
■ Fjórföld umfram/Cl
Kjarasammngar sjiikraliða gilda til 1. nóvember í haust
Um 200 sjúkraliðar sögðu
upp störfum fyrir mánaðamót
íslandsbanki hefur
fleiri virkar aðgerðir
fyrir WAP-síma en
nokkur annar banki.
ÍSLANDSBANKI
UM 200 af rúmlega 560 sjúkraliðum
sem eru í starfi hjá Ríkisspítölunum
og á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sögðu
upp störfum nú fyrir mánaðamótin
febi-úar/mars með þriggja mánaða
fyrirvara og taka uppsagnimar því
gildi 1. júní í sumar hafi þær ekki ver-
ið dregnar til baka fyrir þann tíma.
Magnús Pétursson, forstjóri
sjúkrahúsanna, sagði er hann hafði
talað við hjúkrúnarforstjórana hjá
Ríkisspítölunum og á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur síðdegis í gær að þessar
uppsagnir væru alvarlegur hlutur
fýrir sjúkrahúsin: ,A-uðvitað er þetta
grafalvarlegt mál og sjúkrahúsin
þuifa að hugsa sinn gang um það
hvemig þau bregðast við því.“
Á Ríkisspítölunum em starfandi
313 sjúkraliðar og sögðu 110 þeirra
upp störfum fyrir mánaðamótin. Á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur em starf-
andi 252 sjúkraliðar og sögðu um 90
þeirra upp störfum fyrir mánaðamót-
in. Segja ber upp miðað við mánaða-
mót og uppsagnir sem berast í mars-
mánuði taka því ekki gildi fyrr en frá
og með næstu mánaðamótum, en
uppsagnarfrestur fastráðinna
sjúkraliða er þrír mánuðir.
Gilda til 1. nóvember
Kjarasamningur Sjúkraliðafélags
íslands og ríkisvaldsins gildir til 1.
nóvemberíhaust.
Kristín Guðmundsdóttir, formað-
ur Sjúkraliðafélagsins, segir að sam-
kvæmt samningnum starfi sam-
starfsnefnd við allar stofnanir og
ræði við viðsemjendur sem kjara-
samningurinn nái til, þar sem farið sé
yfir túlkanir á samningnum og annað
sem upp kunni að koma milli samn-
inga. Fundir með stórum stofnunum
séu að meðaltali kannski þriðja hvern
mánuð, þar sem þar komi alltaf upp
mál sem taka þurfi á, en fundir séu
miklu sjaldnar með minni stofnun-
um. Um slíkan fund hefði verið að
ræða með Sjúkrahúsi Reykjavíkur
og Ríkisspítölunum á þriðjudag,
þ.e.a.s. túlkanir á kjarasamningi, og
hún hefði í kjölfarið gert sjúkraliðum
grein fyrir stöðunni.