Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Feðg’um bjargað
er bátur sökk út af
Vestfjörðum
Orsök
slyssins
ökunn
SJÓPRÓF vegna sjóslyssins
sem varð út af Vestfjörðum í
fyrrakvöld, er nýlegur línu- og
handfærabátur sökk um 16-17
sjómflur út af Rit, munu fara
fram á næstu dögum, að sögn
lögreglunnar á Isafirði. Fulltrúi
frá rannsóknarnefnd sjóslysa
var í gær á leið til ísafjarðar, til
að taka skýrslu af sltípverjun-
um tveimur, en orsök slyssins
er ókunn.
Skipverjarnir, sem eru feðg-
ar, sendu út neyðarkall um
klukkan átta í fyrrakvöld og um
klukkutíma síðar kom línubát-
urinn Hrönn IS þeim til bjargar
og sigldi með þá til Suðureyrar.
Þá var bátur þeirra feðga, Birta
Dís VE, kominn á hliðina og
þeir búnir að koma björgunar-
bát fyrir borð. Stuttu eftir að
þeim var bjargað um borð í
Hrönn fór Birta Dís á hvolf.
Björgunarskipið Gunnar
Friðriksson kom að bátnum
seinna um kvöldið, þar sem
hann maraði í hálfu kafi, en á
hvolfi. Björgunarskipið reyndi
að draga hann til Bolungarvík-
ur, en dráttartaugin slitnaði.
Að sögn lögreglunnar á ísa-
firði er ekki vitað, hvað varð til
þess að báturinn sökk, en það
mun væntanlega koma í ljós að
loknum sjóprófum. Þegar
björgunarskipið fór frá bátnum
var hann reyndar enn á hvolfi,
en að sögn lögreglu er talið víst
að hann hafi sokkið um nóttina.
Stjórn Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar fundaði hér á landi í vikunni
Morgunblaðið/Sverrir
Kristján Maack, framkvæmdastjóri Slysavamafélagsins Landsbjargar, Pétur Aðalsteinsson, starfsmaður fé-
lagsins, Davíð Gunnarsson, ráðuneytissljóri í heilbrigðisráðuneytinu, Jeremy S. Metters, formaður stjórnar
Evrópudeildar alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Marc Danzon, framkvæmdastjóri Evrópudeildarinnar,
Richard Alderslate, sérfræðingur Evrópudeildarinnar í almannavörnum, og Kristinn Ólafsson, formaður
Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.
Kynntu sér starf
almannavarna
STJÓRN Evrópudeildar Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar kom
hingað til lands til fundarhaida í
vikunni. Fundum lauk á föstudag
og í gær fengu stjórnarmeðlimir
svo að skoða sig um á suðvestur-
homi landsins undir traustri leið-
Sýning á
myndum frá
Kína á mbl.is
MORGUNB LAÐIÐ birtir í
dag myndir og grein um bygg-
ingu Þriggja gljúfra stíflunnar
í Yangtze í Kína. Þegar stíflan
kemst í gagnið verður hún
langstærsta virkjun heims, en
undir 640 km langt lónið hverfa
heimili um tveggja milljóna
manna, um 1.000 verksmiðjur,
um 8.000 fornminjar og gífur-
legt ræktarland. Einar Falur
Ingólfsson ferðaðist nýverið
um svæðið, tók myndir og
kynnti sér ástandið.
Myndasýning hefur einnig
verið opnuð á mbl.is og er þar
að finna 30 ljósmyndir, fleiri en
birtast í blaðinu.
sögn liðsmanna Slysavamafélags-
ins Landsbjargar. Dagurinn hófst á
morgunkaffi í aðalstöðvum Hjálp-
arsveitar skáta í Reykjavík þar
sem starf Slysavarnafélagsins
Landsbjargar og starfsemi Al-
mannavama ríkisins var kynnt.
Hálfsmeykir
við veðrið
Að loknu kaffinu biðu þeirra 6
sérútbúnir hjálparsveitarbílar sem
keyrðu með þau að Gullfossi og
Geysi og á Þingvelli. Þá var ætlun-
in að fara á snjóbíl yfir Lyng-
dalsheiði eða Mosfeilsheiði ef veð-
ur leyfði.
Stjómarmeðlimir hlökkuðu til að
komast í návígi við íslenska nátt-
úru að vetrarlagi, en sumir voru að
velta vöngum yfir því, hvort óhætt
væri að leggja af stað upp á heiðar
í svo leiðinlegu veðri, en nokkur
vindur var og snjókoma í gær-
morgun. Hjálparsveitarmennimir,
öllu vanir, héldu það nú og sögðust
vera með allan nauðsynlegan út-
búnað ef eitthvað kæmi upp á, þar
á meðal fullt af aukaflíspeysum og
nóg af kóki og prins pólói.
Pizzusendill var
rændur í Alftamýri
TVEIR menn veittust að pizzu-
sendli í Álftamýri rétt fyrir klukk-
an tvö í fyrrinótt. Að sögn lögreglu
stálu þeir af honum pizzu og um
1.000 krónum í peningum.
Pöntuð hafði verið pizza í hús í
Álftamýri, en þegar sendillinn,
sem er 19 ára gamall, bankaði upp
á kannaðist enginn þar við að hafa
pantað skyndibitann og sneri
sendillinn því aftur út í bfl, en þá
veittust mennirnir að honum.
Hrifsuðu þeir af honum bökuna og
heimtuðu peninga að auki. Sendill-
inn lét þá hafa pizzuna og um
1.000 krónur.
Að sögn lögreglu eru mennirnir
ófundnir.
Úrskurðarnefnd ógildir samþykkt borgarráðs Reykjavíkur
Nektardansstaðurinn Clinton
starfar áfram við Aðalstræti
ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og bygging-
armála hefur ógilt samþykkt borgarráðs
Reykjavíkur frá 31. ágúst sl. um breytingu á
staðfestu deiliskipulagi Kvosarinnar en með
samþykktinni átti að koma í veg fyrir að hægt
væri að reka vínveitinga- og skemmtistað í hús-
næði því þar sem nektardansstaðurinn Club
Clinton er nú til húsa. Samþykktin er ógilt m.a.
með vísan til þess að nokkurrar ónákvæmni hafi
gætt við kynningu skipulagstillögunnar.
í umræddri samþykkt borgarráðs frá 31.
ágúst sl. segir m.a.: „Landnotkun bakhúsa Aðal-
strætis 4 er takmörkuð á þann veg að óheimilt
er að reka þar veitinga-, vínveitinga- og
skemmtistaði. Að öðru leyti er heimilt að vera
með aðra starfsemi í húsunum sem samræmist
landnotkun aðalskipulags Reykjavíkur 1996-
2016 og gildandi deiliskipulags." Skýrðu borgar-
yfirvöld Reykjavíkur síðar frá því að samþykkt-
in hefði verið gerð til að koma í veg fyrir frekari
veitingarekstur í húsunum til frambúðar og
tryggja þannig betra næði á aðliggjandi íbúða-
svæði vegna kvartana frá íbúum til margra ára.
Kristján Jósteinsson, sá er rekur nektar-
dansstaðinn Club Clinton, kærði hins vegar
samþykkt borgarráðs í nóvember sl. og voru
málsrök hans m.a. þau að öll aðferð við undir-
búning og kynningu hinnar kærðu ákvörðunar
hefði verið ólögmæt. Einnig taldi hann ólög-
mætt að breyta skipulagi með þeim hætti sem
gert væri í samþykktinni, þ.e. einungis í þeim
tilgangi að losna við lögmæta starfsemi úr húsi.
Borgaryfirvöld fóru hins vegar fram á að mál-
inu yrði vísað frá úrskurðarnefndinni en til vara
að ákvörðun borgarráðs yrði látin standa
óbreytt. Máli sínu til stuðnings vísuðu borgaryf-
irvöld m.a. til þess að kærufrestur hefði verið
liðinn er kæra í málinu barst úrskurðarnefnd-
inni en í stuttu máli féllst úrskurðarnefndin ekki
á þau málsrök.
Reyndar féllst úrskurðarnefndin á helstu
röksemdir kæranda og taldi m.a. að ekki hefði
verið sýnt fram á að lega umrædds lóðarhluta
eða afstaða hans til annarra mannvirkja skæri
sig svo úr að réttlætanlegt hefði verið að tak-
marka landnotkun þar með þeim hætti sem gert
var.
Ásamt því að ógilda títtnefnda samþykkt
borgarráðs fór úrskurðarnefndin fram á að
borgarstjórn Reykjavíkur kynnti ógildinguna í
B-deild Stjórnartíðinda.
Bíða Korpu sömu örlög
og Elliðaánna?
►Sérfræðingar á Veiðimálastofn-
un benda á hvað þeim finnst
brýnast að takast á við varðandi
vanda Elliðaánna og segja ekki of
seint að takast á við umhverfismál
við Úlfarsá. /10
Æskilegt að spari-
sjóðirnir geti breytt
sér í hlutafélög
►Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra í viðtali. /22
Síðasti maðurinn
til tunglsins
► Stærsta hátæknisýning heims,
CeBit í Hannover, sýndi og sann-
aði að heimurinn er að fyllast af
tækjum og tólum. /28
Hvað vill maður
blása sig út
► í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við bræðurna
Jón og Gunnar Hólm í Stáli og
stönsum. /30
►l-24
Drekinn taminn
► Einhver mesta mannvirkjagerð
og um leið umhverfisrask sögunn-
ar á sér nú stað í gljúfrunum
þremur í Yangtze-fljóti í Kína.
/1&13-20
Heiðarleiki í hörkunni
►Sigurjón Sveinsson var í
sprengjudeild frönsku útlendinga-
herdeildarinnar í rúm fimm ár. /6
Koss gjörði ekkert til
► í dagbókarbrotum Olafs Dav-
íðssonar þjóðsagnasafnara má sjá
hvaða augum ungir menn litu kon-
ur undir lok nítjándu aldar. /10
FERÐALÖG
► l-4
Ný útgáfa Gestakorts
Reykjavíkur
►Tilvalið íyrir fólk sem kemur
utan af landi. /1
Metsala í vetrarkortum
► Ófáir landsmenn sækja nú
skíðasvæði Isfirðinga heim. /4
D BÍLAR
► l -4
Keppst um Kia
►Suzuki-umboðið tekur við Kia-
umboðinu af Jöfri en fimm aðilar
sóttust eftir umboðinu. /1
Reynsluakstur
► Öflugur sjö manna Terrano II
og auðveldur til breytinga. /4
Eatvinna/
RAÐ/SMÁ
► l-24
Landsbankinn fær öfl-
uga tölvu
► Keypti IBM RS/6000 S80 stór-
miðlara hjá Nýherja. /1
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak í dag 50
Leiðari 32 Brids 50
Helgispjall 32 Stjömuspá 50
Reykjavíkurbréf 32 Skák 50
Skoðun 34 Fólk í fréttum 54
Minningar 35 Útv/sjónv. 52,62
Viðhorf 35 Dagbók/veður 63
Myndasögur 48 Mannl.str. 22b
Bréf til blaðsins 48 Dægurtónlist 30b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6