Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Feðg’um bjargað er bátur sökk út af Vestfjörðum Orsök slyssins ökunn SJÓPRÓF vegna sjóslyssins sem varð út af Vestfjörðum í fyrrakvöld, er nýlegur línu- og handfærabátur sökk um 16-17 sjómflur út af Rit, munu fara fram á næstu dögum, að sögn lögreglunnar á Isafirði. Fulltrúi frá rannsóknarnefnd sjóslysa var í gær á leið til ísafjarðar, til að taka skýrslu af sltípverjun- um tveimur, en orsök slyssins er ókunn. Skipverjarnir, sem eru feðg- ar, sendu út neyðarkall um klukkan átta í fyrrakvöld og um klukkutíma síðar kom línubát- urinn Hrönn IS þeim til bjargar og sigldi með þá til Suðureyrar. Þá var bátur þeirra feðga, Birta Dís VE, kominn á hliðina og þeir búnir að koma björgunar- bát fyrir borð. Stuttu eftir að þeim var bjargað um borð í Hrönn fór Birta Dís á hvolf. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson kom að bátnum seinna um kvöldið, þar sem hann maraði í hálfu kafi, en á hvolfi. Björgunarskipið reyndi að draga hann til Bolungarvík- ur, en dráttartaugin slitnaði. Að sögn lögreglunnar á ísa- firði er ekki vitað, hvað varð til þess að báturinn sökk, en það mun væntanlega koma í ljós að loknum sjóprófum. Þegar björgunarskipið fór frá bátnum var hann reyndar enn á hvolfi, en að sögn lögreglu er talið víst að hann hafi sokkið um nóttina. Stjórn Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar fundaði hér á landi í vikunni Morgunblaðið/Sverrir Kristján Maack, framkvæmdastjóri Slysavamafélagsins Landsbjargar, Pétur Aðalsteinsson, starfsmaður fé- lagsins, Davíð Gunnarsson, ráðuneytissljóri í heilbrigðisráðuneytinu, Jeremy S. Metters, formaður stjórnar Evrópudeildar alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Marc Danzon, framkvæmdastjóri Evrópudeildarinnar, Richard Alderslate, sérfræðingur Evrópudeildarinnar í almannavörnum, og Kristinn Ólafsson, formaður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Kynntu sér starf almannavarna STJÓRN Evrópudeildar Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar kom hingað til lands til fundarhaida í vikunni. Fundum lauk á föstudag og í gær fengu stjórnarmeðlimir svo að skoða sig um á suðvestur- homi landsins undir traustri leið- Sýning á myndum frá Kína á mbl.is MORGUNB LAÐIÐ birtir í dag myndir og grein um bygg- ingu Þriggja gljúfra stíflunnar í Yangtze í Kína. Þegar stíflan kemst í gagnið verður hún langstærsta virkjun heims, en undir 640 km langt lónið hverfa heimili um tveggja milljóna manna, um 1.000 verksmiðjur, um 8.000 fornminjar og gífur- legt ræktarland. Einar Falur Ingólfsson ferðaðist nýverið um svæðið, tók myndir og kynnti sér ástandið. Myndasýning hefur einnig verið opnuð á mbl.is og er þar að finna 30 ljósmyndir, fleiri en birtast í blaðinu. sögn liðsmanna Slysavamafélags- ins Landsbjargar. Dagurinn hófst á morgunkaffi í aðalstöðvum Hjálp- arsveitar skáta í Reykjavík þar sem starf Slysavarnafélagsins Landsbjargar og starfsemi Al- mannavama ríkisins var kynnt. Hálfsmeykir við veðrið Að loknu kaffinu biðu þeirra 6 sérútbúnir hjálparsveitarbílar sem keyrðu með þau að Gullfossi og Geysi og á Þingvelli. Þá var ætlun- in að fara á snjóbíl yfir Lyng- dalsheiði eða Mosfeilsheiði ef veð- ur leyfði. Stjómarmeðlimir hlökkuðu til að komast í návígi við íslenska nátt- úru að vetrarlagi, en sumir voru að velta vöngum yfir því, hvort óhætt væri að leggja af stað upp á heiðar í svo leiðinlegu veðri, en nokkur vindur var og snjókoma í gær- morgun. Hjálparsveitarmennimir, öllu vanir, héldu það nú og sögðust vera með allan nauðsynlegan út- búnað ef eitthvað kæmi upp á, þar á meðal fullt af aukaflíspeysum og nóg af kóki og prins pólói. Pizzusendill var rændur í Alftamýri TVEIR menn veittust að pizzu- sendli í Álftamýri rétt fyrir klukk- an tvö í fyrrinótt. Að sögn lögreglu stálu þeir af honum pizzu og um 1.000 krónum í peningum. Pöntuð hafði verið pizza í hús í Álftamýri, en þegar sendillinn, sem er 19 ára gamall, bankaði upp á kannaðist enginn þar við að hafa pantað skyndibitann og sneri sendillinn því aftur út í bfl, en þá veittust mennirnir að honum. Hrifsuðu þeir af honum bökuna og heimtuðu peninga að auki. Sendill- inn lét þá hafa pizzuna og um 1.000 krónur. Að sögn lögreglu eru mennirnir ófundnir. Úrskurðarnefnd ógildir samþykkt borgarráðs Reykjavíkur Nektardansstaðurinn Clinton starfar áfram við Aðalstræti ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og bygging- armála hefur ógilt samþykkt borgarráðs Reykjavíkur frá 31. ágúst sl. um breytingu á staðfestu deiliskipulagi Kvosarinnar en með samþykktinni átti að koma í veg fyrir að hægt væri að reka vínveitinga- og skemmtistað í hús- næði því þar sem nektardansstaðurinn Club Clinton er nú til húsa. Samþykktin er ógilt m.a. með vísan til þess að nokkurrar ónákvæmni hafi gætt við kynningu skipulagstillögunnar. í umræddri samþykkt borgarráðs frá 31. ágúst sl. segir m.a.: „Landnotkun bakhúsa Aðal- strætis 4 er takmörkuð á þann veg að óheimilt er að reka þar veitinga-, vínveitinga- og skemmtistaði. Að öðru leyti er heimilt að vera með aðra starfsemi í húsunum sem samræmist landnotkun aðalskipulags Reykjavíkur 1996- 2016 og gildandi deiliskipulags." Skýrðu borgar- yfirvöld Reykjavíkur síðar frá því að samþykkt- in hefði verið gerð til að koma í veg fyrir frekari veitingarekstur í húsunum til frambúðar og tryggja þannig betra næði á aðliggjandi íbúða- svæði vegna kvartana frá íbúum til margra ára. Kristján Jósteinsson, sá er rekur nektar- dansstaðinn Club Clinton, kærði hins vegar samþykkt borgarráðs í nóvember sl. og voru málsrök hans m.a. þau að öll aðferð við undir- búning og kynningu hinnar kærðu ákvörðunar hefði verið ólögmæt. Einnig taldi hann ólög- mætt að breyta skipulagi með þeim hætti sem gert væri í samþykktinni, þ.e. einungis í þeim tilgangi að losna við lögmæta starfsemi úr húsi. Borgaryfirvöld fóru hins vegar fram á að mál- inu yrði vísað frá úrskurðarnefndinni en til vara að ákvörðun borgarráðs yrði látin standa óbreytt. Máli sínu til stuðnings vísuðu borgaryf- irvöld m.a. til þess að kærufrestur hefði verið liðinn er kæra í málinu barst úrskurðarnefnd- inni en í stuttu máli féllst úrskurðarnefndin ekki á þau málsrök. Reyndar féllst úrskurðarnefndin á helstu röksemdir kæranda og taldi m.a. að ekki hefði verið sýnt fram á að lega umrædds lóðarhluta eða afstaða hans til annarra mannvirkja skæri sig svo úr að réttlætanlegt hefði verið að tak- marka landnotkun þar með þeim hætti sem gert var. Ásamt því að ógilda títtnefnda samþykkt borgarráðs fór úrskurðarnefndin fram á að borgarstjórn Reykjavíkur kynnti ógildinguna í B-deild Stjórnartíðinda. Bíða Korpu sömu örlög og Elliðaánna? ►Sérfræðingar á Veiðimálastofn- un benda á hvað þeim finnst brýnast að takast á við varðandi vanda Elliðaánna og segja ekki of seint að takast á við umhverfismál við Úlfarsá. /10 Æskilegt að spari- sjóðirnir geti breytt sér í hlutafélög ►Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra í viðtali. /22 Síðasti maðurinn til tunglsins ► Stærsta hátæknisýning heims, CeBit í Hannover, sýndi og sann- aði að heimurinn er að fyllast af tækjum og tólum. /28 Hvað vill maður blása sig út ► í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við bræðurna Jón og Gunnar Hólm í Stáli og stönsum. /30 ►l-24 Drekinn taminn ► Einhver mesta mannvirkjagerð og um leið umhverfisrask sögunn- ar á sér nú stað í gljúfrunum þremur í Yangtze-fljóti í Kína. /1&13-20 Heiðarleiki í hörkunni ►Sigurjón Sveinsson var í sprengjudeild frönsku útlendinga- herdeildarinnar í rúm fimm ár. /6 Koss gjörði ekkert til ► í dagbókarbrotum Olafs Dav- íðssonar þjóðsagnasafnara má sjá hvaða augum ungir menn litu kon- ur undir lok nítjándu aldar. /10 FERÐALÖG ► l-4 Ný útgáfa Gestakorts Reykjavíkur ►Tilvalið íyrir fólk sem kemur utan af landi. /1 Metsala í vetrarkortum ► Ófáir landsmenn sækja nú skíðasvæði Isfirðinga heim. /4 D BÍLAR ► l -4 Keppst um Kia ►Suzuki-umboðið tekur við Kia- umboðinu af Jöfri en fimm aðilar sóttust eftir umboðinu. /1 Reynsluakstur ► Öflugur sjö manna Terrano II og auðveldur til breytinga. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-24 Landsbankinn fær öfl- uga tölvu ► Keypti IBM RS/6000 S80 stór- miðlara hjá Nýherja. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak í dag 50 Leiðari 32 Brids 50 Helgispjall 32 Stjömuspá 50 Reykjavíkurbréf 32 Skák 50 Skoðun 34 Fólk í fréttum 54 Minningar 35 Útv/sjónv. 52,62 Viðhorf 35 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Mannl.str. 22b Bréf til blaðsins 48 Dægurtónlist 30b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.