Morgunblaðið - 05.03.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.03.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 11 stofnun myndi vilja koma að slíkri rannsókn með fiskifræðingunum og það kom fram að þeir Sigurður og Þórólfur eru sjálfir og óumbeðnir að reyna að öngla saman styrlgum til að standa straum af rannsóknunum. Þeir segja að þeir vildu gjarnan að hlutirnir væru þannig að þeir væru beðnir um að annast slíka rannsókn og að fjármagnið væri tryggt, en eins og haldið væri á málum væri það nánast unnið í frístundum þeirra að reyna að fjármagna slíka rannsókn. „Það þarf að hreinsa ósasvæðið upp og finna út hvað laxinn er lengi á því svæði, á því er ekki nokkur vafi. Veiði hefur mjög dregist saman í án- um síðustu árin og það er erfitt að átta sig á því hvaða þættir það eru sem vega þyngst. Margir þættir geta spilað saman. Heimtur hafa verið mun lélegri en áður síðustu sumur og þar sem svipaða sveiflu er ekki að finna í öðrum ám í nágrenni Reykja- víkur, t.d. Ulfarsá, Leirvogsá og Laxá í Kjós, minnka líkumar á því að slæmt ástand í hafinu valdi því laxa- stofni ánna hafi hnignað. Þá er það ástandið í ánni sjálfri, fara göngu- seiðin verr undirbúin til hafs úr þess- ari á en öðrum og hvers vegna? Ým- islegt bendir til að það sé áin sjálf eða ósinn, eða bæði. Aðrir þættir geta síðan spilað inn í, kýlaveikin sem kom fyrst upp 1995 gæti leikið hlut- verk óg við vitum ekki nema að laxa- stofninn hafi einnig orðið íyrir erfða- fræðilegu áfalli. Við getum þannig byrjað á því að draga svona verndun- arstrik við ósinn, sagt hér er stopp og við byrjum að vinna til baka, t.d. með því að finna út hvort seiðin eða full- orðni laxinn verði fyrir fjörtjóni í ósnum. Þegar vitneskjan liggur fyrir er hægt að grípa til aðgerða." Er ekki kostnaður alltaf líklegur til að koma í veg fyrir að bætt verði úr þvísem aflaga hefur farið? „Náttúru- og umhverfisvernd verður væntanlega alltaf einhvers konar þymir í augum þeirra sem halda um budduna. Þá greinir á við hina um hvað sé nauðsynlegt og hvað ekki. Þetta er eilífðarvandamál, en allir virðast þó sammála um að reyna að bjarga Elliðaánum," segja þeir félagar. Hvað með Korpu? Lengi hefur mest verið talað um Elliðaámar, „Perlu Reykjavíkur“ og hversu merkilegt það sé að gjöful laxveiðiá renni innan borgarmark- anna. Og seinni árin nánast í miðri borginni. Raunin er hins vegar sú, að laxveiðiár Reykjavíkur em tvær en ekki ein. Úlfarsá, eða Korpa eins og hún er gjaman kölluð manna í mill- um. Korpa litla er með merkilegustu laxveiðiám landsins og óvenjugjöful miðað við smæð hennar. Langt er síðan það fór að þrengja verulega að henni og vart hafa farið framhjá nokkmm manni umræður um gatna- málagjöld og lóðaútboð í nýju hverfi á Grafarholti. Þar mun sum sé rísa íbúðabyggð sem teygir sig langleið- ina niður á Korpubakka með tilheyr- andi frárennsli af götum. Mosfells- bær á eitthvað land norðan að Korpu og það land verður nýtt í náinni framtíð, m.a. undir iðnaðarhverfi. Þeir Sigurður og Þórólfur em þvi ekki þeir einu sem sjá fyrir sér að farið gæti fyrir Korpu eins og Elliða- ánum. Þó sé ekki of seint að bregðast við og koma í veg fyrir slíkt slys, en þá verði að hafa hraðann á og nýta reynsluna af Elliðaánum. „Þarna er nýtt hverfi í vændum, en það er til marks um breyttan þanka- gang að það ber nú á tilraunum til að stemma stigu við mengun. Þannig er gert ráð fyrir svokölluðum settjöm- um sem frárennslisvatn af götum verður leitt út í. I tjömunum verða dúkar og möl sem munu sía eiturefn- in út vatninu áður en það rennur út í ána. Þetta er sænsk aðferð sem ekki hefur verið reynd hér á landi áður og þótt við vitum ekki hvemig hún muni koma út hér á landi þá er þetta til marks um nýja hugsun. Það er bæði gleðilegt og lofsvert. Menn gætu haldið að það væri vont fyrir ána að fá vatnið, jafnvel þótt búið sé að sía mikið af eitrinu úr, en áin er vatnslitil og þarf að fá vatnið. Nú þegar er mikill hluti árvatnsins tekinn við stíflu Aburðarverksmiðjunnar fyrir neðan Vesturlandsveg og notað sem kælivatn fyrir verksmiðjuna. Það er síðan leitt til sjávar í lögn. Ain tapar á þennan hátt miklu af vatni sínu og ber þess merki neðan stíflu, hún er þar afar vatnsh'til, svo mjög að í þurrkum á laxinn mjög erfitt með að ganga í ána úr sjónum," segja þeir Þórólfur og Sigurður. Um þetta atriði og önnur varðandi stöðu Korpu gagnvart vaxandi byggð segir Friðþjófur Ámason fiskifræð- ingur, sem unnið hejur skýrslu um búsvæði laxfiska í Úlfarsá (Korpu) fyrir Borgarverkfræðing, eftirfar- andi: „Helsta röskunin sem orðið hefur á vatnasviði Úlfarsár til þessa er vatnstaka áburðarverksmiðjunnar með tilheyrandi mannvirkjum. Þó nokkur rýrnun varð á laxveiðinni í kjölfar byggingar stíflu áburðar- verksmiðjunnar. Vatnstaka hennai- hafði áhrif á seiðabúskap vegna tap- aðra uppeldissvæða í kjölfar aukinna sveiflna í vatnsmagni fyrir neðan stíflu og tilfærslu á veiði frá einum veiðistað til annars. Með aukinni byggð í nágrenni árinnar er vissu- lega hætta á að frekari neiðkvæðra áhrifa gæti. Sérstaða árinnar miðað við margar aðrar laxveiðiár er hversu lítið vatnasviðið er og þar af leiðandi lítið rennsli. Fyrir vikið er áin viðkvæmari fyrir hvorutveggja, mengandi efnum vegna afrennslis frá íbúðabyggð og minnkandi rennsli ef rigningarvatni er veitt burt frá ánni. Til að halda vatnsmagni árinn- ar í sem upprunalegustu horfi er því mikilvægt að veita sem mestu af rigningarvatni svæðisins aftur til ár- innar en samhliða því að gæta þess vel að öli mengun sé í lágmariri ann- aðhvort með því að hreinsa vatnið af mengunarefnum á leiðinni eða veita því vatni sem mest hætta er á að sé mengað, t.d. affalli af götum, beina leið til sjávar.“ Síðar bætir Friðþjófur við þetta eftirfarandi orðum: „Miklar fram- kvæmdir eru hafnar vegna fyrirhug- aðrar íbúðabyggðar í norðurhlíðum Grafarholtsins og vafalaust eiga þær eftir að aukast á komandi árum. Mik- Uvægt er að gera sér grein fyrir heUdaráhrifum allra framkvæmd- anna því þó einstakar framkvæmdir hafi ekki teljandi áhrif á vistkerfi Úlfarsár geta samanlögð áhrif margra slíkra framkvæmda haft óbætanlega röskun í för með sér. Mikilvægt er að draga lærdóm af þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið í Elliðaánum og nýta þær í þágu Úlfarsár í framtíðinni." Hundrað skurðir Þeir félagar segja, að ástæða sé til að hafa áhyggjur af gangi mála við Korpu, því dæmið sé fullkomlega sambærilegt því sem menn þekkja við EHiðaámar að því leyti að landið beggja vegna árinnar muni verða jafnmikið notað, áin sé enn viðkvæm- ari heldur en EUiðaámar, ekki síst vegna þess að byggðin við Korpu sé og verði öU á vatnasviðinu sjálíu, en ekki í jöðmnum eins og við EUiða- ámar. Þá sé alltaf erfiðara um vik þegar tveir þurfi að taka ákvarðan- irnar, í þessu tilviki Reykjavík og Mosfellsbær. Þá séu fleiri hagsmunir þama á ferðinni, m.a. svínabú, gróðrastöð og fleira. „Það þarf að gefa orðum Friðþjófs gaum þegar hann talar um að mikil- vægt sé að gera sér grein fyrir heild- aráhrifum allra framkvæmdanna. Það er einmitt umhverfismat sem þama þarf að gera. Okkur skUst að slíkt sé ekki á döfinni og kemur það okkur og fleiram spánskt fyrir sjónir að heil íbúðarbyggð í nábýU við við- kvæmt náttúrafar sé ekki sett í um- hverfismat á sama tíma og vegspotti með brú uppi við Hafravatn þarf í mat. Við þurftum að gefa umsögn vegna umhverfismats vegna bygg- ingar Gullinbrúar, en tvö stór hverfi í Grafarvogi og nú það þriðja á Grafar- holti þurfa ekki slíkt mat. Svona ósamræmi getur ekki verið af hinu góða. Við getum tekið sem dæmi settjamirnar. Reynslan kann að leiða í Jjós að þær muni skila vatninu í viðunandi ástandi tU árinnar, þ.e.a.s. undir mengunarmörkum. En svo stækkar byggðin og fleiri tjarnir bætast við. Þá vita menn ekkert nema að samanlögð áhrif tjarnanna verði banvæn fyrir lífríki áiinnar. Þetta er vandinn í hnotskurn. Við er- um að berjast við eitt vandamál í einu. Við eram kannski spurðir um einn skurð og hvað eigum við að segja? Einn skurður, jú það getur ekki skaðað. En svo era skurðirnir orðnir hundrað," segja þeir Sigurður Guðjónsson og Þórólfur Antonsson. Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna IMámsstefna um fimmtu rammaáætlun Evrópusambandins Mánudaginn 13. mars n.k. kl. 10:00 -17:00 í Háskóla íslands, Tæknigarði, Dunhaga 5 Námsstefna um gerð umsókna og fjármögnun rannsókna- og tækniþróunarverkefha úr rannsóknarsjóðum Evrópusambandsins, ásamt yfirliti yfir rekstur og þátttöku í slíkum verkefhum. Námsstefnan er ætluð þeim sem eru að huga að umsóknum á næstunni og er sambærilegt námsstefnu sem haldin var í september á síðasta ári. Fjallað verður almennt um skilyrði umsókna og hvemig gerð þeirra skuli háttað. Rætt verður um samningagerð vegna verkefna og þann lagagrunn sem þau byggja á, auk þess sem mismunandi samningsform verða skoðuð. Einnig verða tekin fyrir helstu atriði sem huga þarf að í rekstri sUkra fjölþjóðaverkefna og hvaða kröfur em gerðar til þeirra af hálfu Evrópusambandsins. • Fyrirlesari verður Óskar Einarsson, sérfrceðingur hjá DG Information Society hjá ESB Helstu efnisþættir til umræðu og kynningar: t Stutt umfjöllun um 5. rammaáætlun Evrópusambandsins © Ferill umsókna og mat þeirra • Gerð umsókna og uppbygging © Mikilvœg atriði sem þörf er að huga að í undirbúningi umsókna • Val umsókna @ Samningur um verkefni og rekstur þeirra Umsóknarferli em óháð fagsviðum, þannig að allir sem hafa hug á að sækja um í rannsóknarsjóði Evrópusambandsins geta haft gagn af umfjöUuninni. Hins vegar mun „Upplýsingaþjóðfélagið" (IST -Information Sociefy Technologies) verða notað sem dæmi, þegar þörf er á ákveðnum tilvísunum. Rannsóknaþjónusta • Námsstefhan er öllum opin sem em að huga að umsóknum í fimmtu rammaáætlun Evrópusambandsins en fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 25 manns. © Þátttökugjald er 1.500 kr., innifalið í þátttökugjaldi er léttur hádegisverður. Tekið er á móti skráningum hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla íslands í síma 525 4900 og er skráningarfrestur tíl 9.mars. Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Bergmann Einarsson; netfang: ee@rthj.hi.is Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Rvk., sími 525 4900, fax 552 8801, netfang rthj@hi.is, vefsíða www.rthj.hi.is Ferðakynning Heimsferða og góugleði H Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldin í Ásgarði, Glæsibæ, föstudaginn 10. mars nk. Hiisið opnað kl. 18:00 — Borðhald hefst kl. 19:00 Skemmtunin sett: Veislustjóri; Skemmtiatriði; Heimsferðir: Ólafur Ólafison fbrmaður FEB. Sigurður Guðmundsson fararstjóri Heimsferða. Kvennakórinn Glæður syngja undir stjórn Sigurbjargar Hóhngrímsdóttur. Skopsögur: Amljótur Sigurjónsson les. Iþróttavika: 6 mín. söngleikur sem konur úr Snúði og Snældu flytja. Kynning á sólarlandaferðum. Kanaríkvartettinn syngur og leikur. Sigurbjörg Hólmgrimsdóttir sér um „dinnertónlist“ og Sigurður Guðmundsson um fjöldasöng. Matseðill: Forréttur: Humarsúpa. Aðalréttur: Lamba „prime“-steik með (ylltum bökuðum kartöflum. Eftirréttur: Kaffl og konfekt. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi. Allir eldri borgarar velkomnir. Aðgangseyrir aðeins kr. 2.900. — Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði — vinningar: innanlandsdagsferð á vegum FEB í sumar, og á vegum Heimsferða, ferð til London og aðalvinningur: SOLARLANDAFERÐ. Upplýsingar og skráning á skrifstofu FEB Reykjavík, sími: 588-2111 ^PfFELAG Öét ELDHI BORGARA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.