Morgunblaðið - 05.03.2000, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
■ KLAUS Agenthaler, fyrrverandi
heimsmeistari og aðstoðarþjálfari
hjá Bayern og nú síðast þjálfari
Gras í Austurríki, hefur tekið við
þjálfun l.FC Niirnberg nú þegar.
Augenthaler leysti upp samning
sinn við Gras og mun hann stjórna
leik Niirnberg um helgina.
■ MÖRG lið í Þýskalandi höfðu
reynt að fá Augenthaler til sín en
hann ekki verið til viðræðu fyrr en
nú. Hann mun gera tveggja ára
samning við liðið, til ársins 2002.
Mikil umræða hefur verið í Þýska-
landi um leik Bayern Miinchen og
Real Madrid.
Þjóðverjar halda ekki vatni af
ánægju með sína menn og lofa liðið
í hástert. Loksins er komið fram al-
vöru þýskt lið, sem skákar þeim
bestu í heimi. Frans Beckenbauer,
forseti Bayern, segir að um hreina
knattspymusýningu hafi verið að
ræða sérstaklega í fyrri hálfleik, og
að leikaðferð þjálfarans Ottmar
Hitzfejd hafí verið fullkomin.
■ BLÖDIN í Þýskalandi ræða
einnig mikið um frammistöðu
vandræðagemlingsins Stefan Ef-
fenberg og mörg blöð vilja að hann
komi aftur í landsliðið. Þó eru
margir sem vilja ekki sjá þennan
erfiða leikmann og Bild biður hann
í guðs bænum að fara
heldur í frí á þeim tíma sem lands-
liðið leikur í Hollandi. „Það er nóg
komið af Stefan Effenberg," segir
blaðið.
■ BERND Krauss, þjálfari Dort-
mund, var æfur af bræði yfir getu-
leysi sinna manna gegn tyrkneska
liðinu Galatasary í Evrópukeppn-
inni á fimmtudagskvöld. Hann
sagði liðið vera eins og lélegt skóla-
lið.
■ EKKI bætti úr skák fyrir Dort-
mund að um 35.000 Tyrkir voru á
heimavelli liðsins og yfirgnæfðu
hina 25.000 heimamenn sem voru
reyndar búnir að yfirgefa leikvan-
ginn áður en leiknum lauk, 0:2.
■ ELSTI maður vallarins, Georg
Hagi, fór á kostum með Galatasary
og lék vamarmenn Dortmund
sundur og saman. Tyrkimir héldu
svo mikla hátið eftir leikinn og
fylltust götur Dortmund af Tyrkj-
um enda ekki mikil vinátta milli
hinna fjölmörgu Tyrkja sem búa í
Þýskalandi og Þjóðveija.
■ ÞÝSKA skattalögreglan gerði
mikla rassíu hjá þýska stórliðinu
Hamburger. Meðal annars var
gerð húsleit heima hjá Uwe Seeler
sem áður var forseti félagsins. Tal-
ið er að félagið hafi stundað skatt-
svik á árum áður vegna félaga-
skipta nokkurra leikmanna og nú
lét skatturinn til skarar skríða. Það
er ekki tekið neinum vettlingatök-
um á skattsvikum í Þýskalandi og
sannist slíkt á liðið verður um gíf-
urlegar sektarfjárhæðir að ræða.
■ NOKKRIR foreldrar unglinga
sem æfa hjá Duisburg hafa kært
einn unglingaþjálfara liðsins - Uwe
Schubert heitir þjálfarinn, og er
hann sakaður um að hafa kúgað fé
út úr unglingunum þannig að að-
eins þeir sem borguðu þjálfaranum
fé fengu að leika. Mikill slagur er
meðal unglinga sem æfa í elsta
unglingaflokki að vekja á sér at-
hygli svo hinir stóru geri þeim til-
boð. Þetta á sem sagt þjálfarinn að
hafa nýtt sér í mörg ár og haft af
því miklar tekjur.
■ ANDREAS Möller, leikmaður
Dortmund, er með lausan samning
eftirt þetta tímabil. Dortmund hef-
ur lýst yfir að félagið vilji semja við
Möller áfram, en Möller
segir að liðið hafi sýnt sér dóna-
skap og varla rætt við sig, hvað þá
gert sér beint tilboð.
■ BILD greinir frá því að Rainer
Calmund, framkvæmdastjóri
Leverkusen, hafi gert Möller stór-
tilboð og er ekki talið ólíklegt að
Andreas Möller muni leysa Emer-
son af hólmi á miðju Leverkusen-
liðsins.
Kristinn Björnsson skíðamaður segist vera bjartsýnn eftir misjafnt gengi
„ÉG er að skíða betur en í fyrra
og er öruggari með mig en áð-
ur,“ segir Kristinn Björnsson,
skíðamaður úr Leiftri og kepp-
andi í heimsbikarnum í svigi,
aðspurður um stöðu í heimsbik-
arkeppninni í svigi í vetur. Held-
ur hefur hallað undan fæti hjá
Kristni upp á síðkastið eftir að
hafa gengið vel á fyrri hluta
keppnistímabilsins. Hann hefur
aðeins skilað sér niður í báðum
ferðum í einu móti af síðustu
fimm
Þrátt fyrir ákveðið mótlæti er ég
öruggari en áður. Nú hef ég
komist í gegnum fyrri ferð á sex mót-
um, en aðeins á
þremur í fyrra. Eins
IvarBene- er Þeknin betri en
diktsson áður þannig að ég er
bjartsýnn, en auðvit-
að þykir mér leitt að ná ekki að kom-
ast í gegnum fleiri mót en raun ber
vitni um. Til dæmis á mótinu í Suður-
Kóreu. Þá leið mér vel, æfingar voru
góðar og eins fann ég mig vel í upp-
hitun, brautin var hörð og góð þann-
ig að ég var afar óánægður með sjálf-
an mig þegar ég féll úr keppni.“
Af mótum frá áramótum
Kristinn segist vera ánægðastur
með frammistöðu sína í Camonix í
Frakklandi og þokkalega sáttur við
sinn hlut í Wengen þótt hann hafi
ekki náð að ljúka keppni í síðari ferð.
„Síðan veiktist ég fyrir mótið í
Kitzbiihel og lá veikur í viku og það
hafði veruleg áhrif á þrekið með
þeim afleiðingum að ég var svo gott
sem í einn mánuð að ná mér á strik
aftur. Ég var orðinn hress og sterkur
þegar kom að mótinu í Yongpyong
og því var útkoman þar vonbrigði."
Gott samstarf við Svía
Tvö mót eru eftir í svigkeppni
heimsbikarsins og sagðist Kristinn
vera bjartsýnn á þau. Næst verður
keppt að kvöldlagi í Schladming í
Austurríki á fimmtudag og loks í
Bormio á Ítalíu hinn nítjánda. „Ég
horfi björtum augum fram á veginn
því ég finn að ég er betri en í fyrra
þrátt fyrir að ég hafi verið að falla úr
keppni. í fyrra var ég að skíða illa og
það hafði slæm áhrif á mig.“
Reuters
Kristinn Björnsson keyrir hér á fullri ferð I Kranjskagora í vetur.
Samstarfið við sænska skíða-
landsliðið hefur gengið vel á keppn-
istímabilinu, að sögn Kristins, og
mun betur en í fyrra. Einkum kemur
það til að nú eru menn farnir að
þekkja hver annan betur. „Það hefur
hjálpað mér mikið. Auk þess eru
Svíarnir komnir með nýjan þjálfara
og hann og Haukur Bjarnason, þjálf-
ari minn, ná vel saman og bera sam-
an bækur sínar. Þá hafa orðið íram-
farir hjá Svíunum sem verða til þess
að að ég fæ meiri keppni og um leið
meira út úr æfingum. Ég vona að
framhald verði á samstarfi okkar við
sænska liðið, það hefur komið vel
út.“
Kristinn kom til landsins á mið-
vikudaginn og dvelur hér í nokkra
daga, en hann segist ekki hafa verið
hér á landi síðan í júní í fyrra. Hefur
hann m.a. farið norður í Olafsfjörð til
þess að hitta ættingja, vini og stuðn-
ingsmenn sína og síðast en ekki síst
unga skíðamenn í heimabænum.
Segir Kristinn það veita sér mikinn
styrk að finna þann stuðning sem
hann hefur orðið var við.
„Ég geri mér grein fyrir að vel er
fylgst með mér hér heima og að það
eru beinar útsendingar frá heimsbik-
arnum. Það íþyngir mér ekki og mér
hefur betur og betur tekist að létta
þeirri „pressu“ af mér og reyna að
nota hana frekar á jákvæðan hátt
þannig að athyglin og áhuginn sem
er fyrir mér verkar hvetjandi á mig,
fremur en hitt. Mér þykir gott að
finna íyrir stuðningnum og vera um
leið óhræddur við að gera mistök og
læra af þeim í stað þess að láta þau
vinna gegn mér.“
Keppir í Skálafelli
Kristinn segist síður en svo vera af
baki dottinn og hann ætli sér óhikað
að vera með í keppni þeirra bestu
áfram. „Það tekur sinn tíma að kom-
ast í gang, öðlast reynslu og ná í hóp
þeirra allra bestu. Eins og er horfi ég
til Ólympíuleikana í Salt Lake City
eftir tvö ár, en þótt ég geri áætlanir
til þess tíma eru þeir leikar alls ekki
hugsaðir sem einhver endapunktur á
mínum ferli síður en svo.“
Að heimsbikarkeppninni lokinni
kemur Kristinn til íslands og keppir
á nokkrum alþjóðlegum mótum sem
fyrirhuguð eru hér á landi í lok þessa
mánaðar og í byijun apríl auk þess
sem hann verður að vanda með á
skíðalandsmótinu sem að þessu sinni
fer fram í Skálafelli.
„Eftir Landsmótið hefur mér ver-
ið boðið á árlegt mót í samhliðasvigi
sem Norðmaðurinn, Finn Christian
Jagge, stendur fyrir og er til stuðn-
ings krabbameinssjúkum börnum í
Noregi. Þetta er annað árið í röð sem
mér er boðið að vera mér. Það er
skemmtilegt mót þar sem flestir þeir
bestu eru með. Síðan fer maður að
huga að næsta keppnistímabili," seg-
ir Kristinn Björnsson, skíðamaður
úr Leiftri.
Betri en ífyrra
Slær Vala Evrópumet?
STÓRMÓT ÍR í frjálsum íþróttum fer fram í fjórða sinn í Laugar-
dalshöll kl. 20 í kvöld og að venju verður mótið stjörnum prýtt.
Allir helstu frjálsíþróttamenn landsins taka þátt, auk þess sem
fjölmargir erlendir keppendur verða á mótinu, þar á meðal bæði
gull- og silfurverðlaunahafi á Evrópumeistaramótinu innanhúss,
sem fram fór í Gent í Belgíu um síðustu helgi.
Ivar
Benediktsson
skrifar
fær verðuga
meistaranum
Flestra augu munu beinast að
stangarstökki enda mætir þar
til leiks einvala lið stangarstökkvara
eins og ævinlega á
íyrri mótum. ís-
lands- og Norður-
landamethafinn
Vala Flosadóttir, ÍR,
•keppni frá Evröpu-
Pavla Hamackovu,
Tékklandi og löndu hennar Danielu
Bartovu sem kemur til Stórmótsins í
þriðjasinn.
Vala er greinilega í framúr-
skarandi æfingu um þessar mundir.
Hún- hefur sjaldan stokkið jafn vel
og í vétur og er enn að bæta sig. Vala
undirstrikaði með því að stökkva
4,40 metra á móti í Landau í Þýska-
landi á fóstudagskvöldið að hún er til
alls líkleg. Þá var hún hársbreidd frá
því að bæta Norðurlandamet sitt
þegar gerði þrjár tilraunir við 4,50
m. Heitið hefur verið á Völu að bæti
hún Evrópumetið muni hún aka frá
LaugardaJshöllinni á nýrri bifreið.
Evrópumetið er 4,56 m og verður
fróðlegt að fylgjast með því hvort
hún kemur til með að ógna metinu.
Pavla Hamackova hefur tekið
stórstígum framförum á fáeinum
misserum og á Evrópumótinu um
síðustu helgi kom það berlega í ljós.
Hún hefur hæst stokkið 4,43 m inn-
anhúss og hefur væntanlega epgan
hug á að gefa eftir að ..þessu sinni
þótt hún hafi mátt sjá á eftir sigur-
laununum tíl Völu í Landau á föstu-
dag. Hamackova er nú í fjórða sætí
heimlistans.
Daniela Bartova hefur verið í
fremstu röð í stangarstökki síðan
það varð almenn keppnisgrein í
kvennaflokki fýrir fáeinum árum.
Hún hefur bæði sett heims- og
Evrópumet á ferli sínum og varð
silfurverðlaunahafí á EM innanhúss
1998. Bartova hefur hæst stokkið
4,51 m innanhúss en 4,40 m í vetur
og hún stökk 4,30 m á mótinu í Lind-
au á föstudag.
Það er því ljóst, að Vala, Hama-
ckova og Bartova hafa um þessar
mundir allar burði tíl þess að
stökkva hátt í Laugardalshöllinni í
kvöld.
íslandsmet í hástökki?
Islandsmethafinn í hástökki
karla, Einar Karl Hjartarson fær
verðuga samkeppni. Irski methaf-
inn, Brendan Reilly, mætir til leiks
en hann hefur hæst stokkið 2,32 m
innanhúss þótt hann hafi aðeins far-
ið yfir2,25 m á yfirstandandi keppn-
istímabili, en það er einum sentím-
etra hærra en Islandsmetíð. Hann
komst í úrslit á EM á dögunum, en
ætíaði sér uin of og kojnst ekki í bar-
áttu um verðlauri:
Kristján Olsson frá Svíþjóð er
Evrópumeistari unglinga í hástökki
og þrístökld. Hann er einn efnileg-
asti hástökkvari Evrópu og jafnaldri
Einars og hefur stokkið hæst 2,22 m
innanhúss.
Finninn Mikka Polku ætti einnig
að geta haldið Einari Karli við efnið.
Finninn hefur hæst stokkið yfir 2,27
m en 2,21 m á þessum vetri. Fimmtí
keppandinn í hástökkinu er Þjóð-
verjinn Roman Fricke. Hann hafn-
aði í fjórða sæti á þýska meistara-
mótínu á dögunum, er hann lyfti sér
yfir 2,20 m.
Jón Arnar gegn Sebrle
Annað árið í röð mætir Tékkinn
Roman Sebrle til leiks á Stórmóti
ÍR. Hann reið ekki feitum hestí frá
viðureign sinn við Jón Amar Magn-
ússon, Tindastóli, í þríþrautinni á sl.
ári og ætlar sér eflaust að ná fram
hefndum nú, enda silfurverðlauna-
hafi í sjöþraut á EM. Jón hefur æv-
inlega unnið þríþrautina á Stórmót-
inu og vill halda því áfram. Þótt
lítilsháttar bakkvilli hafi plagað
hann á EM er ekkert því til fyrir-
stöðu, að Jón sýni sínar bestu hliðar
í þríþrautinni, en þar er keppt í 50 m
grindahlaupi, kúluvarpi og lang-
stökki. Auk Jóns og Sebrle mæta OÍ-
afur Guðmundsson, Svíinn Michael
Hoffer og Norðmaðurinn Tom Erik
Olsson til leiks.
Guðrún í góðri æfingu
Guðrún Arnardóttir, Armanni,
setti tvö íslandsmet á EM í Gent um
sl. helgi, í 60 m grindahlaupi og 400
m hlaupi og er greinilega í góðri æf-
ingu. Á Stórmótinu í fyrra bætti hún
hálfs annars áratugsgamalt Islan-
dsmet Helgu Halldórsdóttur í 50 m
grindahlaupi og gerir eflaust tilraun
til að bæta eigið met að þessu sinni,
enda fær hún verðuga keppni frá
Susanna Kallur, Svíþjóð. Kallur er
fremsti 60 m grindahlaupari Svía
um þessar mundir og varð í sjötta
sæti á EM innanhúss í greininni.