Morgunblaðið - 05.03.2000, Síða 20

Morgunblaðið - 05.03.2000, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 LISTIR Djuka og Fazila sameinuð að nýju. Morgunbiaðið/Asdís Djuka yfírheyrður í fangabúðum Serba. Morgunblaðið/Asdís Jarðsetti hönd föður síns A litla sviði Borgarleikhússins verður frumsýnt á morgun hollenska leikritið Mir- ad, drengur frá Bosníu. Hávar Sigurjóns- son fylgdist með forsýningu og ræddi við leikarana og leikstjórann. ÞAÐ er tvennt ólíkt að heyra sögu einstaklinga sem lent hafa í stríðs- átökum eða afrúnnaðar tölur um mannfall á alls óþekktum stöðum í veröldinni. Saga Mirads, þrettán ára drengs frá Bosníu, er átakanleg saga pilts sem missir móður sína í hendur serbneskra hermanna, verð- ur vitni að dauða föður síns og syst- ur hans blæðir út í höndum hans. Þóttist vera dauður Dauða föður hans ber að með þeim hætti að þeir feðgar ásamt fjölda annarra bosnískra fanga eru reknir út á jarðsprengjusvæði og hann horfir á föður sinn springa í tætlur. Serbnesku hermennirnir skjóta svo þá til bana sem ekki verða jarðsprengjunum að bráð. Sjálfur læst Mirad vera dauður og um nóttina grefur hann það eina heillega sem hann finnur af föður sínum, höndina, og leggur síðan á flótta yfir endilanga Bosníu til Djuka, föðurbróður síns, og Fazilu, konu hans, í Sarejevo. Þeir eru síð- an handteknir að nýju og Djúka er pyntaður og kvalinn í fangabúðum en Mirad er sleppt og kemst fyrir milligöngu Rauða krossins í flótta- mannabúðir til Hollands. Þegar EFUNG srirT*nrit.Me PiskHftlDtin iplafsfeisi Efllngir - stéttnpfelags Tekið verður við umsóknum til 10. mars nk. Umsóknareyðublöð og upplýsingar um húsin liggja frammi á skrifstofu Eflingar - stéttarfélags, Skipholti 50 d, 105 Reykjavík. Hægt er að fá umsóknareyðublöð send á faxi eða með pósti. 1 Landsvæði Fjöldi húsa Verð kr. Punktar 1 Úthlíð - með potti 3 11.000 60 Flúðir - með potti 1 11.000 60 Ölfusborgir 10 10.000 48 Kirkjubæjarklaustur 3 . 10.000 48 Svignaskarð - stór m/potti 5 11.000 60 Svignaskarð - lítil m/potti 5 9.000 48 Skorradalur 1 13.000 60 Húsafell - með potti 3 11.000 60 Akureyri 5 10.000 48 Serbar skipta á Djuka fyrir serbn- eska stríðsfanga fara þau Fazila til Hollands til að finna Mirad en hann er þá horfinn aftur til Bosníu í leit að móður sinni. Henni hafði verið haldið fanginni í nauðgunarbúðum Serba en hélt lífi. Þetta er sönn saga sem gerðist fyrir sjö árum, persónur leikritsins eru enn á lífi, særðar á sál og líkama. „Einu sinni hefur mig dreymt mömmu, að hún kæmi eins og venjulega heim frá markaðinum og færi að elda eins og allt væri eðli- legt,“ skrifar Mirad í bréfi til Fazilu, frænku sinnar. Feykt burt eins og laufi af tré Höfundur þessa átakanlega leik- rits er Hollendingurinn Ad de Bont. Hann skrifaði verkið eftir dagbók- um Mirads og skrifuðum frásögnum hans af atburðum, því Mirad treysti sér ekki til að tala um dauða föður síns og systur en bauðst til að skrifa það. Sögumenn leikritsins eru Djuka og Fazila flóttamenn í Hollandi. Leikritið er því ekki aðeins saga af hræðilegu stríði heldur lýsir það einnig hversu erfitt og framandi er að lenda í ókunnugu landi sem alls- laus flóttamaður. „Eg er enginn flóttamaður, því ég hef ekki flúið. Mér var feykt burt eins og laufi af tré. Hver ætli flýi af frjálsum vilja, hver ætli yfirgefi heimili sitt, þorpið sitt eða bæ, land- ið sitt, án þess að kveðja, hlaupist burt frá fjölskyldu sinni, til þess að komast eitthvert þangað sem hann er ekki velkominn," segir Djuka. Sýningin er ætluð fyrir nemendur efstu bekkja grunnskóla og verður hún boðin skólunum sem hluti af stærra verkefni, þar sem nemend- um yrði veitt fræðsla um ástandið á Balkanskaga og einnig hin fjölþættu hlutverk Rauða krossins og Nýbúa- samtakanna á íslandi. „Þetta er allt í skoðun og þessir aðilar eru að setja niður fyrir sér hvernig best verður staðið að þessu. Við hér í leikhúsinu teljum að nauðsynlegt sé að fylgja sýningunni eftir með slíkri fræðslu þar sem sýningin vekur upp svo margar spurningar að ómögulegt er að skilja unglingana eftir með þær án nokkurra svara,“ segir Jón Hjartarson. Óskiljanlegl stríð „Þetta stríð í Bosníu er manni al- gjörlega óskiljanlegt. Það er ekki hægt að átta sig á því hvað var verið að berjast um. Sarejevo var stór al- þjóðleg borg þar sem allir bjuggu saman og enginn virtist velta því fyrir sér hvort næsti maður væri Yfir 50 milljón- ir á flótta „í DAG eru ríflega 51 milljón karla, kvenna og barna á flótta undan stríðsátökum í heiminum,“ segir Þórir Guðmundsson, upplýs- ingafulltrúi Rauða krossins á ís- landi. „Þessi tala skiptist þannig að 31 milljón er á vergangi í eigin landi en 20 milljónir hafa hrakist burt úr eigin landi og dveljast í öðrum löndum, í flóttamannabúðum eða eru á vergangi utan eigin heima- lands.“ Frá árinu 1996 hafa komið hing- að 145 flóttamenn, allir frá fyrrum lýðveldum Júgóslavíu, Bosníu, Hersegóvínu eða Kosovo, og hafa margir þeirra upplifað svipaða hluti og lýst er í leikritinu um Mirad. Þórir Guðmunds- son segir að til viðbótar við þessa tölu hafi bæst ættingjar flóttamannanna svo heildartalan sé nokkru hærri. „íslendingar tóku fyrst við flóttamönnum frá Ungverja- landi árið 1956 en þá komu hingað 52 Ungverjar. Fram til 1996 komu hingað 152 flóttamenn, flestir frá Víetnam en einnig frá Júgóslavíu og Póllandi. I allt hafa íslendingar því tekið á móti um 300 flóttamönnum." Þórir Guðmundsson MORGUNBLAÐIÐ Leikararog I listrænir stjórnendur MIRAD, DRENGUR FRÁ BOSNÍU eftir Ad de Bont. Þýðandi: Jón Hjartarson. Aðstoð við þýðingu úr hollensku: Jódís Jó- hannsdóttir. Leikarar: Ari Matthíasson, Rósa Guðný Þórsdóttir. Leikstjóri: Jón Iljartarson. Ljós: Kári Gíslason. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Serbi, Króati eða Bosníumaður. Bosníumenn voru kallaðir múslímar sem virðist hafa verið út í hött þar sem þeir voru engir múslímar eins og við skiljum það,“ segir Ari. „Við töluðum við bosnískan lögreglu- mann sem hér er búsettur, giftur ís- lenskri konu. Hann er enginn músl- ími, heldur kristinn, en hann barðist gegn Serbum og særðist fjórum sinnum,“ segir Rósa Guðný. „Mér finnst þetta verk vera góð áminning til okkar sem lifum í frið- samlegu samfélagi að flóttafólkið sem kemur til okkar á að baki þessa hræðilegu reynslu. Það kemur með hana með sér inn í þau samfélög þar sem það reynir að setjast niður sem flóttamenn. Þetta er mjög rækilega undirstrikað í verkinu," segir Jón. „Við verðum að hafa í huga að flóttafólk hefur misst ástvini sína og kemur úr allt öðru samfélagi en hér er Sá sem bjó í Sarejevo á áreiðan- lega mjög erfitt með að aðlagast ís- lenskum smábæ þar sem búa nokk- ur hundruð manns," segir Ari. Með hræðilega lífs- reynslu að baki „Höfundinum tekst að mörgu leyti mjög vel að sýna með beittum hætti hvemig venjulegt fólk sem flosnar upp verður að ganga við hálfgerðan betlistaf, þiggja sífellt af öðrum og kyngja stolti sínu og sjálfsvirðingu," segir Jón. „Það má ekki gleyma því að allt er þetta gert af mikilli velvild og flótta- menn sem hingað hafa komið hafa átt mikla samúð. Þetta leikrit eykur vonandi á skilning áhorfenda á þeirri hræðilegu lífsreynslu sem flóttamennirnir hafa upplifað og hvers vegna þeir eru hingað komn- ir,“ segir Ari. Þau liggja ekki á þeirri skoðun sinni að leikritið um Mirad sé ekki afþreying eða skemmtun. Þetta er saga sem tekur á og snertir tilfinn- ingar áhorfenda. Enda á leikhúsið ekki síður skyldum að gegna í því efni heldur en eingöngu að sinna af- þreyingarhlutverkinu sí og æ, en ábyrgðin gagnvart ungum áhorf- endum er að fylgja efninu eftir með viðbótarfræðslu og upplýsingum. Þar reynir á skólayfirvöld að grípa þetta tækifæri sem nú býðst með leikritinu um Mirad, drenginn frá Bosníu. Heimilis- tónar í Lista- klúbbnum BOLLUDAGSSKEMMTUN Heimilistóna verður í Lista- klúbbi Þjóðleikhúskjallarans á morgun, mánudag, Id. 20.30. Leikkonurnar Elva Ósk Ólafs- dóttir, Halldóra Björnsdóttir, Ólafia Hrönn Jónsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir spila og syngja frumsamin lög. Að vanda verður viðtal við eld- húsborðið, örleikrit verður flutt og leynigestur kynntur. Flutt verður m.a. nýtt bollu- ljóð eftir Elísabetu Jökulsdótt- ur. Kynnir kvöldsins verður Harpa Andrésdóttir Icikkona.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.