Morgunblaðið - 05.03.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 27
Fyrirlestur á stórri fartölvu fyrir brotabrot af manugrúanum á CeBIT.
Ljósmyndir/ASA
Farþegum þarf ekki að leiðast í framtíðinni og bílstjórinn ætti að vera
blessunarlega laus við aftursætisbflstjóra.
eru við Harald blátönn. Fyrir vikið
má sjá nokkra fulltrúa Ericsson með
þráðlaus heyrnartól við farsíma sem
þeir bera innan kiæða. Heyrnartólin
taka við raddskipunumog er því
hægt að hefja símtöl og ljúka þeim
án þess nokkum tíma að snerta við
símanum sjálfum. Og þetta er bara
byrjunin. Síðar meir verður á sjálf-
virkan hátt hægt að koma upplýs-
ingum um hvaða vörur vantar í ís-
skápinn heima yfir í síma með þessu
kerfi og í beinu framhaldi sér síminn
sjálfur um að panta áfyllingu úr
næsta stórmarkaði. Þá má hugsa sér
að bílar geri verkstæði viðvart ef
eitthvað bilar. Það má upphugsa ót-
al möguleika. Eini tálminn á þessum
markaði virðist vera skortur á
ímyndunarafli.
Úr ekki að verða úrelt
Engin ástæða er til að missa af
uppáhalds sjónvarpsþættinum sín-
um þótt maður teppist á sýningu í
Hannover langt fram á kvöld vegna
þess að lestarkerfið annar ekki öll-
um manngrúanum. Fyrstu sjón-
varpsfarsímar í heiminum, SCH-
M220, eru kynntir af Samsung El-
ectronics á CeBIT. Þeir eru með 45
mm skjá með hárri upplausn og inn-
byggðum sjónvarpsmóttakara.
Hægt er að tala í farsímann og horfa
á sjónvarpið án þess að það skapi
truflanir og endist rafhlaðan í 200
mínútna útsendingu.
Þetta er ekki eina nýjungin frá
Samsung sem kynnir líka gjörvileg-
an armbandsúrsfarsíma, með
reiknivél og upplýsingadagbók.
Mörg fyrirtæki virðast sjá sér leik á
borði í gerð armbandsúra. Panason-
ic kynnir armbandsúr rneð stafræn-
um tónlistarspilara sem hægt er að
samkeyra við PC-tölvu fyrir tilstilli
hans hátignar, blátannarinnar. Þar
með er notendum gert kleift að upp-
færa reglulega allar upplýsingar,
t.d. um símanúmer og stefnumót. Þá
kynnir Ericsson Infowear úrasíma
með upplýsingadagbók sem styðst
við títtnefnda blátönn.
Svo vikið sé aftur að MP3-spilur-
um, þá er hlaðið inn á þá lögum af
Netinu til spilunar. Á CeBIT skoðar
blaðamaður fyrsta MP3-ferðaspila-
rann í heiminum sem einnig spilar
venjulega geisladiska, að því er fram
kemur í máli framleiðandans Pine.
Það er blaðamanni nokkur léttir að
geisladiskasafnið virðist ekki ætla
að verða úrelt og enda úti í bflskúr
með Sinclair Spectrum-tölvunni og
fótanuddtækinu. Loks vekur for-
vitni blaðamanns farsími frá Sams-
ung sem er með innbyggðum MP3-
spilara.
Ævintýrið rétt að byrja
Gangan mikla heldur áfram.
Einna mesta athygli á CeBIT vekja
skjátölvur sem ætlaðar eru til
heimabrúks. Þær eru með þráðlausa
tengingu og er hægt að vinna á þær í
allt að 15 metra fjarlægð frá móður-
tölvunni á heimilinu. Fyrir vikið er
hentugt að vinna á þær uppi í rúmi
eða við morgunverðarborðið og fara
yfir tölvupóstinn eða vafra á Netinu.
Einnig er hægt að tengjast Netinu í
gegnum önnur tæki með innrauðum
geislum eða útvarpsbylgjum. Á
þessum handhægu tölvum, sem eru
einungis tölvuskjáir, eru hátalarar,
hljóðnemi, stundum stafræn mynda-
haUatiásdmumar
-pásfar
SUÐUR-AFRÍKA: 400 manns - uppseld!
Enn 6 sæti til UNDRA THAILANDS
11.-25. apríl 2 vikur - frá aðeins
kr. 99.900
ef pantað er strax!
MISSIÐ EKKIAF RÍÓ!
Toppurinn 15. okt.
íúrfar <arwnr íiriTÍfprftir -fás+t
Útnefnd í alþjóðasamtökin
EXCELLENCE IN TRAVEL
NETWORK
fyrir frábærar ferðir
Sf> 20 400
VISA
FERÐASKRIFSTOFAN
PRIMA"
HEIMSKLÚBBUR INCÓLFS
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Rcykjavik, sími 562 0400, íax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasiða: http://www.heimsklubbur.is
LA PRIMAVERA
T H E
R I V E R
C '"""
C