Morgunblaðið - 05.03.2000, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Formannafundur
Verkamannasambands
íslands og Landssambands
iðnverkafólks hefur samþykkt
tillögu um boðun verkfalls á
landsbyggðinni frá og með 30.
marz nk. Forsenda þess, að af
verkfallinu verði er að það
verði samþykkt í 39 aðildarfé-
lögum þessara samtaka. Verk-
fallsboðunin nær hins vegar
ekki til félagssvæðis Eflingar í
Reykjavík, Hlífar í Hafnarfirði
og Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Keflavíkur.
Þessi verkfallsboðun vekur
upp ýmsar spurningar. Er eitt-
hvert tilefni til að boða verkfall
nú? Hefur raunverulega reynt
á það í samskiptum vinnuveit-
enda og viðkomandi verkalýðs-
félaga, hvort samningar geti
náðst? Telja forráðamenn
Verkamannasambands Is-
lands og Landssambands iðn-
verkafólks, að það séu forsend-
ur fyrir því að ná öðrum og
betri kjarasamningum á lands-
byggðinni en á höfuðborgar-
svæðinu og Suðurnesjum?
Það er ákaflega erfitt að átta
sig á rökunum fyrir verkfalls-
boðuninni. I landinu ríkir mik-
ið góðæri. Fólk hefur það al-
mennt gott, þótt afrakstri
góðærisins sé vissulega mis-
skipt. Sá mismunur verður
hins vegar ekki jafnaður við
það samningaborð, sem þarna
er um að ræða. Eitt af því sem
haft getur úrslitaáhrif í þeim
efnum er að samkomulag tak-
ist um að þjóðin, eigandi auð-
lindarinnar í hafinu í kringum
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
landið, fái sanngjarnar
greiðslur fyrir rétt útgerðar-
innar til að nýta auðlindina.
En einmitt vegna þess, að
góðæri ríkir geta verkalýðsfé-
lög og vinnuveitendur tekið
sér rúman tíma til að ná sam-
komulagi.
Miðað við þær umræður,
sem fram fara um ástand at-
vinnumála á landsbyggðinni er
ekki hægt að sjá með hvaða
móti viðkomandi verkalýðsfé-
lög geta tryggt félagsmönnum
sínum meiri kjarabætur en lík-
legt er að verkalýðsfélögin á
höfuðborgarsvæðinu og á Suð-
urnesjum telja sig geta náð.
Þvert á móti er ekki ósenni-
legt að ef það tækist mundu at-
vinnufyrirtækin smátt og
smátt flytja sig um set og
flytja starfsemi sína í aðra
landshluta. En langlíklegast er
að verkfall á landsbyggðinni
mundi einfaldlega veikja þau
atvinnufyrirtæki, sem þar eru
starfrækt svo mjög, að þau
ættu sér ekki viðreisnar von.
M.ö.o. verkfall á landsbyggð-
inni er líklegt til að veikja at-
vinnulífið þar enn meir og
stuðla að enn frekari fólks-
flutningum til suðvesturhorns-
ins.
Þegar málið er skoðað ofan í
kjölinn er þess vegna erfitt að
skilja þær aðgerðir, sem
Verkamannasambandið og
Landssamband iðnverkafólks
er nú að efna til utan suðvest-
urhorns landsins.
Það er líka afar ólíklegt svo
ekki sé meira sagt að jarðveg-
ur sé fyrir þessum aðgerðum
hjá hinum almenna launa-
manni. Spurningin er hins veg-
ar sú, hvort viðhorf almenn-
ings í þessum byggðarlögum
muni endurspeglast í atkvæða-
greiðslunni, sem fram á að
fara. Reynslan er sú, að tiltölu-
lega fámennur hópur tekur
þátt í atkvæðagreiðslum sem
þessum. Það gæti þó hugsan-
lega breytzt, ef í ljósi kæmi, að
forystumenn umræddra
verkalýðssamtaka væru svo
gersamlega úr takt við vilja
hinna almennu félagsmanna,
að þeim síðarnefndu ofbyði. Þá
gæti það gerzt, að þátttaka í
almennri atkvæðagreiðslu yrði
mjög mikil. Ef verkfallsboðun
við þessar aðstæður yrði sam-
þykkt í atkvæðagreiðslu, sem
almenn þátttaka yrði í væri
það hins vegar vísbending um
að meiri gremja sé til staðar í
grasrótinni í samfélagi okkar
en menn hafa áttað sig á.
Ur því sem komið er er hins
vegar ástæða til að hvetja fé-
lagsmenn umræddra verka-
lýðsfélaga til að taka virkan
þátt í atkvæðagreiðslunni, svo
að ekki fari á milli mála, hver
vilji launþega í viðkomandi
byggðarlögum er.
Það hefur verið ljóst í all-
mörg undanfarin ár, að laun-
þegafélögin bæði hér og ann-
ars staðar standa á ákveðnum
tímamótum. Þeim hefur geng-
ið misjafnlega vel að aðlaga sig
breyttum aðstæðum og nýjum
þörfum félagsmanna sinna.
Mörgum hefur þótt vinnu-
brögð sumra þeirra a.m.k. ein-
kennast af viðhorfum og af-
stöðu fyrri tíma.
Launþegafélögin þurfa, eins
og allir aðrir, að tileinka sér ný
vinnubrögð og starfa í takt við
hugsunarhátt nýrra kynslóða.
Sá tími er löngu liðinn, að
verkalýðsfélögin séu að heyja
harða baráttu fyrir lífshags-
munum fátæks fólks. Fátækt
er enn til á íslandi en hana er
að finna annars staðar en áður
var.
Það ætti t.d. að vera mark-
mið launþegafélaganna að
stuðla að stöðugri endurmenn-
tun félagsmanna sinna, svo að
þeir verði gjaldgengir á vinnu-
markaðnum og bæti kjör sín
þannig.
VERKFALLÁ
LANDSBY GGÐINNI?
„Mig langaði frá
blautu barnsbeini að
gera myndir og um-
gangast málverk. Blý-
anturinn var mitt upp-
áhald og mín ástríða -
hann var fyrsta verk-
færið, sem ég þekkti. Ég vissi, að
með honum var hægt að gera mynd-
ir. Svo lærði ég svolítið að teikna og
komst í skóla. Þá hitti ég einu sinni
einn af meisturunum, og hann var
ósköp hlýr og spáði vel fyrir mér.
Hann sagði við mig: „Hvað ætlar þú
að mála?“ „Verkafólk," sagði ég.
Meistarinn þagði, svo sagði hann:
„Já, það á líka sínar ánægjustundir.“
Eg skildi ekki fullkomlega þessa
athugasemd, en Gunnlaugur Schev-
ing hélt áfram: „Þú veizt vel, að það
eru svo margir listamenn, sem hafa
gert myndir af verkafólki,“ sagði
hann, „og menn mála það stundum
gróft, dálítið brútalt. Þú hefur séð
þessar myndir og kannast við þær.
En er ekki gott að minnast þess, að
verkafólkið, alþýðan, á einnig sínar
góðu stundir þrátt fyrir stritið. Og
það á líka sína drauma.
Svona töluðu meistaramir í den
tid, þegar ég var um tvítugt. Þá
hlustuðu byrjendur og viðvaningar á
þá, sem eldri voru og yfirveguðu
hvert orð, því maður vissi, að.reynsla
þeirra og þekking gat orðið ungu
fólki að gagni.“
Við vorum í vinnustofu Gunnlaugs
Scehvings að heimili hans, Nesvegi
78, og virtum fyrir okkur hverja
stórmyndina eftir
aðra, mig minnir að
þær hafí verið fjórar
eða fimm, sem hann
sýndi mér, tvær þeirra
hafði ég ekki séð áður.
Það var gaman að
horfa á málverk með Gunnlaugi og
hlusta á hann útskýra, hvað fyrir
honum vakti, kynnast litum, fyrir-
myndum - og kannski þjóðsögulegu
ívafi, ótruflaður af listsögulegum
orðaleppum.
Gunnlaugur sagði, að hann hefði
verið beðinn um að gera fimm mynd-
ir í nýja Kennaraskólahúsið og hefði
hann að mestu unnið að þeim síðan.
Auk þess hefði hann málað nokkrar
myndir aðrar, flestar smærri, en þó
fékk ég að sjá stóra mynd, sem var
ekki ætlað að hanga á veggjum þessa
virðulega skólahúss. Gunnlaugur
sagði mér, að hann hefði sótt nafnið á
hana í þuluna góðu „Sæl, Máría,
guðs móðir“. Hvað sem allri mynd-
byggingu leið - og auðvitað var hún
aðalatriðið - vakti ávallt fyrir honum
„að segja sögu“. Og hann fór ekki
dult með það.
Fjórar kennaraskólamyndanna
hafa daglega lífið að inntaki og uppi-
stöðu, en sú fimmta, Jónsmessunæt-
urdraumur huldukýrinnar, er ævin-
týramynd og á uppruna sinn einnig í
gamalli þulu. Ég hafði orð á því, að
mér þætti eitthvað himneskt við
kúna, þar sem hún lætur sig dreyma
um álfheima. Gunnlaugur sagði, að
hann hefði strax farið að hugsa um
þessi ævintýr, þegar hann var beð-
inn um að mála myndirnar í skólann.
Honum datt jafnvel í hug að mála
fyrst Jónsmessunæturdraum huldu-
kýrinnar, en það varð þó úr, að hann
lét hana bíða, þangað til hann hafði
lokið við hinar. Áður en hann hófst
handa orti hann þulu - „til að komast
í snertingu við fólkið“, eins og hann
sagði, eða öllu heldur til að finna
andbiæinn af veröld og draumum al-
þýðunnar, manneskjunnar réttara
sagt: „Þetta er ekki beinlínis minn
heimur," sagði hann þegar við virt-
um myndina fyrir okkur. „Ja, ekki
nema að því leyti, að ég er hluti af
fólkinu," bætti hann við. „Ég hef
aldrei komizt frá fólkinu, eða hvað ég
á að segja: aldrei viljað losna úr
tengslum við það. Allar þessar
myndir sem ég hef málað af sjó og
landi eru gerðar með það fyrir aug-
um að kanna bakgrunninn fyrir aðr-
ar myndir, sem ég hef málað síðar af
fólkinu og umhverfi þess.“
Gunnlaugur skýrði fyrir mér, hvað
listmálari þyrfti að vita, ef hann ætl-
aði t.d. að mála mynd af sjó: hann
verður að þekkja sjóinn og ljósið og
veðrið. Það verður alltaf að vera
ákveðið veður í myndum til að
stemningin falli inn í umhverfi þeirra
og sögu. „Mér mundi aldrei detta í
hug að mála mynd af fólki við hey-
skap í rigningu eða þoku,“ sagði
hann. „En slíkt veðurfar á vel við í
sjávarmyndum. Dumbungur og
þoka er veiðilegt veður.“
M.
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
AÐ ER ORÐIÐ MJÖG
brýnt, að Alþingi og rík-
isstjóm taki netvæðing-
una til alvarlegrar um-
ræðu. Ekki í því skyni að
setja um hana lög eða
reglur, enda er það
hvorki hægt né nokkur
þörf á því heldur til þess að ræða á hvern hátt
hægt er að nýta þau tækifæri, sem netvæð-
ingin og fjarskiptabyltingin bjóða upp á til
þess að flytja atvinnulíf þjóðarinnar inn í
nýja öld með afgerandi hætti. Þetta á ekki
sízt við um landsbyggðina. Netvæðingin og
fjarskiptabyltingin opna alvega nýja mögu-
leika til þess að takast á við þau vandamál,
sem við er að etja á landsbyggðinni og hafa
leitt til þess að æ fleira fólk leitar á suðvest-
urhorn landsins. Það er ekki ofmælt að halda
því fram, að Netið og fjarskiptin leggi grund-
völl að byggðabyltingu í landinu.
Það er ekki lengur álitamál, að netvæðing-
in og fjarskiptabyltingin eru ígildi iðnbylt-
ingar síðustu aldar. Netið er að breyta dag-
legu lífi fólks í ríkara mæli en við áttum
okkur á og jafnframt er það að byrja að
breyta vinnubrögðum alþjóðlegra stórfyrir-
tækja í grundvallaratriðum. Til þess að bæði
einstaklingar og fyrirtæki geti nýtt sér kosti
þess til hins ýtrasta þarf hins vegar að vera
til staðar öflugt grunnkerfi og það er kannski
veikasti punkturinn gagnvart landsbyggð-
inni og möguleikum hennar til þess að öðlast
nýtt líf í krafti netvæðingar. Fjarskiptabylt-
ingin kemur t.d. að litlu gagni, þegar í ljós
kemur, að GSM-símar eru ónothæfir nema á
helztu þjóðvegum og í næsta nágrenni við þá.
Það er hægt að gera þá kröfu til símafyrir-
tækja, sem selja hverja mínútu í GSM-kerf-
inu dýru verði, að þau byggi upp símakerfi,
sem nær til landsins alls en ekki aðeins mjög
takmarkaðs hluta þess.
Yfirleitt eru fjarskiptafyrirtækin og net-
fyrirtækin dálítið á undan sjálfum sér í því
sem fullyrt er að sé framkvæmanlegt og það
er ekki traustvekjandi. Það er hins vegar
eðlileg krafa að grunnkerfið, sem á að halda
netvæðingunni uppi, nái til landsins alls og að
allir landsmenn sitji við sama borð í þeim
efnum. Það er ekki hægt að verja fjármunum
betur til landsbyggðarmála en að tryggja að
slíkt grunnkerfi sé fyrir hendi þannig að
landsmenn eigi jafna möguleika á að nýta sér
kosti netvæðingarinnar.
Til marks um þá grundvallarbyltingu, sem
er að verða í rekstri risafyrirtækja vegna til-
komu Netsins er sú staðreynd, að a.m.k. þrjú
stærstu bílafyrirtæki heims, General Mot-
ors, Ford og DaimlerChrysler, eru að sam-
einast um að byggja upp á Netinu gríðarleg-
an markað til kaupa á hlutum og öðrum
aðföngum vegna bílaframleiðslu þessara íyr-
irtækja. Fyrir nokkrum mánuðum tilkynntu
fyrirtækin, að þau mundu hvert um sig setja
upp slíkt kerfi en fyrir nokkrum dögum kom í
ljós, að hentugra var bæði fyrir þau og
birgja, sem þau eiga viðskipti við, að þetta
fyrirkomulag verði tekið upp á einum risast-
órum netmarkaði.
Nú þegar er margvísleg þjónusta að fær-
ast yfir á Netið. Bankar og verðbréfafyrir-
tæki verða stöðugt netvæddari. Nú er hægt
að stunda öll venjuleg bankaviðskipti á Net-
inu og ganga má út frá því sem vísu, að æ
fleiri þættir í starfsemi bankanna færist yfir
á Netið. Fyrir nokkrum dögum skýrði Bún-
aðarbankinn frá því, að það væri ekki lengur
nauðsynlegt að fá heimsenda með pósti hefð-
bundna reikninga fyrir hita og rafmagn, síma
o.s.frv. heldur væri hægt að fá þá senda á
Netinu og greiða þá þar með einu handtaki.
Verðbréfafyrirtæki hér auglýsa milli-
göngu um verðbréfaviðskipti einstaklinga í
útlöndum en milligöngu þeirra er ekki lengur
þörf nema fólk vilji njóta ráðgjafar þeirra því
að hver og einn getur stundað þau viðskipti
beint á vettvangi erlendra verðbréfafyiir-
tækja. Hér er því nú þegar til staðar sam-
keppni við innlend verðbréfafýrirtæki af
hálfu hinna erlendu og vafalaust á það eftir
að gerast á sviði venjulegrar bankastarfsemi
einnig. Ekki er ólíklegt að þessi þróun eigi
eftir að ýta undir kröfur um að ísland verði
hluti af stærra gjaldmiðilssvæði til þess t.d.
að draga úr þeirri gengisáhættu, sem er til
staðar í dag í erlendum viðskiptum.
Netvæðingin þýðir að sjálfsögðu, að bank-
arnir þurfa ekki að reka þau stóru, dýru, við-
amiklu og mannfreku útibú, sem þeir reka
nú. Sagt er að netbanki Sparisjóðs Reykja-
víkur og nágrennis sé rekinn í einu eða
tveimur herbergjum með örfáum starfs-
mönnum. Hins vegar má vel vera, að það sé
rétt, sem fram hefur komið, að fækkun
bankastarfsmanna verði ekki jafn mikil og
menn hafa haldið vegna þess, að aukin vel-
megun og flóknari fjármálamarkaður kalli á
aukna ráðgjöf við viðskiptavini. En jafnframt
er ljóst, að sú ráðgjöf getur farið fram í ódýr-
ara húsnæði og umhverfi en bankarnir eru
nú reknir í.
Margvísleg önnur þjónusta er að færast
yfir á Netið. Þessar vikumar eru landsmenn
að ganga frá skattaframtölum sínum. Þeir
tímar eru liðnir að hópur fólks þyrpist að
bréfalúgum skattstofa rétt fyrir miðnætti á
síðasta skiladegi framtals. Nú er hægt að
skila skattaframtalinu á Netinu, skattgreið-
endum til mikils hagræðis.
Það er mikið hagræði í því að geta sent fyr-
irspurn í tölvupósti til opinberra stofnana
eða fyrirtækja í stað þess að liggja í símanum
og hafa upp á viðkomandi starfsmanni.
Fyrir nokkru varð uppnám á meðal ferða-
skrifstofa hér vegna þess, að Flugleiðir til-
kynntu, að fyrirtækið mundi lækka þóknun
til ferðaskrifstofa. Hið sama er að gerast í
öðmm löndum, að flugfélög era að lækka
þóknun til seljenda farmiða vegna þess, að
þeir era að verða óþarfa milliliður að þessu
leyti. Það er athyglisvert að sjá, hvað Flug-
leiðir hafa byggt upp fullkominn bókunaivef
fyrir almenning, þar sem hver einstaklingur
getur nú leitað að beztu leið og bezta far-
gjaldi fyrir sjálfan sig, bókað það fargjald og
greitt í stofunni heima hjá sér og pantað hót-
el og bílaleigubíl að auki, allt án þátttöku
nokkurs starfsmanna flugféiagsins eða ann-
arra milliliða. Fyrir skömmu tilkynnti Flug-
félag Islands, að viðskiptavinir þess gætu
keypt farseðla á Netinu og auðveldað sjálfum
sér flugferðir innanlands.
Hins vegar er ekki ólíklegt að milliliðir á
borð við ferðaskrifstofur aðiagi starfsemi
sína breyttum aðstæðum og bjóði upp á nýja
þjónustu og ráðgjöf til þess að bæta sér upp
tekjumissi vegna þess, að hefðbundin
farseðlakaup færist yfir á Netið.
Netið dregur úr þörf fyrir ýmsa milliliði í
viðskiptum um leið og Netið sjálft verður
slíkur milliliður, þótt með öðram hætti sé.
Netið auðveldar fólki ekki bara að verða
sér úti um margvíslega þjónustu og greiða
fyrir hana heldur auðveldar það einnig að-
gang að upplýsingum. Á vegum nokkurra
sveitarfélaga fer fram mjög merkileg starf-
semi, sem beinist að því að opna almenningi
aðgang að opinberam skjalasöfnum, sem
gerir fólki kleift að afla sér upplýsinga um
opinber málefni án milligöngu starfsmanna
viðkomandi sveitarfélaga. Það liggur í aug-
um uppi hvað mikill tímasparnaður er fólginn
í þessu bæði fyrir þá, sem leita eftir upp-
lýsingum og líka fyrir starfsmenn viðkom-
andi stofnana. Það blasir við, að meira og
minna allir opinberir aðilar opni fyrir slíkt
aðgengi að upplýsingum, sem hver einasti
borgari á rétt á að fá.
Nú þegar bryddir á því, að einstaka verzl-
anir opni verzlun á Netinu og gera má ráð
fyrir, að þróunin á því sviði verði mjög ör á
næstu mánuðum og misseram. Margir era
þeirrar skoðunar, að verzlunarmiðstöðvar á
borð við Kringluna og nýju verzlunarmið-
stöðina, sem á að fara að byggja í Smáralind,
verði á nokkram áram úrelt fyrirbrigði
a.m.k. að hluta til. Verzlunin muni færast yfir
á Netið í stórauknum mæli.
Hagkaup hefur tilkynnt, að innan tíðar
hefjist kerfisbundin og markviss tilraun með
netverzlun á ákveðnu svæði og gefist hún vel
muni hún ná til alls höfuðborgarsvæðisins.
Þá mun fólk geta keypt matvörar og aðrar
nauðsynjar á Netinu og fá þær sendar heim.
Þá erum við komin í heilan hring. Um miðja
öldina voru sendlar á ferðinni á vegum Silla
og Valda, sem héldu uppi víðtækri heimsend-
ingarþjónustu, sem síðan lagðist af en er nú
að koma til sögunnar á nýjan leik. Gera verð-
ur ráð fyrir að þessi tilraun takist vel og að
mikið af verzlun landsmanna færist yfir á
Netið á næstu árum. Netið býðiu- m.a. upp á
mjög þægilega möguleika fyrir neytendur til
þess að bera saman verð á vörum og kaupa
þær þar sem hagkvæmast þykir.
Ætla má að það verði ekki bara verzlun
með matvörur og fatnað og annað slíkt, sem
færist yfir á Netið. Ekki er ólíklegt að sala á
heimilistækjum, ísskápum, þvottavélum,
sjónvarpstækjum o.s.frv. færist yfir á Netið.
Það er áreiðanlega ekki langt þangað til við
förum að kaupa bíla á Netinu og pöntum þá
Laugardagur 4. marz.
Morgunblaðið/Golli
ekki endilega í gegnum umboð á íslandi,
heldur þar sem verð er hagkvæmast. Nú
þegar era vísbendingar um, að stóru bfla-
smiðjurnar ætli ekki að láta öðram eftir að
þróa upp þennan verzlunarmáta með bfla,
heldur ætli að gera það sjálfar.
Ný og breytt
atvinnu-
starfsemi
UM LEIÐ OG NET-
væðingin verður til
þess, að milliliðir eins
og við þekkjum þá nú
hverfa, koma nýir til
sögunnar eða gömul
atvinnustarfsemi öðlast nýtt líf. Þannig er
t.d. alveg ljóst, að lykillinn að vel heppnaðri
verzlunarstarfsemi ó Netinu er öflugt og full-
komið dreifingarkerfi. Netverzlun, sem get-
ur ekki afhent vörana á heimili kaupandans á
uppgefnum tíma verður undir í samkeppn-
inni og hverfur. Netverzlun, sem sýnir að
hún getur staðið við gefin fyrirheit um af-
hendingu vörannar blómstrar. Það þýðir, að
mikil atvinnustarfsemi skapast í kringum
birgðahald og jafnframt í kringum dreifingu.
Hingað til hafa menn kannski ekki talið það
vænlegan kost að einkavæða íslandspóst eða
að hlutabréf í því fyrirtæki yrðu vænlegur
fjárfestingarkostur. Netvæðingin og þörf
hennar fyrir öflugt dreifikerfi gerir það hins
vegar að verkum, að fyrirtæki á borð við ís-
landspóst eða önnur dreifingarfyrirtæki geta
orðið einhver umsvifamestu fyrirtæki fram-
tíðarinnar. Þannig er fyrirsjáanlegt, að dreif-
ingarfyrirtæki, sem taka að sér dreifíngu á
vörum, sem keyptar era á Netinu verða lykil-
fyrirtæki í atvinnulífi framtíðarinnar. Það á
bæði við um landflutningafyrirtæki og frakt-
flugfélög.
En jafnframt kallar netvæðingin á það, að
fyrirtæki, sem nú era starfandi, breyti sjálf-
um sér og netvæðist. Þau verða að bjóða fólki
upp á að eiga við sig viðskipti á Netinu, sem
áður hafa farið hefðbundnar leiðir. Þetta á
við um tryggingafyrirtæki, fjölmiðlafyrir-
tæki og nánast hvaða fyrirtæki, sem er.
Það er áleitin spuming að hvaða marki
netvæðingin getur komið til skjalanna í
sjávarútvegi okkar íslendinga. Nú þegar
hafa verið byggðir upp býsna fullkomnir
fiskmarkaðir, þar sem fiskur er keyptur og
seldur með aðstoð tölvukerfa og viðamiklir
fiskflutningar fara fram á milli landshluta.
Er hægt að fullkomna þennan viðskipta-
máta frá því sem nú er? Getur íslenzkur
sjávarútvegur sameinast um aðfangakaup á
stóram netmarkaði með sama hætti og bíla-
smiðjur heimsins era að gera? Að hvaða leyti
er hægt að netvæða sölustarfsemi íslenzku
fisksölufyrirtækjanna um allan heim, þannig
að þau þurfi t.d. ekki að halda uppi dýrum
söluskrifstofum í einstökum löndum?
Það er þörf á víðtækri og djúpri umræðu
um þá möguleika, sem netvæðingin skapar í
íslenzku atvinnulífi og verðugt verkefni fyrir
þau fjölmörgu félagasamtök atvinnulífs, sem
efna til nánast vikulegra morgunverðarfunda
og hádegisverðarfunda til þess að ræða hags-
munamál atvinnulífsins.
EINSOGSJÁMÁAF
þessum dæmum, sem
tínd hafa verið til af
handahófi, er nauð-
synlegt að til verði al-
menn stefnumörkun,
svo að menn átti sig
betur á þeim tækifæram, sem fyrir hendi
era. í atvinnulífinu sjálfu er mikið að gerast
dag hvem á þessu sviði og atvinnufyrirtækin
munu vinna þetta starf að veralegu leyti sjálf
án utanaðkomandi afskipta. Engu að síður
era veigamiklir þættir þjóðlífsins, þar sem Al-
þingi og ríkisstjóm koma við sögu. Hér að
framan vora byggðamálin nefnd. Það gefur
augaleið, að netvæðingin getur valdið því, að
mikil fjárfesting í húsakosti og öðram mannv-
irkjum á landsbyggðinni, sem nú er talin lítils
virði, getur margfaldast að verðmæti, ef rétt
er á haldið vegna þess eins, að netvæðingin
opnar tækifæri til að stunda atvinnustarfsemi
í hinum dreifðu byggðum landsins, sem hing-
að til hefur verið talið nauðsynlegt að færi
fram á suðvesturhominu.
Mikilvægur þáttur netvæðingarinnar snýr
að skólakerfinu. Ötullega hefur verið unnið
að netvæðingu þess, enda Björn Bjamason
menntamálaráðherra einn helzti áhugamað-
ur í ríkisstjórn og á Alþingi um netvæðingu
og einn af frumkvöðlum þess að nýta það í
upplýsingaskyni og í samskiptum.
Það fer ekki á milli mála, að netvæðingin
opnar alveg nýjar víddir í menntamálum og
gerir fólki kleift að stunda nám heiman frá
sér án þess að leggja í mikinn kostnað við að
flytja til annarra byggðarlaga. Með sama
hætti er það nú þegar orðinn raunhæfur
kostur, að Islendingar stundi nám við er-
lenda háskóla án þess að dveljast áram sam-
an í viðkomandi landi.
Eitt svið opinberrar þjónustu, sem ekki
hefur netvæðst nema að mjög takmörkuðu
leyti er heilbrigðiskerfið. Það er gersamlega
úrelt fyrirkomulag, að fólk, sem þarf að ná til
læknis, þurfi að hringja ákveðinn hálftíma
dag hvern á sama tíma og fjöldi annarra
sjúklinga gerir slíkt hið sama. Þetta er
biðraðamenning fortíðarinnar. í mörgum til-
vikum eru erindi fólks við lækna svo einföld,
að þau á að vera hægt að afgreiða í tölv-
upósti. Ef sagt er að öryggissjónarmið valdi
því, að sh'kt sé ekki leyfilegt hlýtur svarið að
vera að úr því hægt er að tryggja öryggi
bankaviðskipta á Netinu hlýtur að vera hægt
að tryggja öryggi samskipta læknis og sjúkl-
inga með sama hætti.
Ekki er ósennilegt að í framtíðinni muni
fólk byrja á því að leita sér upplýsinga á Net-
inu um sjúkdómseinkenni áður en það leitar
til læknis og þess vegna æskilegt að byggja
upp fullkomið upplýsingakerfi um sjúkdóma,
einkenni þeirra og afleiðingar, sem hver og
einn getur haft aðgang að. Núverandi sam-
skiptakerfi á milli lækna og sjúklinga er ger-
samlega úr sér gengið, báðum aðilum til ama,
og augljóst að netvæðing þess getur valdið
byltingu á þessu þjónustusviði eins og öðr-
um.
Stjórnmálaflokkarnir sjálfir hafa lítið haft
sig í frammi í umræðum um netvæðinguna
og fjarskiptabyltinguna og liggur þó í augum
uppi, að netvæðingin mun hafa grandvallar-
áhrif á Jíf fólksins í landinu á næstu áram.
Við íslendingar höfum einstakt tækifæri
til að verða í hópi fremstu þjóða heims á
þessu sviði. Þekkingin er fyrir hendi, tækin
eru fyrir hendi og áhuginn er fyrir hendi. Það
er hins vegar æskilegt, að það verði kortlagt
nokkuð nákvæmlega hvernig við getum nýtt
okkur kosti netvæðingarinnar og þar er eðli-
legt að Alþingi og ríkisstjórn komi við sögu.
Almenn
stefnu-
mörkun
nauðsynleg
Það er ekki Iengur
álitamál, að net-
væðingin og
Qarskiptabylting-
in eru ígildi iðn-
byltingar síðustu
aldar. Netið er að
breyta daglegu lífi
fólks í ríkara mæli
en við áttum okk-
ur á og jafnframt
er það að byrja að
breyta vinnu-
brögðum al-
þjóðlegra stórfyr-
irtækjaí
grundvallaratrið-
um. Til þess að
bæði einstaklingar
og fyrirtæki geti
nýtt sér kosti þess
til hins ýtrasta
þarf hins vegar að
vera til staðar öfl-
ugt grunnkerfi og
það er kannski
veikasti punktur-
inn gagnvart
landsbyggðinni og
möguleikum
hennar til þess að
öðlast nýtt l£f í
krafti netvæðing-
ar.
+