Morgunblaðið - 05.03.2000, Page 35

Morgunblaðið - 05.03.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 35 Ekta McCain „Þakka þérfyrir að gefa mér ástæðu til aðgreiða atkvæði. Egheld aðþú sért heiðarlegur maður. “ Ónefndur bandarískur kjósandi við John McCain. VAÐ eiga John McCain og Jörg Haider sameigin- legt? Jú, þeir eiga vinsældir sínar ekki síst að þakka því, að kjós- endur vilja breytingu. Kjósend- ur vilja nánar til tekið þá breyt- ingu, að þeir vilja losna við kallana sem hafa setið við stjórnvölinn svo lengi, þá sem eru allir eins, hugsandi um sjálfa sig eingöngu. McCain og Haider eiga það líka sameiginlegt að hugmyndir þeirra eru ekki allar sérlega huggulegar. Haider hefur gefið í skyn að nasistastjórnin í Þýska- landi hafi ekki verið með öllu ill, og hann er andvígur því að inn- flytjendur fái VIÐHOKF a® setias*" að1 ______ Austurríki. Eftir Kristján G. McCain er Arngrímsson andvígur fóstureyðing- um og hefur lýst aðdáun sinni á Ronald Reagan. En þrátt fyrir að hafa svona vafasamar hugmyndir að leiðar- ljósi hafa þessir ménn báðir náð að höfða til kjósenda svo um munar. Eða hvað? Getur verið að vinsældir þeirra stafi kannski að miklu leyti af óvinsældum annarra stjórnmálamanna? Stjórn sósíaldemókrata hafði setið að völdum í Austurríki frá því elstu menn rámaði í. Pabba- pólitík og hyglingar flokks- bræðra - sem löngum hafa tíðk- ast á Islandi - voru allsráðandi þar í landi. Enginn átti nokkurn möguleika á að komast nokkuð, ekki í pólitík, ekki í listalífinu, ekki í menntalífinu, nema hann ætti pólitíska lagsbræður að. Al- veg eins og á íslandi. Jafnvel þótt maður viti kannski ekki alveg hvernig mað- ur vill hafa hlutina, þá getur maður oft auðveldlega komið auga á það að eitthvað sé farið úrskeiðis. Það á við um svona fyrirkomulag. Þegar verðleikar skipta engu máli, og pólitísk tengsl öllu. Það er eitthvað bog- ið við það, þótt maður verði að samþykkja að það sé ekki auð- velt að láta verðleika ráða. Hver á þá að meta þá verðleika? Það var fyrst og fremst ósætti Austurríkismanna við þetta fyrirkomulag sem olli því að Frelsisflokkur Haiders fékk mikið fylgi í síðustu kosningum. Ekki að fólk væri svo sérstak- lega hrifið af stefnumálum flokksins - Haider er líka fræg- ur fyrir að skipta um skoðun eftir þvi sem hentar. Kjósendur vildu bara losna við klíkuna sem öllu hefur ráðið. Auðvitað er málið ekki svona sáraeinfalt. Einhverjir eru sann- arlega andvígir frekari inn- flyjendastraumi og jafnvel eru einhverjir að vona að Haider reynist sannur nasisti. Það er alls ekki útilokað að hann eigi eftir að reynast beinlínis hættu- legt afl í evrópskum stjórnmál- um. En ef slíkt kemur í ljós, þá er út í hött að kenna austurrískum almenningi um. Þeir sem við er að sakast, eru stjórnmálamenn sem hafa setið óhaggaðir á sí- fitnandi rassi og svalað valda- fíkn sinni með því að leggja undir sig samfélagið líkt og krabbamein sem smám saman sýkir allan líkama sjúklingsins. Það sem veldur því að gripið er til harkalegra eiturefna til að útrýma meininu er ekki sérstök aðdáun á eitrinu, heldur ein- beittur vilji til að sigrast á sjúk- dómnum. I forkosningum Repúblíkana- flokksins í Bandaríkjunum hefur McCain vakið athygli fyrir að koma hreint fram (að því er virðist). Hann vill óður og upp- vægur ræða við fréttamenn, en reynir ekki að hafa stjórn á því hvaða upplýsingar eru veittar. Og fréttamenn segja frá því furðu lostnir að McCain svari í rauninni því sem hann sé spurð- ur að, en fari ekki undan í flæmingi eða grípi til niðursoð- inna frasa eins og stjórnmála- mönnum sé tamt. Það sem er í rauninni furðu- legt er að þetta skuli vera furðulegt. En þetta hefur svo sannarlega haft góð áhrif á kosningabaráttu McCains, því fréttamenn eru duglegir að greina frá því sem hann hefur að segja, og þeir eru óvenjulega mjúkhentir í umfjöllun sinni miðað við að umfjöllunarefnið er stjórnmálamaður. En McCain er einfaldlega ekki alveg venjuleg- ur stjórnmálamaður. Það er næstum eins og hann sé bara alls ekki stjórnmálamaður, og það kunna fréttamenn svo sann- arlega að meta - hundleiðir á hefðbundnum undanslætti og lygi pólitíkusa. Ekki er vafi á að George W. Bush er eftirlætis frambjóð- endaefni flokkshollra Repúblík- ana sem eiga allt sitt undir póli- tískum samböndum og gamla góða hyglingahættinum. Hann er líka eftirlæti strangtníaðra. Og Bush lagði upp með digrustu kosningasjóði sem sögur hafa farið af. McCain, aftur á móti, hefur aflað tekna með sama hugsunarhætti og virðist hafa verið leiðarljós hans gegnum líf- ið: Þetta reddast. Einnig virðist McCain njóta þess hvað líf hans hefur verið gerólíkt lífi keppinautarins, for- setasonarins Bush. (Hver var að tala um pabbapólitík?) Eins og einhver benti á, McCain lifði af vist í fangabúðum, Bush lifði af vist í sumarbúðum. McCain hef- ur þurft að hafa fyrir hlutunum sjálfur, en Bush fæddist með silfurskeið í munninum og hefur borðað með henni allar götur síðan. Allt kemur þetta heim og saman í hugum margra kjós- enda. Jafnvel þótt ólíklegt megi teljast að McCain reddi sér alla leið í Hvíta húsið hefur hann haft áhrif. Hann virðist vera öðru vísi en þeir stjórnmála- menn sem eru á góðri leið með að sannfæra mann um að lýð- ræði sé í rauninni bara húm- búkk, því stjórnmál snúist í rauninni um það eitt að ná völd- um og halda þeim, hvað sem það kostar. + Helga Lovísa Jónsdóttir var fædd að Blöndudals- hólum í Iijaltadal í Húnavatnssýslu 9. júní 1912. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 25. febrúar síð- astliðinn. Það voru átta systkini sem komust á legg. Á lífi eru Soffía, Hólm- fríður, Guðrún, Jens Jóhannes og Róar. Látin eru Sigríður sem var elst og Jón sem var yngstur. Hinn 7. maí 1936 giftist Helga Arnþóri Árnasyni frá Garði í Mývatnssveit, f. 28.10. 1904, d. 19.10. 1988. Þeim varð fjögurra barna auðið og komust þrjú á legg. 1) Ásrún Björg, f. 26.3. 1938, hennar maður var, Hálf- dán Ágúst Jónsson, f. 12.2. 1933. Börn þeirra eru Ágústa Björg og Arnþór Helgi, f. 17.8. 1957, Gunnhildur, f. 11.11. 1958, Jón Hún amma er þá loksins komin aftur til afa, hún saknaði hans mikið þau ár sem hún var ein. Eg mun æt- íð minnast hennar ömmu sem gömlu konunnar sem alltaf var svo góð, alltaf tilbúin að tala við mig um hvað sem var, átti alltaf heitar lummur eða pönnukökur í síðdegiskaffinu á Sogaveginum. Amma átti fjársjóð, hún kunni öll ljóð og allar vísur. Þegar ég kom sem drengur og þurfti að læra utanbókar úr skóla- ljóðum gat ég alltaf leitað til hennar, Víkingur, f. 24.6. 1961 og Anna Mar- grét, f. 28.10. 1962. Þau skildu. Núver- andi eiginmaður Ásrúnar er Sig- mundur Indriði Júl- íusson, f. 30.9. 1934. 2) Árni Jón, f. 4.7.1944, kona hans er Ragnhildur Ás- mundsdöttir, f. 20.3. 1948, þeirra barn er Helga Þóra, f. 19.2. 1969 og barn Ragn- hildar Ásmundur, f. 28.7. 1965. 3) Óskírður drengur, f. 31.8. 1949, d. 2.9. 1949. 4) Helga, f. 12.9. 1952, hennar maður er Bjarni Sigurðsson, f. 11.4. 1956. Þeirra börn eru Rakel Ýr, f. 12.2. 1979, og Rebekka, f. 2.1. 1987. Útför Helgu Lovísu fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 6. mars, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Skútustaðakirkjugarði. við þuldum ljóðið saman og þegar ég þurfti svo að endursegja ljóðið í skólanum var oft eins og hún væri hjá mér og minnti mig á hvaða ljóð- lína kæmi næst. í ófá skipti tókum við í spil öll systkinin og amma, spil- uðum Svarta Pétur eða Kasínu. Svo þegar ég eignaðist mín börn fann ég fyrir sömu hlýju straumunum sem ég upplifði í æsku, í heimsóknum okkar til hennar á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Þar var oft tekið í spil eða langamma kenndi börnunum vísur. Hún lifði fyrir minningar sínar, oft fór hún með þessa vísu með okkur: í HHðarendakoti. Fyrrvaroftíkotikátt, krakkarlékusaman, þar var löngum hlegið hátt, hent að mörgu gaman. Úti’ um stéttar urðu þar einattskrítnarsögur, þegar saman safnast var sumarkvöldin fógur. Eins við brugðum okkur þá oftámillibæja til að kankast eitthvað á eðatilaðhlæja. Margt eitt kvöld og margan dag máttumviðínæði æfa saman eitthvert lag eðasyngjakvæði. Bænum mínum heima hjá Hlíðar brekkum undir er svo margt að minnast á, margarglaðarstundir. Því vill hvarfla hugurinn, heillavinir góðir, heim í gamla hópinn minn, heimáfomarslóðir. (Þorst Erl.) Amma mín, elsku langamma, þín bíður hann afi, elsku langafi okkar og þið verðið saman á ný til eilífðar umvafin ljósi og hlýju. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mínverivörnínótt. Æ, virst mig að þér taka méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Við þökkum allt, hvíl í friði. Jón Víkingur, Sigríður Erlendsdóttir, Þórkatla Eva og Þórir Bjöm. HELGA LOVISA JÓNSDÓTTIR + Guðmundur B. Sigurðsson fædd- ist á Isafirði 7. apríl 1925. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsi Isafjarðar 29. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sig- urður Sigurðsson, f. 22. mars 1896, d. 4. des. 1987, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 2. sept., d. 14. júlí 1982. Systkini Guðmundar voru: Sigríður, f. 30. júlí 1920, d. 13. apríl 1992, Sigrún Lovísa, f. 28. apríl 1922, Jóhanna, f. 7. okt. 1923, Katrín, f. 29. júlí 1926, d. 6. des. 1996, Guðrún Þorgerð- ur, f. 4. mars 1928, d. 11. sept. 1990, og Jón, f. 17.júní 1936. Hinn 24. des. 1949 kvæntist Guðmundur Mildrid Sigurðsson frá Noregi, f. 30. ágúst 1925. Börn Ég kynntist Guðmundi á framan- verðum áttunda áratugnum. Var þá að byrja að sækja rækjuna á kvöldin fyrir pabba, og kynntist þá fljótlega „rækjuköllunum" sem hver með sín- um hætti stundaði sjóinn og gáfu mis- mikið af sér við kynningu eins og gengur. Frægt er t.d. þegar Jökull heitinn Jakobsson rithöfundur gat þess eftir rækjuvertíð með Jóni heitn- um B. á Gunnvöru að „þeir hefðu þag- að saman eina vertíð“. Jón var þá aldraður maður að ljúka afar farsæl- um skipstjóraferli sínum á sinn hljóð- lega hátt. Það get ég fullyrt að Gummi hafði annan háttinn á. Ákaf- inn og kappsemin einstök, og frá öllu varð að segja. Ég held að aðeins einu sinni hafi hann þagað þegar hann lagði að bryggjunni. Ég spurði hann hvar þeir hefðu verið, báturinn var greinilega fullur af rækju en ekkert heyrði ég í vini mínum. Hann stökk uppá bryggju og hvíslaði í eyra mér: „Ég missti góminn í sjóinn, Eiríkur minn, ég var í fjörðunum.“ Síðan var ekki á þetta minnst aftur. Hann var skipstjórinn í ákaflega vel heppnuðu samstarfi við Helga Geirmundsson, þeirra eru: Frank, f. 15. sept. 1949, sonur hans er Illugi Stein- ar. Gunnar, f. 11. okt. 1950, kvæntur Jenný Guðmunds- dóttur, börn þeirra eru: Oddgeir Þór, Mildrid Björk, Guð- mundur Freyr og Iðunn Líf. Áður átti Gunnar soninn Atla. Reynir, f. 18. júlí 1952, kvæntur Bryndísi Gunnars- dóttur, börn þeirra eru: Stefanía Ólöf, Halldór Albert og Thelma Lind. Guðrún, f. 6. febr. 1960, sonur hennar er; Andri. Randí, f. 20. nóv. 1968, sambýlismaður hennar er Jóhann Dagur Svansson, dóttir þeirra er Anita. Útför Guðmundar fór fram frá Isafjarðarkirkju 4. mars. sem Gummi lét alltaf vel af, „hann er svo flinkur við vélar, hann Helgi, ég get varla sett í gang“, sagði hann gjaman. Þeir urðu góðir vinir á rækjunni Gummi og Haukur bróðir. Haukur fórst 25. febrúar 1980 ásamt þremur öðrum góðum drengjum frá Isafirði. Það eru því tuttugu ár síðan um þess- ar mundir. Blessuð sé minning þeirra. Þetta voru erfiðir tímar, ekki síst fyr- ir vini þeirra sem áfram réru til að færa björg í bú. Á þeim árum sem skipstjóm Gumma á mb. Sigurði Þorkelssyni stóð var uppgangstími í rækjunni við Djúp og á Isafirði sér- staldega. Flotinn stækkaði og efldist, verksmiðjurnar stækkuðu og mikill kraftur í bænum og nýju togaramir á fúllu í fiskinum. Þá var Isafjörður miðja alheimsins, hvergi meira um að vera, eða það finnst manni a.m.k. í minningunni. Gummi naut sín vel sem skipstjóri, var fiskinn með afbrigðum og kapp- samur. Oft þurfti ekki að róa nema tvo eða þrjá daga, þá var „skammtur- inn kominn". Stundum lenti ég heima hjá Hauki á kvöldin, þar sem þeir vin- irnir sátu og höfðu fengið sér rétt að- eins í glas eftir vel heppnaða viku. Það var ekkert fyllerí, það þýddi ekkert, „hún Milla finnur alltaf lyktina," sagði vinurinn, heldur voru hrókasamræð- ur um hvar þetta eða hitt halið hefði verið dregið, og mundi Gummi hvert hal uppá kíló, enda minnugur með af- brigðum og ákafinn og áhuginn ein- stakur, svo ekki sé meira sagt. Hann gat þulið upp ólíklegustu tölur um hitt og þetta, launin í fyrra eða hvað klipp- ingin hafði hækkað, allt uppá krónu. Hann var engum líkur. Og á allt lögð áhersla með miklum handasveifum, gjarnan með krefta hnefana. Ég mætti Gumma rétt snöggvast á bíl hérna fyrir sunnan með Gunnari syni hans fyrir nokkrum vikum og við vissum það þá eflaust báðir að það væri í síðasta sinn. Engu að síður var augnaráðið sterkt og fann ég velvild- ina streyma frá honum sem alltaf fyrr. Hann hafði greinst með krabba- mein fyrir nokkrum árum, tók þá læknana á orðinu eins og honum var einum lagið, fór í einu og öllu eftir því sem þeir sögðu, gekk upp skíðaveginn daglega og náði undraverðum bata. En þegar vágesturinn bankaði upp á að nýju eftir nokkurt hlé varð ekkert við ráðið. Þó að við sæjumst ekki oft í seinni tíð vissi ég að vininum var að hraka, og lést hann sl. þriðjudag. Um leið og ég bið honum blessunar votta ég Millu og fjölskyldunni mína inni- legustu samúð. Það er bjart yfir minningu Guðmundar Sigurðssonar og gott að minnast hans. Eiríkur Böðvarsson. Formáli minningargreina, ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. GUÐMUNDUR B. SIG URÐSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.