Morgunblaðið - 05.03.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 05.03.2000, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SVEINN BJÖRNSSON verkfræðingur, Skúlagötu 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 7. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á MND-félagið. Helga Gröndal, Halldóra Sveinsdóttir, Birgir Karlsson, Þórunn Sveinsdóttir, Magnús Guðmundsson, Björn Sveinsson, Aldís Ingvarsdóttir, Benedikt Sveinsson, Unnur Melsted, Helga Sveinsdóttir, Óskar Eyþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJALTI ÓLAFSSON frá Berunesi, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, miðvikudag- inn 1. mars. Jarðsett verður frá Áskirkju miðvikudaginn 8. mars kl. 10.30. Aldís Hjaltadóttir, Eysteinn Pétursson, Sigurður Hjaltason, Ólafur Hjaltason, barnabörn og langafabarn. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VIGDÍSAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Sjafnargötu 2, fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 7. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á slysavarnafélagið Landsbjörgu. Guðrún Guðmunda Sæmundsdóttir, Ólafur Þórður Sæmundsson, Sæmundur Elías Þorsteinsson, Óli Ágúst Þorsteinsson, Jón Viðar Þorsteinsson, Vigdís Sjöfn Ólafsdóttir, Sigurður Hallgrímur Ólafsson, Hafdís Ólafsdóttir, Elísabet Ley, Þorsteinn Bjarnason, Jónína Sigurðardóttir, Svana Helena Björnsdóttir, Sólveig Níelsdóttir, Tómas Ottó Hansson, Guðfinna Hákonardóttir, Grétar Erlingsson og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG BJARNEY ELÍASDÓTTIR, áður til heimilis í Álftamýri 52, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík, miðvikudag- inn 23. febrúar sl., verður jarðsungin frá Ás- kirkju mánudaginn 6. mars kl. 13.30. Þórdís Hulda Hreggviðsdóttir, Margrét Eyrún Reynisdóttir, Jón Geirsson, Bjarni Ómar Reynisson, Elías Rúnar Reynisson, Sólrún Lára Reynisdóttir, Björk Reynisdóttir, Ásdís Sigurðardóttir, Rúna Björg Þorsteinsdóttir, Magnús Ingi Guðmundsson, Sigurður Magnússon, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskulegur sonur minn, RAFN MAGNÚSSON, Efstasundi 80, Reykjavík, verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnað- arins þriðjudaginn 7. mars kl. 15.00 Aðalheiður Magnúsdóttir. VALSTEINN HEIÐAR GUÐBRANDSSON + Valsteinn Heiðar Guðbrandsson fæddist í Reykjavík hinn 12. apríl 1947. Hann lést af slysför- um í Súðavík hinn 28. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans eru hjónin Bjarndís Inga Albertsdóttir og Guðbrandur Rögnvaldsson bfla- málarameistari. Systkini Heiðars eru Vigdís Alda, Albert Ómar, Sævar, Stein- unn, Haraldur Hall- dór og Rögnvaldur. Heiðar kvæntist 10. ágúst 1968 Maríu Kristófersdóttur, frá Grafarbakka í Hrunamanna- hreppi, f. 13. nóvember 1947. Hún er dóttir Kristófers Ingi- marssonar bónda og konu hans, Kristínar Jónsdóttir húsfreyju. Heiðar átti fyrir son, Guðmund Birgi, f. 22. maí 1966, maki hans er Heiðveig Jóhannsdóttir. Synir Heiðars og Maríu eru Kristófer, f. 31. janúar 1969, í sambúð með Ragnheiði Jóhannesdóttur. Dótt- ir þeirra er Brim- rún Irma. Albert, f. 6. aprfl 1970, í sam- búð með Guðnýju Hönnu Jónasdóttur. Dóttir þeirra er Ma- ría Kristín. Ar- mann, f. 19. febrúar 1976. Heiðar öðlaðist matsveinaréttindi frá Hótel- og veit- ingaskóla Islands og stundaði nám við Félagsmálaskóla al- þýðu í Olfusborg- um. Heiðar stundaði verslunar- og verkamannastörf á unglingsárum, var lengi til sjós sem matsveinn á togurum og bátum. Hann vann síðar við verkstjórn, brytastörf og hótel- rekstur. Síðustu ár starfaði Heiðar hjá Súðavíkurhreppi og við byggingarvinnu. Heiðar vann mikið að félagsmálum og sveit- arstjórnarmálum frá unga aldri. Utför Heiðars fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, mánu- daginn 6. mars, og hefst athöfnin klukkan 15. Hversu oft hef ég ekki setið og lesið minningargeinarnar í Moggan- um og hugsað að það er eins og allir séu fullkomnir? KaldRæðni? Jú, kannski, en þegar maður stendur í þeim sporum að þurfa að kveðja ein- hvern sem er manni kær þá er eins og gallar viðkomandi gufi upp. Jú, jú, við vorum nú ekki alltaf sam- mála, ja, nánast aldrei. Og oft fórstu svolítið í taugarnar á mér, sjálfsagt jafnoft og ég á þér. Sagt er að maður geti valið sér vini og maka en fjöl- skylduna siturðu uppi með, ekki satt? Ekki velur maður sér tengda- pabba. Ja, allavegaekki ég. Hann fylgdi bara með syninum. En mikið var ég nú heppin með minn. Alveg frá fyrstu kynnum tókstu mér vel, þó svo að fyrstu mánuðina hafir þú gert það að gamni þínu að þykjast ekki muna hvað ég héti. Þú varst þeim hæfileika gæddur að vita alltaf hvernig best væri að stríða mér og ná mér upp á háa c-ið. Hæfileiki sem móðurbræður mínir hefðu borgað mikið fyrir. Við hvern á ég nú að þræta? Hvern á ég að hringja í um miðja nótt þegar tölvan er ónýt og gerir ekki það sem henni er sagt að gera? Hver annar hefur þolinmæði í mig og tölvuna? Manstu þegar Táta flutti að heim- an? Eg hef aldrei áður heyrt um að hundar flytji að heiman. M sagðir að ég væri bara svo leiðinleg að hún vildi miklu frekar vera hjá þér. Mik- ið rétt, hún vildi frekar vera hjá þér en þetta með að ég sé svo leiðinleg ræðum við betur í góðu tómi seinna. Eða þegar við Albert komum með Maríu Kristínu heim í fyrsta skiptið. M varst eins og hani á staur, að rifna úr monti. Þetta var þín afa- stelpa. Auðvitað þurfti að kynna þær fyrir hvor annarri, Maríu Kristínu og Tátu, þrátt fyrir mikil mótmæli okkar Maju. „Þú vilt þó ekki að hundurinn verði hræddur við stelp- una, er það nokkuð? voru rökin sem þú notaðir. Eða þegar við þrættum um það heilt sumar hvort það ætti að vera mön í garðinum okkar AJberts. Hver heldur þú að setji langa mold- arhrúgu í miðjan garð hjá sér? Hvernig endaði það? Jú, með mön í garðinum og veistu hvað? Hún bjargaði alveg lóðinni eins og þú varst búinn að segja. Eg veit ekki hversu mörg svona dæmi ég gæti rifjað upp. En flest ef ekki öll enda eins, þú hafðir rétt fyr- ir þér þó svo að ég hafi aldei viður- kennt það. Hver á nú að leiðrétta öll mistökin sem ég á eftir að gera í uppeldinu á prinsessunni? Hver á að passa að hún verði ekki „frek“ eins og mamman? Þú ætlaðir að sjá um það. Svo mikið er víst að þín verður sárt saknað, elsku tengdapabbi, eða tilvonandi tengdapabbi eins og þú sagðir alltaf. Hvíl í friði. Þín Guðný Hanna Jónsdóttir. Ó minning, minning. Líkt og ómur fjarlægra söngva, líkt og ilmur deyjandi blóma berast orð þín að hlustandi eyrum mínum. Einsoglifandiveryr birtast litir og hljómar hinna liðnu daga, sem hurfu sinn dularfulla veg út í dimmbláan fjarskann og komu aldrei aftur. (Steinn Steinarr.) Þessar ljóðlínur skáldsins koma í hugann þegar sest er niður og lífs- hlaup Heiðars Guðbrandssonar, svila míns og frænda, er skoðað enda var Steinn ávallt í uppáhaldi. Hekla gamla var líka í uppáhaldi enda höguðu örlögin því þannig að það stóð yfir gos í fjallinu þegar Heiðar fæddist og einnig þegar hann dó. Líkt og fjallið var oft órói í kring um Heiðar og aldrei nein lognmolla. Það var sama hvað um var rætt alltaf hafði hann skoðun á því og kom með nýjan flöt á málum. Það gerði hann yfirleitt á þann hátt að það hlaut að vekja eftirtekt og umræðu. Heiðar var ekki endilega að þessu til að fá fólk til að skipta um skoðun heldur til að skapa frek- ari umræður og fá viðkomandi til að horfa á málin frá fleiri sjónarhorn- um. Þessi aðferð var ekki til þess fallin að skapa vinsældir en varð mörgum samferðamanninum holl lexía. Sveitarstjórnarmál og þeir mála- flokkar sem tilheyra starfi sveitar- stjórnarmans voru Heiðari mjög hugleikin enda starfaði hann í sveit- arstjórn Súðavíkur á annan áratug. Gaman var t.d. að fá að fylgjast með, þvert yfir landið, þeirri fram- sæknu stefnu sem Súðvíkingar eru með í fræðslumálum og uppbygg- ingu skólamannvirkja. Heiðar hugs- aði aldrei smátt og vildi veg byggð- arlagsins sem mestan. Heiðar kynnti sér öll mál vel og var óragur við að spyrja og leita ráða ekki síður en að veita ráð. Öll upplýsingaöflun er auðveldari með tilkomu internetsins og það nýtti Heiðar sér til fulls hvort sem var vegna starfsins eða til einkanota. Heiðar var mjög pólitískur en skoð- anir hans fóru ekki eftir flokkslín- um. Málefni landsbyggðarinnar voru honum mjög kær og víst að við fráfall hans hafa Vestfirðingar misst einn af sínum öflugustu tals- mönnum. Fjölskyldan var þeim Maju og Heiðari mjög mikilvæg og gaman var að fylgjast með hvað þau stóðu vel að baki sonum sínum og hvöttu þá til góðra verka. Ég veit að þessi sterku fjölskyldubönd og litlu sona- dæturnar eiga eftir að létta eftir- lifendum komandi tíma. Elsku Maja, synir, foreldrar og aðrir vandamenn, megi algóður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Ingibjörg Sigmundsdóttir. Við höfum orðið þess áþreifan- lega vör nú á fyrstu vikum seinasta árs aldarinnar að það hafa ekki allir ekið heilum vagni í hlað. Slysatíðnin hefur verið óhugnanleg. Það virðist hafa sannast allt of oft, að enginn ræður sínum næturstað eða veit hver næstur er. Það er ekki heiglum hent að skrifa minningargrein um Heiðar svila minn, sem lést í vélsleðaslysi mánudaginn 28. fyrra mánaðar, og minnast hans á þann hátt að mann- inum sé rétt lýst. Heiðar var ljós yfiriitum með blá- leit augu, hávaxinn og grannur, beinn og óragur í framgöngu. Að eðlisfari ætla ég að hann hafi verið mannblendinn en þó einfari, ófeiminn og ræðinn, skarpgreindur og gerði athugasemdir þegar hon- um þótti þess þurfa. Þessar athuga- semdir, þótt margar hverjar rétt- mætar væru, þoldu ekki allir og tóku óstinnt upp. Heiðar var víða heima og vissi yf- irleitt deili bæði á mönnum og má- lefnum. Minnugur og varð ekki svo auðveldlega rekinn á gat og síst með hluti og málefni er vörðuðu sveitar- stjórnamál. I þeim málaflokki var hann vel heima. Ætla ég að margir þeir sem um þau mál fjalla mættu taka hann sér til fyrirmyndar hvað þá vitneskju varðar. Heiðar skipti engu þó að um hann blési. Hann var ekki maður logn- mollunnar. Hann var baráttumaður og lét ekki hlut sinn átakalaust. Hann hafði skoðanir bæði á mönn- um og málefnum. Hann fór ekkert dult með þær skoðanir sínar en þær féllu ekki ætíð öðrum í geð og sköp- uðu honum óvinsældir. Þar af leiddi að oft var að honum vegið og á stundum óvægið og jafnvel ómak- lega. Hann barðist fyrir hag fólks- ins í hinum dreifðu byggðum. Oft taldi hann að gengið væri á rétt þess. Hann naut þar ekki sannmæl- is og var látinn gjalda baráttu sinn- ar. Því verður ekki mótmælt að nátt- úruhamfarirnar í Súðavík í byrjun árs 1995, er snjóflóðið mannskæða féll þar, settu mark sitt á Heiðar, sem og fleiri er þar nærri komu. Því miður báru viðkomandi ekki gæfu til að verða samstiga og leysa sín mál með öllu, og önnur er upp komu í kjölfar Súðavíkurslyssins, sem æskilegast hefði verið þannig að sátt ríkti. Hver verður orsök og afleiðing þess að örlagakeðjan hefur nú styst um einn hlekk? Heiðar barðist ötullega fyrir upp- byggingu nýrrar Súðavíkur og færslu byggðarinnar í land Eyrar- dals og var umhugað að vel tækist til. Þrátt fyrir það auðnaðist honum ekki eigin uppbygging þar. Heiðar stóð ekki óstuddur í gegn- um árin. Við hlið hans stóð María kona hans og synir. Hún var traust og hallaðist lítt við áföll sem oft voru ósanngjörn, að mínu mati. Hygg ég að þar hafi stundum sannast mál- tækið: Heggur sá er hlífa skyldi. Kona mín Guðrún og María eru tvíburasystur og nokkuð samrýnd- ar. Við Heiðar vorum ekki ætíð sam- mála. Við virtum sjónarmið hins, báðir þráir, en skildum ætíð sáttir. Þau hjón voru góð heim að sækja, gestrisin, óþvinguð og heimilisleg og stofublómin báru þess vitni. María er mikil húsmóðir og rösk til allra verka, úti sem inni. Heiðar var einnig liðtækur í öllum heimilis- störfum, þegar hann vildi það við hafa, enda matsveinn og kokkur til margra ára bæði til sjós og lands. Síðla sumars er leið heimsótti ég Heiðar. í þeirri ferð fór Heiðar með mig og konur okkar í heimsókn til Gunnlaugs á Hvilft í Onundarfirði, eftir að hann hafði rætt við Gunn- laug í síma og boðað komu okkar. Gunnlaug hafði ég ekki hitt áður að máli. Heyrilega var það fróður og gagnmerkur maður sem á móti okk- ur tók og bauð í bæ sinn. Þar kom málum að Gunnlaugur hafði yfir grafskrift er hann kvað vera á leg- steini, frá miðri síðustu öld, í kirkju- garðinum að Ögri við Isafjarðar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.