Morgunblaðið - 05.03.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 05.03.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 39 ---------------------r Holtsgatan var miðstöð stórfjöl- skyldunnar, enda var hún mjög vinamörg og laðaðist fólk að henni. Hún var mikill mannþekkjari og trúuð kona og gat lesið framtíð fólks á undraskíran hátt. Svo að fólk sótt- ist mjög eftir þessari þjónustu henn- ar. Nú að leiðarlokum vil ég fá að þakka þér, Fanný mín, alla þá hjartahlýju og gæsku sem þú sýndir mér öll árin svo aldrei bar skugga á. Við munum gleðskapinn á gamlár- skvöldum og allar hangikjötsveisl- umar á afmælinu þínu og þegar öll börnin og barnabörnin þín komu saman í matarboðin góðu enda varstu listakokkur, Fanný mín. Dætur okkar Sólveigar, Bryndís, Svandís og Valdís, þakka þér allar samverustundirnar og það veit ég að Hjördís okkar gerir sjálf þegar hún tekur á móti ömmu sinni opnum örmum. Far þú i friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Jón. Elsku Fanný amma. Nú er komið að hinstu kveðjustund. Góðar minn- ingar hrannast upp. Pú varst svo sannarlega skemmtileg amma og sérstökum persónuleika þínum munum við aldrei gleyma. Lífsbar- átta þín var ekki alltaf auðveld en þú skilaðir þínu með miklum sóma. Ljúfar minningar um þig munum við varðveita innra með okkur og rifja upp þegar við á. Við kveðjum þig með söknuði, elsku amma, og biðjum Guð að varðveita þig. Bless- uð sé minning þín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Bjami, Helgi, Linda og Sólveig og makar og fjölskyldur. Elsku besta amma mín. Ég hef oft kviðið fyrir þessum degi. Ég von- aði að það yrði lengra í hann. Síð- asta daginn sem þú varst á lífi kom ég í heimsókn. Það var friður yfir þér. Ég færði mig nær þér, strauk á þér mjúku hendurnar og talaði við þig. Þegar ég þurfti að fara kvaddir þú mig allt öðruvísi en vanalega og mér leið svo undarlega á eftir. Þeg- ar ég hugsa um þetta núna skynja ég að þú vissir að komið var að leið- arlokum. Ég sit hér eftir og sakna þín mikið. Þú varst mér svo mikils virði. Nýfædd flutti ég heim til þín með móður minni. Þú ólst mig hálfp- artinn upp og næstum allt var leyfi- legt. Við vorum góðar saman en báðar þrjóskar. Stundum kom upp ágreiningur en hann leystist ávallt fljótt. Þú hafðir alltaf tíma fyrir mig, jafnvel þegar þú varst sem veikust. Þú studdir mig ætíð ef eitthvað bját- aði á. Þegar þú sást mig og Jökul Ágúst, son minn, saman brostir þú og þá hlýnaði mér um hjartarætur. Elsku amma mín. Þú hefur kennt mér svo margt um lífið og tilveruna. Ég og Jökull Ágúst eigum eftir að sakna þín og biðjum Guð að varð- veita þig. Hafðu þökk fyrir allt. Þín Hanna Berglind og Jökull Ágiíst. Langamma Fanný var ein af bestu manneskjunum mínum. Hún var líka skemmtileg og það var gam- an heima hjá henni. Langamma var góð og ég sakna hennar. Mig langar að biðja langömmu að passa Hjör- dísi, ömmu og öll litlu dýrin sem dóu og líka þá sem koma næstir til himna. Langamma var svo fín og hún átti svo fallegt heimili. Jón Atli bróðir minn fékk ekki að kynnast henni mikið en ég ætla að segja hon- um frá henni. Guð á að passa lang- ömmu mína vel og vandlega. Hildur og Jón Atli. + Morris Garfield Sleight var fædd- ur 31. desember 1927 í Rochester, New York, í Bandaríkjun- um. Hann lést í Reykjavík 27. febr- úar 2000. Foreldrar hans voru Morris G. Sleight eldri, trygg- ingafulltrúi, og kona hans, Hermina, fædd Bladegroen, af hol- lenskum ættum. Hann var einkasonur foreldra sinna, en systir hans, sam- feðra, er Sybil Sleight Hernandez Jones, búsett í Bandaríkjunum. Morris Garfield Sleight (Gary) kvæntist Bergljótu Garðarsdóttur 15. janúar 1952. Hún er dóttir Garðars Þorsteinssonar, fiskiðn- fræðings og stórkaupmanns, og Þórunnar Sigurðardóttur, ljós- móður, frá Fiskilæk. Börn þeirra Bergljótar og Garys eru Þórunn Patricia Sleight, kennari í Reykja- Mágur minn og vinur, Morris Garfield Sleight, var bandarískur ríkisborgari, fæddur 31. desember 1927 í Rochester í New York ríki í Bandaríkjunum. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans í Reykjavík 27. febrúar 2000. Morris Garfield var venjulega kallaður Gary, en átti það til að ís- lenska nafnið og kallaðist þá Már. Gary og systir mín Bergljót voru gefin saman af séra Jóni Thorar- ensen í kór Hallgrímskirkju 15. janúar 1952. Þau kynntust þegar bæði stunduðu nám við Háskólann í Syracuse, N.Y. Lengi minntumst við þess ævintýris er Gary dreif sig á eftir konuefninu til íslands í svartasta skammdegi og vályndum veðrum, að ganga í hjónaband við aðstæður sem voru honum á marg- an hátt framandi, landið, veðráttan vík, f. 31. júlí 1954, og Peter Garfield Sleight, markaðs- fræðingur í Wash- ington, D.C., f. 3. apríl 1957. Þórunn giftist Birni Magnús- syni 27. júlí 1980, þau skildu, sonur þeirra er Magnús Már, f. 31. maí 1985. Peter kvæntist Ei- leen Wozny 16. júní 1984 og eiga þau einn son, Eric, f. 15. júní 1985. Gary var mestan hluta ævi sinnar foringi í flugher Bandaríkjanna. Auk þess lauk hann háskólaprófum í sagnfræði, rússnesku og kennslufræðum og starfaði sem kennari í viðskipta- fræðum um árabil eftir að hann lauk störfum hjá hernum og þar til hann fluttist til íslands árið 1984. Utfor Garys var gerð frá Foss- vogskirkju 3. mars. og þjóðhættir, ekki síst mataræði og drykkjusiðir. Hann sýndi þegar hvern mann hann hafði að geyma, hugaður og knár útivistarmaður, kurteis samkvæmismaður og nota- legur, og umfram allt heiðarlegur, velviljaður og hreinskiptinn. Næstu áratugi bjuggu þau Berg- Ijót víðs vegar um Bandaríkin þar sem Gary starfaði í flughernum, oftast nokkur ár á hverjum stað, meðal annars í Texas, Colorado, Al- aska, Utah, Wisconsin og loks í höf- uðborginni Washington. Eitt ár var hann í Vietnam en fjölskyldan heima á íslandi og nokkur ár voru þau búsett í Þýskalandi. Hjóna- bandið var farsælt, þótt bæði væru skapmikil og ákveðin í skoðunum. Mágur minn var alinn upp í ka- þólskri trú og við kirkjusöng. Barn- ungur söng hann í kirkjukórum og hafði jafnan mikið yndi af söng og sígildri tónlist. Á efri árum, eftir að hann settist að hérlendis, hóf hann aftur að syngja í kirkjukór og rita nótur til notkunar við söng og var fram undir það síðasta virkur félagi í Samkór Kópavogs og kór Ás- kirkju í Reykjavík. Gary var leitandi sál, forvitinn um hagi fólks og framandi lönd og hafði mikið yndi af tungumálum og bókmenntum. Gestrisni og hjálp- semi var honum í blóð borin og nutu þess margir, bæði fjölskylda og vandalausir. Eftir að þau hjónin fluttust búferlum til íslands árið 1984 hóf Gary íslenskunám og náði um síðir góðum tökum á málinu. Matargerð var Gary mikið áhuga- mál og þar gekk hann fram af ná- kvæmni og snilld. Hann stundaði einnig margvíslegar íþróttir af al- úð, skíðamennsku, skokk, sund og golf og missti aldrei af tækifæri til þess að njóta útiveru. Víðáttur og veðrabrigði íslands áttu hug og hjarta þessa góða drengs. Arnþór Garðarsson. Tíminn líður trúðu mér, taktu maður vara á þér. Heimurinn er sem hála gler, hugsaðu um hvað á eftir fer. Með þessum ljóðlínum hófust vortónleikar Samkórs Kópavogs sl. laugardag 26. febrúar. Tíminn er svo undarlegur. I senn gjöfull en þó svo krefjandi. Rekandi á eftir og í raun afmarkandi allt sem við menn- irnir gerum. Þótt tímaeiningin, sem slík, sé mannanna verk er það tím- inn sjálfur, sem setur allar skorð- urnar. I hinni helgu bók segir einhvers staðar, að allt hafi sinn tíma. Því verður mér svo tíðrætt um tímann, að þetta sama laugardags- kvöld tæmdist stundaglasið hans Garys, vinar okkar úr Samkórnum í Kópavogi. Hann hét fullu nafni Morris Garfield Sleight, var af bandarísku bergi brotinn, kvæntur henni Bergljótu Garðarsdóttur Sleight og átti með henni börn og bú. Það er alkunna að blandaðir kór- ar líða oftar en ekki vegna vöntunar á karlaröddum. Þótt slíkar gersem- ar sé víða að finna fást þær ekki til starfa. En við í Samkór Kópavogs fenjt- um eina slíka gersemi til okkar fyr- ir um fjórum árum.Við fengum nefnilega hann Gary. Ákaflega góð- ur söngmaður, hafði vítt raddsvið, bjarta rödd, var lagviss og las nót- ur. Hann var því leiðandi í sinni rödd, okkur hinum fyrirmynd og hvatning. Hann hefði sjálfsagt get- að sungið tenór, þótt elstur væri, en bassinn hlaut hnossið. En hann söng ekki bara. Hann setti upp fyr- ir okkur í kórnum nótur í tölvunni sinni og færði okkur. Allar falleg- ustu nóturnar okkar eru hans hand- arverk. Þannig var hann fyrirmynd að öllu leyti. Hvers getur einn blandaður kór frekar óskað sér? Hann og Bergljót tóku þátt í ferð kórsins til Noregs, er haldið var upp á 1000 ára afmæli Þrándheims fyrir þremur árum. Frá þeirri ferð geymum við ljúfar minningar. Hann Gary var vel meðalmaður á hæð, vel á sig kominn, fríður maður og spengilegur. Hann hafði þjónað sínu föðurlandi sem hermaður til fjölda ára, hygg ég, farið víða og haft mannaforráð. Mér segir svo hugur, að þar hafi allt verið upp á punkt og prik. Hann var afar áreið- anlegur og mikið prúðmenni. Um allnokkurn tíma hafði hann glímt erfiða glímu. Nánast fram 4 síðasta dag tók hann þátt í kórstar- finu. Hann bognaði eiginlega aldrei hetjan. Stundaglasið var allt í einu tæmt. Á vorin koma til okkar söngfugl- arnir og gleðja okkur óendanlega stutt sumarið. Fljúga svo upp í him- ininn aftur, þaðan sem þeir komu. Nú er þessi söngfugl, sem tyllti nið- ur fæti um stund í kórnum okkar, floginn burtu. Gary sagði mér í vet- ur snemma, að hann væri trúaður. Því veit ég nú hvar hann syngur. Við þökkum allan sönginn, alla hjálpina' við nótnaskrif og sam- fylgdina. Allar bestu óskirnar okk- ar sendum við Bergljótu og fjöl- skyldunni. F.h. Samkórs Kópavogs, Ketill Högnason. MORRIS GARFIELD SLEIGHT GUÐLEIF JÖR UNDARDÓTTIR + Guðlaug Jörundardóttir fæddist í Reykjavík 21. desem- ber 1916. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. febrúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni 3. mars. Það er hverjum einstaklingi hollt að fá að starfa og kynnast þeim sem reyndari og eldri eru. Ég er einn af þeim sem áttu kost á þvi. Byrjaði ungur aðeins ellefu ára að stai'fa á sumrin hjá Skipaútgerð ríkisins sem sendill. Og sumrin urðu fleiri en eitt. Þar hitti ég ein- mitt margan reyndan starfsmann- inn fyrir og þar á meðal hana Guð- leifu Jörundardóttur sem við kveðjum í dag með söknuði. Ég komst fljótt að því að hún Leifa var skelegg kona. En það hræddi mig nú ekki, heldur lærði maður að best væri að vera trúr sinni sannfæringu. Þannig var Leifa og duldist það engum. Ég var heppinn að kynnast Leifu og tókst með okkur mikill vinskap- LEO GARÐAR INGÓLFSSON + Leó Garðar Ingólfsson fædd- ist í Reykjavík 19. nóvember 1933. Hann lést á heimili dóttur sinnar 16. febrúar siðastliðinn og fór útför hans fram frá Laugar- neskirkju 3. mars. Kæri Leó. Ég þakka þér innilega fyrir þau ár sem ég fékk að umgang- ast þig, þau voru lærdómsrík. Sem barn þá og þú faðir Þóru og Guðrún- ar, sem nánast ólust upp með okkur systkinunum, man ég hversu gott var að umgangast þig, hversu gott var að spyrja þig spurninga. Takk fyrir að fá að njóta vináttunnar á þessum árum, hún er mér mikils virði. Þú varst ástríkur faðir og nat- inn við dætur þínar, þú leiðbeindir þeim á svo eftirtektarverðan og skynsaman máta. Það var ekki fyrr en ég var orðin fullorðin sem ég átt- aði mig á að engan þekki ég sem hefur eins heilbrigðar tilfinningar og skoðanir til bama og þú. Það kom aftur í ljós þegar nafni þinn fæddist, sem nú er orðinn átta ára, og ber sterk merki þess að hafa fengið að umgangast þig. Hvílíkur missir fyrir nánustu ástvini var það fyrsta sem kom upp í huga minn þegar ég frétti um andlát þitt. Sú næring sem þú hefur gefið Leó mun gagnast honum alla ævi. Á dánardegi þínum sýndi Leó mér leik sem þú hafðir kennt honum. Leik sem byggðist á hugs- un, vandvirkni og snilld. Þá fann ég sömu rökhugsunina og snilldina í honum og ég minnist frá þér. Kæri Leó, megi guð varðveita þig og gefa þér blessun sína. Elsku Sidda, Þóra, Kristján, Lára, Guðrún, Haukur, Leó, Guð- rún Birna, Unnar Bragi, Eyja og aðrir aðstandendur, guð styrki ykk- ur í sorg ykkar. Hrönn Þormóðsdóttir. ur og var gaman að sitja við skrif- borðið hennar og spjalla. Spjalla við konu sem bar ómælda virðingu jafnt fyrir ungum sem öldnum. All- avega gaf hún sér góðan tíma að tala við ellefu ára guttann þannig að honum leið eins og fullorðnum manni og þeim allra lífsreyndasta í heimi. Einnig fékk ég að kynnast þeirri hlið á Guðleifu að börnin og bama- bömin vora henni dýrmæt. Þau kveðja hana með miklum söknuði því nú er horfin þeim móðir og al- vöra amma. Kæri Ragnar og fjölskylda. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi minningin um góða konu lengi lifa. Gunnar Sverrisson. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAm'RÆTI 4B« 101 Rl VKJAVÍK Dftvíb Ingcv Ölafnv Útfavavstj. I 'tfavavstj. utfaravstj. LÍKKI STUVl NN USTO1 A EYVINDAR ÁRNASONAR Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. í miðvikudags-, fimmtu-^ dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birting- ardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. »
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.