Morgunblaðið - 05.03.2000, Síða 42

Morgunblaðið - 05.03.2000, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐLA UG BJARNEY ELÍASDÓTTIR + Guðlaug Bjamey Elíasdóttir fædd- ist í Hólshúsum í Gaulveijabæjar- hreppi 13. september 1928. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- rún Þórðardóttir, f. 29.8. 1885, d. 9.3. 1969, og Elías Áma- son, f. 31.12. 1884, d. (25.9. 1966, bóndi í Hólshúsum. Guðlaug eða Lauga eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp í föðurhúsum. Hún var yngst í hópi níu systkina. Þau em Mar- grét, f. 1914, Þórður, f. 1915, Ámi, f. 1917, d. 1995, Guðrún Júlía, f. 1918, Elih, f. 1920, d. 1992, Júlía Svava, f. 1922, Guðrún, f. 1923, d. 1990, og Bjami, f. 1926, d. 1927. Lauga giftist 4.12. 1954 Reyni Geirssyni frá Klængsseii í Gaul- veijabæ. Reynir lést 24. maí 1994. Elsta bam Laugu er Þórdís Hulda Hreggviðsdóttir, f. 8.10. 1948, og gekk Reynir henni í föðurstað, son- ur hennar er Bjami Þór, f. 5.4. 1988. 2)Margrét Eyrún, f. 18.5. ^J955, maki Jón Geirsson, böm þeirra Sonja, f. 7.11.1976, sambýl- ismaður Sveinn Sigfinnsson, Reyn- ir, f. 7.1. 1980, og Geir, f. 28.4. 1985.3) Bjami Ómar, f. 15.10. 1956, maki Ásdís Sigurðardóttir, dætur Bjarna úr fyrri sambúð em Iris, f. 11.8. 1978, maki Stefán J. Svansson, bam þeirra er Bryiy- ar Steinn, f. 3.10. 1999, Freydís, f. 21.1. 1982, Guðlaug Eydís, f. 27.2.1988, og Aldís Sif, f. 10.11. 1992, fósturböm Bjama, börn Ásdísar, em Sólveig Ósk, f. 18.5. 1978, sambýl- ismaður Sveinbjörn Þ. Einarsson, Óskar Bjöm, f. 11.9.1982, og Helgi Fannar, f. 16.1. 1988. 4) Elías Rún- ar, f. 17.4. 1958, maki Rúna Björg Þorsteinsdóttir, dóttir þeirra Lára Björk, f. 5.12.1988.5) Sólrún Lára, f. 5.5.1961, maki Magnús Ingi Guð- mundsson, synir þeirra Guðmund- ur Jón, f. 18.11. 1980, Birkir, f. 13.7.1983, og Reynir, f. 17.9.1985. 6) Björk, f. 31.3.1968, maki Sigurð- ur Magnússon, synir þeirra Magn- ús Stefán, f. 10.11. 1990, og Elías Amþór, f. 28.11. 1994. Guðlaug vann lengst af sem gæslukona á gæsluvöllum Reykjavíkurborgar. Úför Guðlaugar fer fram frá Áskirkju á morgun, mánudaginn 6. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fögursálerávalltung undirsilfurhærum. (Steingr.Thorst) í dag, þegar við kveðjum Laugu tengdamóður mína, langar mig til að rita nokkur kveðjuorð. Þau voru ekki mörg árin sem ég fékk að njóta sam- vista við hana, en þau voru góð. Eg :mm þegar ég kom inn í fjölskyldu Laugu og Reynis sumarið 1993 að þá var haldin ein af þeirra mörgu fjöl- skylduútilegum og komum við Bjarni Omar þangað og var auðvelt að hitta ykkur öll svona saman á léttri stundu. Því miður lést Reynir aðeins ári seinna, 24. maí 1994, og er óhætt að segja að fjölskyldan var harmi slegin en Lauga hélt áfram að halda heimili í Áiftamýri 52 þar sem þau bjuggu lengst af. Fljótlega fór þó að bera á því að minni Laugu var farið að bila, en hún hélt sinu striki með stuðningi bama sinna og vina. En það kom að því í nóvember 1996 að hún hætti að vinna úti þá 68 ára. Hafði hún þá lengst af starfað sem forstöðukona á pæsluvöllum borgarinnar. Vorið 1997 ^frjaði Lauga í dagvistun í Hlíðarbæ og undi hún sér þar vel við söng, fönd- ur og önnur störf. Þó svo að Lauga hafi tapað niður talmáli þá gat hún sungið og vakti söngur og spil ávallt mikla gleði hjá henni. Það var svo 12. mars 1998 að við fórum með hana á Hrafnistu í Reykjavík þar sem fjöl- skyldan hafði fengið vistun fyrir hana því að það var einsýnt að hún gat ekki lengur verið ein eða séð um sig á neinn hátt. Það voru erfið spor hjá systkinunum að sjá á eftir móður sinni inn á Hrafnistu en það var bót í máli að við sáum strax hversu frábært starfsfólkið á deild A-3 var og við sá- um að þama var hún í góðum hönd- um. Lauga var einstaklega falleg og ■pássileg kona og ávallt vel til höfð. Starfsfólkið á A-3 stóð sig frábærlega við að viðhalda þessum glæsileik hennar. Þó svo að Lauga hafi ekki tal- að við okkur síðasta eina og hálfa árið þá hló hún oft að spaugilegum hlutum og ef við sungum íyrir hana þá reyndi hún að taka undir. í janúar á síðasta ári lærbrotnaði Lauga og eftir það gekk hún ekki óstudd. Það kom svo að því að hún var komin í hjólastól en var á fótum alla daga og horfði mikið á sjónvarp. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til Laugu, þó svo við gætum skipst á orðum, ég talaði þá bara fyrir okkur báðar. Þegar Lauga veikt- ist af flensu núna í janúar á þessu ári var hún lengi veik og með hita en svo virtist sem henni ætlaði að batna og fannst okkur það henni líkt, enda var hún með eindæmum hraust og mikil útivistarkona. En um 19. febrúar dró mjög snögglega af henni og vom bömin hennar og tengdaböm yfir henni þar til yfir lauk hinn 23. feb. Þó svo að Lauga hafi verið svona veik síð- ustu árin þá er sorgin mikil í hjörtum okkar, við reynum þó að hugga okkm- með orðum barnanna okkar sem tala um að nú sé amma frísk, komin til afa og geti nú bæði gengið og talað. Samt hellist yfir mig þessi sannleikur að Lauga er öli, og fínn ég nú hversu háð ég er orðin þessum heimsóknum mín- um til hennar því bara það að sitja hjá henni og horfa í síkvik og lifandi aug- un hennar gaf mér mikið. Ég er hepp- in að tengdafjölskyldan mín er stór og þegar við emm samankomin em þau systkinin dugleg að minnast pabba og mömmu og segja frá öllu því sem á dagana dreif og líka er mjög gaman að fletta öllum myndamöppunum sem Lauga og Reynir áttu því myndimar segja oft meira en orð fá sagt. Ég held að ég geti sagt að Lauga og Reynir vom alla tíð ung og ástfangin og ólu upp sinn stóra bamahóp með mynd- arbrag í litlu íbúðinni sinni í Alfta- mýri, þar var alltaf nóg pláss og hjartarými mikið. Elsku tengda- mamma, það er gott að hafa átt þig að. Ég og bömin mín þrjú þökkum þér fyrir árin með þér og þakka þér fyrir að vera amma þeirra, einnig vilja sonardætur þínar fjórar þakka íyrir öll góðu árin. Við vottum öðmm að- standendum samúð okkar og biðjum guð að geyma góða ömmu. Þín tengdadóttir, Ásdfs Sig. Elsku Lauga amma. Ég þakka þér fyrir þau stuttu kynni sem ég hafði af þér og vona að þetta ljóð sem ég samdi handa þér geti tjáð á einhvem hátt það sem þú varst ef til vill að hugsa áður en þó lagðir aftur augun. Eigðu gott líf á himninum. Umleiðogégsegi „góðanótt" mun ég verða vakin með kossi í nýjum heimi og andlit sem hafa beðið mín munu gleðjast yfir endurfundunum. Þó tár hafi læðst niðurvangaminn þávarsálinbrosandi og þetta aðeins mín aðferð tilaðkveðjaþennanheim við hittumst öll síðar áhimnihamingjunnar og riQum upp góðar stundir ámeðanbiðégykkur að geyma þær í hjarta ykkar. (Sólveig Ósk.) Þín sonardóttir, Sólveig Ósk. .Ægx Dagbók Háskóla íslands DAGBÓK Háskóla íslands 5.-11. mars. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Islands. Itarlegri upplýsingar um við- burði er að fínna á heimasíðu Há- skólans á slóðinni: http:/Avww.hi.is/ stjorn/sam/dagbok.html Sunnudaginn 5. mars verður síð- ari hluti málþings um Islan- dsklukkuna í Skálholtsskóla. Kl. 9 Morguntíðir í Skálholtskirkju. 9:30-12:30 Fyrirlestrar og um- ræður. Matthías Viðar Sæmunds- son dósent: Böðlar og skálkar. Már Jónsson lektor: Bæli kerlingar og brókin hans Jóns: Handritasafnar- arnir Arnas Arnæus og Arni Magnússon. Guðrún Ása Gríms- dóttir cand. mag.: Lærður íslend- ingur á Tumi: Af Jóni Ólafssyni Gmnnvíkingi. Gísli Gunnarsson prófessor: Hagspeki gálgafuglsins Jóns Marteinssonar: Islandsklukk- an, einokunarverslun og stétta- skipting. 12:30 hádegisverður, 14 messa í Skálholtsdómkirkju 15:30 kaffi, 16 umræður, lok málþings. Mánudaginn 6. mars kl. 16:15 flytur James T. Jenkins prófessor fyrirlesturinn: „Dense flows of Granular Materials Down Inclines" (Þétt kornaflæði niður halla) í mál- stofu umhverfis- og byggingar- verkfræðiskorar í stofu 158 í VR-II við Hjarðarhaga Mánudaginn 6. mars 2000 kl. 17:15 verður haldinn fyrirlestur á vegum lagadeildar á sviði lögfræði, einkum refsiréttar og réttarfars. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu L-102 í Lögbergi, og ber yfir- skriftina: „Current Trends in U.S. Criminal Law and Proceedings“. Fyrirlesarar verða tveir mjög þekktir bandarískir lögfræðingar og prófessorar í lögum, Victor L. Streib og John M. Burkoff. Þriðjudaginn 7. mars: kl. 17 verður fyrirlestur í tilefni ösku- dags í stofu 301, Árnagarði. Danski þjóðfræðingurinn Carsten Bergen- hoj flytur erindið: „Masks in Action - Nordic Christmas Mumming" um bakgrunn, tilgang og skipulag dulbúningasiða barna á Norðurlöndum. Miðvikudaginn 8. mars kl. 12:30 leika Finnbogi Óskarsson, túba, og Þórhallur Ingi Halldórsson, túba, félagar í Túbuleikarafélaginu, verk eftir Bach, Mozart, Wennerberg, Stevie Wonder, Lennon & McCartney og Henry Mancini á Háskólatónleikum í Norræna hús- inu. Tónleikarnir taka um það bil hálftíma. Aðgangseyrir er 500 kr., en ókeypis er fyrir handhafa stú- dentaskírteinis. Fimmtudaginn 9. mars frá kl. 12-13 í stofu 201 í Odda verður Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntaf- ræðingur með rabb á vegum Rann- sóknastofu í kvennafræðum. Rabb- ið ber yfirskriftina „Sjá:öld augna. Sjónarspil og sjónræn menning“. Fimmtudaginn 9. mars kl. 12:05 til 13 flytur Ragnheiður Fossdal líffræðingur erindi á hádegisfundi Lífeðlisfræðistofnunar um erfða- rannsókn á MS (multiple sclerosis) á íslandi, í kaffistofu á 5. hæð í Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16. Fimmtudaginn 9. mars kl. 16:15 flytur Jón Hallsteinn Hallsson fyr- irlesturinn: „Microphthalmia í mús og boðflutningur" í málstofu læknadeildar. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags Islands, efstu hæð. Kaffiveitingar verða frá kl. 16. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar HI vikuna 5.-11. mars 6. mars kl. 9-16. Kyngingartregða. Umsjón: Sig- ríður Magnúsdóttir M.S., talmeina- fræðingur á endurhæfingardeild Landspítala, Þóra Másdóttir M.A., talmeinafræðingur á Reykjalundi. Þóra Sæunn Ulfsdóttir M.S., tal- meinafræðingur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Éyrirlesarar: Sigríður Magnús- dóttir M.S., talmeinafræðingur á endurhæfingardeild Landspítalans, Þóra Másdóttir M.A. talmeina- fræðingur á Reykjalundi, Þóra Sæunn Úlfsdóttir M.S. talmeina- fræðingur á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur, Berglind Ásgeirsdóttir, iðju- þjálfi á endurhæfingardeild Landspítalans, Kolbrún Einars- dóttir, næringarráðgjafi á Næring- arstofu Landspítalans, Helga Hansdóttir, öldrunarlæknir á öldr- unardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og Úlfur Ágnarsson, meltingar- læknir barna. 6.-25. mars; mán., þri., mið. og fim. kl. 17-19:45 og lau. kí. 9:30-12:30, alls 45 st. Hraðnámskeið í ítölsku - byrj- endanámskeið. Kennari: Roberto Tartaglione forstöðumaður Scuola Italiana í Róm. 6.-25. mars; mán., þri., mið. og fim. kl. 20-22:45 og lau. kl. 13- 16:00, alls 45 st. Hraðnámskeið í ítölsku - fram- haldsnámskeið. Kennari: Roberto Tartaglione, forstöðumaður Scuola Italiana í Róm. 6.-30. mars; mán. og fim. kl. 20- 22 (8x). Spænska III? framhaldsnám- skeið, kennari: Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku við HÍ. 6. og 8. mars kl. 8:30-12:30. Unix 2, kennari: Sveinn Ólafsson ráðgjafi hjá Teymi hf. 6., 8., 9. og 14. mars kl. 17-21 (4 x 4 klst.). Vefsmíðar fyrir kennara, kenn- ari: Gunnar Grímsson, viðmóts- hönnuður og vefsmiður hjá Engu einkahlutafélagi. 6., 8. og 9. mars kl. 12:45-16:45. Vefsmíðar II, Þróaðra HTML og myndvinnsla, kennari: Gunnar Grímsson viðmótshönnuður og vefsmiður hjá Engu einkahlutafé- lagi. 7. mars kl. 16-19. Bindandi álit í skattamálum, kennari: Kristján Gunnar Valdi- marsson, lögfræðingur skrifstof- ustjóri við embætti skattstjórans í Reykjavík og stundakennari í skattarétti við lagadeild HÍ. 7. og 8. mars kl. 16-19. Verðbréfaréttur helstu reglur á verðbréfamarkaði, kennari: Helga Hlín Hákonardóttir, lögfræðingur hjá Markaðsviðskiptum Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins hf. 7. mars kl. 9-16. Konur, áfengissýki og með- virkni, kennari: Páll Biering MSN, geðhjúkrunarfræðingur á Rann- sóknastofnun í hjúkrunarfræði HÍ. 8. mars kl. 9-16. Upplýsingar til bættrar ákvarð- anatöku. Uppbygging og hagnýt- ing Vöruhúss gagna, kennarar: Jón Vilhjálmsson, rafmagnsverkfræð- ingur hjá Verkfræðistofunni AFL, og Atli Guðmundsson, sérfræðing- ur hjá Skýrr. 8. og 9. mars kl. 8:30-12:30. Virkjun upplýsingatækni í mark- aðssetningu. Umsjón: Kristján Jó- hannsson rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri hugbúnaðar- sviðs Nýherja. Kennarar auk Kristjáns: Aðrir sérfræðingar á sviði upplýsingatækni. 9. mars kl. 9-16 og 10. mars kl. 9-12. Nýjar áherslur - meiri árangur - styttri tími! Hvað er lausnamiðuð fjölskyldumeðferð? kennari: Helga Þórðardóttir, forstöðumaður á fjöl- skylduráðgjafarstöð á vegum Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík. 10. mars kl. 9-16 og 11. mars kl. 9:30-12:30. Fötlun, langvarandi veikindi og meðvirkar fjölskyldur - nálgun fagfólks, breyttar áherslur, nýjar hugmyndir, kennarar: Andrés Ragnarsson og Wilhelm Norðfjörð sálfræðingar. 10., 11. og 13. mars kl. 8:30- 12:30. Uppeldi ungra barna, kennari: dr. Sigurlína Davíðsdóttir, lektor við HÍ. Vísindavefurinn Hvers vegna? Vegna þess! Vísindavefur- inn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn Háskólans og stofn- ana hans geti svarað eða fundið svör við. Leita má svara við spurningum um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sérfræð- ingar og nemendur í framhalds- námi sjá um að leysa gáturnar í máli og myndum. Slóðin er: www.visindavefur.hi.is Sýningar Árnastofnun Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suð- urgötu. Handritasýning er opin kl. 14-16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí og kl. 13-17 dag- lega, 1. júní til 31. ágúst. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara. Þjóðarbókhlaða Stefnumót við íslenska sagnahefð. Farandsýning í Þjóðarbókhlöðu 1. mars-30. apríl. Á sýningunni er dregið fram hvernig bókin og textinn hafa verið örlagavaldar í sögu íslensku þjóð- arinnar. Varpað er ljósi á þróun prentlistar á Islandi og hina sér- stöku hefð handritauppskrifta til nota á heimilum er hélst allt fram á þessa öld. Brugðið verður ljósi á sagnaritun frá upphafi og sýnd tengsl hennar og nýjustu miðlun- artækni nútímans. Orðabankar og gagnasöfn Öllum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagn- söfnum á vegum Háskóla Islands og stofnana hans. íslensk málstöð. Orðabanki. Hef- ur að geyma fjölmörg orðasöfn í sérgreinum: http://www.ismal.hi.is/ ob/ Landsbókasafn Islands-Háskóla- bókasafn. Gegnir og greinir. http:// www.bok.hi.is/gegnir.html Orðabók Háskólans. Ritmáls- skrá: http://www.lexis.hi.is/ Rannsóknargagnasafn íslands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þró- unarstarfs: http://www.ris.is Árshátíð FB Málstofa um siðfræði og álitamál við virkjanir MÁLSTOFA um siðfræði og álita- mál við virkjanir verður haldið mánudaginn 6. mars kl. 16-17.30, í Háskóla íslands, í stofu 101 í Lög- bergi. Verkefnisstjórn um gerð rammaáætlunar um nýtingu vatns- afls og jarðvarma, Siðfræðistofnun Háskólans og Landvernd standa fyrir málstofu um siðfræði og álita- mál við virkjanir. Á málstofunni verða flutt fjögur stutt framsöguerindi. Jón Ásgeir Kalmannsson kynnir helstu stefn- ur og strauma í náttúrusiðfræði. Þorvaldur Árnason náttúrufræð- ingur fjallar um umhverfis- og náttúruvernd á grundvelli náttúru- hverfrar sýnar og Jakob Björnsson fyrrverandi orkumálstjóri um sið- ferði í samskiptum manns og nátt- úru. Að lokum mun Þorsteinn Hilmarsson heimspekingur fjalla um það hvort afleiðingar gerða okkar hafi siðferðilegt gildi. Að af- loknum framsöguerindum verða opnar umræður. Málstofan er öllum opin og að- gangur ókeypis. FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breið- holti heldur árshátíð sína7. mars eða á sprengidaginn, eins og hefð er fyr- ir. Þá verður einnig frumsýnt árshá- tíðarleikritið. , Tónlist og söngur er fyrirferðar- meiri í þessu leikriti en hefur verið síðustu árin og kalla má stykkið söngleik með réttu. Tónlistin er þýdd af plötunni „Bat out of hell“. Handritshöfundur og leikstjóri er Guðmundur Rúnar Kristjánsson, en hann leikstýrði og samdi handritið að Með fullri reisn, FB-sýningunni í fyrra. Tónlistarstjóri verksins er að þessu sinni Matthías Matthíasson. Sýnt verður í Loftkastalanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.