Morgunblaðið - 05.03.2000, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 43
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Samvera í
Fella- og
Hólakirkju
SÓKNARNEFNDIR Fella- og
Hólabrekkusafnaða bjóða ferming-
arbörnum og fjölskyldum þeirra til
samveru í kirkjunni þriðjudaginn 7.
mars kl. 20-21.
Fyrst leikur ungt fólk á píanó
undir stjórn kennara síns, Ólafs El-
íassonar. Ólafur verður með kynn-
ingu á milli atriða. Síðan verður
dansverkið Alda mannkyns eftir
Báru Magnúsdóttur sýnt. Verkið
var frumflutt í Vídalínskirkju 30.
janúar sl. á kristnihátíð í Garðabæ.
Dansarar eru nemendur úr Jazzbal-
lettskóla Báni og Katrín Ingvadótt-
ir, dansari í íslenska dansflokknum.
Höfundur tónlistar er Halldór
Björnsson. Allir eru velkomnir á
dans- og tónlistardagskrána meðan
húsrúm leyfir.
Félagsvist eldri borgara. Mið-
vikudaginn 8. mars kl. 14-16 verður
spiluð félagsvist í safnaðarheimili
Fella- og Hólakirkju. Verðlaun
verða veitt fyrir flest og fæst stig. í
kaffihléinu um kl. 15 verður ýmis-
legt til fræðslu og skemmtunar. AU-
ir eldri borgarar eru velkomnir og
þeir sem vilja láta sækja sig eru
vinsamlega beðnir um að láta vita í
síma 557 3280 eigi síðar en um há-
degi miðvikudags.
Prestar og djákni
Fella- og Hólakirkju.
Kirkjuvaka
í Hallgríms-
kirkju
í KVÖLD, sunnudagskvöldið 5.
mars, kl. 20:00 verður haldin
kirkjuvaka í Hallgrímskirkju í til-
efni af æskulýðsdegi þjóðkirkjunn-
ar. Kirkjuvakan hefur verið skipu-
lögð í samvinnu við aðila í sókninni
sem starfa með ungu fólki á einn
eða annan hátt. Dagskráin verður
mjög fjölbreytt: Unglingakór Hall-
grímskirkju og Kanga-kvartettinn
syngja, frá Tónabæ kemur frum-
samin smásaga og dansatriði,
skátafélagið Landnemar verður
með uppákomu o.fl. Að kirkjuvök-
unni lokinni verður boðið upp á létt-
ar veitingar í safnaðarsal. Allir vel-
komnir.
Reykjavíkurprófastsdæmi. Hádeg-
isfundur presta verður á morgun,
mánudag, 5. mars, kl. 12 í Bústaða-
kirkju.
Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf
fyrir 10-12 ára mánudag kl. 17.
Friðrikskapella. Kyrrðarstund í
hádegi á morgun, mánudag. Léttur
málsverður í gamla félagsheimilinu
að stundinni lokinni.
Langholtskirkja. Lestur passíu-
sálma mánudag kl. 18.
Laugarneskirkja. Morgunbænir
mánudag kl. 6.45. Mánudagskvöld
kl. 20 12 spora hópurinn. Gengið
inn um aðaldyr kirkju. Kvenfélag
Laugarneskirkju fundar kl. 20 í
safnaðarheimili.
Neskirkja. TTT, 10-12 ára starf,
mánudag kl. 16. Kirkjukór Nes-
kirkju æfir mánudag kl. 19. Nýir fé-
lagar velkomnir. Fótsnyrting á veg-
um Kvenfélags Neskirkju mánudag
kl. 13-16. Upplýsingar i síma 551
1079. Foreldramorgnar alla mið-
vikudaga kl. 10-12.
Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfé-
lagið kl. 20-22.
Árbæjarkirkja. Yngri deild æsku-
lýðsfélagsins kl. 20-22. Kirkju-
prakkarar, 7-9 ára, kl. 16-17 á
mánudögum. TTT-starf, 10-12 ára,
kl. 17-18 á mánudögum. Eldri deild
æskulýðsfélagsins kl. 20-22.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-
10 ára drengi á mánudögum kl. 17-
18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk
á mánudögum kl. 20-22.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænarefnum í
kirkjunni alla daga frá kl. 9-17 í
síma 567 9070. Marsfundur safnað-
arfélagsins í kirkjunni mánudag kl.
20. Þórunn Finnsdóttir sálfræðing-
ur flytur erindi: Áhrif foreldra í
uppeldi barna. Kaffiveitingar. Allir
velkomnir.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir
unglinga 13-15 ára kl. 20.30 á mánu-
dögum. Prédikunarklúbbur presta í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er
á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Um-
sjón dr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson.
Kópavogskirkja. Foreldrastund í
safnaðarheimilinu Borgum þriðju-
dag kl. 10. Kyrrðar- og bænastund
þriðjudag kl. 12.30.
Seljakirkja. Æskulýðsfundur í dag
kl. 20. KFUK-fundir á mánudögum.
Kl. 17.15 stelpustarf á vegum
KFUK og kirkjunnar fyrir 6-9 ára
og kl. 18.30 fyrir 10-12 ára.
Mömmumorgnar á þriðjudögum kl.
10-12.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Unglinga-
kór á mánudögum kl. 17-19. Æsku-
lýðsfélag mánudag kl. 20-22.
Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðs-
starf yngri deild kl. 20.30-22 í Há-
sölum.
Krossinn. Almenn samkoma að
Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel-
komnir.
Hvammstangakirkja. KFUM og K
starf kirkjunnar mánudag kl. 17.30
á prestssetrinu.
Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl.
11 bamaguðsþjónusta. Litlir læri-
sveinar mæta og syngja með okkur
og fyrir okkur. Kl. 14 æskulýðsguð-
sþjónusta með léttum söng og mik-
ilil lofgjörð. Prelátar sjá um tónlist-
ina og ungt fólk annast ýmsa liði
messunnar.
Fríkirkjan Vegurinn. Fjölskyldu-
hátíð kl. 11. Brauðsbrotning og
gleði í húsi drottins. Léttar veiting-
ar eftir samkomuna. Samkoma kl.
20. Brauðsbrotning, lausn og frelsi.
Ragna Björk Þorvaldsdóttir
prédikar. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía.
Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður
Halldór Lámsson. Almenn sam-
koma kl. 16.30. Lofgjörðarhópurinn
syngur, ræðumaður Halldór Láms-
son. Ungbama- og bamakirkja 1-12
ára meðan á samkomu stendur. All-
ir hjartanlega velkomnir. Mán.:
Marita-samkoma kl. 20. Ræðumað-
ur Mike Warnke.
Hjálpræðisherinn. Kl. 19.30 bæn.
Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Majór-
arnir Turid og Knut Gámst stjóma
og tala. Mánudag: Kl. 15 heimila-
samband.
Boðunarkirkjan. Daníelsbók kl.
17 í dag. Á mánudagskvöldum kl. 20
er dr. Steinþór Þórðarson með En-
oksnámskeið í beinni útsendingu á
Hljóðnemanum 107.
Hvammstangakirkja. KFUM og
K starf kirkjunnar mánudag kl.
17.30 á prestssetrinu.
Akraneskirkja. Mánudagur: Fund-
ur í æskulýðsfélaginu í húsi KFUM
og K kl. 20.
Hólaneskirkja Skagaströnd. Á
morgun, mánudag: Unglingadeild
KFUM & K kl. 20 fyrir 13 ára og
eldri.
Lágafellskirkja. Mánudagur:
Kirkjukrakkai- - starf fyrir7-9 ára
börn frá kl. 17.15-18.15. Húsið opn-
að kl. 17. Umsjón Þórdís.
Víkurprestakall í Mýrdal. Ferm-
ingarfræðsla á mánudögum kl.
13.45.
Frelsið, kristileg miðstöð. Almenn
fjölskyldusamkoma sunnudaga kl.
17.
Sérhæfð fast-
eignasala fyrir
atvinnu- og skrif-!
stofuhúsnæð[__jPASTE I G N AS AL-A
Austurstræti 18 sími 55 - 12345
STÓREIGN
Amar Söívason,
sölumaður
Jón G. Sandholt,
sölumaður
Gunnar Jóh. Birgisson hri.
löggiltur fasteignasali
Sigurbjöm Magnússon hri.
löggiltur (asteignasali
Grandavegur 47, Reykjavík.
Erum með í einkasölu fallega 4ra herbergja íbúð
114,6 fm á 2. hæð í þessu glæsilega fjölbýli,
suðvestur svalir, íbúðin er laus í mars. Verð kr.
15.300.000. Ath. íbúðina má eingöngu selja
félagsmönnum í Félagi eldri borgara. Allar nánari
upplýsingar veittar í síma eða á skrifstofu okkar.
Opið i dag, sunnudag, milli kl. 12 og 15
Hrafnshöfði - Mos. Nýtt og vel
skipulagt steinsteypt 151,8 fm einbýli á
einni hæð með 26,7 fm bílskúr. I húsinu
eru þrjú svefnherbergi og tvær stofur.
Húsið er til afhendingar fullbúið að utan og
fokhelt að innan t júní nk. Teikn. á
skrifstofu. V. 11,9 m. 2574
Hléskógar - tvib. Sérlega glæsilegt hús á
tveimur hæðum með Iftilli séríbúð. Glæsil.
stofur og 5 svefnherb. Húsið er mikið endum. á
einstaklega smekkl. hátt. Fullbúinn rúmg.
bflskúr. Ahv. 7,3m. V. 22,9 m. 1929
Barmahlíð. Nýkomin í einkasölu u.þ.b.
100 fm efri sérhæð ásamt 28 fm bílskúr.
Hæðin skiptist i tvö svefnherb. og tvær
samliggj. stofur, eldhús og bað.
Endurnýjað baðherb. Góður bílskúr. Eignin
getur losnað fljótlega. V. 11,9 m. 2131
Laugavegur - verslunarhúsn. Höfum
fengið ( einkasölu u.þ.b. 300 fm nýbyggingu á
horni Laugavegs og Snorrabrautar. Um er aö
ræða hús á þremur hæðum. Á 1. og 2. hæð er
verslunar- eða þjónusturými og á 3ju og efstu
hæð er gert ráð fyrir skrifstofum. Húsnæðið
selst eða leigist I einu lagi. Húsiö verður tilbúið
til afhendingar 1. júnf nk. Nánari uppl. gefur
Karl á skrifstofu Miðborgar. 2295
Sklldinganes - nýbygging. Vorum að tá
f einkasölu glæsilegt 234 fm einbýli á einni hæð
með 40 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað.
Fjögur góö svefnherbergi og góöar stofur.
Húsió mun standa á góöri 805 fm eignarlóð og
er til afhendingar vor/sumar 2000, fullbúið að
utan en tilb. til innréttinga aö innan. V. 23,0 m.
2533
Hverafold. Falleg 90 fm íbúð á 2. hæö I
góöu fjölbýli í Grafarvoginum. fbúðin er öll
parketlögð með sérþvottahúsi. Gott skipulag
og tvö stæði í bilgeymslu fylgja. V. 10,9 m.
2594
Bergþórugata. Vorum að fá í solu
góða 4ra herb. um 100 fm Ibúð á tveimur
hæðum ( litlu fjölbýli á þessum eftirsótta
stað. Gott skipulag. Parket og flisar.
Grillsvalir. Sameign nýlega yfirfarin. Áhv.
4,1 m. húsbréf V. 13,9 m. 2602
Vorum að fá í einkasölu mjög fallega og skemmtilega íbúð í
kjallara í góðu 6 íbúða húsi í Vesturbæ. Sérinngangur. Baðher-
bergi flísalagt í hóif og gólf. Hjónaherbergi með eikarparketi.
Flísar á stofu og borðstofu. Töluvert endurnýjað, ný aðaltafla,
dren og pípulagnir. Verð 7,5 millj. Áhv. 3,7 millj. í húsbréfum.
Hafið samband við Sigurlaugu Bened. og Sigurð Guðjónss.
í síma 562 3334 og 560 1000.
Vorum að fá í einkasölu 410 fm mjög gott húsnæði með mikilli
lofthæð, og tveimur stórum innkeyrsludyrum. Húsið er nær
viðhaldsfrítt að utan. Frábær staðsetning, mikil og góð lóð.
Mjög hentugt húsnæði fyrir hverskonar þjónustu.
í^á^yaoTfi
Suðurlandsbraut 54 - Við Faxafen - 108 Reykjavík
Sími 568 2444 - Fax 568 2446
L INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. J
EIGNA ??§§
SNAUST Vitastíg 12
Þórarinn Jónsson hdl., löggiltur fasteignasali.
Svavar Jónsson sölumaður, Jón Kristinsson sölustjóri.
Okkur bráðvantar allar eignir á skrá
vegna mikillar sölu undanfarið
2ja herb.
Laugavegur 2ja herb. tbúð á 3. hæð í lyftuhúsi með bílskýli í nýl. húsi. Verð 7,3
millj.
ÞvertlOlt 2ja herb. íbúð á 2. hæð með góðum innr. Verð 6,2 millj.
3 herbergja
Laugavegur 3ja herb. íbúð, mikið endumýjuð. Verð kr. 6,5 millj.
4 herbergja
Hlíðahverfi 4ra herb. falleg íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr.
Hvassaleiti Glæsileg 4ra herb. Ibúð á 3. hæð. Einungis í makaskiptum fyrir 2ja
herb. íbúð á svæði 101-108.
Atvinnuhúsnæði
Viðarhöfði 120 fm atvinnuhúsnæði með lofthæð ca 4,5 m. Fturðastærð 4,3 x 4,8.
Áhv. langtímalán.
Saltfiskverkun Til sölu saltfiskverkun á einum besta stað í Hafnarfiröi. Fullbúin
með öllum tækjum og áhöldum. m.a. flatningsvél, hausara, fésara, lyftara, vigtum, kör-
um. Húsnæðið er nýlegt u.þ.b. 200 fm og i mjög góðu ástandi. Upplýsingar á skrif-
stofu.
Drangahraun Hafnarfirði Ca 800 fm stáigrindarhús. Mikii lofth. ca 4.000 fm lóð.
Eyjaslóð Laust strax ca 1.000 fm. Ýmis skipti koma til greina, helst á nýbyggingu.
Hólmaslóð Ca 1.000 fm með góðum leigusamningi og ca 600 fm, tilbúið fyrir fisk-
verkun.
Nýbygging
Skúlagata Glæsilegar fbúðir. Ýmsar stærðir t.d. 4 herb. 120 fm. örfáar íbúöir eftir af
4ra herb. íbúðirnar verða afhentar tilbúnar til innr. fljótlega. Teikn. og uppl. á skrifstofu.
Einbýli
Seltjamarnes Höfum fengið t einkasölu glæsilegt 273 fm einb. á 2 hæðum ásamt
tvöf., bílskúr. Falleg gróin lóö með skjólveggjum. Uppl. og teikningar aðeins á skrif-
stofu.
Jörfagrund raðhús Rvk. (Kjalames) Húsið verður afhent tilbúið til innr. og full-
búið að utan en ómálað, með grófjafnaðri lóð. Teikn. á skrifst. Verð 11,5 millj.
Fjallalind 155 fm timburhús ásamt bílskúr, fullfrág. að utan, fokhelt að innan,
grófjöfnuð lóð. Verð 12,4 millj.
Fyrir fjárfesta Ca 350 fm verslunarhúsn. í Vesturbænum. Allt í útleigu. Upplýsingar
aðeins á skrifstofu.
Boðahlein Eldri borgarar. Til sölu endaraðhús ásamt bílskúr.
Tvær orlofsíbúðir á Akureyri til sölu eða t skiptum fyrir íbúðir í Stykkishólmi
eða nágrenni.