Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
ÍDAG
Morgunblaðið/Ómar
Skdgarþröstur
Söngur að vori
Mannsævinni er gjarnan líkt við ferða-
lag, þótt menn greini á um, hvert ferð-
inni sé heitið. Stefán Friðbjarnarson
staldrar við þessa líkingu með viðkomu í
skáldsögunni Slóð fíðrildanna.
hungurmorð; gylliboð og svik, öf-
und og fláraeði. Einum er sigað á
annan og mannfólkið sífellt dreg-
ið í dilka. Við heyrum hvísl í
skúmaskotum og vitum að þar er
lagt á ráðin. Nei, verk hans fara
ekki fram hjá neinum. Hann er
alltaf að, sá úr neðra. - En þú?
Hvað með þig? Hvar ert þú þegar
þín er þörf? Hvers vegna felur þú
þig þá í þokunni?" Þannig spyr
sögukonan sjálfa sig. Spumingar
hennar eru til okkar alíra.
Heimsstyrjöldin síðari er löngu
liðin. En hvað um illskuna og öfg-
amar, sem að baki hennar
bjuggu? Hvað um Kosovo? Hvað
um Tsjetsjníu? Hvað um hernað-
arátök og hryðjuverk víða um
heim, hungur tugmilljóna manna
og ótímabæran dauða milljóna
fólks úr sjúkdómum, sem hefði
mátt vinna bug á, ef lærðir lækn-
ar og lyf hefðu verið fyrir hendi?
Hvar vómm við þá, hvar emm við
nú, hagsældarfólkið? Þar sem
neyðin og þörfin hrópa á okkur?
Eða eram við falin í velferðarþok-
unni?
Víst er margt vel gert til hjálp-
ar þurfandi fólki á hörmun-
garsvæðum á 2000. ári frá Krists
fæðingu. Sameinuðu þjóðirnar,
Rauði krossinn, Hjálparstofnanir
kirkjudeilda og heilbrigðisstofn-
anir margs konar vinna baki
brotnu að hjálparstarfi. Þetta
starf ber að meta og þakka. Það
er hluti af fegurðinni og kærleik-
anum í tilverunni. Afskiptaleysi of
margra - einstaklinga og þjóða -
veldur því á hinn bóginn, að getan
til að gera hið góða er takmörkuð.
„Ég er að búast til brottfarar.“
Þetta em upphafsorð bókarinnar
Slóð fiðrildanna. Við emm, hvert
og eitt, alla ævina að búast til
brottfarar. Gárangamir segja að
aðeinst tvennt sé öruggt og ófrá-
víkjanlegt í mannheimi: skattarn-
ir og þessi brottför, þegar jarð-
arskeiðið er á enda gengið. Málið
er: hvem veg búumst við til þess-
arar brottfarar? Ekki kann
pistlahöfundur að greina frá hinni
einu sönnu brottfararuppskrift.
Og máski eru uppskriftimar fleiri
en ein og fleiri en tvær? En næsta
víst er að í þeim öllum er hjálp-
semin, miskunnsemin og ná-
ungakærleikurinn uppistaðan.
Það sem við gerum „minnstu
bræðrum“ meistarans. Þess
meistara sem ljær geislastafi
ljóssins til göngunnar inn í fyrir-
heitna landið. Þangað sem fuglar
syngja á vori eilífðar; líka hrím-
fuglar úr dimmum dal mannlegra
mistaka.
ÞAÐ eru ár og dagar síðan
pistlahöfundur hefur lesið
betri skáldsögu en „Slóð
fiðrildanna" eftir Ólaf Jóhann Ól-
afsson. Bókin hefst á þessum orð-
um: „Ég er að búast til brottfar-
ar.“ Það er sögumaður
bókarinnar, Asdís Jónsdóttir,
sem talar. Hún er fædd á Kópa-
skeri, í litlu kauptúni á ströndu
hins yzta hafs, en rekur, komin til
vits og ára, sveitahótel í Eng-
landi. Bókin lýsir forvitnilegri
persónu og fléttar íslenzk örlög
inn í sögu Evrópu á tímum heims-
styrjaldar og öfga.
„Ég er að búast til brottfarar"
eru upphafsorðin. Lokaorðin
minna hins vegar á leiðarlok:
,A nóttunni dreymir mig iðu-
lega sama drauminn. Ég er stödd
í björtu tunglsljósi úti í garði.
Tína mín (heimilishundurinn) er
hjá mér. Handan lækjarins
standa tveir hestar og horfa yfir
til mín. Mér fínnst ég sjá hvítuna í
augum þeirra. Það er hrím á
y grösum, en samt er mér ekki kalt
þegar ég legg af stað. Ég hef ekki
gengið lengi þegar ég átta mig á
því að ég styðst báðum höndum
við grannan geislastaf frá tungli.
Það kemur mér alltaf jafn mikið á
óvart og ég krýp ósjálfrátt niður
og teikna með honum lítinn söng-
fugl í hrímið. - Þegar ég vakna,
leggst einhvern veginn í mig að
hann muni syngja að vori“.
Á milli upphafs og endis bókar-
innar, sem hér hefur verið vitnað
til, er mögnuð íslenzk örlagasaga,
fegurð og ljótleiki, hamingja og
sársauki, hjartahlýja og þelið
kalt. Frásegjandi, fædd á Kópa-
skeri, með sveitir Þingeyjarsýslu
allt um kring, hefur að sjálfsögðu
litið ægifegurð íslenzkrar nátt-
úru: Ásbyrgi, Dimmuborgir,
Goðafoss, Laxá, Mývatn, Slútnes,
hverasvæðin við Mývatn o.s.frv.
o.s.frv. Að ógleymdum kletta-
ströndum Melrakkasléttunnar.
Og að ógleymdri fegurðinni sem
gott fólk geymir og gefur af.
Sögumaður sér einnig illskuna
og ljótleikann í henni veröld,
illsku og ljótleika heimsstyrj-
aldaráranna, helförina og atóm-
sprengjuna. Hún lifír, eins við öll,
baráttuna milli hins góða og illa, '
f, sem hvarvetna segir til sín: í um-
heiminum, í þjóðfélagi okkar - og
á stundum í hugar- og sálar-
baráttu okkar sjálfra.
í Slóð fiðrildanna er hönnuði
illskunnar lýst þannig: „Nei, sá
liggur ekki á liði sínu, enda sést
afrakstur verka hans daglega.
Styrjaldir, sjúkdómar, dauði og
VELVAKAIVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Þorskalýsi eða
hákarlalýsi
í SJÓNVARPINU eru oft
auglýsingar sem hvetja
fólk til mjólkurdrykkju og
er sagt að kalkið í mjólk-
inni sé nauðsynlegt til upp-
byggingar og viðhalds
beina. Einnig er tekið fram
að til þess að kalkið nýtist
þurfi D-fjörefni. Þetta er
nú gott og blessað. Reynd-
ar skil ég ekki hvernig
stendur á því að konur í
Hong Kong eru með meiri
beinþéttni en íslenskar
konur miðað við aldur.
Skyldu þær drekka mjólk?
Mig grunar að þær drekki
enga mjólk. Þær fá hins
vegar meira sólarljós á sig
en íslenskar konur, en fyrir
áhrif þess getur líkaminn
myndað sitt eigið D-fjör-
efni. Sýnt hefur verið fram
á að D-fjörefni er mjög
mikilvægt til uppbygging-
ar beina. Hér á landi er
unnt að velja úr ýmsum D-
vítamíngjöfum sem fæðu-
bótarefnum sem þörf er á,
einkum yfir veturinn. Þá
dettur manni fyrst í hug
lýsi. En lýsi er ekki allt
eins. Það eru ekki allir sem
taka eftir því að í hákar-
lalýsi er nánast ekkert D-
fjörefni. Þeir sem taka
hákarlalýsi hafa tröllatrú á
því og taka yfirleitt ekki
annað lýsi þar sem þeir eru
jú að taka lýsi. Að vísu er
hákarlalýsi hollt í hófi þar
sem það inniheldur mjög
mikið af A-vítamínum.
Nú er ég af þeirri kyn-
slóð sem gekk í gegnum þá
þolraun í barnaskóla í
mörg ár að hellt var dag-
lega ofan í mig lýsi í skól-
anum. Vafalaust má ég
þakka fyrir þetta enda
losnaði ég við beinkröm, að
vísu einnig með aðstoð sól-
arljóssins sem nú er litið
hornauga. Eftir lýsispín-
inguna fékk ég þvílíkt ógeð
á lýsi að ég hefi nánast ekki
tekið það síðan. Hins vegar
var Frískamín vinsælt hjá
mér í mörg ár. Það inni-
heldur líka D-fjörefni og er
framleitt af Lýsi hf. en þeir
nota þó ekki lýsi í þá fram-
leiðslu. Nú hef ég skyndi-
lega uppgötvað að Krakka-
lýsi sem Lýsi hf. framleiðir
er alveg bragðlaust og skil-
ur ekki eftir óbragð í
munninum allan daginn
eins og þorskaiýsið í gamla
daga. Þetta finnst mér frá-
bær framleiðsla og mæli
með því að viðkvæmir taki
það inn.
Nú er það svo að ekki má
taka of mikið hvorki af A-
né D-fjörefni. Þá er ég með
vissar athugasemdir. Þeg-
ar ég var ung var fólki ráð-
lagt að taka eina matskeið
af þorskalýsi (15 ml) eða
eina barnaskeið af ufsalýsi
(10 ml). Þetta eru núna
taldir of stórir skammtar.
Á þorskalýsisflösku stend-
ur að fólki sé ráðlagt að
taka eina til tvær teskeiðar
ádag.
Til þess að fá frekari
upplýsingar hringdi ég í
Lýsi hf. og fékk viðtal við
Jón Ögmundsson efna-
fræðing og spurði hvers
vegna fólki væri ráðlagt að
taka jafnvel 2 teskeiðar af
þorskaiýsi en það er tvö-
faldur ráðlagður dag-
skammtur (RDS) sam-
kvæmt merkingu á
þorskalýsisflöskunni.
Hann tjáði mér að munur
væri á ráðleggingum frá
Manneldisráði og því sem
kveðið er á um í „reglugerð
um merkingar matvæla á
Isiandi“, en þar eru 5
míkrógrömm ráðlagður
dagskammtur. Manneldis-
ráð ráðleggur fólki hins
vegar að taka í mesta lagi
tvær teskeiðar af þorska-
lýsi á dag en í þeim eru 10
míkrógrömm af D-fjörefni
(samsvarandi 400 alþjóð-
legum einingum, 200%
RDS).
Nú vakna einnig spurn-
ingar um uppsöfnuð eitur-
efni. Það er t.d. vitað að
díoxín safnast fyrir í lifur
sjávardýra. Er þetta efni
fjarlægt bæði úr þorskaiýsi
og þá sérstaklega úr há-
karlalýsi, en hákarlaiifur
hefur mælst með margfait
meira magni díoxíns en
þorskalifur að fræðingar
hafa tjáð mér er fást við
mengunarrannsóknir. Er
magn díoxíns undir leyfi-
legum mörkum í bæði
þorskalýsi og hákarialýsi.
Gott væri að fá svör við
þessu frá framleiðendum.
Unnur Skúladóttir.
Tapad/fundiö
Snjóþota í óskilum
LILLABLÁ snjóþota er í
óskilum á Flyðrugranda.
Upplýsingar í síma 551-
3742.
Kápa týndist
á Nelly’s
GRÁ, hnésíð kápa týndist á
Nelly’s laugardagskvöldið
26. febrúar sl. Kápan hefur
það sérkenni að talan á
bakinu er öðruvísi en á
framan. Skilvís finnandi er
vinsamlegast beðinn að
hafa samband við Huldu í
símum 698-7366 eða 557-
9295.
Kápa tekin
í misgripum
SÍÐASTLIÐIÐ laugar-
dagskvöld, 26. febrúar, var
ný svört kápa tekin í mis-
gripum á Sportkaffi. Káp-
an er grá, hnésíð með klauf
að aftan. í annarri erminni
var silfurgrár trefill og út-
prjónaðir vettlingar. Þeir
eru brúnir í aðallit með
svörtu, hvitu og gráu
munstri. Vettlingarnir eru
prjónaðir af ömmu vinkonu
minnar og eru í miklu upp-
áhaldi. Fundarlaun. Upp-
lýsingar í síma 695-9663
eftir kl. 17 eða 565-4275.
Adda.
Dýrahald
Hvolpar fást gefins
ÞRIR tólf vikna gamlir
hvolpar, búsettir í Vík í
Mýrdal, fást gefins á góð
heimili. Þeir eru blandaðir
af Labrador og Border
Collie, svartir, hvítir og
brúnir að lit. Upplýsingar
gefur Gunnar í síma 487-
1465.
Kisa í óskilum
LÍTIL svört kisa fannst í
Mosfellsbæ þriðjudaginn
29. febrúar sl. Hún er með
hálsól, en ómerkt. Upplýs-
ingar gefur Katrín í síma
861-2565.
Köttur fæst gefins
MJÖG fallegur 6 mánaða
bröndóttur kisi fæst gefins
á gott heimili. Hann er kel-
inn enda heitir hann Keli.
Upplýsingar í síma 565-
5607.
Víkverji skrifar...
FYRIR nokkrum misseram
kvartaði Víkveiji sáran yfir
þeim hvimleiða sið kvikmyndahús-
anna á íslandi að gera hlé á sýning-
um sínum einmitt þegar leikur
stendur sem hæst. Gerði hann eink-
um athugasemd við að forsvarsmenn
kvikmyndahúsanna skyldu aldrei
taka tillit til þess að sumar myndir
einfaldlega mættu ekki við hléum
sökum framvindu og samhengis.
Víkveiji hvatti til þess að hléin yrðu
aflögð en til vara fór hann fram á
það að kvikmyndahúsin sæju sóma
sinn í því að auglýsa að minnsta
kosti hvaða sýningar væru ekki með
hléi, til að koma til móts við óskir
þeirra sem telja hléin til baga. Á sín-
um tíma fengu umkvartanir Vík-
veija engin viðbrögð en nú hefur það
hins vegar gerst að Háskólabíó hef-
ur tekið að auðkenna með rauðu í
auglýsingum sínum í Morgunblaðinu
á hvaða sýningum ekki verða gerð
hlé. Sér Víkverji ástæðu til að fagna
þessu sérstaklega, enda vart til of
mikils ætlast, og hvetur önnur kvik-
myndahús til að fara að fordæminu.
xxx
RANGURSTENGING launa
hefur verið mikið í umræðunni
upp á síðkastið vegna frétta af gríð-
arlegum launum stjómenda Fjár-
festingarbanka Atvinnulífsins. Því
var laumað að Víkverja hvort ekki
væri rétt að koma þessu tískufyrir-
bæri, árangurstengingu launa, inn í
skólakerfið. Til dæmis með því að
finna kennarann sem Bjarni Ár-
mannsson, forstjóri FBA, var hjá á
sínum tíma og verðlauna hann ríku-
lega!
XXX
Víkverja er ákaflega annt um ís-
lenska tungu og brá í brún þeg-
ar hann kom á fjölsóttan stað í
Reykjavík um daginn.
Við hlið tunnu sem sérstaklega
var ætluð fyrir plastflöskur undan
gosdrykkjum sem seldir era á staðn-
um, blasti við þessi áletran: Allar
flöskur hjarna.
XXX
TÓRMÓT ÍR í frjálsíþróttum er
orðinn árlegur viðburður. Vík-
verji hefur mætt í Laugardalshöll í
öll skiptin sem mótið hefur verið
haldið og ætíð skemmt sér konung-
lega.
Enginn ætti að verða svikinn sem
mætir í Höllina í kvöld því svo virð-
ist sem ÍR-ingum hafi tekist að
smala stórgóðum keppendum í allar
greinar. Völu Flosadóttur stendur
til boða nýr jeppi að gjöf frá fyrir-
tæki í borginni setji hún Evrópumet
í stangarstökki en Víkveiji telur
raunar heldur ólíklegt að hún bæti
sig svo verulega að hún eignist bílin.
En Leppin-umboðið, sem heitir bíln-
um á hana, fær eflaust fína auglýs-
ingu.
Vala hefur hæst stokkið 4,45
sentimetra en Evrópumetið er 4,56.
Hún þarf því að fara yfir 4,57 senti-
metra - bæta sig um 12 sentimetra.
Og þó, það er aldrei að vita hveiju
Vala tekur uppá.
xxx
YÍKVERJI er mikill áhugamaður
um íþróttir eins og lesendur
hans granar ef til vill. Hann gleðst
því mjög yfir þeirri nýbreytni, sem
sagt var frá í Morgunblaðinu í gær,
að sýnt verði beint frá svigkeppni
karla og kvenna á landsmótinu í rík-
issjónvarpinu sunnudaginn 30. apríl.
Mótið er haldið í Bláfjöllum í tilefni
þess að Reykjavík er ein menningar-
borga Evrópu og þessi beina útsend-
ing mun tilkomin vegna þess. Varla
þarf að taka fram að þetta er í fyrsta
sinn sem sýnt verður beint í sjón-
varpi frá landsmóti á skíðum. Vík-
verji er viss um að gaman verður að
fylgjast með keppninni í sjónvarpinu
- ef veður leyfir ...
xxx
JUPP Heynckes, þýski knatt-
spyrnumaðurinn kunni, sem nú
þjálfar Benfica í Portúgal, segir í
nýlegu viðtali við Welt am Sonntag,
sem vitnað er til í Morgunblaðinu á
fimmtudaginn, að besta knattspyrna
í heimi sé leikin á Spáni. Svo óheppi-
lega vill til að Heynckes sagði þetta í
tilefni leiks Real Madrid og Bayem
Munchen á þriðjudagskvöldið, þar
sem Þjóðveijamir gerðu sér lítið
fyrir og sigraðu spænska liðið í
Madrid 4:2 í stórgóðum leik. En
þrátt fyrir þetta er Víkverji helst á
því að Heynckes hafi hárrétt fyrir
sér.
Þó að efsta lið spænsku deildar-
innar, Deportivo La Coruna, hafi
steinlegið fyrir Arsenal í London á
fimmtudagskvöldið er ekki annað
hægt en fullyrða að spænska knatt-
spyrnan sé mjög góð og skemmtileg.
Liðin þar leggja nær undantekning-
arlaust áherslu á sóknarleik, leik-
menn þeirra eru mjög flinkir og
fljótir og jafnan unun að horfa á
spænsk lið.
Þrjú góð dæmi um það hafa sést á
sjónvarpsstöðinni Sýn á einni viku:
viðureign Real Madrid og Barcelona
á laugardagskvöldi fyrir viku, áður-
nefndur leikur Real og Bayern (þar
sem leikmenn Real gerðu marga
góða hluti þrátt fyrir tap, en þýska
liðið lék einfaldlega stórkostlega) og
svo sigurleikur Barcelona á Porto á
miðvikudagskvöldið. Þvílík veislu-
höld!