Morgunblaðið - 05.03.2000, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 05.03.2000, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 Marstilboð á sýningarvélum Sýningartjöld • Sýningarborö 1 Fréttir á Netinu ^mbl.is FÓLKí FRÉTTUM Foo Fighters spila McCartney ENN eru gerðar skífur þar sem tónlistarmenn votta heldri spá- mönnum virðingu sína með því að flytja vel og miður vel valin lög þeirra. Nú er röðin komin að Paul McCartney virðingarvotti. Það eru að megninu til amerískir ný- rokkarar sem það gera og má þar helsta geta Foo Fighters, sem glíma við „Jet“, Ben Folds Five spreyta sig á „Listen To What The Man Said“ og Barenaked Ladies taka „Junk“. Ennfremur mun Echo & The Bunnymen bregða við með hinu hugljúfa „My Love“ svo og tveimur lista- mönnum sem sótt hafa ríkulega í brunn MacCartneys, þeim Neil Finn fyrrverandi Crowded Hou- se-manni og Karl Wallinger í líki sveitar sinnar World Party, sem ætlar að flytja sína útgáfu af „Teddy Boy“. Spennandi verður síðan að sjá útkomu samstarfs milli XTC og gamanleikarans Johns Cleese sem ætla að flytja „Uncle Albert/Admiral Halsey“. Rúsínan í pylsuendanum verð- AP Paul McCartney á marga unnendur úr röðum tónlistar- manna ur síðan útgáfa Beach Boys-goð- sagnarinnar og góðvinar McCartneys, nefninlega Brians Wilsons á laginu „Dear Boy“ sem Bítillinn íyrrverandi flutti upp- runalega á „Ram“ frá 1971. Sannarlega fríður hópur fólks sem vonandi sýnir vinsælasta lagahöfundi allra tíma tilhlýði- lega virðingu. Gert er ráð fyrir að útgáfa verði með haustinu. S^/HSKIPTI^ MYNDfflOfiV^i^i vmsieuRRos www.sarnskipti.is í tilefni af tónleikum Sigur Rósar miðvikudaginn 15. mars nk, býðst gestum mbl.is tækifæri til að skrá sig með tölvupósti og lenda í lukkupotti sem Hljómalind dregur út. Dregnir verða út nokkri heppnir þátttakendur sem eiga kost á að vinna: Sigur Rós og Hilmar Örn Hilmarsson halda ferna tónleika víða um land ítilefni útgáfunnar. Eiginlegir útgáfutónleikar disksins verða síðan í íþróttasal Menntaskólans við Sund 15. mars nk., en þá kemur diskurinn út. • Miða fyrir tvo á tónleika Sigur Rósar • Geisladiskinn Englar alheimsins Á mbl.is geturðu einnig skoðað viðtöl við Sigur Rós og Hilmar Örn Hilmarsson, sem samdi tónlistina í Englar alheimsins ásamt því að geta séð greinar sem hafa birst í Morgunblaðinu. Lestu viðtölin og njóttu tónlistar: • Sigur Rósar úr kvikmyndinni Englar alheimsins og • Hilmars Arnar úr Englar alheimsins Vinnið miða á tónleikana! Tónleikarnir verða sem hér segir: Sauðárkróki 8. mars. Akureyri 9. mars. Keflavík 12. mars. Reykjavík 15. mars. Hægt er að panta miða á tónieikana í forsölu á mbl.is, og einnig er hægt að tryggja sér eintök af disknum. /g>mbl.is -~ALLTAf= dTTHWXG A/YTT Stutt Pantaði leigumorð- ingjaí gegnum Netið ►KONA nokkur í Svíþjóð er grunuð um að hafa pantað leig- umorðingja í gegnum Netið til að koma eiginmanni sinum fyrir kattarnef. Þar með er ekki öll sagan sögð því hún mun hafa boð- ist til að borga greiðann með blíðu. Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við sænsk yfirvöld er hún kom auga á auglýsingu á heimasíðu konunnar. Konan sem er 42 ára að aldri óskaði eftir sjálfboðaliða til að hrinda eigin- manni sfnum í veg fyrir lest og bauðst til að borga með bliðu sinni i staðinn. Hún er nú yflr- heyrð af lögreglu og gæti verið dæmd í fangelsi til margra ára. Priestley flutt- ur til London ►LEIKARINN Jason Priestly sem lék í þáttunum Beverly Hills 90210 er fluttur til London. Þar Bmun hann feta í fótspor annarra stjarna úr Hollywood og spreyta sig á sviðinu á West End. Leikritið kallast Side Man og er sýnt i Apollo-leik- Jason húsinu. Hann Pnestly lék á sviði áður en hann fór í sjónvarpið en hefur ekki komið á fjalirnar í heilan ára- tug. Hann mun leika aðalpersón- una í verkinu sem er djass-tónlist- armaður á barmi taugaáfalls. Hundar eru líkir börnum ►EFTIR ÞÚSUNDA ára þróun hefur besti vinur mannsins, hund- urinn, þróast út í það að verða einn af fjölskyldunni samkvæmt grein í tímaritinu New Scientist. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar í Búdapest er greinilegt að hundar tengjast eigendum sfn- um á sama hátt og börn tengjast foreldrum sínum. „Lfkt og smá- börn eru mismikið háð og tengd foreldrum sfnum eru hundar mis- mikið tengdir eigendum sfnum,“ sagði Adam Miklosi við Lorand Iiáskólann f Búdapest. Samkvæmt könnuninni eru börn tilbúin að kanna nýtt umhverfi ef móðir þeirra er nærstödd en verða mið- ur sín ef hún fer og það sama má segja um hunda og eigendur þeirra. Santana fær sitt eigið torg ►í AUTLAN de Navarro, fæðing- arstað mexíkóska tónlistarmann- sins Carlos Santana, er fyrirhugað að gera styttu af honum og koma henni fyr- ir á torgi sem helgað verður honum. Einnig verður gata í bænum nefnd eftir honum. Santana flutti ungur að árum til Bandaríkj- anna þar sem hann hóf tónlistar- feril sinn sem spannar nú um 30 ár. í heimabænum búa um 80 þús- und manns og eru allir spenntir yf- ir byggingu torgs til heiðurs hon- um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.