Morgunblaðið - 05.03.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 57
FÓLK í FRÉTTUM
i*
Fyrír 5-12 og 15-17 ára. Ra3a3 i hópa eftír aldrí, mest 5 i hóp.
Námskeiðið er 1. klst., einu sinni i viku i 8 vikur og fer fram
í Félagsmiðstöðinni Tónaboe. Námskeiðið hefst fyrstu vikuna i mars.
Skráning í síma 565 4464 og 897 7922.
Attir fara á skrá hjá okkur og munum við vetja nemendur
i vcentanteg verkefni.
TÓNLISTIN í Englum
alheimsins er eftir
Ililmar Örn Hilmars-
son, utan að Sigur Rós
á tvö lög undir lok
myndarinnar. Hilmar er afkasta-
mikill kvikmyndatónlistarsmiður
og hefur meðal annars unnið til
verðlauna fyrir tónlist sína;
hreppti Felix-vcrðlaunin fyrir
tónlistina í Börnum náttúrunnar.
Eftir rúma viku kemur úrval
tónlistarinnar við myndina út á
diski, fimmtán lög eftir Hilmar
Örn og lögin tvö með Sigur Rós. í
tilefni af því leggja Ililmar Orn
og hljómsveitin upp í stutta tón-
leikaferð, halda ferna tónleika.
Fyrstu tónleikarnir verða á Sauð-
árkróki 8. mars næstkomandi, þá
koma tónlcikar 9. mars á Akur-
eyri, 12. mars í Keflavík og loks
verða tónleikar í Menntaskólan-
um við Sund 15. mars, sama dag
og platan kcmur út.
Tónlistin samin með
aðalpersónuna í huga
Hilmar segist hafa verið búinn
að finna nokkuð af hugmyndum
áður en myndin var tekin, en
hann hitti Friðrik Þór Friðriks-
son, leikstjóra myndarinnar, í '
Kaupmannahöfn og fékk hjá hon-
um handritið nokkru áður en tök-
ur hófust. „Ég samdi tónlistina
með tilliti til aðalpersónunnar,
reyndi að birta hugarheim henn-
ar og upplifanir; einskonar sin-
fóníu í hausnum á persónunni.
Hún dregur mið af þvi sem hefur
áhrif á [aðalsöguhetjuna] Pál, þá
tónlist sem hann er að hlusta á
og líka hin sífellda umbreyting
sem er í gangi þegar allt er að
breytast í eitthvað allt annað.“
Hilmar segir að eina sem hann
hafi hræðst í handritinu var
hversu myndin var hugsuð í
ákveðnum tíma, en með því að
Friðrik gcrði myndina óháða
ákveðnu tímaskeiði var það
vandamál úr sögunni.
Hilmar segir að þar scm mynd-
in hafi vcrið unnin á miklum
hraða þurfti hann líka að vinna
hratt og fékk í hendurnar allar
tökur um leið og búið var að
færa þær á band. „Ég fékk að-
stöðu þar sem ég gat farið yfir
tökurnar jafnóðum og unnið tón-
listina í samræmi við það, fellt
hana að útliti myndarinnar,
áferðinni og leikstílnum. Þegar
myndin var síðan klippt hafði ég
stuttan tíma til að ljúka mínu
verki og forvinnan kom þá að
góðum notum og ekki síst einstök
samvinna við Kjartan Kjartans-
son sem gerði þetta kleift.
Hilmar segir að tónlistin hafi
eðlilega breyst allmikið frá því
sem hann hugsaði sér í fyrstu og
þá helst að hann tempraði hana
mun meira en hann hafði hugsað
Morgunblaðið/Golli
Stj órnað að ofan
sér í upphafi. „Þegar ég sá loka-
gerð myndarinnar fannst mér ég
verða að gæta mín á því að segja
ekki of mikið með tónlistinni; það
eru svo gríðarlega sterkar til-
finningar í gangi í myndinni að
það var ekki á bætandi að hafa
tónlistina eins sterka.“
Hilmar segir að yfirleitt sé
málum svo háttað með kvik-
myndatónlist hans að tónlistin
eigi ekki standa ein og sér, hon-
um finnist það oft móðgun við
tónlist og kvikmynd að skilja þar
á milli. „Tónlistin við Engla al-
heimsins finnst mér aftur á móti
vel geta staðið ein, enda er hún
ekki að segja eins mikla sögu
eins og oft er. Á disknum er hún
í réttri tímaröð miðað við mynd-
ina og það gengur til að mynda
vel upp finnst mér og þróunin í
henni greinileg. Ekki má þó
gleyma því að á disknum er ekki
nema um helmingur af tónlistinni
í myndinni."
Ræturnar
á Gauknum
Þeir Georg Ilóim, Orri Páll
Dýrason og Kristinn Sæmundsson
segja stutta sögu þcgar þeir eru
spurðir um hvers vegna Sigur
Rós eigi lag í myndinni og hvers
vegna það séu einmitt þau lög
sem falla svo vel að henni: „Þetta
á allt rætur að rekja til tónieika
sem við hélduin á Gauknuin þar
sem okkur langaði að gera eitt-
hvað öðruvísi og taka Iög eftir
aðra, nokkuð sem við höfðum
ekki gert áður. Við lékum þar
þrjú lög, Ég fæ jólagjöf, af því
þetta var rétt fyrir jól, Bíum-
bíumbambaló og dánarfregnastef-
ið vegna þess að við höfum haldið
upp á það frá því við vorum börn.
Þessi lög áttu bara að heyrast á
þessum tónleikum, en þegar stóð
til að gefa út tólftommu fannst
okkur kjörið að setja þau á hana
til að vera ekki að setja þrjú eða
fjögur lög af stóru plötunni. Við
bókuðum okkur því í hljóðver en
rétt þegar við vorum búnir að því
kom ósk frá Islensku kvikmynda-
samstcypunni um að fá lag í
myndina, þetta var eins og ein-
hver hefði stjórnað þessu að of-
an.“
Hilmar segir að upphafleg hug-
mynd hafi verið sú að hafa lag í
endanum „og Friðrik vissi strax
hvaða hljómsveit hann vildi fá til
að leggja til lag, enda hafði hann
heyrt í Sigur Rós. Þegar hann
sagði mér frá því hvað hann væri
að pæla sagði hann að þeir Sigur
Rósar strákar væru tónlistarlegir
launsynir mínir, sem ég tók mjög
fagnandi enda hlustaði ég varla á
nokkuð annað á síðasta ári en
Ágætis byrjun. Það kom líka í
ljós að það sem þeir voru að gera
passaði einstaklcga vel inn í
myndina, eins og það hefði verið
samið fyrir hana.
Ég breytti þó aðeins röðinni
hjá þeim, því þeir byrjuðu á
Bíumbíumbambaló og enduðu á
dánarfregnum og þannig er það á
plötunni. Mér fannst aftur á móti
fara betur á því í myndinni að
snúa þessu við og því er þetta
þannig þar.“
Hljómsveitarverk í stærstu
merkingu þess orðs
Á tónleikunum í MS 15. mars
byggjast þeir Hilmar Örn og Ein-
ar Már Guðmundsson, höfundur
Engla alheimsins, standa fyrir
uppákomu þar sem Einar les úr
bókinni en Hilmar leikur undir. f
miðjum klíðum koma þeir Sigur
Rósar drengir á svið og taka þátt
í því sem fram fer og Hilmar Órn
segir að það megi líta á það sem
einskonar upphaf á samstarfi
hans og hljómsveitarinnar.
„Við ætlum að semja saman
hljómsveitarverk í stærstu merk-
ingu þess orðs, verk fyrir rokk-
hljómsveit, strengjasveit og kór,-A_
þar sem við tökum fyrir Hrafna-
galdur Óðins, sem er Eddukvæði
sem var úthýst úr Eddu-
kvæðunum fyrir tiltilli einhvers
leiðinda Norðmanns og kenninga
hans, sem því miður allt of marg-
ir hlustuðu á. Þetta kvæði á
heima með Eddukvæðunum að
mínu mati og verkið er ekki síst
samið til að menn taki það aftur
inn í Eddu.“
Á tónleikunum verður flutt
tónlist Hilmars en síðan tekur
Sigur Rós við. Þeir Sigur Rósarv
piltar hyggjast leika áþekka dag-
skrá og þeir hafa flutt út-
lendingum undanfarið en bæta að
minnsta kosti við einu lagi áður
óspiluðu. „Við hefðum gjaran vilj-
að hafa þau fleiri, en það hefur
gefist svo l.'till tími til að semja.
Það verður þó eitt nýtt lag,
meistaraverk Sigur Rósar hingað
ta.“
Hægt er að hlusta á nokkur lög
af disknum á mbl.is, þrjú lög eftir
Hilmar og lög Sigur Rósar.
Orbit er sjóðheitur
takkastjóri
Á ÞVÍ leikur ekki nokkur vafl að
William Orbit er heitasti upptöku-
stjórinn í tónlistarbransanum í dag.
Hann hefur stjórnað tökkunum á
nokkrum af bestu og vinsælustu
skífum liðinni ára, þar á meðal Blur-
skífunni „13“, síðustu Madonnu-
skífu „Ray of Light“ og hann er
maðurinn á bak við hljóminn í topp-
lagi breska vinsældarlistans „Pure
Shores" með glæsipíunum í AU Sa-
ints.
Nú hefur spurst út að ein heitasta
rokksveitin í dag, Limp Bizkit, hafi
beðið Orbit um að stjórna upptökum
á næstu breiðskífu sinni eftir að
hafa lent í útistöðum við stúdíógúr-
úinn Rick Rubin.
Orbit segist afar spenntur fyrir
þessu mögulega samstarfi: „Ég er
svona týpiskur Englendingur á
meðan Fred Durst (forsprakki
Limp Bizkit) er hávaðasamur Kani.
Það væri því spennandi að sjá út-
komuna af slíku samstarfi."
Af öðrum verkum Orbits má
nefna að Madonna hefur ráðið hann
til starfa við gerð næstu breiðskífu
sinnar, sem ekki þarf að koma á
óvart því vinna hans á „Ray of
Lights“ var aldeilis mögnuð og end-
urnýjaði hreinlega feril Madonnu
sem listamanns. Því til viðbótar
sendi Orbit sjálfur frá sér sólóskífu
nýverið, „Pieces in a Modern Style“,
þar sem hann glímir við sígild
meistaraverk og býr þeim nýjan og
framandlegan búning.
Sannarlega önnum kafinn maður
sem kemur færri verkum að en
hann vildi og til marks um það verð-
ur hann trúlega að hafna beiðni Blur
um samstarf á þeirra næsta verki.
William Orbit ásamt Madonnu.
Sígriaur Beínteínsdóttír íUlaria B(örk Sverrísdóttír
' jfTtj nimsksfi
með Aílariu og Síggu QeíntBíns
Sungið cr í hljóðnema mcð undirspilí úr
Grcase, Bucy Malone, Flikk flakk, Barnabros,
Barnaborg, Hryllingsbúðinni og Jabadabadú.
YFir 100 önnur lög fyrir cldri hópana.
Síðasti tíminn er upptaka í hljóðveri.
AUir fá sinn söng með hcim.
Nú varstu heppin. Eöa varstu kannski heppinn? Skiptir ekki máli.
Þú ert heppnari en margir þvi þú varst aö taka eftir auglýsingu fýrir
námsstyrki Landsbankans. Ef þú ert i Námunni skaltu senda inn umsókn
fyrir 15. mars nk. Allar nánari upplýsingar um Námustyrk á www.naman.is.
Landsbankinn
Tónlistin úr kvikmyndinni Englar alheimsins væntanleg