Morgunblaðið - 05.03.2000, Síða 58

Morgunblaðið - 05.03.2000, Síða 58
58 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Leikhópur í Hólmasefi sýnir Bláberjasultu með jaróarberjum Stangarhyl 3A ■ 110 Reykjavik Sími: 587 1919 & 567 8545 Fax: 587 0036 ■ www.terranova.is %hÁ TERRA Mnova -Spennandi vaikostur- Skin og skúrir í lífi unglinganna þekkjum þetta ástand ekki pers- ónulega en maður hefur heyrt ýms- ar sögur í skólanum í þessa átt.“ Er erfítt að vera unglingur í dag? Elín: (Hlær) „Ég veit það eigin- lega ekki.“ Anna: „Það skiptast náttúrlega á skin og skúrir eins og gengur." Finnst ykkur kannski stundum eins og púkinn og engillinn séu að takast á um ykkur eins og stelpuna ógæfusöm u í leikritin u ? Elín: „Já, kannski stundum.“ Anna: „Nei, ekki alveg en ég held að það sé ósköp eðlilegt." Haldið þið að leikritið gefí nokk- uð rétta mynd af lífí sumra ungl- inga? augljóslega leiksýning í vændum í Hólmaseli. Eftir nokkra eftirgrennslan komst blaðamaður að því að þarna er á ferð leikhópur skipaður tíu hörkuduglegum þrettán ára stelp- um sem eru í þann mund að fara að frumsýna leikrit, sem þær meira að segja sömdu að hluta. Nú var blaða- maður orðin það forvitinn að hann varð bara að fá að vita meira. Því greip hann glóðvolgar tvær úr hópnum, þær Elínu Aslaugu Orm- slev og Onnu Hansen. Sömdu þið Biáberjasultu með jarðarberjum alveg sjálfar? Anna: „Nei, þetta var samið og flutt fyrst af Leikfélagi Keflavíkur en þá hét það: Erum við á réttu róii?“ Elín: „Við erum síðan búnar að breyta því aðeins og aðlaga okkar skoðunum. Auk þess sem við gáfum því nýtt og meira grípandi nafn sem við völdum bara út í loftið.“ Eruð þið búnar að vera lengi að semja og undirbúa sýninguna? Elín: „Við byrjuðum á því rétt eftir áramót og undirbúningurinn hefur gengið vonum framar.“ Um hvað er svo leikritið? Anna: „Það fjallar um stelpu sem fær enga athygli heima fyrir því foreldrar hennar gefa sér engan tíma til að sinna henni.“ Elín: „Hún hefur þurft að lifa við þenna athyglisskort síðan hún var barn þannig að þegar hún verður unglingur leiðist hún út í rugl.“ Anna: „Hún lendir þá í slæmum félagsskap og fer að fíkta við áfengi og eiturlyf. Púkinn og engillinn hennar eru því stöðugt að bítast um hvor hafi meiri áhrif á hana og þær ákvarðanir sem hún tekur í lífinu." Elx'n: „Leikritið fjallar þannig á gamansaman hátt um vandræði unglingsáranna." Er þetta saga sem þið þekkið úr umhverfínu í kringum ykkur? Anna: „Við stelpurnar í leikritinu Beint flug til Þrándheims £ íNoregi iSLAmmie Flugverð 23.900, Ef greitt er fyrir 31. mars Afsláttur fyrir böm kr. 4.000 Nú býöst einstakt tækifæri á að fljúga beint tii ÞRÁNDHEIMS. Vikuferð frá 23.-30.júní. Dagflug, brottför frá Keflavík kl. 09:00 Komið til baka 30.júní kl.15:00. Góð kjör fyrir hópa Flogið verður með glæsilegri Boeing-þotu íslandsflugs. Aukagjöld: Flugvallargjöld kr.4.500 bætast við. Þú getur fengið sumarbækling TERRA N0VA í verslunum Nóatúns, Netto Akureyri og www.terranova.is. - TERRA N0VA - áður Ferðamiðstöð Austurlands Morgunblaðið/Ásdís Leikarahópurinn sem stendur að Bláberjasultu með jarðarberjum. Elín: „Já, ég held að það séu ör- ugglega einhverjir krakkar þarna úti sem eiga við sama vanda að glíma og stelpan í leikritinu.“ Hvaða lærdóm mega foreldrar draga af þessari sýningu? Anna: „Að taka eftir börnum sín- um og hlusta á þau.“ Elín: „Líta ekki svo á að vanda- málin eigi sér einungis stað annars staðar.“ Anna: „Mamma stelpunnar í leikritinu er t.d. alltaf að hneykslast á öðrum foreldrum en sér síðan ekki sjálf hvað hún gerir rangt.“ Hvað með unglingana sem sjá verkið, hvaða skilaboð eru til þeirra? Elín: „Að þau eigi að vera nógu sterk til að geta sagt nei við áfengi og eiturlyfjum." Anna: „Leikritið sýnir vel hvað er ömurlegt að lenda í þessu dóp- rugli og við fáum að sjá hversu illa stelpunni líður. Þetta er líka svo tímabundin og tilgangslaus gleði.“ Eru þið ekkert hræddar um að krökkunum fínnist þið bara að predika yfír sér? Anna: „Það getur verið að sumir líti á þetta þannig. Gelgjan fer mis- jafnlega í krakka.“ Þið látiðþað ekkert á ykkur fá? Elín: „Nei, nei. Þetta er svo gam- an.“ Það er greinilega líf og fjör hér í Hólmaseii? Anna: „Já, það er alltaf fullt að gera; böll og skemmtanir.“ Eru krakkarnir alltaf að gera eitthvað uppbyggiiegt og skemmti- legt hérna? Anna: „Stundum en það mætti nú vera meira um það.“ JEtlið þið stelpurnar að gera eitt- hvað meira eftir þetta leikrit? Elín: „Já, okkur langar það allar mjög mikið.“ Anna: „Við erum samrýndur hóp- ur, allar saman í skóla og góðar vin- konur.“ Má segja að í sýningunni séu því tíu upprennandi leikkonur, sem á eftir að kveða meira að í framtíð- inni? Anna og Elín: (Einróma) „Já!“ Anna: „Við höfum allar mjög mikinn áhuga á leiklist og langar að halda áfram að leika.“ Þetta er því aðeins fyrsta leikara- viðtalið við ykkur af mörgum sem eftir eiga að fylgja í komandi tíð? Anna og Elín: (Einróma) „Já!“ UNGA fólkið liggur ósjaldan undir því ámæli að það sé ekki nógu fram- taksamt og stundi ekki nægilega uppbyggilega iðju í frístundum. Þegar litið er inn í félagsmiðstöðina s&íólmasel í Breiðholti er erfitt að sjá hvaða fótur er fyrir slíkum böl- móði því þar iðar allt af lífi og leik. Þegar komið er inn í danssalinn er greinilegt að eitthvað mikið er á seyði. Tíu eldhressar og uppspennt- ar stelpur æða um gólfið og eru í óða önn að klæða sig í skrautlega búninga og farða hvor aðra. Það er Sjávarréttadagar 1.-12. mars Sjávarréttadagar Perlunnar hafa slegið í gegn og hefur þvi verið ákveðið að framlengja þeim til 12. mars. Við komum þér á óvart með einstaklega girnilegu og gómsætu sjávarréttahlaðborði. Matreiðslumeistararnir Sarino Damiano og Franco Mentesana frá Sikiley hafa glatt gesti Perlunnar með sérlega Ijúffengum sjávarréttum en þeir hafa sérhæft sig í því að matreiða ferskan fisk á einfaldan og náttúrulegan hátt á Miðjarðarhafsmáta. Matreiðslumenn Perlunnar hafa nú tileinkað sér hina einstöku matargerð þeirra og verður því Sjávarréttadögunum framlengt. Með matnum verður að sjálfsögðu boðið upp á ítölsk eðalvín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.