Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nefnd fj ármálaráðherra telur að skil á virðisaukaskatti hafí batnað á síðustu árum
Ríkissjóður verður af
4-5 milljörðum árlega
Talið er að skil virðisaukaskatts hafí batnað
en þó er áætlað að 4-5 milljörðum sé enn
skotið undan árlega. Nefnd fjármálaráð-
herra leggur til að ráðnir verði 15 nýir
starfsmenn til eftirlits.
Fjöldi virðisaukaskattskyldra aðila á íslandi
Skattumdæmi 1991 1998 Breyting
Skattstofan í Reykjavík 9.139 12.799 +40 %■
Skattstofa Reykjaness 5.465 8.028 +47%1
Skattstofa Vesturlands 1.762 1.945 ■+10%
Skattstofa Vestfjarða 1.317 1.367 1+4%
Skattstofa Norðurl. vestra 1.582 1.607 1+2%
Skattstofa Norðurl. eystra 2.456 2.920 ■■+19%
Skattstofa Austurlands 1.644 1.864 ■1+12%
Skattstofa Suðurlands 2.416 2.868 ^■+19%
Skattstofa Vestmannaeyja 367 404 ■+10%
SAMTALS: 26.168 33.802 ■■i+47%
NEFND, sem fjármálaráðherra
skipaði í byrjun síðasta árs til að gera
athugun á fyrirkomulagi virðisauka-
skatts og meta hvort reynslan af inn-
heimtu gefi tilefni til breytinga á lög-
gjöf eða framkvæmdaatriðum, hefur
skilað skýrslu um störf sín og niður-
stöður. Nefndin var skipuð í tilefni
þess að röskur áratugur var liðinn
frá setningu laga um virðisaukaskatt
en auk þess þótti ástæða til að fara
yfir athuganir sem gerðar voru á
nokkrum þáttum virðisaukaskatts-
framkvæmdarinnar.
I skýrslu um starf nefndarinnar
kemur fram að hún kannaði rækilega
flesta þætti virðisaukaskattskerfis-
ins en einkum þó framkvæmd hans,
tekjur af virðisaukaskatti og hvaða
lagaleg atriði þörfnuðust úrbóta.
Rætt var við fulltrúa atvinnulífsins,
sveitarfélaga og fleiri aðila. Komst
nefndin að þeirri niðurstöðu að upp-
taka virðisaukaskatts á sínum tíma
hefði verið rétt ákvörðun. Skatturinn
hefur staðið undir þeim væntingum
sem til hans voru gerðar, að mati
nefndarinnar, og tiltölulega góð sátt
er um hann hjá hagsmunaaðilum og
öðrum sem koma að framkvæmd
skattsins.
Skil hafa batnað
Nefndin lét kanna sérstaklega
samhengi helstu þjóðhagsstærða, á
grundvelli þjóðhagsreikninga og þró-
unar tekna af virðisaukaskatti. Skoð-
að var hversu breytiiegar virðisauka-
skattstekjumar voru frá einu ári til
annars með tilliti til þeirra breytinga
sem verða á þjóðhagsstærðum og
hvort greina hefði mátt kerfisbundin
frávik.
Niðurstaða þessara útreikninga er
að hlutfall rauntekna virðisauka-
skatts af reiknuðum virðisaukaskatti
samkvæmt þjóðhagsstærðum hafi
verið mjög stöðugt allt frá því að
virðisaukaskattur var tekinn upp ár-
ið 1990. Fyrsta árið var hlutfallið rétt
um 91%, á árunum 1991 til 1996 var
það á bilinu 92 til 93% en hefur held-
ur hækkað síðustu árin. Var hlutfall-
ið komið í 94% árið 1998. Nefndin tel-
ur að hækkun þessa hlutfalls á
síðustu árum gefi ákveðna vísbend-
ingu um að skil á virðisaukaskatti
hafi farið batnandi.
Ekki telur nefndin unnt að draga
einhlítar ályktanir um umfang
skattsvika eða undanskota frá virðis-
aukaskatti út frá þessum útreikning-
um. Þó megi leiða að því líkur að um-
fangið sé á bihnu 6 til 8% af
reiknuðum virðisaukaskattsstofni
sem jafngildi um 4 til 5 milljarða
króna tekjutapi hjá ríkissjóði á ári.
Kemur það fram í niðurstöðum
nefndarinnar að þetta mat sé í all-
góðu samræmi við fyrri athuganir á
umfangi skattsvika hér á landi, að
teknu tilliti til þess að skil virðist hafa
farið batnandi síðustu árin.
Fjölgað verði um
15 starfsmenn
Til að framkvæmd virðisauka-
skatts geti verið árangursrík þarf að
áliti nefndarinnar að vera fyrir hendi
virkt og öflugt skatteftirlit og að þeir
sem uppvísir eru að undanskotum
sæti ábyrgð. Með þeim hætti séu
sköpuð varnaðaráhrif og þeim skila-
boðum komið til virðisaukaskatts-
skyldra aðila að vanskil borgi sig
ekíd.
Nefndin leggur áherslu á að skatt-
eftirlit verði hert og því verði í aukn-
um mæli beint að virðisaukaskatti.
Efla þurfi eftirlit með tekjuskrán-
ingu og sífellt þurfi að íylgjast með
að grunnskrá virðisaukaskatts sé
rétt. Nefndin telur mikilvægt að
áfram sé tekið af festu á skattsvikum
í virðisaukaskatti til að tryggja inn-
heimtu og skilvirkni.
Virðisaukaskattsskyldum aðilum
hefrn- fjölgað verulega á undanföm-
um árum, eins og fram kemur á með-
fylgjandi töflu, eða úr liðlega 26 þús-
und á árinu 1991 í tæplega 34 þúsund
á árinu 1998. Fjölgunin á þessu tíma-
bili nemur 29%. Á sama tíma fjölgaði
einstaklingsframtölum aðeins um
8%. Þessi mikli munur er meðal ann-
ars rakinn til stóraukinnar notkunar
verktökuformsins á vinnumarkaði og
talið víst að hluti sé vegna svokallaðr-
ar gerviverktöku. Á það er bent að
sjálfstæðir atvinnurekendur eru
mun algengari hér á landi en í ná-
grannalöndunum. Þá er vakin athygli
á að mest fjölgun virðisaukaskatt-
skyldra aðila er á höfuðborgarsvæð-
inu. Það er rakið til búsetuþróunar
en einnig eru leiddar að því líkur að
starfsemi þar sem verktökuformið
hefur færst í vöxt eru í meira mæli á
suðvesturhluta landsins en annars
staðar. í því sambandi er nefnd veit-
ingastarfsemi, byggingarstarfsemi,
útgáfustarfsemi og fjölmiðlun.
Auk þessarar fjölgunar hafa kröf-
ur um málsmeðferð og þar með
flóknari framkvæmd kallað á við-
bótarmannafla. Nefnt er að hlutfalls-
leg skipting starfa milli embætta
þarfnist endurskoðunar.
Nefndin leggur til að fjölgað verði
um 15 manns á næstu tveimur árum
við virðisaukaskattsframkvæmd hjá
skattyfirvöldum, þannig að 10 menn
komi til starfa í byrjun næsta árs og 5
í byijun ársins 2002.
Innra eftirlit ekki í lagi
í nefndarálitinu er vakin athygli á
því að nokkuð skortir á að innra eftir-
lit sé nægjanlega innbyggt í rekstur
virðisaukaskatts. Lýsing á verkefn-
um sé ófullnægjandi, aðgangstak-
markanir í tölvukerfum þyrftu að
vera meiri og beinar aðgerðir til að
draga úr hættu á misferli þyrftu að
vera markvissari. Innri endurskoðun
er mjög takmörkuð og telur nefndin
að full ástæða sé til að taka þau mál
til endurmats.
Lagt er til að þegar í stað verði
gripið tO nokkurra sérgreindra ráð-
stafana, svo sem að við útborgun
greiðslna yfir tiltekinni fjárhæð þurfi
ætíð samþykki tveggja starfsmanna.
Sömuleiðis er lagt til að meiri teng-
ingar verði á milli allra þátta skatta-
framkvæmdar, það er að segja stað-
greiðslu, tryggingagjalds, tekju-
skatts og virðisaukaskatts.
Fram kemur það álit að endur-
meta þurfi reglur um ráðningu og
þjálfun starfsmanna. Lagt er tO að
teknar verði upp beinar innri endur-
skoðunaraðferðir sem hafi það
markmið að skapa almenn vamaðar-
áhrif og koma upp um misferli sem
kunni að eiga sér stað.
Þá leggur nefndin tO að tekin verði
upp rafræn skil á virðisaukaskatti,
bæði skýrslum og greiðslum, eins
fljótt og unnt er. Miða skuli við að
það verði unnt á þessu ári.
Tillögur teknar upp í frumvarp
Þótt nefndin telji ekki ástæðu til
að gera grundvallarbreytingar á lög-
um eða reglugerðum um virðisauka-
skatt leggur hún tö að nokkrum
atriðum verði breytt. Sum þeirra eru
tekin upp í frumvarpi til breytinga á
virðisaukaskatti sem Geir H. Haarde
fjármálaráðherra hefur lagt fyrir Al-
þingi.
Lagt er til að endurgreiðsluhlutfall
af matvöru til veitingahúsa verði
hækkað til að jafna samkeppnisstöðu
þeirra vegna sölu verslana á töbún-
um mat í lægra skattþrepi.
Gerðar verði lagfæringar á reglum
varðandi virðisaukaskatt í bygginga-
starfsemi. Meðal annars verði reglur
um notkun tækja einfaldaðar, af-
greiðslutími endurgreiðslubeiðna
styttur og þrjár reglugerðir samein-
aðaríeina.
Heimöuð verði að vali skattaðila
takmörkuð einkanot virðisauka-
skattsbifreiða, gegn því að einkanot-
in verði útsköttuð og á þau reiknuð
bifreiðahlunnindi til tekjuskatts hjá
notanda.
Afnumin verði heimöd tö innskött-
unar hópbifreiða sem notaðar eru í
skattskyldum atvinnurekstri þar
sem fólksflutningar eru utan skatt-
skyldusviðs.
Gerðar verði breytingar á reglum
um virðisaukaskatt hjá opinberum
fyrirtækjum. Þannig verði heimilað-
ur innskattur vegna kostnaðar í
blandaðri starfsemi að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum, skýrar verði
kveðið á um skattskyldu mötuneyta
opinberra stofnana, og öryggisgæsla
í opinberum stofnunum verði skatt-
skyld með sama hætti og önnur eigin
not.
Heimilt verði við virðisaukaskatt-
skil að taka tillit til rafræns afsláttar
sem veittur er eftir á í gegnum
greiðslukortafyrirtæki.
Davíð Oddsson viðstaddur upphaf landafundaafmælis í Kanada í dag
Höfum lagt
mikla vinnu í
þetta verkefni
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segir að íslendingar hafi lagt mikla
vinnu og IJárrnuni í að minnast þús-
und ára afmælis landafunda íslend-
inga í Ameríku. Hann segist hafa
miklar væntingar um að þau há-
tiðahöld sem nú eru að hefjast tak-
ist vel og vekja athygli í Kanada og
Bandaríkjunum.
„Ég held að þessi hátiðahöld fari
myndarlega af stað. Það er gott að
hefja þau í höfuðborg Kanada og fá
atbeina forsætisráðherra Kanada
til að styrkja upphafíð. Þetta verð-
ur fyrsti af á annað hundrað at-
burða sem við efnum til í tilefni af
þúsund ára afmæli landafunda og
einnigl25 ára afmæli síðar land-
náms f slendinga í Kanada.
Við höfum lagt mikla vinnu og
fjármuni í þetta verkefni. Fjöldi
manns hefur komið að því undir
forystu landafundanefndar en einn-
ig hafa sendiráðin í Bandaríkjunum
og Winnipeg unnið ötullega að
þessu. Ég á því von á að það takist
Morgunblaðið/Golli
Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, skoðuðu
Þjdðlistarsafnið í Ottawa á fyrsta degi heimsóknarinnar.
Með því að vera í Heimilislínu og Heimilisbankanum á Netinu tryggir
þú þér mun hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti og sparar kostnað af
færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma.
§) BÚNAÐARBANKINN
Tmustur fxmki
Ræktar þú garðinn þinn?
Sameinaðu kosti Heimilislínu og Heimilisbanka
að tryggja að allt þetta erfiði Ieiði
til viðvarandi árangurs.
Að sumu leyti höfum við kosið að
vera með þyngri áherslu á Kanada
en Bandaríkin því við erum að
fagna tvöfalt, annars vegar land-
náminu síðara og hins vegar land-
könnun fyrir 1.000 árum. Við vilj-
um einnig nota þetta tækifæri til að
rækta tengslin við Vestur-íslend-
inga sem eru fjölmennastir í Kan-
ada,“ sagði Davíð.
Hittir forsætisráðherra
Kanada í dag
I dag munu Davíð og Jean Chrét-
ien, forsætisráðherra Kanada, ýta
formlega úr vör hátíðahöldum í
Kanada. Opnunarhátíðin í dag fer
fram í menningarsafninu í Ottawa,
höfuðborg Kanada. Meðal þeirra
sem verða viðstaddir eru Janes
Johnson öldungadeildarþingmaður
og John Harvard þingmaður en þau
eru af íslenskum ættum. Við at-
höfnina taka til máls auk forsæt-
isráðherranna tveggja, Bjarni
Tryggvason geimfari og David
Gi'slason, bóndi í Manitoba. Davíð
og Ástríður Thorarensen eiginkona
hans skoðuðu í gær Listasafnið í
Ottawa undir leiðsögn listfræðings-
I safninu var opnuð fyrr á þessu ári
sýningu á mexíkanskri samtímalist
sem vakið hefur mikla athygli. Dav-
íð sagði í samtali við Mbl. að þetta
væri stórkostlegt safn þar sem tek-
ist hefði að sameina margvíslega
starfsemi. Safnið hefði að geyma
falleg listaverk en byggingin sjálf
væri einnig mikið meistarastykki.