Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 47 5 huga inum á heimsvísu. boðum áleiðist til allra stiga þjóðfélags- ins. Á fundinum kom m.a. fram sú skoðun þátttakenda að fræðslu og upp- lýsingar vanti hér á landi hvað varðar umhverfismál. Dr Huisingh tekur undir mildlvægi upplýsinga en segir jafn- framt að ef árangur eigi að nást þurfi sameiginlegt átak allra hagsmunaaðila innan fyrirtækja sem utan. „Eitt fyrir- tæki getur litlu áorkað. Brýnt er því að umhverfisstefna þess haldist í hendur við stjómvaldsaðgerðir, fræðslu í skól- um, fréttir í fjölmiðlum og svo framveg- is. En hvernig er unnt að fá til dæmis fyrirtæki og sveitarfélög til þess að vinna saman að um- hverfismálum á árangursríkan hátt? Til þess að komast að því verðm- að skoða hlutverk ólíkra hagsmunaaðila. Ef það er gert, er raunin sú að hagsmunir allra fari saman hvað umhverfið varðar. Það hagnast allir, ef hugsað er um umhverfið. Mikilvægt er að huga að sam- þættingu vanda- mála. Ef við ein- blínum á eitt vandamál eykur það ef til vill ann- an vanda. Við þurfum því að læra að líta á sam- hengi hlutanna. Stjórnvöld eiga til dæmis að huga að skattastefnu, menntastofnanir um umhverfisfræðslu og fjölmiðlar eiga að segja jákvæðar fréttir af umhverfis- málum, ekki einungis fréttir af meiri- háttar umhverfísslysum og krísum.“ Norðurlöndin nema ísland með í yfirlýsingu UNEP Á vegum Umhverfisstofnunar Sam- einuðu þjóðanna, UNEP, hafa frá árinu 1998, 36 ríki og fjöldi fýrirtækja sam- þykkt yfirlýsingu um hreinni fram- leiðslutækni, þar á meðal öll Norður- löndin að íslandi undanskildu. Næst gefst tækifæri til þess að rita undir yfir- lýsinguna í Montreal í Kanada í október nk.og hvetur dr. Huisingh íslensk stjómvöld og fyrirtæki til að skrifa und- ir og framfýlgja yfirlýsingunni. „Islendingar hafa alla burði til að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Ef komið yrði á hreinni framleiðslu- aðferðum hjá íslensk- um fýrirtækjum svo sem í. ferðamanna- þjónustu. sjávarút- vegi, og textílframleiðslu, yrði ávinning- urinn margfaldur.“ Þar sem staðan í umhverfismálum hér er góð vegna staðhátta er upplagt tækifæri fýrir Islendinga að vera til fyr- irmyndar, að mati dr. Huisingh, t.d. hvað varðar sjálfbæra ferðamennsku. „Til þess þarf sameiginlegt átak allra. Á rann- sóknarstofnun minni í Lundi fer nú fram rannsókn á sjálfbærri ferðaþjón- ustu í mörgum löndum Evrópu sem ís- lenskir ferðaþjónustuaðilar ættu að taka þátt í.“ Að mati dr. Huisingh þyrfti að skoða umhverfisstefnu í sjávarútvegi hér mun betur. „Talað er um að sjávarútvegur- inn hérlendis sé sjálfbær, því fiskistofn- arnir stækka en þegar um 60-70% aflans er hent, er spuming um hversu sjálfbær hann er. Tengsl umhverfis og vistkerfis og hagkerfis eru þannig oft ekki til staðar. í það minnsta þarf að líta í spegil og spyrja, erum við eins góð og við höld- um? Ef svarið er nei, þarf að kanna hvað hægt er að gera til þess að bæta úr því.“ ind getur rðiðtil irmyndar Dagleiðir Haraldar pólfara lengst um allan helming síðastliðna viku Nauðsynlegt er bursta mesta hrímið reglulega úr fatnaði til að Áttavitanotkun krefst mikillar þolinmæði á svo norðlægum slóðum vegna trufl- hindra í lengstu lög að það safnist fýrir og rýri einangrunargildi unar sem verður á segulnál áttavitans en það stafar af mikilli nálægð við breyti- fatnaðarins. legt norðursegulskaut jarðar, nálægt 80. breiddargráðu. Ljósmynd/Ingþór Bjarnason Færið hefur skánað úti á ísnum, frostið lækkað lítillega og birtan aukist dag frá degi sem auðveldar Haraidi för frá því að leiðangurinn hófst í kafasnjó, óhemjufrosti og myrkri. Kominn tæpa 200 km út á ísinn HARALDUR Öm Ólafsson pólfari er kominn tæpa 200 km út á ísinn á leið sinni til norð- urpólsins að lokinni 26 daga göngu og á því um 570 km eft- ir ófarna. Hann hefur gengið 7,5 km að meðaltali á dag frá upphafi leiðangursins, sem dygði honum til að komast rúmlega helming áætlaðrar leiðar (um 770 km) á þeim 60 dögum sem ferðin átti að taka. Sfðastliðna viku hefur Har- aldur þó náð að hækka dags- meðaltalið upp í tæpa 16 km sem dygði honum til að ganga 560 km þaðan sem hann er staddur nú, uns 10. maí rennur upp, sem er viðmiðunardag- setning fyrir leiðangurslok. Gert er ráð fyrir að 40 daga matarbirgðum verði fleygt til Haraldar úr flugvél 17. til 19. apríl. Sprunga er komin í botn sleða hans og þvf Ifklegt að honum verði sendur nýr sleði um leið og matarbirgðunum verður fleygt til hans. Harald- ur er efins um að sleði sinn dugi alla leið á pólinn og býst Náttúran á norðurslóðum setur sitt mark á menn: Haraldur Örn Ólafsson í .vetrarbúningi' hann við því að þurfa að reyna viðgerð á honum innan skamms. Það myndi hinsvegar tefja hann um einn dag. Hann kom með þá hugmynd er hann ræddi við Ingþór Bjarnason í gær, að saga í sundur álflöskur er hann notar undir eldsneyti, slótta úr þeim, sauma þær sfðan á sleðann og laga hann til þannig. Einnig eru hugmyndir uppi um að hann fái sleðann hans Ingþórs, sem var lagaður er hann kom til Iqaluit. Lagði 16,6 km að baki á þriðjudag Haraldur var Iengur á göngu á þriðjudag en nokkru sinni fyrr en hann gekk í sam- tals níu stundir og lagði 16,6 kílómetra að baki. Á leið sinni varð hann að klffa marga ís- hryggi. Af þeim sökum varð hann að fara nokkrum sinnum af skfðum sfnum til að koma sleðanum yfir þá. Ennfremur varð hann að ganga fýrir eina vök á leið sinni. Vegna að- stæðna tók hann til þess bragðs í gær að ganga í sex lotum, hálfa aðra klukkustund í senn. Veður var gott í gær, miðvikudag, og bjóst Haraldur við að ná góðum degi. Ef hann væri upplagður seinnipart dags myndi hann eflaust bæta - við einni göngulotu. Samkvæmt mælingum Har- aldar hafði tjald hans færst 130 metra til austurs er hann vaknaði í gærmorgun vegna reks heimskautafssins. í gær var hann staddur um tíu sjó- mílur sunnan 85. breiddar- gráðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.