Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ h AKUREYRI Leiðarþing í Háskólanum á Akureyri um dyggðir og lesti Islendinga Vinnusemi og sjálfsbjargarvið- leitni helstu aldamótadyggðir Vinnusemi, dugnaður og sjálfsbjargar- viðleitni eru helstu aldamótadyggðir Islend- inga ef marka má könnun sem gerð hefur verið. Morgunblaðið/Kristján Sigríður Halldórsdóttir prófessor við Háskólann á Akureyri gerði grein fyrir könnun sinni á helstu dyggðum og löstum Islendinga við aldamót á leiðarþingi sem efnt var til í háskólanum á dögunum. Fremst situr Krist- ján Kristjánsson prófessor sem gerði grein fyrir helstu kenningum um dyggðir og lesti. SIGRÍÐUR Halldórsdóttir, prófess- or við Háskólann á Akureyri, kynnti niðurstöðumar á leiðarþingi sem haldið var vegna undirbúnings að ráðstefnu um framtíðartrú sem hald- in verður næsta sumar. Þingið var haldið í húsakynnum Háskólans á Ak- ureyri um helgina. Auk Sigríðar stóðu þau Kristján Kristjánsson, prófessor við Háskól- ann á Akureyri, og sr. Sigríður Guð- marsdóttir að gerð könnunarinnar, en Sigriður HaUdórsdóttir vann úr henni og tók saman. Leitað var til um 70 kvenna og karla og fólk beðið að gera nokkurs konar þjóðargreiningu um helstu dyggðir og lesti íslendinga við aldamót. Vinnusemi, dugnaður og sjálfsbjargarviðleitni voru þær dyggðir sem flestir nefndu í fari þjóð- arinnar og gjarnan nefnt að íslend- ingar væru duglegir því það væri þeim dýrmætt að bjarga sér sjálfír. Þessar dyggðir eru grundvöllur hinn- ar efnalegu velferðar, en geta einnig haft neikvæð áhrif á fjölskyldulíf og mannleg samskipti. íslendingar búa yfír ríku sjálfstrausti og eru ósmeykir að takast á við stór verkefni. „íslend- ingar eru duglegir og vinnusamir, gjaman áhlaupamenn sem fram- kvæma það sem þeim dettur í hug án þess að hafa mörg orð um það,“ sagði Sigríður og vitnaði í einn grein- andann. Reyndar væri slíkt nauðsyn- legt í fámennu samfélagi þar sem hver einstaklingur þyrfti oft að vinna verk sem meðal fjölmennari þjóða TRILLUR • Léttu þér vinnuna • Gerðu langar vega- lengdir stuttar og þungar vörur léttar • Sterk plastgrind og öflug hjól með legum SOCO trillur - liprar og léttar - Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is væri skipt á fleiri hendur. Sú dyggð sem næst kom í röðinni var bjartsýni, áræði og þrautseigja, en það er ríkt í fari þjóðarinnar að telja sér alla vegi færa. Þótt illa gangi um hríð er ís- lendingum ekki eiginlegt að gefast upp, heldur er hugsunarhátturinn um að betur gangi næst ríkjandi. Án þessara eiginleika landsmanna væri landið sennilega mannlaust um alda- mót vegna harðbýlis. Þrautseigja og sterk sjálfsbjargarhvöt sem auð- kennt hafa íslenska þjóð þykir enn rík meðal landsmanna. Islendingar eru framsæknir og standa öðrum þjóðum fyllilega á sporði á fjölmörgum sviðum mennt- unar, tækni og vísinda og skara jafn- vel framúr þótt fámennir séu, en fróð- leiksfýsn og framsækni voru að mati þátttakenda í þriðja sæti yfir dyggðir landsmanna. Þótt íslendingar geti ekki gengið í takt og séu að mörgu leyti agalausir þá eru þeir skapandi og aðlagast hratt nýjum hugmyndum og aðstæðum. Fróðleiksfysn gerir að verkum að íslendingar eru opnir fyrir nýjungum og eiga auðvelt með að til- einka sér nýja tækni og lífsstfl. Þekk- ingarþorsta og vilja til að menntast fylgir að almennt eru landsmenn vel upplýstir, jákvæðir og víðsýnir. Réttlætiskennd, hjálpsemi og sam- kennd eru ríkur þáttur í fari Islendinga og sér þess víða stað. Þessir eiginleikar voru oft neíhdir í könnuninni og reynd- ar nefndu sumir að aðaldyggð íslensku þjóðarinnar væri samhygðin sem greinilega kæmi fram þegar á bjátaði. Þá sagði Sigríður að nefnt hefði verið í greiningunni að löng hefði væri fyrir því meðal þjóðarinnar að hlæja að vald- höfúm og öllum uppskafningshætti vegna nálægðarinnar, íslendingar væru ófeimnir við yfirvöld og sýndu á stundum höfðingjadirfsku. í fimmta sæti yfir helstu dyggðir AKUREYRARBÆR og TölvuM- yndir hafa undirritað samninga um kaup og innleiðingu á hugbúnaðar- lausnum. Um er að ræða fagkerfi fyrir leikskóla og sérhæfða lausn fyrir félagssvið Akureyrarbæjar. Leikskólakerfið hefur verið sett upp á 25 leikskóladeildum á Akur- eyri. Markmiðið er að upplýsingar um leikskólaböm verði aðgengilegar fyrir fagfólk og foreldra, skilningur á þörfum barnanna aukist og við- brögð við frávikum verði skjótari. Innra starf leikskólans verður íslendinga var ræktarsemi við tung- una, menninguna, landið og fólkið. Nefndu margir sterk ættartengsl, ættfræðiáhuga og vilja til að þekl$ja uppruna sinn en allt _þetta skipti Is- lendinga miklu máli. Ast á fósturjörð- inni og tungunni væru líka dyggðir sem margir meta mikils í fari þjóðar- innar. Friðsemi, æðruleysi og umburðar- lyndi voru einnig nefndar meðal mik- ilvægustu dyggða landsmanna, það væri okkur ákaflega fjarlægt að grípa til vopna og æðruleysið einkenndi hina íslensku þjóð. íslendingar hefðu tilhneigingu til að taka lífinu eins og það kemur, þeir lifa við óblíða náttúru og stöðuga ógn vegna yfirvofandi náttúruhamfara. Heiðarleiki, hreinskiptni og lög- hlýðni voru þær dyggðir sem lentu í sjöunda sæti yftr helstu dyggðir lands- manna nú um stundir. Það viðhorf væri almennt ríkjandi að ekki skuli blekkja náungann eða hafa af honum fé með óheiðarlegum hætti. Blikur þóttu þó á lofti í þessum efnum og nefnt að það yrði æ almennara viðhorf að ekkert væri að því að hafa fé af hinu opinbera, svo sem með drætti undan skatti. Aukin mannúð og virðing íyrir mannréttindum eru dyggðir sem sumum þykja hafa vaxið í fari þjóðar- innar á öldinni og nefnt að þeir sem undir högg hafa átt að sækja njóti nú markvissara því hægt verður að sinna hverju barni betur, gerð for- eldraskýrslna verður markvissari og foreldrar geta fylgst betur með stöðu barnanna. í leikskólakerfinu eru t.d. grunnar að líkams- og hreyfiþroskamati, mati á vitsmunaþroska og félags- þroska. Auk þess eru í kerfinu um- sóknareyðublöð og vistunarsamn- ingar, foreldraskýrslur, skýrsla til Hagstofu og upplýsingar til sveitar- félaga, auk bóka-, söngva- og upp- skriftasafns. Kerfið geymir einnig betra atlætis en fyrr á tíðum, þegar fólki, t.d. öldruðum og öryrkjum, var sýnd lítilsvirðing og það jafnvel beitt harðræði. fslendingar eru sjálfstæðir og félagslyndir Sjálfstæði, metnaður og stolt eru einkennandi í fari Islendinga og með- al dyggða sem þjóðina prýða og nefndar voru, að sögn Sigríðar, var að Islendingar leggðu sig jafnan fram við nám og störf í útlöndum og ykju þannig á hróður þjóðarinnar í al- þjóðasamfélaginu. Almennt væni Is- lendingar stoltir af þjóðemi sínu, landi, tungu og menningararfi og færu yfirleitt vel með það. Félagslyndi, gestrisni og gaman- semi þykja einnig einkenna lands- menn og gæti skýrst af því að hver og einn einstaklingur telur sig nokkurs virði. Að margra áliti eru íslendingar gestrisnir og góðir heim að sækja, eru glaðbeittir og gamansamir, hafa hæfi- leika til að sjá hið spaugilega í sjálfum sér, aðstæðum og mótbyr. Vinnuþrælkun skuggahlið vinnuseminnar Þegar Sigríður hafði gert grein fyr- ir helstu dyggðum Islendinga við aldamót sneri hún sér að löstunum, en helsti löstur íslendinga á þessum tímamótum þykir vera vinnuþrælkun lög og reglugerðir. Samhliða samn- ingi þessum hafa TölvuMyndir gefið Háskólanum á Akureyri eintak af kerfinu og hefur Sigríður Síta Pét- ursdóttir veitt kerfinu viðtöku. A Félagssviði Akureyrarbæjar er gríðarlega umfangsmikil starfsemi. Verkefni sviðsins eru m.a. ráðgjafar- þjónusta við einstaklinga, t.d. í skól- um, umsjón með málefnum fatlaðra, og of mikið lífsgæðakapphlaup, en skuggahlið vinnuseminnar er að landsmönnum hættir til að vinna of mikið og þeir eiga auðvelt með að týna sér í lífsgæðakapphlaupinu. Oraunsæi, eyðslusemi og óhóf voru einnig nefnd en flestir ættu auðvelt með að eyða um efni fram og nefnt var að sögnin að spara gæti hreinlega glatast úr málinu héldi áfram sem horfði. Þá vai' nýjungagimi, rót- og agaleysi einnig neíht sem löstur á þjóðinni, en margh- væru svo mótt- tækilegir íyrir nýjum hugmyndum að þær væru á stundum gleyptar hráai'. Hvað rótleysið varðar var eilíft ráp um landið nefnt, tregða manna til að binda sig við einn landshluta væri óútskýranleg öðru vísi en sem erfða- bundinn fiðringur. Ráp hvað varðar hugmyndafræði og í siðferðilegum efnum væri líka mikið. Þeir sem skiptu um stefnu í grundvallaratrið- um með vissu millibili væra taldh' í takt við tímann. Kæruleysi er hin myrka hlið æðruleysisins Forræðishyggja, óhófleg með- virkni og skortur á tilhtssemi og kurt- eisi eru á meðal lasta íslendinga, þeh' blönduðu sér stundum óhóflega í má- lefni náungans og áhugi á slúðri væri helst til mikill. Þá voru á meðal lasta nefndir blind höfðingahollusta, laus- læti og guðleysi, en blind hollusta gagnvart misvitrum ættarhöfðingj- um eða pólitískum höfðingjum getur kynt undh' öðrum löstum eins og skammsýni í stjómarfari og misbeit- ingu valds á ýmsum sviðum hins ís- lenskaþjóðlífs. Kæruleysi, fyrirhyggju- og dóm- greindarleysi vora og nefnd sem lest- ir í fari þjóðarinnar, en þannig birtist hin myrka hlið æðruleysisins og vh'ð- ist fara vaxandi í firringu og hraða nútímans. Þá nefndu menn ólög- hlýðni og skort á orðheldni sem löst, en mörgum fannst orðheldni á undan- haldi í íslensku þjóðlífi. Fordómar, ójafnvægi í tengslum kynjanna og nánasarháttur í samfélagi þjóðarinn- ai' voru líka nefnd meðal lasta. Þá kom fram að þótt Islendingar væru sjálfstæðir, metnaðarfullir og stoltir hefðu þessir eiginleikar líka myrkar hliðar eða eigingirni, framagirni, öf- undsýki, virðingarleysi og hroka. Is- lendingar geta verið glaðir á góðri stund, en skuggahlið þess er skemmt- ana- og vímufíkn sem nefnt var sem einn af löstum þjóðarinnar, skemmt- anafíkn og kröfur um hnökralausa til- veru væru afleiðing ósjálfstæðis og einmanaleika sem hlytust af trúleysi og slöku fjölskylduheilbrigði. heilsugæsla og búsetuúrræði, auk íþrótta- og tómstundamála, menn- ingai'- og skólamála. Hlutverk fé- lagsmálakerfisins er að halda utan um hluta af þessari starfsemi í fag- legu og fjárhagslegu tilliti. Hjá TölvuMyndum starfa um 180 manns, á Akureyri starfa nú 11 tölv- unar- og kerfisfræðingar auk sjávar- útvegsfræðings og skrifstofustjóra. Leikskólakerfi sett upp í 25 leik- skóladeildum á Akureyri Upplýsingar um leikskólabörnin verði aðgengilegar Morgunblaðið/Kristján Samningar TölvuMynda og Akureyrarbæjar undirritaðir. F.v. Garðar Már Birgisson frá TöIvuMyndum, Harpa Agústsdóttir, Guðrún Sigurð- ardóttir, Gunnar Gislason og Karl Guðmundsson frá Akureyrarbæ. Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.