Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 75
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
Frá opnun verslunarinnar Loftmyndir. Frá vinstri: Jóhannes Pálsson,
Bjöm Ingi Sveinsson og Orn Arnarson.
Loftmyndir opna verslun
Morgunblaðið/Jim Smart
Forráðamönnum Grillsins, Hótel Sögu, afhent viðurkenningarskjal í til-
efni af kjöri um veitingahús mánaðarins.
FYRIRTÆKIÐ Loftmyndir ehf. og
Hönnun og ráðgjöf á Reyðarfirði
hafa opnað verslun á Skólavörðustíg
20.
Verslunin heitir Loftmyndir og
þar verður hægt að kaupa myndir úr
safninu en fyrirtækið hefur á undan-
förnum árum tekið mikið magn loft-
mynda af landinu. Um er að ræða
myndir ætlaðar til kortagerðar.
Boðið er upp á myndvinnslu og
Ijósmyndaþjónustu því fyrirtækið
hefur komið sér upp fullkomnum
búnaði til að stækka stafrænar ljós-
myndir í ljósmyndagæðum á hefð-
bundinn ljósmyndapappír.
Grillið
veitingahús
mars-
mánaðar
í TILEFNI þess að Reykjavík er
menningarborg Evrópu árið 2000
mun Klúbbur matreiðslumeistara í
samvinnu við Menningarborg og
Visa ísland standa fyrir vali á veit-
ingahúsi hvers mánaðar út árið
2000.
Allir gestir veitingahúsa um land
allt geta tekið þátt og valið sitt veit-
ingahús mánaðarins með tilliti til
g^æða matar, þjónustu, umhverfis,
verðlags og annars sem áhuga vek-
ur. Gestir greiða atkvæði sitt á
heimasíðu Klúbbs matreiðslumeist-
ara, icelandic-chefs.is, eða senda
svarseðil sem birtur verður í Morg-
unblaðinu í lok hvers mánaðar. í
árslok verður síðan valið veitinga-
hús ársins 2000. Verður það gert
með viðhöfn í árslok.
Flest atkvæði í mars hlaut Grill-
ið, Hótel Sögu og er það því veit-
ingahús marsmánaðar. Verðlauna-
afhending fór fram á sýningunni
MATUR 2000.
Þau veitingahús sem hlutu næst-
flest atkvæði voru: Lækjarbrekka,
Argentína, Humarhúsið, Apótekið
og Hótel Holt.
Dregið hefur verið úr nöfnum
þeirra sem völdu veitingahús mars-
mánaðar og hljóta eftirfarandi
heppnir þátttakendur málsverð fyr-
ir tvo í Grillinu: Anna Vigdís Þor-
steinsdóttir, Samkomugerði 1, Ak-
ureyri, Brynjólfur Magnússon,
Lynghaga 2, Reykjavík og Valgerð-
ur Sveinsdóttir, Hraunbæ 16,
Reylgavík.
Fagna átaki
gegn ung-
lingadrykkju
STJORN Vímulausrar æsku og for-
eldrahópsins fagnar því að blásið
hefur verið á ný til átaks gegn ung-
lingadrykkju, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Einnig segir: „Reynslan hefur
sýnt að þegar foreldarar, unglingar
og aðrir sem málið varðar taka
höndum saman er hægt að gera
kraftaverk. Fyrri átök á borð við
„Stöðvun unglingadrykkju“ (1994-
1995) sem Vímulaus æska og fleiri
aðilar stóðu að gengu nánast að
landasölu dauðri og vöktu foreldra
af Þyrnirósarsvefni. Því átaki var
ætlað að vekja athygli á þeim vanda
sem stafaði af unglingadrykkju.
Höfuðáherslur átaksisins voru að
gera kröfur til aðila sem halda úti-
hátíðir, koma reglum um útivistar-
tíma í skilvirkt horf og berjast gegn
landasölu.
A íslandi er bannað að selja eða
veita unglingum innan 20 ára aldurs
áfengi. Þessi lög verða bæði foreldr-
ar og aðrir þeir, sem umgangast
unglinga, skilyrðislaust að virða.
Að undanförnu hefur landasala
verið að skjóta upp upp kollinum á
nýjan leik. Það verður að kveða þá
óværu niður hið snarasta. Foreldr-
ar, fagfólk og unglingar verða að
taka höndum saman og styðja átak
Samfés og íslands án eiturlyfja með
ráðum og dáð. Vímulaus æska og
foreldrahópurinn munu ekki láta
sitt eftir liggja í þeim efnum og
skora á alla aðra að ganga til liðs við
þetta átak.
Mikilvægt er að jafningjafræðsla
sé viðhöfð jafnt meðal barna, ung-
linga og fullorðinna. Foreldrar
mega þó aldrei gleyma því að þau
bera ávallt og án undanbragða höf-
uðábyrgð á velferð barna sinna en
liðveisla unga fólksins og framtak
er ómetanlegt.“
Tourette-sam-
tökin með fund
TOURETTE-samtökin á íslandi
halda fund fyrir foreldra barna sem
eru með Tourette-heilkenni í kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20.30 að
Trj'ggvagötu 26,4. hæð.
Þessir fundir eru haldnir mánað-
arlega, fyrsta fimmtudag hvers mán-
aðar. Þar gefst foreldrum tækifæri
til að spjalla yfir kaffibolla um mál-
efni barna sinna.
Hjartardtíttir Jonnsen
Þjóðmálafundir
á Suðurlandi
ÞINGMENN Sjalfstæðisflokksins
á Suðurlandi, Arni Johnsen og
Drífa Hjartardóttir, halda al-
menna þjóðmálafundi á Suðurlandi
á næstu dögum.
Fyrsti fundurinn verður í Dugg-
unni, Þorlákshöfn, föstudaginn 7.
apríl kl. 20, Víkurskála í Vík
mánudaginn 10. apríl kl. 17, Laufa-
felli á Hellu mánudaginn 10. apríl
kl. 20, Hótel Örk, Hveragerði,
þriðjudaginn 11. apríl kl. 20 og í
Óðinsvéum á Selfossi miðvikudag-
inn 12. apríl kl. 20.
Þýsk kvikmynd
um tölvuþrjót
GOETHE-Zentrum, Lindargötu
46, sýnir þýsku kvikmyndina „23“
frá árinu 1998, fimmtudaginn 6.
apríl kl. 20.30. Myndin hlaut silfur-
borða Þýsku kvikmyndaverðlaun-
anna 1999 og August Diehl fékk
gullverðlaunin fyrir besta leik í að-
alhlutverki. Auk þess hlaut myndin
tvenn verðlaun á kvikmyndahátíð-
inni í Locarno.
Myndin er byggð á sannsöguleg-
um atburðum og greinir frá fram-
haldsskólanema sem brýst inn í
tölvunet stórfyrirtækja heimsins.
Þegar KGB kemst í spilið lendir
hann í vítahring eiturlyfja, skulda
og njósna.
Á undan „23" verður sýnd stutt-
myndin „Countdown". „23" er með
enskum texta og aðgangur er
ókeypis.
LEIÐRÉTT
Einar Geirsson þriðji
Á síðum Fólks í fréttum þriðju-
daginn 4. apríl var rangt farið með
nafn þess matreiðslumanns er lenti í
þriðja sæti um titilinn Matreiðslu-
maður ársins. Rétt er að Einar
Geirsson varð þriðji og er beðist vel-
virðingar á þessum mistökum.
KONFEKTMÓT
PÁSKA-
iGGJAMÓX,
MATARLITIR
Póstsendum
PIPAROGSALT Klapparstíg 44 4 Sími 562 3614 j
- Þægindi fyrir þig!
Borðstofusett m/6 stólum.^öSe rh .
Litur: Indó-brúnt <° .
stærð: 180x100 cm u
Verðáðurkr. 124200,-
Litir: HORNSÓFI
Brúnt, grænt. blátt
Stærð: 225x260 cm.
Smidjuvegi 6d- Sfmi 554-4544
Las Vegas
og nú
á íslandi!