Morgunblaðið - 06.04.2000, Síða 75

Morgunblaðið - 06.04.2000, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 75 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Frá opnun verslunarinnar Loftmyndir. Frá vinstri: Jóhannes Pálsson, Bjöm Ingi Sveinsson og Orn Arnarson. Loftmyndir opna verslun Morgunblaðið/Jim Smart Forráðamönnum Grillsins, Hótel Sögu, afhent viðurkenningarskjal í til- efni af kjöri um veitingahús mánaðarins. FYRIRTÆKIÐ Loftmyndir ehf. og Hönnun og ráðgjöf á Reyðarfirði hafa opnað verslun á Skólavörðustíg 20. Verslunin heitir Loftmyndir og þar verður hægt að kaupa myndir úr safninu en fyrirtækið hefur á undan- förnum árum tekið mikið magn loft- mynda af landinu. Um er að ræða myndir ætlaðar til kortagerðar. Boðið er upp á myndvinnslu og Ijósmyndaþjónustu því fyrirtækið hefur komið sér upp fullkomnum búnaði til að stækka stafrænar ljós- myndir í ljósmyndagæðum á hefð- bundinn ljósmyndapappír. Grillið veitingahús mars- mánaðar í TILEFNI þess að Reykjavík er menningarborg Evrópu árið 2000 mun Klúbbur matreiðslumeistara í samvinnu við Menningarborg og Visa ísland standa fyrir vali á veit- ingahúsi hvers mánaðar út árið 2000. Allir gestir veitingahúsa um land allt geta tekið þátt og valið sitt veit- ingahús mánaðarins með tilliti til g^æða matar, þjónustu, umhverfis, verðlags og annars sem áhuga vek- ur. Gestir greiða atkvæði sitt á heimasíðu Klúbbs matreiðslumeist- ara, icelandic-chefs.is, eða senda svarseðil sem birtur verður í Morg- unblaðinu í lok hvers mánaðar. í árslok verður síðan valið veitinga- hús ársins 2000. Verður það gert með viðhöfn í árslok. Flest atkvæði í mars hlaut Grill- ið, Hótel Sögu og er það því veit- ingahús marsmánaðar. Verðlauna- afhending fór fram á sýningunni MATUR 2000. Þau veitingahús sem hlutu næst- flest atkvæði voru: Lækjarbrekka, Argentína, Humarhúsið, Apótekið og Hótel Holt. Dregið hefur verið úr nöfnum þeirra sem völdu veitingahús mars- mánaðar og hljóta eftirfarandi heppnir þátttakendur málsverð fyr- ir tvo í Grillinu: Anna Vigdís Þor- steinsdóttir, Samkomugerði 1, Ak- ureyri, Brynjólfur Magnússon, Lynghaga 2, Reykjavík og Valgerð- ur Sveinsdóttir, Hraunbæ 16, Reylgavík. Fagna átaki gegn ung- lingadrykkju STJORN Vímulausrar æsku og for- eldrahópsins fagnar því að blásið hefur verið á ný til átaks gegn ung- lingadrykkju, segir í fréttatilkynn- ingu. Einnig segir: „Reynslan hefur sýnt að þegar foreldarar, unglingar og aðrir sem málið varðar taka höndum saman er hægt að gera kraftaverk. Fyrri átök á borð við „Stöðvun unglingadrykkju“ (1994- 1995) sem Vímulaus æska og fleiri aðilar stóðu að gengu nánast að landasölu dauðri og vöktu foreldra af Þyrnirósarsvefni. Því átaki var ætlað að vekja athygli á þeim vanda sem stafaði af unglingadrykkju. Höfuðáherslur átaksisins voru að gera kröfur til aðila sem halda úti- hátíðir, koma reglum um útivistar- tíma í skilvirkt horf og berjast gegn landasölu. A íslandi er bannað að selja eða veita unglingum innan 20 ára aldurs áfengi. Þessi lög verða bæði foreldr- ar og aðrir þeir, sem umgangast unglinga, skilyrðislaust að virða. Að undanförnu hefur landasala verið að skjóta upp upp kollinum á nýjan leik. Það verður að kveða þá óværu niður hið snarasta. Foreldr- ar, fagfólk og unglingar verða að taka höndum saman og styðja átak Samfés og íslands án eiturlyfja með ráðum og dáð. Vímulaus æska og foreldrahópurinn munu ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum og skora á alla aðra að ganga til liðs við þetta átak. Mikilvægt er að jafningjafræðsla sé viðhöfð jafnt meðal barna, ung- linga og fullorðinna. Foreldrar mega þó aldrei gleyma því að þau bera ávallt og án undanbragða höf- uðábyrgð á velferð barna sinna en liðveisla unga fólksins og framtak er ómetanlegt.“ Tourette-sam- tökin með fund TOURETTE-samtökin á íslandi halda fund fyrir foreldra barna sem eru með Tourette-heilkenni í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 að Trj'ggvagötu 26,4. hæð. Þessir fundir eru haldnir mánað- arlega, fyrsta fimmtudag hvers mán- aðar. Þar gefst foreldrum tækifæri til að spjalla yfir kaffibolla um mál- efni barna sinna. Hjartardtíttir Jonnsen Þjóðmálafundir á Suðurlandi ÞINGMENN Sjalfstæðisflokksins á Suðurlandi, Arni Johnsen og Drífa Hjartardóttir, halda al- menna þjóðmálafundi á Suðurlandi á næstu dögum. Fyrsti fundurinn verður í Dugg- unni, Þorlákshöfn, föstudaginn 7. apríl kl. 20, Víkurskála í Vík mánudaginn 10. apríl kl. 17, Laufa- felli á Hellu mánudaginn 10. apríl kl. 20, Hótel Örk, Hveragerði, þriðjudaginn 11. apríl kl. 20 og í Óðinsvéum á Selfossi miðvikudag- inn 12. apríl kl. 20. Þýsk kvikmynd um tölvuþrjót GOETHE-Zentrum, Lindargötu 46, sýnir þýsku kvikmyndina „23“ frá árinu 1998, fimmtudaginn 6. apríl kl. 20.30. Myndin hlaut silfur- borða Þýsku kvikmyndaverðlaun- anna 1999 og August Diehl fékk gullverðlaunin fyrir besta leik í að- alhlutverki. Auk þess hlaut myndin tvenn verðlaun á kvikmyndahátíð- inni í Locarno. Myndin er byggð á sannsöguleg- um atburðum og greinir frá fram- haldsskólanema sem brýst inn í tölvunet stórfyrirtækja heimsins. Þegar KGB kemst í spilið lendir hann í vítahring eiturlyfja, skulda og njósna. Á undan „23" verður sýnd stutt- myndin „Countdown". „23" er með enskum texta og aðgangur er ókeypis. LEIÐRÉTT Einar Geirsson þriðji Á síðum Fólks í fréttum þriðju- daginn 4. apríl var rangt farið með nafn þess matreiðslumanns er lenti í þriðja sæti um titilinn Matreiðslu- maður ársins. Rétt er að Einar Geirsson varð þriðji og er beðist vel- virðingar á þessum mistökum. KONFEKTMÓT PÁSKA- iGGJAMÓX, MATARLITIR Póstsendum PIPAROGSALT Klapparstíg 44 4 Sími 562 3614 j - Þægindi fyrir þig! Borðstofusett m/6 stólum.^öSe rh . Litur: Indó-brúnt <° . stærð: 180x100 cm u Verðáðurkr. 124200,- Litir: HORNSÓFI Brúnt, grænt. blátt Stærð: 225x260 cm. Smidjuvegi 6d- Sfmi 554-4544 Las Vegas og nú á íslandi!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.