Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
0 Heimsókn Halldórs Blöndal forseta Alþingis til Þýskalands
Islendingar uppfylla öll
skilyrði til inngöngu í ESB
Morgunblaðið/ASA
Tómas Ingi Olrich, formaður utanríkismálanefndar, Guðmundur Árni
Stefánsson, varaforseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, formaður
vinstri grænna, Halldór Blöndai, forseti Alþingis, Ingimundur Sigfús-
son sendiherra og Kristinn Gunnarsson, formaður þingflokks Fram-
sóknarflokksins, fyrir utan Sendiráð íslands í Berlín.
Berlín. Morgunblaðið.
HEIMSOKN Halldórs Blöndals,
forseta Alþingis, til Sambandslýð-
veldisins Þýskalands hófst á sunnu-
dag og fór hann til höfuðborgarinn-
ar Berlínar í gærmorgun til
viðræðna við Wolfgang Thierse, for-
seta þýska Sambandsþingsins. Með
í för eru Tómas Ingi Olrich, formað-
ur utanríkismálanefndar, Kristinn
Gunnarsson, formaður þingflokks
Framsóknarflokksins, Steingrímur
J. Sigfússon, formaður vinstri
grænna og Guðmundur Árni Stef-
ánsson, varaforseti Alþingis.
„Þessi heimsókn er mjög þýðing-
armikil," sagði Halldór Blöndal í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Þetta er í fyrsta skipti sem forseta
Alþingis er boðið í opinbera heim-
sókn til Þýskalands og það var lagt
upp úr því af Þjóðverjum að þetta
gæti orðið grundvöllur að skoðana-
skiptum og samstarfi þinganna í
framtíðinni. Ég tel að hvert sæti í
sendinefndinni sé vel skipað, sem
hefur líka komið fram í þeim við-
ræðum sem við höfum átt hér við
þýska þingmenn," sagði Halldór.
Halldór sagði það hafa komið
fram á fundinum með Thierse að
hann væri vel inni í málefnum ís-
lendinga. „Hann spurðist fyrir um
afstöðu okkar íslendinga til inn-
göngu í Evrópusambandið og hvaða
rök við teldum með og á móti aðild. í
framhaldi af því vakti hann athygli á
því að Islendingar uppfylltu öll skil-
yrði til inngöngu en kysu að standa
utan við sambandið, - á sama tíma
og aðrar þjóðir vildu ganga í
Evrópusambandið en hefðu ekki
efnahagslegar forsendur til þess að
geta stigið slíkt skref að svo komnu
máli.“
Innri mál Evrópusambandsins
bar einnig á góma á fundinum.
„Thierse leyndi ekki þeirri skoðun
sinni að hann vildi þétta samstarfið
en sagði að erfiðleikarnir væru m.a.
í því fólgnir að þjóðirnar yrðu að
ganga mishratt til slíkrar samvinnu
og að óhjákvæmilegt væri að taka
mið af fjölmenni þeirra í framtíðar-
skipulagi Evrópusambandsins."
Að sögn Halldórs lýsti Thierse
áhyggjum sínum af því að bilið væri
aftur að breikka á milli efnahags
Austur- og Vestur-Þjóðverja en
sagði jafnframt að það væri fyrst nú
sem hann skynjaði að þeir gætu
komið fram sem ein þjóð, inn á við
sem út á við, og þannig styrkt stöðu
sína. Jafnframt hafi Thierse dregið
þá ályktun af Kosovo-stríðinu að
nauðsynlegt væri að taka utanríkis-
og öryggismál fastari tökum en
Evrópusambandið hefði gert hingað
til.
íslendingar fjárfesti
í síldariðnaði
A sunnudag fór íslenska sendi-
nefndin til Cuxhaven og sat þar m.a.
kvöldverðarboð hjá DFFU, þýsku
útgerðarfyrirtæki í eigu Samherja, í
boði Finnboga Baldvinssonar. „Þar
hittum við yfirborgarstjóra Cux-
haven og þingmenn og áttum mjög
góðar viðræður," segir Halldór.
„Finnbogi gerði glögga grein fyrir
stöðu fyrirtækisins og varpaði ljósi
á þróun fiskveiða í víðu samhengi.
Hann talaði m.a. um nauðsyn þess
að Islendingar fjárfestu í síldariðn-
aði, t.d. í Cuxhaven, til þess að ná
stöðu á neyslumarkaðnum fyrir
okkar vörur, enda væru umsvif síld-
ariðnaðarins þar 20 til 25 milljarðar
króna.“
Daginn eftir sat sendinefndin há-
degisverðarboð Ute Pape, forseta
borgarþingsins í Hamborg, en
Hamborg er í þeirri stöðu eins og
Berlín og Bremen að borgarstjómin
er einnig yfir landsþinginu. Á
þriðjudag var haldið til Stuttgart og
rætt við Peter Straub, þingmann og
forseta landsþingsins í Baden
Wurttemberg. í dag mun sendi-
nefndin eiga viðræður við fulltrúa
þeirra flokka sem sitja á Sambands-
þinginu.
Aiþingi
UTANRÍKISMÁLIN setja svip sinn
á dagskrá Alþingis í dag en þing-
fundur hefst kl. 10.30. Eftirfarandi
mál eru annars á dagskrá Alþingis:
1. Norrænaráðherranefndin 1999,
ein umræða.
2. Norrænt samstarf 1999.
3. Vestnorræna ráðið 1999.
4. Ályktanir Vestnorræna ráðsins,
fyrri umræða.
5. Fiskveiðar innan islenskrar og
færeyskrar lögsögu á árinu 2000.
6. Staðfesting samninga um veiðar
úr norsk-íslenska síldarstofnin-
um á árinu 2000, fyrri umræða.
7. Staðfesting breytinga á stofn-
samningi Evrópustofnunar fjar-
skipta um gervitungl, fyrri um-
ræða.
8. Fullgilding samþykktar Alþjóða-
samvinnustofnunarinnar um
jafnrétti til handa körlum og
konum í atvinnu, fyrri umræða.
9. Fullgilding samnings um alls-
heijarbann við tilraunum með
kjarnavopn, fyrri umræða.
10. Fullgilding Rómarsamþykktar
um Álþjóðlega sakamáladóm-
stólinn.
11. Staðfesting ýmissa ákvarðana
sameiginlegu EES-nefndarinn-
ar.
12. Upplýsingalög, 1. umræða.
13. Framleiðsla, verðlagning og
sala á búvörum, 1. umræða.
14. Schengen-upplýsingakerfið á
Islandi, 3. umræða.
15. Þátttaka íslands í Schengen-
samstarfinu (breyting ýmissa
laga).
16. Vörumerki, 2. umræða.
17. Stofnun hlutafélags um rekstur
Póst- og símamálastofnunar
(stimpilgjald), 2. umræða.
18. Staðfest samvist, 1. umræða.
19. Meðferð opinberra mála.
20. Vörugjald, 1. umræða.
21. Tekjuskattur og eignarskattur,
1. umræða.
22. Virðisaukaskattur, 1. umræða.
23. Tryggingagjald, 1. umræða.
24. Ríkisábyrgðir, 1. umræða.
Lög um vörugjald
Tvennar breyting
ar gerðar við
þriðju umræðu
FRUMVARP fjármálaráðherra
sem felur í sér breytingar á vöru-
gjaldi af bifreiðum var afgreitt
sem lög frá Alþingi í gærkvöld.
Greiddu 25 stjórnarþingmenn at-
kvæði með samþykkt frumvarpsins
en 13 stjórnarandstæðingar sátu
hjá við afgreiðslu þess. 25 þing-
menn voru fjarverandi.
Tvennar breytingar voru gerðar
á frumvarpinu við þriðju umræðu í
gær. Fólu þær í sér að í stað þess
að vörugjald af bifreiðum fatlaðra
sem eru sérstaklega búnar til
flutnings á þeim, þ.m.t. búnar
hjólastólalyftu, og samþykktar af
Tryggingastofnun ríkisins verði
lækkað úr 30% í 10%, skyldi það
fellt alveg niður.
Ennfremur var sett inn bráða-
birgðaákvæði vegna lækkunar á
vörugjaldi af bifreiðum sem ætlað-
ar eru til útleigu hjá bílaleigum. Sá
hluti laganna, sem víkur að bíla-
leigubílum, tekur ekki gildi fyrr en
15. maí og er í bráðabirgðaákvæð-
inu kveðið á um að endurgreiða
skuli mismun greidds vörugjalds af
bílaleigubílum sem tollafgreiddir
eru eftir gildistöku laganna og
þess vörugjalds sem borið hefði að
greiða ef bifreið hefði verið toll-
afgreidd eftir 15. maí 2000.
Við atkvæðagreiðsluna lýstu Ög-
mundur Jónasson, þingflokksfor-
maður Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs, og Jóhanna Sig-
urðardóttir, þingmaður Samfylk-
ingar, þeirri afstöðu flokka sinna
að þó að þeir fögnuðu þeim breyt-
ingum sem gerðar væru á laga-
ákvæðum er lytu að bifreiðum fatl-
aðra gætu þeir ekki greitt atkvæði
með samþykkt frumvarpsins.
Sagði Ögmundur að hér væri enn
verið að mylja undir þá efnameiri í
samfélaginu enda væri það fyrst
og fremst efnafólk sem hagnaðist á
þessum breytingum
Jóhanna hafði fyrr um daginn
mælt fyrir áliti minni hluta efna-
hags- og viðskiptanefndar, sem
hún og Ógmundur skrifuðu bæði
undir, þar sem farið var yfir þá
galla sem væru á frumvarpinu. Það
væri þensluhvetjandi og breyting-
arnar, sem frumvarpið fæli í sér,
væru því afar varhugaverðar mið-
að við ríkjandi efnahagsástand.
Aukin bílaeign, sem væntanlega
yrði afleiðing af breytingunum sem
lagðar væru til í frumvarpinu, ylli
enn frekara álagi á gatnakerfið í
Reykjavík og vaxandi mengun því
samfara væri áhyggjuefni einnig.
„Það er skoðun minni hlutans,“
sagði Jóhanna, „að það sé vissu-
lega umhugsunarvert að ríkis-
stjórnin ætli að ganga þvert gegn
alvarlegum aðvörunum efnahags-
stofnana þjóðarinnar, Seðlabanka
og Þjóðhagsstofnun. Þær vara
sterklega við þensluhvetjandi
áhrifum þessara breytinga, sem
munu m.a. auka viðskiptahallann
og útlán lánastofnana, kynda undir
verðbólguna og draga úr sparn-
aði.“
Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra sagði hins vegar við umræð-
una í gær að þess væri ekki vænta
að stökkbreytingar yrðu vegna
þessa frumvarps. Fyrst og fremst
gæfu breytingar á lögunum fleira
fólki kost á að eignast betri bíla,
öruggari og umhverfisvænni.
Reglur um heimsóknir útlendinga enn ræddar á Alþingi
Boðar frumvarp til
nýrra útlendingalaga
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra sagði í svari við fyrirspum
Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur,
þingmanns Samfylkingai-, á Alþingi í
gær að hún hefði enga heimild til að
afnema þau skilyrði sem væru fyrir
heimsóknum útlendinga utan EES-
svæðisins til íslands. Sagðist hún hins
vegar ætla að leggja frumvarp til
nýrra útlendingalaga fyrir næsta
þing og þá væri hægt að ræða um það
hvort slaka ætti á skilyrðum fyrir
dvalarleyfi útlendinga hér á landi.
Ásta Ragnheiður, sem nýverið bar
fram fyrirspum til utanríkisráðherra
um hvemig reglum um heimsóknir
útlendinga væri háttað, hafði spurst
fyrir um það hvort dómsmála-
ráðherra hygðist afnema skilyrði sem
em fyrir heimsóknum útlendinga ut-
an EES-svæðisins hingað til lands.
Spurði hún jafnframt hvaða rök væm
fyrir þvi að Islendingar sem vildu
bjóða erlendum ættingjum og
tengdafólki til dvalar hér á landi
þyrftu að hh'ta afar mismunandi
reglum til að fá dvalarleyfi fyrir þá.
Asta Ragnheiður sagði afar niður-
lægjandi þær kröfur sem gerðar
væra um að íslendingar, sem von
ættu á erlendum ættingjum, framvís-
uðu launaseðlum, skattaframtali eða
sýndu fram á að eiga hundmð þús-
unda króna inni á bankareikningum
til að tryggja framfærslu fólksins.
Reglumar væm einnig afar misvís-
andi og menn ættu erfitt með að fá úr-
lausn mála sinna.
Hún tók dæmi af íslenskum manni
sem starfað hefði að þróunarverkefni
í Namibíu. Maðurinn hefði viljað taka
þarlenda sambýliskonu sína með sér
hingað til íslands og hefðu þau hugs-
að sér að sjá til hvemig konunni líkaði
hér áður en þau ákvæðu með fram-
ALÞINGI
hald sambandsins. Maðurinn hefði
hins vegar gengið á hvem vegginn á
fætur öðrum með að fá dvalarleyfi
fyrir konuna. M.a. hefði komið krafa
um háa innlögn á bankareikning í
hennar nafni og á hennar kennitölu,
sem hún þó auðvitað væri ekki með.
Þegar maðurinn hefði verið við það að
gefast upp á bamingnum hefði hon-
um verið bent á að giftast einfaldlega
konunni, til að losna við allt vesen.
Krafa um framfærslu
ekki gerð að ástæðulausu
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra rifjaði upp að í lögum um
eftirht með útlendingum frá 1965
væri kveðið á um að meina bæri út-
lendingi landgöngu af nokkmm
ástæðum og að slíkt gæti átt við ef
ætla mætti að viðkomandi hefði ekki
nægileg fjárráð sér til framfærslu hér
á landi.
„Þessi krafa er ekki gerð að
ástæðulausu," sagði Sólveig. „Löng
reynsla þeirra sem fylgjast með kom-
um og dvöl útlendinga til landsins
sýnir að meðal þeirra era ávallt ein-
hverjir úr þeim stóra hópi fólks sem
kemur frá örbirgðarríkjum jarðar og
era að leita sér að betri bústað. Og
krafan um nægileg fjárráð er sett
fram til þess að forðast straum út-
lendinga til landsins, sem hér myndu
strax lenda á vonarvöl."
Sólveig lagði hins vegar áherslu á
að reglur sem þessar giltu ekki aðeins
á Islandi. Þær giltu einnig í nágranna-
löndum okkar og benti ráðherrann
m.a. á að í Danmörku hefðu þær mjög
verið hertar og þar væri nú jafnvel
hægt að krefjast DNA-prófunar ef
vafi léki á skyldleikatengslum fólks.
Hún sagði einnig að fastsettar við-
miðunarapphæðir varðandi fram-
færslu útlendinga hefðu verið settar
að beiðni starfshðs Utlendingaeftir-
litsins, og væri þar tekið mið af fram-
færslufjárhæðum hjá Félagsþjónustu
Reykjavíkurborgar. í þeim tilvikum
þegar erlendum ættingjum og er-
lendu tengdafólki íslenskra ríldsborg-
ara væri boðið hingað til dvalar væri
gerð sú krafa að gestgjafamir gerðu
grein fyrir því hvemig gestirnir
myndu framfleyta sér meðan á dvöl-
inni stæði og ef gestgjafamir sjálfir
hygðust sjá um uppihaldið væri þeim
gert að framvísa gögnum um að þeir
væra til þess færir. Skv. upplýsingum
frá Útlendingaeftirlitinu hefði það
hins vegar aðeins gerst einu sinni að
krafist væri fjártryggingar fyrir
framfærslu gestanna.
Sólveig sagði að það mætti svo sem
deila um það hvort réttmætt væri að
setja hömlur á innflutning fólks til
landsins. Löggjöfin giltá hins vegar og
hún hefði enga heimild til að afnema
þau skilyrði sem væra fyrir heim-
sóknurn útlendinga utan EES-svæð-
isins. Sagði ráðherra að fyrir næsta
þing myndi hún leggja framvarp til
nýrra útlendingalaga og þá væri hægt
að ræða það hvort slaka ætti á skil-
yrðunum fyrir dvalarleyfi útlendinga
hér á landi.