Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ i'/1' AT VINNUAUG SINGAR , . - -V • . I. Fiæðslumiðstöð Reykjavíkur Laus stöiÍF í grunn- skólum Reykjavíkur skólaárið 2000-2001 Aðstoðarskólastjóri Rimaskóli, sími 567 6464. ^Laus er staða annars aðstoðarskólastjóra. Viðkomandi er einkum ætlað að annast stjórn- un á yngra og miðstigi skólans (1. —6. bekkur), vinna að faglegri mótun og þróun í skólastarfi ásamt öðrum stjórnunarverkefnum í samráði við skólastjóra. Kröfur til umsækjenda: / Stjórnunarhæfileikar. / Kennaramenntun. Framhaldsmenntun æski- leg á sviði stjórnunar og rekstrar eða í upp- eldis- og kennslufræði. / Lipurð í mannlegum samskiptum. / Metnaður í starfi. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Umsóknir sendist Fræðslumiðstöð Reykjavík- -ur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. Deildarstjóri sérkennslu Rimaskóli, sem er heildstæður750 nemenda grunnskóli í Reykjavík, óskarað ráða deildar- stjóra sérkennslu frá og með 1. ágúst nk. Um er að ræða 50% starf. Starf deildarstjóra sér- kennslu felst m.a. í yfirumsjón með allri sér- kennslu við skólann, faglegri ráðgjöf til kenn- ara auk þátttöku í nýbreytnistarfi á sviði sér- kennslu. Æskilegt er að umsækjandi hafi sér- kennsluréttindi. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Umsóknir ber að senda í skólann. Upplýsingar gefa skólastjóri, Helgi Árnason, á skrifstofu Rimaskóla, netfang: adalhelg@is- mennt.is og Ingunn Gísladóttir, starfsmanna- stjóri á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Fríkirkju- vegi 1, sími 535 5000, netfang: ingunng@reykja- vik.is. Laun skv. kjarasamningum kennarafélaganna og Launanefndar sveit- arfélaga. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Viltu vinna á skemmtilegum vinnustað? Kvenfataverslunin Sasha í Kringlunni óskar eftir starfsmanni, eldri en 25 ára, í heilsdags- starf. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., fyrir kl. 12.00, 10. apríl, merktar: „Sasha — 9508". Eyrarsveit Bæjartæknifræðingur Laus ertil umsóknar staða tæknifræðings Eyr- arsveitar, Grundarfirði. Samkvæmt fyrirliggj- andi starfslýsingu fertæknifræðingur með yfir- stjórn tæknisviðs og áhaldahúss, hefur umsjón með skipulags- og byggingamálum, verkleg- um framkvæmdum sveitarfélagsins og stofn- ana þess, viðhaldi mannvirkja o.fl. Hann ann- ast tilheyrandi áætlanagerð og skipulagningu. Æskilegt að viðkomandi hafi haldgóða þekk- ingu í tölvumálum. Leitað er að byggingatæknifræðingi. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Eyrarsveit- ar, Grundargötu 30, Grundarfirði, í síðasta lagi 17. apríl nk. Frekari upplýsingar gefur sveitar- stjóri í síma 438 6630. Hefurðu áhuga á að búa og starfa í blóm- legu sveitarfélagi á uppleið? Grundarfjöröur er fallegt sveitarfélag á norðanverðu Snæfellsnesi, í um 180 km akstursfjarlægð frá Reykjavík. íbúar Grundarfjarðar telja á tíunda hundraðið og hefurfjölgað mikið síðustu ár. Grundar- fjörður er vaxandi byggðarlag og þar er næg atvinna. í Grundarfirði starfa öflugir skólar, Grunnskólinn í Grundarfirði með um 215 nem- endur í 12 bekkjardeildum, Tónlistarskólinn með um 110 nemendur, leikskólinn Sólvellir sem er tveggja deilda leikskóli með um 80 nem- endur með sveigjanlegri viðveru. Fjarnám á framhaldsskólastigi ertilraunaverkefni sveitarfélagsins, menntamálaráðuneytis, Verk- menntaskólans á Akureyri og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Snæfelling- ar hafa ákveðið að stofna sameiginlega félags- og skólaþjónustu. Kynntu þér málið, okkur vantar ennfremur sjúkraþjálfara til starfa á nýrri heilsu- gæslustöð (s. 438 6682). Getum alltaf bætt við okkur góðum kennurum í leik-, grunn- og tónlistarskóla. Verið velkomin í Grundarfjörð! Sveitarstjórinn í Grundarfirði. SÓMMVG Starfsmenn óskast á hjólbarðaverkstæði Sólningar á Smiðjuvegi í Kópavogi. Um framtíðarstörf er að ræða. Upplýsingar í símum 544 5020, 544 5030 eða á staðnum. Sólning hf., Smiðjuvegi 32—34. lul SKÓGRÆKT RÍKISINS Skógræktarráðunautur Skógrækt ríkisins óskar eftir að ráða skógrækt- arráðunaut á Norðurlandi. Skógræktarráðunautur á Norðurlandi hefur aðsetur á Akureyri. Starfið felst í ráðgjöf, áætlanagerð, eftirliti, og fræðslu til þeirra aðila sem stunda skógrækt á Norðurlandi, ásamt að vera tengiliður lands- hlutans við skógræktarrannsóknir. Óskað er eftir einstaklingi með háskólagráðu í skógfræði eða tilsvarandi menntun og reynslu. Umsóknarfrestur er til 25. apríl 2000. Nánari upplýsingar veita Jón Loftsson skóg- ræktarstjóri eða Þröstur Eysteinsson, Egils- stöðum, sími 471 2100. Mosfellsbær Frædslu- og menningarsvid Leikskólinn Hlaðhamrar Lausar eru stöður leikskólakennara, strax eða eftir nánara samkomulagi, í stöðu deildarstjóra og við almenn leik- skólastörf. Um er að ræða 100% stöðu og 50% stöðu eftir hádegi. Óskað er eftir leikskólakennurum og áhugasömum leiðbeinendum. Kjör leikskólakennara eru samkvæmt kjarasamningi FÍL og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga ásamt sérsamningi leikskólakennara í Mosfellsbæ við bæj- aryfirvöld. Kjör leiðbeinanda í leikskólum eru sam- kvæmt kjarasamningi STAMOS og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. í leikskólum er lögð áhersla á gæði i samskiptum og skapandi starf í anda Reggíó stefnunnar. Upplýsingar veitir undirrituð í síma 566 6351. Leikskólastjóri. ATVINNU- upplýsingar er að finna á mbl.is/uppiýsingar AOAUGLVSIISIGA FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR & Frá Hjartavernd Aðalfundur Hjartaverndar verður haldinn í Lág- úla 9, 6. hæð, fimmtudaginn 13. apríl nk. og efst kl. 16.15. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Margrét Andrésdóttir sérfræðingur segir frá afkomendarannsókn Hjartaverndar. Stjórnin. mm Samtök psoriasis og exemsjúMinga Aðalfundur SPOEX 2000 Aðalfundur Samtaka psoriasis- og exemsjúk- linga verður haldinn fimmtudaginn 13. apríl nk. á Grand Hóteli Reykjavík v/Sigtún og hefst kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Rætt um erfðarannsóknir á psoriasis. Skilyrði til loftslagsmeðferðar. Önnur mál. Mætið öll og fræðist um málefni samtakanna. Stjórnin. Stangaveiðifélag Reykjavíkur Opið hús föstudaginn 7. apríl í sal félags- ins á Háaleitisbraut 68, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Spá fyrir veiðisumarið 2000. Sigurður Guðjónsson frá Veiðimálastofnun. 2. Veiðileiðsögn um urriðasvæði Laxár í Þing. Umsjón: Sigurbrandur Dagbjartsson. 3. Flugugetraun. 4. Happdrætti, glæsilegir vinningar. Félagar fjölmennum og takið með ykkur gesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.