Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 84
84 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 >----------------------- FOLKI FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ Gervirými og hreyfíng Víkingur í Kaliforníu í LOK mars var staddur hér á íslandi einn af gúrúum hug- myndalistar í heiminum en það er Bandarfkjamaðurinn John Baldessari (1931). Má segja að hugmyndalist sé þeg- ar hugmynd er komið í áþreifanlegan búning og það er eitt af hans viðfangsefnum. Eins og gúrú ber er hann gráhærður, góðlátlegur og kurteis eldri maður sem lætur ekki mikið yfir sér og h'tur alls ekki út fyrir að vera einn af þessum mönnum sem eru á forsíðunni á öllum helstu listtímaritunum annan hvem mánuð. Astæðan fyrir komu hans hingað til lands var sú að snemma á næsta ári verður stór yfirlitssýning á verkum hans í hinu nýja Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu, spm Þorvaldur Þorsteinsson er sýningarstjóri að. Sannleikurinn er fallegur Baldessari hóf feril sinn sem málari en vinnur nú mest með ljósmyndir, kvikmyndastillur og texta. í lok sjöunda áratugarins bjó Baldessari enn í fæðingar- bæ sínum, National City, úthverfi í San Diago í Kalifomíu. Var hann kominn á nokkurs konar endapunkt með þá list sem hann hafði unnið að síðastliðinn 20 ár og að hans eigin sögn var þá kominn tími til að sætta sig við venjulegt líf þar sem hann yrði aðeins myndlistarmaður í hjáverkum sem gerði listaverk fyrir vini og kunningja. A þessum tímamótum fékk hann hugmynd, hann ákvað að sýna fólki hvemig þetta úthverfi sem hann bjó í virkilega var. Upp frá þessu fékk hann að gera hst út frá þeim aðstæð- «n sem hann bjó við og í, án þess að fegra þær á nokkurn hátt. Hann fór að benda á að sannleikurinn sé fallegur, sama hversu ljótur hann raunverulega sé. Merking og merkingarleysi hluta era áberandi viðfangsefni í mörgum verka hans og útfrá því lítur hann á hið almenna og hvers- dagslega í umhverfinu sem verðugt viðfangsefni í mynd- list. Aðstæður, viðbrögð og val fólks em eitthvað sem Baldessari elskar og notar í hst sinni. Allir þeir möguleikar sem manneskjan hefur til að bregðast við aðstæðum Averju sinni, em eitthvað sem hann nýtir sér stöðugt. Goya serían: Það er enginn tími. 1997. 190x152 cm/ John Baldessari. „Þegar maður er búinn að taka ákvörðun vill hann [Bald- essari] tala um alla hina möguleikana sem maður sleppti,“ segir gamall nemandi hans og dæsir. Sem dæmi um þetta má nefna að nýlega var yfirlitssýning á verkum hans í Þýskalandi sem hét „ Þegar eitthvað er að gerast hérna er eitthvað annað að gerast þama“ sem lýsir þessu viðhorfi hans augljóslega. Möguleikar, endalausir möguleikar! Myndir Baldessari em venjulega mai’gskiptar, annað- hvort mynd og texti eða margar myndir saman. Venjulega vinnur hann eitthvað ofan í myndimar eða setur þær sam- an þannig að þær hafa einhverja merkingu sem oft er hægt að ráða í eftir nokkra umhugsun. Hefur hann oft verið kall- aður formahsti vegna þessa myndmáls sem hann notar. Baldessari hefur verið fulltrúi Bandaríkjanna á þekkt- um alþjóðlegum sýningum og er enn að. Enginn ætti því að láta sýningu Baldessari framhjá sér fara. THERE ISN'T TIME HRAFNKELL Birgisson er að vinna lokaverkefni sitt í hönnun við Listaháskólann í Saarbriicken, en býr í Berlín þangað sem blaðamaður hringdi í kappann. Hann var þá í óða- önn að elda kínverskan kjúkling með engifer handa vini sínum, Agli Sæbjömssyni, svo blaðamaðui' mátti reyna að fá viðtal aftur hálftíma s^inna „Eg er að byija að vinna verkefni sjálfstætt til hliðar við lokaverkefnið og er núna að vinna fyrir Berliner Festspiele. Það er fyrirtæki sem skipuleggur listsýningar hér og ég verð með innsetningu á sýningu sem verður opnuð í maí. En það er svona milli hönnunar og myndlistar sem ég myndi staðsetja mig. Svo er stóra hönnunarsýningin í Mílanó um miðjan apríl, og þar tek ég þátt í verkefninu Design Bazaar með hópi ungra hönnuða frá Saar- briicken, og sýni þar tvo hluti.“ - Ut á hvaðgengur lokasýningin? „Hún snýst um gervirými og hreyfingu, oger verkefni sem ég setti •jjiér sjálfur. Eg kem til með að setja upp sýningu í lestarvagni í Saar- briicken." - Afhverju fórstu til Bcrlinar? „Mig langaði að breyta um um- hverfi og fá meiri hreyfanleika og nýjungar í kringum mig. Það er mik- ið að gerast í Berlín og það er mikil- vægt til að komast í sambönd, sýna sig og sjá aðra, en það er erfitt í minni borg eins og Saarbriicken. Skólinn þar er hins vegar mjög góður og fín hugmyndafræði að baki honum. Hann var stofnaður 1989 og er einn af íiýjustu listaháskólum í Þýskalandi." - Er mikið að gerast fyrir unga h önn uði í Berlín ? „Borgin á í peningaerfiðleikum og þá em list og menning aftast á listan- um. En það er samt margt að gerast og alltaf fleiri fyrirtæki að opna skrif- stofur og útibú, sérstaklega eftir að Berlín varð aftur höfuðborg. Þótt það taki allt langan tíma em margir möguleikar að opnast." „Hábolli" eða „Hoch die Tassen!" er afsprengi brotins vínglass og yfir- gefins bolla, sem Hrafnkell sýnir í Mflanó 11.-16. aprfl. - Hvemig eru Þjóðverjav í hönnun á heimsmælikvarða? „Það hefur verið viðloðandi Þjóð- verja að þeir hafi átt erfitt heima hjá sér að koma að nýjungum í fram- leiðslu því fyrirtæki em mjög íhalds- söm. Þau em lengi að opnast og að- lagast nýjum timum. Margir leita því út fyrir Þýskaland til að koma sér á framfæri. Þjóðverjar em samt mjög góðir hönnuðir, hér er mikill iðnaður og mikil hefð í hönnun. Þeir em sterk- astir í tæknihönnun og bílahönnun, en svolítið feimnir við að fara ótroðn- ai' slóðir.“ - Hvað gerist hjá þér að júlímán- uðiliðnum? „Það er allt mjög opið og ég ætla að sjá hvað sýningarnar leiða af sér. Aldrei að vita nema við Egill geram eitthvað saman, við emm alltaf með hugmyndir í gangi. Annars langar mig að koma sjálfstæðu fyrirtæki á laggirnar ásamt nokkmm kunningj- um mínum. Alla vegna ætla ég að taka mín fyrstu skref í Þýskalandi og sé svo til hvað gerist.“ Hrafnkell setur upp „Míníbar með átta mismunandi vatnstegundum" í samstarfi við bandaríska arki- tektinn Lebbeus Woods á framtíð- arsýningunni „Seven Hills“, sem verður opnuð í Martin Gropius Bau í Berlín þann 14. maí. Franskir dagar í Tökuhúsinu I tónum, mynd- um og mat Morgunblaðið/Jim Smart UM HELGINAverða franskir dagar í Tökuhús- inu við Lindargötu og hefj- ast kl. 20 á laugardags- og föstudagskvöld. Á efri hæð hússins verða sýndar franskar stutt- myndir eftir Nicolas Glachant, Sophie Bernard, Jean Charles Hue, Nina Esbar, Cédric Laty, Santiago Reyes og Laetitia Bourget sýnir tvær mynd- ir, en í annarri ljósritaði hún líkama sinn og bjó til stuttmynd sem þykir sér- lega Ijóðræn og falleg. Hörpuleikarinn Marion Herrera mun slá á strengi og einnig leika franska tónlist frá sjöunda ára- tugnum og franski lista- maðurinn Joseph Marzolla verður með innsetningu á miðhæðinni. Alltaf verið í listinni Joseph hefur verið í tvo mán- uði á Islandi og vinnur á elli- heimilinu Gmnd. Sýningin í Tökuhúsinu er þriðja sýning hans á þessum stutta tíma, en fyrst var hann með sýningu í Listhúsinu Sans og síðan í Gall- erý Geysi. Joseph lagði stund á heim- spekinám í París og hóf síðan listnám, en fannst hann of sjálf- stætt hugsandi til að passa inn í þann skóla. Hann vann með eyðnisjúkum börnum í tvö ár og hefur gert hitt og þetta en alltaf verið við- riðinn listina á einn og annan hátt; sett upp listsýningar á frumlegum stöðum, unnið í kvik- myndageiranum, kennt börnum leiklist og unnið að list sinni um leið. M.a vann hann talsvert með norskri vinkonu sinni sem er stíl- isti og saman hönnuðu þau og gerðu töskur úr sérstöku plast- efni sem þau fundu og seldu ríka fólkinu við inngang hátískubúð- anna þar í París og Osló og gekk vel. Þau tóku jafnframt myndir af eigendunum með töskurnar og eignuðust þannig gott mynda- safn sem skapaði góð sambönd. Eftir vissan tíma fannst Joseph peningarnir frekar en sköpunin ráða ferðinni í þessu ævintýri og ákvað að breyta til. Hann fór að leita að vinnu á Norðurlöndum Joseph Marzolla hjá verki sfnu í Gallerý Geysi. og er glaður að vera á íslandi þar sem galleríin eru mun auð- veldari í meðförum en í París og hann er búinn að sækja um í Listaháskólanum næsta haust. „ísland er svo stórt að flatar- máli, pínulítil þjóð og risastórt menningarlega séð,“ segir Jos- eph sem finnst hann finna fyrir því að búa í lýðveldi. Að deila með náunganum I Tökuhúsinu ætlar Joseph að vera með innsetningu og ætlar að elda ofan í mannskapinn. „Ég er ekki kokkur en ég ætla að baka brauð, kökur, eggjabökur, laga hrísgi'jónasalat og aðra létta franska rétti því mig langar að vinna með þemað að bjóða til sín gestum. Ég er vanur því að mikilvægustu stundirnar sem maður á em að sitja með vinum sínum við borð að deila með þeim mat, víni og hugmyndum. Mig langar að endurskapa þetta í ein- faldri og þægilegri innsetningu." Listamaðurinn sem er ítali í aðra ættina, Spánverji í hina og alinn upp í Frakklandi viður- kennir að hann sakni þessaj'a samkoma heiman að og að Is- lendingar, sem hann kann mjög vel við, séu mjög ólíkir Frökkum að þessu leyti. Allir em velkomnir í Tökuhús- ið bæði laugardags- og sunnu- dagskvöld, en franskir dagar standa einungis yfir þessa helgi. Baldessari sýnir á íslandi á næsta ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.