Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 51 ráðist í þetta verk sem samstarfs- verkefni Skipulagsins og Reykjavík- ur, jafnframt var ákveðið að þríhym- inganetið skyldi einnig ná til nágrannasveitarfélaganna, eða frá Kollafirði í norðri, Vífilsfelli í austri og að Helgafelli og Straumsvflc í suðri. Jafnframt komum við okkur saman um ákveðið kortblaðakerfi, sem byggðist á stærðinni 60x80 cm fyrir öll kort af mælikvarðanum 1:500, 1:1000 og 1:2000, og er þetta blaðskiptakerfi enn við lýði. Saman hönnuðum við netið, og sá Haukur síðan um merkingu stöðvanna, en undirritaður um mælingu og útreikn- inga. Verki þessu, sem myndaði traustan grundvöll undir alla korta- gerð á höfuðborgarsvæðinu eftir þetta, lauk nokkru áður en Haukur lét af störfum hjá Reykjavík, árið 1954. Þá stofnaði hann sína eigin verkfræðistofu, Forverk, sem m.a. sérhæfði sig í landmælingum og kortagerð. Brátt festi hann kaup á mjög vönduðu kortagerðartæki til að gera hæðarlínukort eftir loftmynd- um, en nokkrar ríkisstofnanir höfðu þá nýlega lagt fram fé til að kaupa mjög vandaða ljósmyndavél, sem var sérhönnuð til að taka myndir úr lofti. Var Ágúst Böðvarsson, sem þá var starfsmaður Vegagerðarinnar, feng- inn til að annast myndatökuna, en síðar annaðist Agúst Guðmundsson í mörg ár þetta vandasama verk. Nú hófst algjörlega nýr þáttur í korta- gerðarsögu landsins. Fyrst var hafist handa við að mynda land Reykjavík- ur og nágrannasveitarfélaganna, en síðan lét Haukur Forverk teikna vönduð kort af þessum svæðum, eftir því sem þörf krafði, bæði til afnota við skipulagsáætlanir og hverskonar verklegar framkvæmdir. Síðar var ráðist í myndatöku og kortagerð af kaupstöðum landsins og öðrum skipulagsskyldum þéttbýlisstöðum, eftir því sem fjárhagur og tími leyfði. Þar sem undirritaður gegndi störfum skipulagsstjóra á þessum árum, og átti því mikil og margvísleg viðskipti við Hauk, er mér Ijúft að votta, að aldrei bar neinn skugga á það sam- starf. Allir samningar, hvort sem þeir voru munnlegir eða skriflegir, stóðu eins og stafur á bók. Ekki má gleyma þeim víðfeðmu landsvæðum, sem þóttu áhugaverð vegna hugsanlegra virkjunarframkvæmda, og sem For- verk kortlagði. Kortin sem Danir höfðu gert af landinu á árunum 1900- 1937, voru flest í mælikvarðanum 1:100000 og með aðeins 20 metra hæðarlínum. Þau voru að sjálfsögðu ágæt sem gróf yfirlitskort, en dugðu skammt til afnota við tæknilegar áætlanir. Auk þegar taldra upp- drátta, gerði Forverk fjölda sérkorta af ýmsum öðrum landsvæðum, sem þóttu sérlega áhugaverð vegna sum- arbústaðabyggðar, eða einstakra náttúrufyrirbrigða og jarðfræði. Ótalin eru öll þau kort sem Forverk hefur teiknað í áranna rás, en bara þau kort sem hann teiknaði fyrir Skipulag rflrisins og höfuðborgar- svæðið, sem mér er kunnugt um, skiptu hundruðum. Haukur hefur því sannarlega skipað sér virðulegan sess í kortagerðarsögu Islands, sem alger brautryðjandi í nútímalegri kortagerð, auk þess sem afköst hans hafa verið með ólflrindum. En Hauk- ur stóð ekki einn í þessum stórræð- um, því Forverk hafði jafnan á að skipa traustum samstarfsmönnum. Þá má síst gleyma þeim trausta lífsförunaut, sem hann eignaðist strax á Danmerkurárum sínum, og sem fæddi honum þrjú mannvænleg böm, sem öll bera foreldrum sínum fagurt vitni. Eiginkona hans, Jytte 0strup, stóð við hlið Hauks í gegnum þykkt og þunnt, og átti hún veruleg- an þátt í velgengni hans í hvívetna. Hún sýndi líka dæmafáan dugnað og ósérplægni hin síðustu ár Hauks, þegar heilsu hans var farið að hraka. Við Lis sendum þér, Jytte, hlýjar samúðarkveðjur og óskum þér og þínum alls velfamaðar í bráð og lengd. Zóphónías Pálsson. Kristján Haukur Pjetursson mæl- ingaverkfræðingur lést 26. mars síð- astliðinn, 83 ára að aldri, eftir erfið veikindi síðustu mánuðina. Haukur lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík vorið 1936 og hélt að því búnu til Kaupmannahafnar og hóf nám í mælingaverkfræði við Den kgl. Veterinær- og Landhajskole og lauk þar námi vorið 1941. Að námi loknu réðst Haukur til starfa hjá mælingastofnun O. Budtz í Kaup- mannahöfn. Verkefni stofnunarinnar vom fjölþætt, almennar landmæling- ar, kortagerð, úrvinnsla deiliskipu- lags ásamt tilheyrandi landskiptum og skráningu landeigna. Á árunum 1943-1946 var Haukur við nám og störf hjá Geodætisk Institut í Kaup- mannahöfn, og var þá um tíma árið 1946 við mælingar á Grænlandi og stjómaði þar mælingaflokki. Árið 1947 flytur Haukur heim til Islands, eftir rúmlega áratugar dvöl í Danmörku, ásamt ungri eiginkonu sinni, Jytte Lis 0strup íþróttakenn- ara, en þau gengu í hjónaband í Kaupmannahöfn 2. október 1943. Það hafa sjálfsagt verið ungu hjónun- um mikil viðbrigði að setjast að hér á klakanum, þótt lífið í Danmörku hafi ekki verið alltaf auðvelt á árum seinni heimsstyijaldarinnar. En Haukur hafði líka kynnst Danmörku fyrir- stríðsáranna og aðlagaðist fljótt að- stæðum þar og eignaðist þar góða vini og kunningja, sem hann mat ætíð mikils. Við heimkomuna til Islands 1947 tók Haukur við starfi deildarverk- fræðings hjá bæjarverkfræðingi í Reykjavík. Veitti þar forstöðu mæl- ingadeild, sem var þá ný deild hjá embætti bæjarverkfræðings. Verk- efni deildarinnar vom að mestu leyti þau sömu og Haukur hafði unnið við í Danmörku að loknu námi þar, að undanskilinni skráningu lands, sem samkvæmt lögum heyrði undir embætti lóðarskrárritara í Reykja- vík. Á þessum ámm vom þríhym- inga- og hæðarmælikerfi Reykjavík- ur útvíkkuð og endurmæld og er enn í dag unnið á þeim gmnni, sem þá var lagður. Þá stóð Haukur fyrir hönnun svonefnds staðgreinikerfís, sem má segja að hafi verið landupplýsinga- kerfi þeirra tíma, áður en tölvuöld rann upp. Staðgreinirinn þjónar enn hlutverki sínu og er hluti af landupp- lýsingakerfi Reykjavíkurborgar. Haukur hafði til að bera ríka hæfi- leika til að skipuleggja og hafa fast form á hlutunum og þess naut vel í starfi hans fyrir mælingadeildina. Á stríðsámnum og ámnum þar eftir urðu örar framfarir í gerð korta eftir loftmyndum. Þessi nýja tækni vakti áhuga Hauks og hóf hann að kynna sér þessa hluti. m.a. í Sviss og Bandaríkjunum. Fékk hann til liðs við sig nokkra vini sína og kunningja og árið 1956 er fyrirtækið Forverk hf. stofnað og var tilgangur þess gerð korta eftir loftmyndum. Jafnframt veitti fyrirtækið almenna þjónustu við sveitarfélög á sviði mælinga og byggingaverkfræði. Haukur veitti Forverki forstöðu í hartnær 40 ár, eða allt til ársins 1994. Árið 1981 var kortagerðarhlutinn seldur. Á þeim tíma hafði Forverk unnið að gerð grannkorta vegna skipulagsvinnu fyrir flest bæjarfélög hér á landi, ásamt yfirgripsmikilli kortagerð vegna virkjanaframkvæmda á há- lendinu, á stundum í samkeppni við erlend kortagerðarfyrirtæki. Hér var um mikilvægt brautryðjanda- starf að ræða, og hefur vafalaust margvíslegt hagræði leitt af því, að kleift skyldi að fá þessi kort unnin hér á landi. Haukur var félagslyndur maður og átti mörg áhugamál utan daglegra starfa. Hann tók virkan þátt í félagsstarfi Félags íslenskra bifreiðaeigenda um langt ái-abil og var kjörinn heiðursfélagi þess. Þá var hann formaður Félags ráðgjafa verk- fræðinga og í stjórn Verkfræðingafé- lags Islands. Skógrækt og upp- græðsla landsins var honum milrið hjartans mál. Hann og fjölskylda hans eiga sér unaðsreit við Úlfarsá undir Úlfarsfelli í Mosfellsbæ. Þar hófu þau hjónin fyrir liðlega fimmtíu ámm að gróðursetja trjáplöntur á 8 ha landspildu og gáfu henni nafnið Stóriskógur. Síðan hefur árlega verið gróðursett og trén hafa vaxið og dafnað og nú er þar gróskumikill skógur, þar sem áður blöstu við berir melar ogmóar. Eg vil nú að leiðarlokum þakka Hauki fyrir góð kynni og lærdóms- ríkt samstarf um áratuga skeið. Við Unnur sendum Jytte og fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Sigurhjörtur Pálmason. + HALLDÓR HALLDÓRSSON prófessor, Skógarbæ, Árskógum 2, Reykjavík, lést aðfaranótt miðvikudagsins 5. apríl. Hildigunnur Halldórsdóttir, Gylfi ísaksson, Elísabet Halldórsdóttir, Halldór Halldórsson, Ingibjörg G. Tómasdóttir. Guðfinna Guðmundsdóttir, Stefán Guðmundsson, Unnur Guðmundsdóttir. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og lang- afi, HINRIK RAGNARSSON vörubílstjóri, Kleppsvegi 62, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 7. apríl kl. 13.30. Edda Hinriksdóttir, Bragi Ásgeirsson, Ragnar Hinriksson, Helga Claessen, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær bróðir minn, ALBERT GUÐMANNSSON, frá Snæringsstöðum, Mánagötu 8, Reykjavík, lést þriðjudaginn 4. apríl. Guðrún Guðmannsdóttir. + Systir mín, NANNA SVEINSDÓTTIR, Kleppsvegi 64, Reykjavík, lést mánudaginn 3. apríl. Jóhanna Sveinsdóttir. + Móðir mín, GUÐNÝ LOVÍSA MEIGEL, Port St. Lucie, Flórída, er látin. Bálför hefur farið fram. Kristín Stefánsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Vesturbergi 142, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju föstu- daginn 7. apríl kl. 13.30. Guðrún Ragnarsdóttir, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Birgir Þórisson, Hrafnkell Birgisson, Brynhildur Birgisdóttir, Anna Rakel Róbertsdóttir, Davíð Garðarsson, Garðar Davíðsson. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR EINARSSON, Laugardælum, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 8. apríl klukkan 13.30 Klara Guðbrandsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Birna Borg Sigurgeirsdóttir, Katrín Einarsdóttir, Geir Jónsson, Einar Smári Einarsson, Ægir Einarsson, Steinunn Þorsteinsdóttir, Sigurður Einarsson, Gíslína Jensdóttir, Sverrir Einarsson, Sigrún Helga Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVERRIS SIGURÐAR ÓLAFSSONAR rafmagnsverkfræðings, Háaleitisbraut 111, Reykjavík. Hjördís Unnur Guðlaugsdóttir, Kristín Sverrisdóttir, Steinar Harðarson, Sverrir Jóhann Sverrisson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Pia Rakel Sverrisdóttir, Guðlaugur Erlingsson, Jarþrúður Ólafsdóttir, Helga Erlingsdóttir, Kristmundur Hákonarson, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.