Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kjarvalsstaðir
••
Ondunarpunktar
hylja fleygboga
RÁÐHILDUR Ingadóttir lýkur
verki sínu í miðrými Kjarvalsstaða í
dag, fimmtudag, kl. 18 og við veggn-
um tekur Gunnar Örn.
Ráðhildur hefur unnið að verki
sínu sl. þrjár vikur en hún er fjórða í
röð sex listamanna sem taka þátt í
sýningarverkefninu Veg(g)ir.
Framkvæmd verkefnisins byggist
á tveimur meginþáttum; annars
vegar að veita listafólki tækifæri til
að vinna úr hugmyndum sínum á
eða út frá stórum fleti, og hins vegar
að leyfa gestum safnsins að fylgjast
með þróun hvers listaverks frá upp-
hafí til enda. Framkvæmdin vísar
með sterkum hætti til hverfulleika
lífs og listar. Að loknu sérhverju
sýningartímabili verður framlag
hvers listamanns fjarlægt eða hulið
bak við nýtt lag af málningu sem um
leið verður undirlag þess sem næst
kemur á vegginn.
Ráðhildur skipti veggnum í
tvennt með fleygboga, fleygboga
flöturinn er blár en hinn hlutinn
gi-ænbrúnn.
Á bláa flötinn skráði Ráðhildur
dagdrauma í formi teikninga, græn-
brúni flöturinn var notaður fyrir
hugmyndir sem komu upp á tímabil-
inu.
Ráðhildur fékk til liðs við sig tón-
listarmannin Biogen. Hann samdi
tónlist á tölvuna meðan hún vann og
saman sköpuðu þau óendanlegt
rými.
Á „lokuninni“ mun Ráðhildur
Ingadóttir kynna verk sitt og hug-
leiðingar um það. Við sama tækifæri
mun Gunnar Örn kynna hugmyndir
sínar og áætlanir.
I yfirlýsingu listamannsins segir:
„Ég hef þá trú að það sem skiptir
okkur mannfólkið hvað mestu máli
kosti ekki peninga. Og hvað eignast
maður í raun og veru í þessu lífi ann-
að en ef vera kynni andlegan
þroska, ef maður er heppinn.
Fyrir rúmum fjórum árum fór ég
að iðka jóga og þá opnaðist mér nýr
og áður óþekktur heimur - heimur
án nokkurra takmarkana. í jóga-
fræðunum er m.a. notuð einbeiting-
aræfmg, sem byggist á öndunar-
punkti, sem er nærri 1 em í ummál.
Þessi litli punktur er lymskulega lít-
ill miðað við þau afgerandi áhrif sem
hann getur haft á líf þess sem kýs að
nota hann. Með því að stunda að
horfa daglega á þennan litla punkt -
í um 4 mínútur - getur maður aukið
einbeitingu sína, róað hugann og
skynjað nærveru annarra vídda.
Kostar jú ekki nema smá fyrirhöfn.
Ástæða þess að ég tíunda þetta
hér er að þegar mér bauðst að taka
þátt í verkefninu Veg(g)ir kom ekk-
ert annað upp í hugann en að útfæra
hugmynd sem væri tengd þessum
undrapunkti.
Hugmyndin er að raða litaflötum
þvert á vegginn, með einn öndunar-
punkt í hverjum fleti. Síðan fæ ég til
liðs við mig hóp nemenda úr nálæg-
um skóla, um tuttugu talsins, mæli
hæð hvers nemanda fyrir sig, og bý
til öndunarpunkta miðað við hvern
og einn (en punkturinn stillist í
augnhæð miðað við hvem einstak-
ling). Síðan er ætlunin að fá þau til
að stilla sér upp við vegginn og taka
öndunaræfingu í hinni formlegu
„lokun“ verksins.
Ég neita því ekki að undir niðri
óska ég þess að einhver af þessu
unga fólki fái, nú eða síðar á ævinni,
löngun til að skyggnast inn í innri
heima þar sem ríkir kyrrð og sam-
hljómur."
Morgunblaðið/Sig Sigmunds
Karlakór Hreppamanna ásamt stjórnandanum Edit Molnár.
Afmælistónleikar
Karlakórs Hreppamanna
Hrunamannahreppur. Morgunblaðið.
TROÐFULLT hús áheyrenda var
í Félagsheimili Hrunamanna þeg-
ar Karlakér Hreppamanna hélt
sína afmælistónleika 1. apríl, en
þann dag voru liðin þrjú ár frá
stofnun kórsins. Á fjölbreyttri
söngskrá voru m.a. íslensk ætt-
jarðarlög og amerísk lagasyrpa
sem einn kórfélaga, Hreinn Þor-
kelsson, hefur gert texta við.
Barítonsöngvarinn Loftur Er-
lingsson frá Sandlæk og kona
hans Helga Kolbeinsdóttir sópr-
ansöngkona sungu einsöng og
tvísöng með kórnum. Auk þess
fluttu þau sína eigin dagskrá sem
á voru íslensk og norræn lög og
lög úr söngleikjum. Stjórnandi
kórsins er Edit Molnár, undirleik-
ari er eiginmaður hennar, Miklós
Dalmay. Kynnar kórsins, þeir
Hreinn Þorkelsson og Sigmundur
Jóhannesson, fóru með vísur um
og eftir Húnvetninga á milli þess
sem kynnt voru lögin. Þess má
geta að báðir eru ættaðir úr
Húnaþingi. Tilefnið er að karla-
kórinn fer í söngferðalag til
Blönduóss 15. apríl. Þar mun kór-
inn syngja á sönghátíð ásamt
Karkalór Bólstaðahlíðarhrepps,
samkórnum Björk og Karlakór
Dalvíkur.
Formaður Karlakórs Hreppa-
manna er Gunnlaugur Magnússon
Miðfelli. Kórfélagar eru 38-40.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Frá Degi tónlistarfólks í Vestmannaeyjum.
21 verk
á Degi tónlistarfólks
Vestmannaeyjar. Morgunblaðið.
Listir
norðanfólksins
Leitum að
ungri stúlku
á fjalirnar á ný
SÝNINGAR hefjast á ný á leikrit-
inu Leitum að ungri stúlku í Há-
degisleikhúsi Iðnó en leikritið var
frumsýnt fyrir rúmu ári. Fyrsta
sýningin verður sunnudaginn 8.
apríl og hefst kl. 12 eins og allar
sýningar í Hádegisleikhúsinu.
Leitum að ungri stúlku er eftir
Kristján Þórð Hrafnsson og hlaut
fyrstu verðlaun í leikritasam-
keppni sem efnt var til þegar Iðnó
var opnað á ný árið 1988.
Leikstjóri er Magnús Geir Þórð-
arson, en leikarar eru Linda Ás-
geirsdóttir og Gunnar Hansson.
------------------------
Nýjar bækur
•SÖNGFUGL
aðsmnan, eru
ljóðaþýðingar eft-
ir Þorstein Gylfa-
son, heimspeki-
prófessor og
þýðanda.
í þeim er að
finna margar
Ijóðaperlur eftir
höfuðskáld eins
og Shakespeare,
Goethe og Púshkín, en einnig eftir
minna þekkt góðskáld eins og Piet
Hein og Tove Ditlevsen. Þá eru í
bókinni þýddar allmargar spænskar
þjóðvísur. Allur síðari hluti bókar-
innar er helgaður þýska skáldinu
Bertholt Brecht.
I öllum tilvikum eru Ijóðin birt á
frummálinu við hlið þýðinganna. í
bókarlok gerir Þorsteinn grein fyrir
skáldunum, tildrögum hvers Ijóðs og
þýðinganna.
Útgefandi er Mál og menning.
Söngfugl að sunnan er319 bls.,
prentuð í Svíþjóð. Kápuna gerði Jón
Reykdal. Verð: 3.280 kr.
DAGUR tónlistarfólks var haldinn
hátíðlegur í Vestmannaeyjum sl.
laugardag í Safnaðarheimili
Landakirkju. Fjölmargir heima-
menn létu þessa tónlistarveislu ekki
fram hjá sér fara. Þeir sem fram
komu voru Brass Quintet Vest-
mannaeyja, Samkór Vestmanna-
eyja undir stjórn Báru Grímsdótt-
ur, Tónsmíðafélag Vestmannaeyja,
sem skipað er ellefu flyljendum,
Harmonikkufélag Vestmannaeyja,
sem í eru átta félagar, Kór Landa-
kirkju, undir stjórn Guðmundar H.
Guðjónssonar. Með kórnum söng
einsöng Halla Dröfn Jónsdóttir
Þorsteinssonar. Lúðrasveit Vest-
mannaeyja, undir stjórn Stefáns
Siguijónssonar.
Alls var 21 verk flutt á tónleikun-
um. Kynnir á tónleikunum var Ólaf-
ur H. Siguijónsson.
MYNDLIST
M « kka
LÁRUSLIST MÁLVERK
Sýningunni lýkur 8. aprfl.
LÁRUS List hefur haldið nokkrar
myndlistarsýningar undanfarin ár,
bæði á Akureyri og í Reykjavík, og
hafa málverk hans stundum vakið
nokkra athygli, ekki síst fyrir það að
hann hefur notað í þau blóð sem hann
hefur dregið úr sjálfum sér. Á sýn-
ingunni á Mokka fer þó minna fyrir
slíku heldur hefur Lárus hér búið sér
til þema sem hann vinnur eftir ein-
faldai' og draumkenndar myndir.
Hann beitir hvítum lit á ógrunnaðan
striga og þemað er tilvísun í líf og
hefðir Inúíta, en Lárus segist vera að
kanna með þessum myndum tengsl
okkar við þessa nágrannaþjóð hér
nyrst í hinum byggilega heimi. Verk-
in eru fyrst og fremst byggð á af-
strakt formum en í þeim má þó
greina svipi og sýnir sem hafa greini-
lega tilvísun í heim Inúítanna. Á bak
við hvítan litinn má greina brúnan
strigann, einkum í köntum mynd-
anna, en það gerir myndirnar grófai'i
og óheflaðari en ella.
Úrvinnsla þessara mynda er ekki
eins góð og hún þyrfti að vera til að
þær gangi íyllilega upp, einkum hvað
varðar byggingu og tengingu við
þemað sem þó er greinilega fyrst og
fremst unnin eftir tilfinningu eins og
í fyrri verkum Lárusar. Það er því
líkast sem meiri yfirlegu hefði þurft
við gerð myndanna og lengri aðdrag-
anda til að vinna úr hugmyndunum.
En líkt og áður hafa þessar nýju
myndir Lárusar nokkuð aðdráttarafl
fyrir þá óheftu sköpunarþörf sem
þau vitna um. Hér er á ferðinni mál-
ari sem málar ekki af því honum hafi
verið kennt það eða hann hafi kosið
sér málaralistina úr mörgum mögu-
legum kostum; Lárus virðist fremur
mála af því hann getur ekki annað, af
einhverri ómótstæðilegri þörf. Það
að finna þessa þörf er auðvitað fyrsta
forsenda listarinnar og fyrir henni
má ávallt finna í myndum Lárusar.
Jón Proppé
Macchado og Browne hljóta IBBY-verðlaunin
H.C. ANDERSEN-verðlaun IBBY samtakanna
féllu að þessu sinni í skaut rithöfundarins Ana
Maria Machado frá Brasilíu og enska mynd-
listarmannsins Anthony Brown, og var það til-
kynnt á nýafstaðinni barnabókamessu í Bologna
á Italíu. Verðlaunin verða afhent við athöfn á al-
þjóðaþingi IBBY-samtakanna í Cartagena de
Indias í Kólumbíu 21. september næstkomandi.
Ana Maria Machado hefur skrifað 105 bækur
fyrir börn og fullorðna. Með bókum sínum, fyrir-
lestrum og margvíslegu starfi í þágu bókmennta
hefur hún átt ríkan þátt í að byggja upp vitund
um mikilvægi barnabókmennta í Brasilíu, segir í
fréttatilkynningu.
Anthony Browne þykir óvenjulega hæfileika-
ríkur listamaður, tækni þans er sérstök og
ímyndunaraflið einstætt. Árið 1994 kom út hjá
forlaginu Himbrima bók hans Górillan í íslenskri
þýðingu Dóru Hvanndal. Einnig myndskreytti
hann Ævintýri Lísu í Undralandi sem Mál og
menning gaf út í þýðingu Þórarins Eldjárns árið
1996.
Alls voru 27 listamenn úr hvorum flokki til-
nefndir frá ýmsum löndum. Böm og bækur - Is-
landsdeild IBBY tilnefndi rithöfundinn Magneu
frá Kleifum og Áslaugu Jónsdóttur myndlistar-
mann.