Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 80
I DAG á6 FIMMTUDAGUR 6. APRIL 2000 Matur og matgerð Núopnar voriB axma undur blítl og engilfagurt skríðir blómi'ð nýtt í litagljá i ljóssins fagra hjúp vib lind ogstraumvið fjatl ogsœ ogdjúp. Kvaeðí úr Rubáiyát ef lir 'Omar Khayyám íslenskur texti: Skuggi. Smákökur Hinn 1. apríl sl. fórum við hjónin niður að Skógtjöm sem er hér íyrir vestan Garðaholtið segir Kristm Gestsdóttir og sáum þar tíu lóur fljúga yfír - og það var ekki aprílgabb. SÍÐAN fórum við heim og bökuðum smákökur úr frystu deigi, sem ekki hafði unnist tími til að baka fyrir jólin, en var sett í plastpoka og skrifað á PÁSKAR. En ekki er nóg að eiga bara eitt box af smákökum fyrir páskana, heldur var bökuð önnur uppskrift líka. Okkur fínnst smákökur henta öllum hátíðum, ekki bara jólum, og það fannst formæðrum okkar líka en þær fóru að þaka smákökur fyrir hátíð- ir og veislur, ef þær höfðu efni og tæki til slíks, en fyrsti bakaraofn kom til landsins 1860 og var settur niður í húsi við Kirkjutorg í Reykjavík. Margir áratugir liðu þó þar til bakaraofnar urðu almenningseign. Þetta voru að sjálfsögðu kolaofnar sem hvorki voru með hitastilli né gleri. Aður en kolaofnarnir komu til landsins áttu nokkrar betur stæðar húsmæður lokpönnur, sem hægt var í mesta lagi að baka 8 gyðíngakökur á í einu. Þessum lokpönnum var stungið ofan í glóð og glóð sett ofan á lokið, svo mikið var á sig lagt. Nú höfum við hita- stilli og gler í ofninum og auk þess þökunarpappír svo að smákökurn- ar festist ekki við. Ekki eru mög ár síðan hann kom til sögunnar. Ekki ætti að vera mikið mál að baka smákökur í dag. En það er með þær eins og annað, þær er hægt að kaupa tilbúnar, þó ekkert jafnist á við heimabakaðar smá- kökur. 2. Myljið smjörið saman við, setjið síðan eggjarauðurnar út í og hnoðið samfellt og sprungulaust deig. 3. Fletjið deigið frekar þunnt út, þannig að það passi á tvær bökunarplötur. Notið bökunar- pappír undir. Skerið deigið í fern- inga, 3-4 sm á kant. Notið reglu- stiku og kleinuhjól eða hníf. Geymið plöturnar á köldum stað meðan þið útbúið marengsinn. 4. Þeytið hvíturnar til hálfs, bætið síðan flórsykri út í og þeytið vel á milli. Setjið marengsinn í rjómasprautu með víðum stút og sprautið ofan á kökurnar. Stráið möndlunum yfír. 5. Hitið bakaraofn í 180 g C, blástursofn í 170 g C og bakið í 10-12 mínútur. Athugið: Kökurnar má líka stinga út með litlu kringlóttu móti. Smálcökur með súkkulaðimolum og hnetum 150 g smjörlíki 200 g dökkur púðursykur 200 g slrásykur __________3 egg___________ 'h tsk. vanilludropar 450 g hveiti % tsk. lyftiduft Smákökur með marengstoppi 'h tsk. matarsódi 250 g hveiti 200 g smjör 1 AA _ .. .1_ y 11 |v_;i 100 g sykur 'h tsk. hjartarsalt 2 eggjarauSur 2 eggjahvítur 250 g flórsykur 30-40 g fínt saxaSar möndlur 1. Setjið hveiti, sykur og hjart- arsalt í skál. Gætið þess að hjart- arsaltið blandist vel saman við. 150 g saxaðar heslihnetur 200 g gróft saxað suðusúkkulaði 1. Hrærið mjúkt smjöriíki með púðursykri og strásykri, hrærið síðan eitt egg í senn út í, setjið vanilludropa saman við. 2. Blandið saman hveiti, lyfti- dufti og matarsóda og hrærið út í. 3. Setjið saxaðar hnetur og súkkulaði út í. 4. Setjið deigið með teskeið á bökunarpappír á bökunarplötu. Hafíð gott bil á milli, kökurnar renna talsvert út. 5. Hitið bakaraofn í 180 g C, blástursofn í 170 g C, bakið í 20 mínútur. MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Skákmótið í Kópavogi MIG langar til þess að senda innilegustu þakkir til Kópavogsbúa og Kópa- vogsbæjar og þeirra sem unnu við skákmótið sem haldið var í Tónlistarhúsi þeirra Kópavogsbúa helgi- na 31.3-2.4 sl Þetta var al- veg frábært skákmót og haldið án yfírþyrmandi auglýsinga. Umgjörð móts- ins og allt í kringum það var gert á mjög notalegan hátt. Hafíð bestu þakkir fyrir frábært mót. Skákunnandi. Skipting Reykjavíkur í tvö kjördæmi TILKYNNING (í útvarpi held ég) í fáum orðum íyrir nokkrum dögum um skipt- ingu Reykjavíkur í tvennt vakti undrun og raunar fokreiði í mínu sinni og eftir að hafa hlustað grannt á er- indi Jóns Orms Halldórs- sonar í útvarpinu milli kl. 17 og 18 í dag, 4. apríl, varð- andi skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi verð ég að fá nánari upplýsingar. Hver fann eiginlega upp á þessu? Hver eru rökin fyrir því? Eg vii fá skýr svör frá ábyrgum aðilum og geri raunar kröfu til þess, að við fáum að greiða atkvæði um það, hvort við viijum skipta borginni í tvennt. Er ástæða skiptingar kannski sú að vekja ríg eða keppni milli borgarhluta? Vantar fleiri borgarstjóra, ráðhús eða skrifstofur? Er ekki verið að stækka kjördæmin á landsbyggð- inni? Ég heyrði það hins vegar í þessu ágæta erindi Jóns Orms að aðeins eitt sveitar- félag fengi að greiða at- kvæði um í hvaða kjördæmi íbúar kysu að vera? Kjördæmi eru bæði fólk og landsvæði. Ég vildi gjarnan fá erindi Jóns Orms birt í Morgun- blaðinu. Fróðlegt væri að vita hve London eða New York eru mörg kjördæmi og hversu fjölmenn þau eru. Reykvíkingar, finnst ykkur ekki að við eigum heimtingu á að greiða at- kvæði um hvort við viljum skipta borginni okkar í tvennt? Ingibjörg. Eyðsla ráðamanna á fé okkar VERÐUM við skattgreið- endur ekki að fylgjast bet- ur með eyðslu ráðamanna á fé okkar eftir þá undarlegu frétt að byggja eigi jarð- göng númer tvö til Siglu- fjarðar, þar sem 1800 manns búa? Þetta er ótrú- legt. Kristján Pálsson þing- maður er eini maðurinn sem þorir að mótmæla só- uninni. Hvar eru þingmenn og borgarstjórnarmenn okkar Reykvíkinga? Ég ætla ekki að kjósa neinn þeirra næst. Er þetta kannski einhver klíkuskap- ur við verktaka eða aðra? Kona. Óbó fæst gefíns FRANS hafði samband við Velvakanda og segist hann vera með óbó sem hann vilji gefa. Nánari upplýsingar í síma 565-4432. Tapað/fundiö Svartur Nokia 5110 GSM-sími týndist NOKIA 5110 svartur GSM- sími týndist aðfaranótt sunnudagsins 2. apríl sl. Gæti hafa týnst nálægt Wunderbar. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband í síma 699-5043. Dýrahald Lítinn hvolp vantar heimili TVEGGJA mánaða hvolp vantar gott heimili. Hann er blandaður Labrador og Collie, svartur með hvítar tær. Upplýsingar í síma 562-3785. Mosi er týndur MOSI er loðinn, steingrár fressköttur með eyrna- merkinguna 97. Hann villt- ist frá heimili sínu, Ásbúð 8, Garðabæ, miðvikudaginn 29. mars sl. Hans er sárt saknað. Nágrannar eru vinsamlegast beðnir að at- huga vel hvort hann gæti leynst í geymslum eða í bíl- skúrum. Þeir sem kynnu að verða hans varir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 565- 6234 eða 899-0294. KIIII Morgunblaðið/Golli Víkverji skrifar... VÍKVERJI flutti í nýtt húsnæði á síðasta ári. Hann tilkynnti Hagstofunni um nýtt lögheimili strax og fjölskyldan var flutt í nýja húsið. Jafnframt fyllti hann út eyðublað hjá Islandspósti þar sem fram kom að flytja ætti allan póst á nýtt heimilisfang. Þrátt fyrir þess- ar ráðstafanir gerist það enn, mörgum mánuðum síðar, að póstur Víkverja skilar sér ekki beint á nýja heimilisfangið. Það sem vekur furðu er að stórar stofnanir virðast standa sig mjög illa hvað þetta varðar. Þannig fóru gíróseðlar frá Ríkisútvarpinu, Orkuveitu Reykja- víkur og Europay á rangt heimilis- fang um síðustu mánaðamót. Þess- um stofnunum og fyrirtækjum ætti að vera í lófa lagið að fá réttar upp- lýsingar um heimilisfang með því að tengjast þjóðskrá. Það er hins vegar greinilegt að það dugar ekki til, enda hefur Víkverji tekið þann kostinn að hringja í þá sem senda honum póst á rangt heimilisfang og beðið viðkomandi að senda næst póstinn á heimili Víkverja. xxx Nú þegar snjórinn er að hverfa kemur í ljós allt það rusl sem hefur verið að safnast fyrir yfir vet- urinn. Þar er um að ræða margs konar dót eins og við má búast. Það sem Víkverji hefur tekið einna mest eftir er hversu mikið er af rusli sem tengist flugeldum og alls kyns sprengjudóti. Víkverji er í hópi þeirra sem lengi hafa nöldrað yfir þeirri peningasóun sem á sér stað um hver áramót þegar flugeld- um er skotið upp í loftið fyrir hundruð milljóna. Af þessu hlýst mikil loftmengun, en það er líka greinilegt að af þessu hlýst einnig mjög mikil sjónmengun. Það hefur komið vel í ljós núna þegar snjóa leysir. xxx ÍKVERJI átti erindi til Amer- íku nýverið þar sem hann þurfti að vera viðstaddur fundi sem stóðu í tvo daga. Ferðin kom til með stuttum fyrirvara og Víkverji átti því von á að hann yrði að sætta sig við dýrt fargjald. Það stóð líka heima. Ekki var hægt að fá annað en miða á Saga-Class sem kostaði um 145.000 kr. Hins vegar var Vík- verja bent á að ef hann gæti lengt ferð sína um þrjá daga gæti hann fengið farmiða sem kostaði 29.900 kr. Að sjálfsögðu tók Víkverji ódýr- ari miðann. Það er hins vegar erfitt að skilja þennan mikla verðmun. Er eðlilegt að það muni 115.000 kr. eft- ir því hvort farþegi stoppar í land- inu í fjóra daga eða sex daga eða hvort ferðin nær yfir eina helgi eða ekki? Allir hljóta að sjá að hér er eitthvað að. FYRIR skömmu fylgdist Vík- verji með þætti á sjónvarps- stöðinni Discovery sem fjallaði um vindmyllur í Hollandi. Hollending- ar eru einna fremstir þjóða í að nýta vindmyllur til að framleiða rafmagn. Flestir telja að þetta sé skynsamleg og umhverfisvæn leið. Það er hún sjálfsagt líka, en það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að margir eru henni andvígir. Stöðug- ur hávaði er frá vindmyllunum og af þeim er sjónmengun. Þetta veld- ur því að mjög hörð andstaða er við vindmyllur í Hollandi. I sjónvarps- þættinum var rætt við fólk sem barist hefur gegn vindmyllum. Sagt var frá hjónum sem hafa barist fyr- ir dómstólum í níu ár fyrir því að vindmylla, sem er í nágrenni við heimili þeirra, verði tekin niður. Víkverja varð hugsað til vatns- orkuvera á Islandi sem til margra ára hafa verið talin umhverfisvæn- ar framkvæmdir. Nú telja margir að svo sé ekki. Hvernig eigum við að framleiða rafmagn sem við öll þurfum svo mikið á að halda? Ekki með kolum, olíu, gasi, vatnsorku, kjarnorku og vindmyllum. Einhver myndi kannski nefna gufuafl, en sérfræðingar segja Víkverja að með því að bora eftir gufu séum við um leið að hleypa gífurlegu magni af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Já, það er vandlifað í henni veröld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.