Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTIJDAGIJR 6. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HORPU TILBOÐ Gæða innimátning GLJÁSTIG 10 Ódýrtl Vönduð íslensk innimálning á einstöku tilboðsverði. Verð á 4 lítra dós 1.990kr. í verslunum HÖRPU veita reyndir sérfræðingar þér góða þjónustu og faglega ráðgjöf við val á hágæða málningarvörum. HARPA MÁLNINGARVERSLUN, BJEJARUND 6, KÓPAVOGI. Sími 544 4411 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, SKEIFUNNI 4, REVKJAVfiK. Sími 568 7878 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, STÓRHÖFBA 44, REVKJAVfiK. Sími 567 4400 MáLRIKBAIVERSLtRIB AKUREYRI Hús við Helgamagrastræti 10 á Akureyri byggð án leyfís Vilja að byggingarnar verði fjarlægðar BYGGINGANEFND Akureyrar synjaði á fundi sínum í gær húseig- anda að Helgamagrastræti 10 á Akureyri um stöðuleyfi fyrir hús- byggingum sem byggðar hafa verið á lóðinni án leyfis. Jafnframt sam- þykkti bygginganefnd samhljóða að eigandinn skyldi fjarlægja þær byggingar sem ekki hefur fengist leyfi fyrir á lóðinni, samtals um 100 fermetrar að stærð. Knútur Karlsson formaður bygginganefndar sagði að til greina kæmi að húseigandinn fengi stöðuleyfi fyrir hluta umræddra bygginga, um 40 fermetra steypt- um sólskála, svo framarlega sem lögð yrðu fram viðeigandi gögn. Um 60 fermetra þurfi hins vegar að fjarlægja fyrir 15. júní nk. Sam- þykkt bygginganefndar á eftir að fara til afgreiðslu í bæjarstjóm. Knútur sagði að þær byggingar sem um ræðir hafi verið byggðar fyiir tíð núverandi bygginganefnd- ar en þó allar án leyfis. Hann sagði þetta mál hafa verið í gangi nokk- uð lengi en málsmeðferðin dregist. Töluverð óánægja hefur verið með þetta mál meðal íbúa í ná- grenninu og m.a. verið kvartað yfir Morgunblaðið/Kristján Húseiganda að Helgamagrastræti 10 hefur verið synjað um stöðuleyfi fyrir húsbyggingum sem byggðar hafa verið á lóðinni án leyfis og er honum gert að fjarlægja þær fyrir 15. júní í sumar. því við bæjaryfirvöld að ráðist hafi verið í framkvæmdir án bygginga- leyfis og að ekki hafi heldur verið greidd af þeim gjörningi bygginga- leyfisgjöld og í kjölfarið fasteigna- gjöld. Hita- og vatnsveita Akureyrar og Rafveita Akureyrar sameinast Ráðinn yfirmaður sam- einaðs orkufyrirtækis BÆJARSTJÓRN Akureyrar hef- ur samþykkt tillögu stjórnar veitu- stofnana um að Franz Árnason framkvæmdastjóri Hita- og vatns- veitu Akureyrar verði yfirmaður sameinaðs orkufyrirtækis Akur- eyrarbæjar frá og með 1. ágúst nk. Fyrr í vetur samþykkti bæjar- stjórn tillögu stjórnar veitustofn- ana að sameina Hita- og vatns- veitu Akureyrar og Rafveitu Akureyrar. Jafnframt er til skoð- unar sá möguleiki að flytja höfuð- stöðvar Rafmagnsveitna ríkisins, Rarik, frá Reykjavík til Akureyrar og að sameina Rarik orkufyrir- tækjum Akureyrarbæjar. Viðræð- ur við ríkisvaldið standa yfir en niðurstaða liggur ekki fyrir. Franz Árnason var ráðinn hita- veitustjóri árið 1987 og árið 1990 tók hann einnig við stjórn Vatns- veitunnar. Hita- og vatnsveita voru svo formlega sameinaðar árið 1993. Rekstur Hita- og vatnsveitu Ak- ureyrar og Rafveitu Akureyrar gekk vel á síðasta ári og betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sam- kvæmt ársreikningi Hita- og vatnsveitu fyrir síðasta ár kemur fram að tekjur veitunnar námu alls um 655 milljónum króna og hagn- aður ársins var rúmar 86 milljónir króna. Tekjur Rafveitu Akureyrar á sama tímabili námu 488,5 millj- ónum króna og hagnaður ársins nam rúmum 24 milljónum króna. Staða deildarstjóra hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri Fimm umsókn- ir bárust FIMM umsóknir bárust um starf deildarstjóra Ríkisút- varpsins á Akureyri en um- sóknarfrestur rann út í vik- unni. Umsækjendur eru Björn Sigmundsson, Finnur Magnús Gunnlaugsson, Gísli Gunn- laugsson, Gísli Sigurgeirsson og Sigurður Þór Salvarsson. Umsóknirnar fara fyrir út- varpsráð næsta þriðjudag. Arnar Páll Hauksson, nú- verandi deildarstjóri, lætur af störfum í sumar en hann hefur starfað hjá Rúvak í um átta ár. Bygginganefnd vill að Landsbankinn ljúki byggingu húsnæðisins á Strandgötu 1 á þessu ári. Ovíst hvort af frekari framkvæmdum verður BYGGINGANEFND Akureyrar samþykkti á fundi sínum nýlega að beina þeim tilmælum til Lands- banka Islands að byggður verði nú þegar lokaáfangi hússins í Strand- götu 1. I bókun bygginganefndar kemur fram að málið sé litið alvar- legum augum og mælist nefndin til við Landsbankann að lokið verði við byggingu hússins á þessu ári ella muni nefndin leggja til að end- urskoðað verði deiliskipulag og byggingaskilmálar fyrir lóðina Strandgötu 1. Sigurður Sigurgeirsson, útibús- stjóri Landsbankans á Akureyri, sagði alls óvíst hvort byggt yrði við húsnæði bankans eins og til stóð. „Þessi framkvæmd var ekki sett inn á okkar fjárfestingarverk- efni fyrir þetta ár og það er ekki fyrirsjáanlegt að við förum að byggja undir okkar starfsemi. Það er mikið að breytast í okkar um- hverfi og kannski þess vegna eru menn rólegri í fjárfestingum. Það er hins vegar ekki þar með sagt að húsið verði ekki byggt og við mun- um skoða þann mögleika að gera það í samstarfi við einhverja aðra aðila,“ sagði Sigurður. Landsbankinn hafði samið um bílastæði í bílakjallara sem verið er að byggja í tengslum við nýbyggingu í Strandgötu 3, á næstu lóð og ekki verður um nein- ar breytingar þar að ræða að sögn Sigurðar. Hins vegar var hug- myndin að tengja bílakjallarann við húsnæði Landsbankans en af því verður ekki úr því sem komið er. Bygginganefnd vísar í bókun sinni til tveggja funda, frá 1998 og 1999, sem haldnir voru um lúkn- ingu byggingar á lóðinni. Þar hafi því verið lýst yfir af hálfu fulltrúa Landsbankans að ráðist yrði nú í framkvæmdir við að Ijúka bygg- ingu hússins, sem staðið hefur ófullgert í áratugi. Einnig kemur fram að starfsmenn Akureyrar- bæjar hafi á þessum fundum lagt þunga áherslu á nauðsyn þess að lokaáfangi hússins yrði byggður samhliða uppbyggingu á lóðinni Strandgötu 3. Ástæður þess séu augljósar að mati nefndarinnar en um er ræða byggingar í hjarta bæjarins þar sem aðstæður allar eru þröngar og viðkvæmar auk þess sem óþægindi og kostnaður hlýst af upprifnu um- hverfi á miðbæjarsvæði. Mjög óhagkvæmt verði fyrir alla aðila að hefjast handa við byggingu húss- ins löngu eftir að framkvæmdum við Strandgötu 3 og umhverfi þess lýkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.