Morgunblaðið - 09.04.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 11
I Eyjafirði er laxveiði í Fnjóská og
Eyjafjarðará, en auk þess er sjó-
bleikjuveiði í öllum ám í firðinum og
vaxandi tekjur af henni. í Hvalfírði
eru laxveiðiár og ber þar hæst Laxá í
Kjós, en auk þess eru þar Brynju-
dalsá og Botnsá. Að auki er stutt í
aðrar laxveiðiár eins og Laxá í Leir-
ársveit, ár í Borgarfirði og Elliðaám-
ar, Úlfarsá og Leirvogsá í nágrenni
Reykjavíkur. Um 40-50% af laxveiði
landsins er úr ám við Faxaflóa," seg-
ir Sigurður og heldur áfram:
„Varðandi hugsanlega erfðameng-
un hefur verið sýnt fram á að sá
norski laxastofn sem hér hefur verið
notaður í strandeldisstöðvum er
mjög ólíkur íslenskum villtum stofn-
um í ánum. í kvíaeldi á laxi er mjög
hætt við því að lax nái að sleppa úr
haldi í einhverjum mæli. Þegar kvía-
eldi var reynt á íslandi á síðari hluta
níunda áratugarins kom í Ijós að lax
slapp úr kvíunum í stórum stíl, vegna
illviðra, selur reif gat á kvíar o.s.frv.
Þetta leiddi til þess að um nokkurra
ára skeið var lax af eldisuppruna al-
gengur í ám við Faxaflóann þar sem
eldi var mest stundað. Ósvarað er
hvort laxastofn Elliðaánna skaðaðist
vegna þessa og að það sé skýringin á
bágu ástandi stofnsins. Líklegt er
því að laxar nái að sleppa úr haldi nú
sem fyrr þótt búnaður sé betri en áð-
ur. í Noregi er áætlað að 2-5% laxa í
kvíum sleppi, en þessar tölur voru
hærri áður.
Þegar laxaseiði ganga til sjávar
læra þau leiðina og nota til þess öll
skilningarvit, sjón, lykt, segulsvið og
straumlag. Þegar lax er rændur
þessari reynslu ratar hann ekki
heim. Er nóg að lax missi af hluta
leiðarinnar þá ratar hann ekki heim.
Þetta hefur verið sýnt fram á í til-
raunum erlendis, t.d. í Noregi. Ef
gönguseiði sleppur úr kví leitar það
þangað á ný þegar kynþroska er náð,
en fer síðan í ferskvatn í nágrenninu,
gjarnan laxveiðiá, þegar nær dregur
hrygningu. Sleppi fiskur síðar úr
kvíum verður rötunin heim ómar-
kvissari og getur sá flakkað meira og
leitað í ár á stærra svæði þegar slík-
ur lax verður kynþroska. Eins er það
mjög háð því hvenær lax sleppur
hvað mikið af honum lifir. Hæsta lifi-
talan er á laxi sem sleppur á göngu-
seiðastigi eða skömmu síðar og eins
af laxi sem sleppur næstum því kyn-
þroska fiskur að vori eða sumri.
Ef mikið innstreymi aðkomulax á
sér stað, samanborið við stofn árinn-
ar eða það gerist ár eftir ár, getur
það leitt til breytinga á erfðasam-
setningu villtra stofna með ófyrirsjá-
anlegum afleiðingum. Haldnar hafa
verið ráðstefnur á vegum Alþjóða
hafrannsóknarráðsins, ICES, og Al-
þjóða laxavemdunarstofnuninni,
NASCO, og gefin út rit þar sem
eindregið er lagt til og varað við
stofnablöndun og því að brjóta niður
stofnamun og líffræðilegan fjöl-
breytileika, sem er afleiðing af mörg
þúsund ára þróunarlegri aðlögun
viðkomandi stofna að umhverfi
sínu.“
Hver erhættan?
„Ljóst er að stórfellt eldi á laxi í
kvíum getur teflt náttúrulegum laxa-
stofnum í tvísýnu. Stór spurning í
þessu sambandi er hvenær kyn-
þroska er náð hjá norskum eldislaxi í
kvíum við íslenskar aðstæður. Um
þetta atriði liggja ekki fyrir upplýs-
ingar. Það skiptir einnig máli hvort
gönguseiði verði notuð til heilsárs-
eldis eða nýta eigi sumartímann til
eldis stærri lax. Heilsárseldi þýðir
meiri hættu á að lax sleppi. Ef lax
sleppur á gönguseiðastigi eða stuttu
síðar eru einnig miklar líkur til að
hann komi aftur til hrygningar.
Þannig er skiptieldi hættuminni
kostur. í þessu sambandi skiptir
einnig gífurlega miklu máli hvort og í
hve miklum mæli laxinn nær kyn-
þroska haustið eftir sleppingu; það
er um sláturtímann. Ef hann gerir
það ekki er hættan mun minni.
Enginn getur séð fyrir áhrif af
hugsanlegri erfðablöndun frá norsk-
um laxi á íslenska laxastofna. Áhrifin
eru m.a. háð stærð fyrirhugaðrar
eldisstarfsemi. Um það hefur ekkert
komið fram í óljósum erindum fyrir-
tækjanna og er nauðsynlegt að slíkar
upplýsingar verði tiltækar ef meta á
áhættu af starfseminni. Til fróðleiks
skal þess getið að á Vesturlandi veið-
ast að jafnaði um 15.000 laxar á
stöng sem eru um 3 kg að meðal-
þyngd eða um 45 tonn á ári. Ljóst er
að áhættuþættir vegna erfðameng-
unar aukast eftir því sem eldisstarf-
semi eykst. Áform um að framleiða 8
þúsund tonn af laxi í Eyjafirði hafa
verið nefnd í fjölmiðlum. Ef hver
fiskur er 4 kg þá þarf 2 milljónir
fiska í þá framleiðslu. Að jafnaði
væru þrjár kynslóðir laxa í eldi eða 6
milljónir laxa að lágmarki. Líklega
ganga um 50-70 þúsund laxar árlega
í íslenskar ár. Ljóst er því að ekki
þarf mikil slys í eldinu svo að áhrifin
geti orðið mikil á náttúrulega laxa-
stofna. Reynsla Norðmanna sýnir að
2-5% sleppi sem þýðir að 40 til 100
þúsund laxar sleppi af hverri kynslóð
sem eru jafnmargir eða fleiri laxar
en náttúra Islands fóstrar. Notkun
geldstofna í eldi kæmi í veg fyrir
erfðamengun. Slíkir stofnar eru not-
aðir í silungseldi víað um heim, en lít-
ið í laxeldi. Þá lausn ætti að kanna að
fullri alvöru.“
í viðbót við þetta vék Sigurður að
því að sjúkdómar væru viðvarandi
vandamál í öllu fiskeldi og nýjasta
dæmið væri ISA-veiran sem herjar
nú á laxeldi Færeyinga eftir að hafa
gert mikinn usla í Noregi, Kanada og
á Bretlandseyjum. Hann nefndi að
taka yrði einnig með í umræðuna
hættuna sem stafaði af laxalús, sem
hefur magnast mjög í tengslum við
kvíaeldi erlendis, og gæti gert usla í
sjóbleikjustofnum Eyjafjarðar og
sjóbirtingsstofni Laxár í Kjós, auk
þess sem gönguseiðum væri hætt við
smiti. Loks sagði Sigurður:
Hvar eru
neikvæðu áhrifin?
„Ef út í kvíaeldi verður farið á ís-
landi lendum við án efa í sömu
vandamálum og aðrar þjóðir. Skil-
yrði til kvíaeldis eru hér erfiðari og
óhagstæðari en víða erlendis þannig
að áföllin gætu hæglega orðið meiri.
Þar sem lax- og silungsveiðar hér á
landi eru mjög verðmæt auðlind, 1,8
milljarðar og hratt vaxandi, hljóta
varúðarsjónarmið að vega mjög
þungt vegna starfsemi sem skaðað
getur slíka hagsmunni. Skaði sem
unninn er á þessari auðlind getur oft
verið óafturkræfur. Hér er því um
stórar ákvarðanir að ræða. Ætla ís-
lendingar að viðhalda sínum dýr-
mætu náttúruauðlindum sem fólgn-
ar eru í fjölbreyttum fiskstofnum í
ám og vötnum eða ætla þeir að hætta
öllu fyrir eina tilraunina enn í fisk-
eldi sem byggist á afar tæpum fjár-
hagslegum forsendum?"
Vigfús Jóhannsson forstjóri Stofn-
fisks sagði í samtali, að þegar fisk-
eldið hefði verið að byggjast upp í
landinu á sínum tíma hefði mikið ver-
ið talað um erfðamengun, en síðan
hefði umræðan tekið miklum breyt-
ingum og stafaði það m.a. af því að
10-15 árum seinna hefði ekki tekist
að sýna fram á þessi hugsanlegu
neikvæðu áhrif. „Síðan hafa verið
m.a. skrifaðar vandaðar álitsgerðir,
m.a. í Kanada, þar sem beinlínis er
bent á með rökum að slík blöndun
geti verið til bóta. Það er almennt
mjög erfitt að skilja með stofnerfða-
fræðilegum rökum þessa hættu sem
verið er að tala um,“ segir Vigfús og
heldur áfram:
„Á sama tíma vita menn að laxinn
hefur innbyggðan erfðafræðibund-
inn eiginleika til að leita á nýjar slóð-
ir til hrygningar. Þetta er þekkt
meðal kyrrahafslaxins og draga
mátti sömu ályktanir af niðurstöðum
rannsókna á hafbeitarlaxi á íslandi
fyrir nokkrum árum. Þannig virtist
alltaf hluti stofnsins hafa erfðabund-
inn eiginleika til að „villast" í aðrar
ár og virðist það virkjast við
ákveðnar umhverfisaðstæður, t.d. ef
ástand sjávar er lélegt þegar göngu-
seiðin koma í sjó. Þetta virðist vera
svar náttúrunnar til að tryggja
blöndun stofna af mismunandi upp-
runa í ánum. Þetta er þekkt almennt
úr stofnerfðafræðinni og nægir að
nefna mannfólkið í því sambandi. En
þegar kemur að laxinum þá allt í einu
gilda allt önnur lögmál og þá þarf að
fara að setja reglugerðir um það
hverju má blanda saman og hverju
ekki. Þetta er gert án þess að nokkuð
sé vitað hvaða afleiðingar þessar
reglur hafa. Það má aftur á móti
færa rök fyrir því að þessar reglur
geti beinlínis haft neikvæðar afleið-
ingar. I dag er þess krafist að við
fiskirækt í tiltekinni laxveiðiá sé ein-
göngu notaður fiskur sem uppruninn
er úr ánni. Hvað þýðir þetta í raun?
Þarna er örugglega verið að þrengja
erfðamengi árinnar eins mikið og
hægt er að gera, m.a. vegna þess að
það er þá háð ástandi árinnar það
sumar sem fiskurinn veiddist hvað
valdist til undaneldis og getur oft og
tíðum verið byggt á veiðum á klak-
fiski á einum degi og jafnvel úr ein-
um veiðistað. Það er almennt eins og
náttúruval sé ekki til í þeirri líffræði
sem liggur að baki þessum reglu-
gerðum.“
Vigfús heldur áfram: „Vegna um-
ræðu um að fiskur sleppi úr kvíum er
alveg ljóst að það getur gerst. Aftur
á móti eru aðstæður allt aðrar í dag
og þá fyrst og fremst vegna þess að
búnaður hefur batnað mikið og allar
aðferðir við eldið sjálft eru miklu
betri. Vandamálið við kvíaeldi í dag
er ekki hvort kvíamar standist veðr-
áttuna heldur hvort fiskurinn í
kvíunum þoli álagið. Þetta eru m.a.
ástæður þess að laxeldi víðast hvar í
heiminum hefur skilað mjög góðum
árangri á síðustu árum og m.a. verið
góður hagnaður af greininni víðast
hvar. Það er ósköp einfalt, að fyrir-
tæki sem eru að missa fisk skila ekki
hagnaði og því fara þeir hagsmunir
saman. I samningum Alþjóðsam-
bands laxeldisframleiðenda við
NASCO um uppbyggingu villtra
laxastofna er einmitt lögð áhersla af
beggja hálfu á að það sé hægt að fyr-
irbyggja að fiskur sleppi úr kvíum
með réttum búnaði og vinnureglum.
Umræðan hér á landi að undanförnu
hefur allt of mikið snúist um þetta
atriði og eins og ekki hafi verið gerð
tilraun til að afla upplýsinga hvað
hefur verið gert í þessum málum
undanfarin 10 ár, sem m.a. sést á því
að annars staðar er umræðan um
fiskeldi öll á einn veg, þ.e. verið að
leita að frekari sóknarfærum enda
almennt allir sem til þekkja sammála
um að fiskeldi er umhverfisvæn að-
ferð við framleiðslu á fiski og hefur
m.a. stuðlað að uppbyggingu á villt-
um laxastofnum, m.a. með því að
draga úr þörfinni á villtum laxi á
markað og þannig m.a. auðveldað
netauppkaup.“
Hvað með sjúkdómahættuna?
„Varðandi umræðu um sjúkdóma
og villtan lax hefur dýralæknir fisk-
sjúkdóma, sem skjólstæðingur bæði
villta og eldislaxins, margoft sagt að
vandamálið hér á landi snýr fyrst og
fremst að þeirri ógn sem eldisfiski
stafar af villtum fiski. Það eru miklu
meiri líkur á að sjúkdómar berist þá
leiðina heldur en að eldisfiskur smiti
villtan lax. Það hefur ekki verið sýnt
fram á þá ógn sem villtum laxi stafar
af sjúkdómum frá eldislaxi. Það var
ekki í fiskeldi sem kýlaveikin fannst í
fyrsta skipti hér á landi heldur í villt-
um laxi í Elliðaánum. Það er allt of
mikil einföldun að tala aðeins um
sjúkdóma þegar eldisfiskur er ann-
ars vegar, sjúkdómar finnast og hafa
eflaust miklu meiri áhrif á náttúru-
lega dánartölu laxins í sjó heldur en
menn hafa talið til þessa. Áhrif
þeirra á villta laxinn eru mjög tengd
umhverfinu á hverjum tíma og lík-
legt að þættir eins og mengun hafi
þar mikil áhrif. Það skyldi þó aldrei
vera að mengun í Elliðaánum, sem
hefur verið sýnt fram á að er mikil,
hafi skapað skilyrði fyrii’ sjúkdóma
eins og kýlaveikina. Það verður að
segjast eins og er, að með því að
beina allri umræðunni að einhverju
sem enginn veit hvað er, þ.e. erfða-
mengun, er eins og allir þeir sem
áttu að vita betur hafi sofið á verðin-
um og laxastofninn i ánum hefur
hrunið á sama tíma. Ávallt eru notuð
orð eins og að láta náttúrulega laxinn
njóta vafans. Hvað með Elliðaárnar?
Hvar er ráðgjöf opinberra aðila og
reglugerðarsetningin þegar kemur
að eftirliti með mengun og stjórnun
á rennsíi í ánum þar sem fiskifræð-
ingar hafa árvisst birst í íjölmiðlum
og sýnt hvernig árnar eru þurrkaðar
upp á stórum kafla. Jafnframt hefur
verið sýnt fram á að mengun frá
gatnakerfi og jafnvel sundlaugum í
Reykjavík er látin renna óhindi’að í
Elliðaárnar. Hvar er krafa þessara
aðila þá um að villti laxinn njóti vaf-
ans?“
Óhræddur
sjúkdómafræðingur
Gísli Jónsson fisksjúkdómafræð-
ingur á Keldum er meðmæltur því að
kvíaeldið beri að leyfa og tók skýrt
fram er leitað var álits hans í þessa
samantekt, að hann stæði bæði með
laxveiði- og laxeldismönnum. Gísli
vildi einkum tjá sig um sjúkdóma-
þáttinn, en vegna umræðu um erfða-
mengun vildi hann taka fram, að
norski laxinn sem um ræðir, yrði
ekki kynþroska fyrr en þriggja ára
og ef eitthvað slyppi úr kvíum væri
bæði langt í kynþroska og yfirgnæf-
andi líkur að sá lax leitaði aftur að
kvínni eftir að hafa étið í hafinu. En
síðan sneri Gísli sér að sjúkdóma-
málinu.
„Það sem mest ber á nú er ISA-
veiran sem fyrst fannst í eldislaxi í
Noregi, en fannst síðan í kvíalaxi við
Kanadastrendur og á vesturströnd
Skotlands á árunum 1996-1998. Nú
er hún komin til Færeyja og gerir
þar mikinn usla. Þessi veira er skyld
flensuveirunni, en leggst á blóð og
nýru eldislaxa. Það er engin ástæða
til að ætla að við sleppum við þessa
veiru hér á landi, en hvort hætta er á
að smit bærist í villta stofna er ekki
vitað. Það hefur ekki fundist sjúkur
villtur lax með þetta smit. Það hefur
heyrst að menn hafi talið sig finna
ISA-veiruna í villtum löxum í Skot-
landi og Kanada, en ég er nýkominn
af ráðstefnu Alþjóða fisksjúkdóm-
astofnunarinnar og þar bar öllum
saman um að ISA veiran verður ekki
greind á þann hátt sem þar er haldið
fram. Það er sem sagt hvergi stað-
fest. Hvað er smit? Enginn sjúkur
eða dauður villtur lax hefur fundist.
Nú er byrjað að nota tilraunabólu-
efni í Kanada, en engin reynsla er
komin á það enn þá.
Laxalús hefur gert mikinn skaða
sums staðar erlendis. Þegar menn
velta fyrir sér hver hætta geti verið
þar á ferðum ber að líta á gífurlegan
þéttleika eldisstöðva erlendis. Hér
erum við að tala um skiptieldi á
tveimur stöðum og heilsáreldi á ein-
um stað. Það er engin hætta á lús,
hún nær sér ekki á strik í þeim mæli
sem hún getur gert usla við þær að-
stæður sem hér eru og þá á ég eink-
um við meiri sjávarkulda hér á norð-
urslóðum. í Eyjafirði er einhver
laxagengd, en þar er fyrst og fremst
sjóbleikjugengd og laxalúsin lætur
bleikjuna vera. Þessar tegundir hafa
hvor sína lúsategundina. Varðandi
skiptieldið hér fyrir sunnan hafa þeir
aðilar sem hugðust vera í Hvamms-
vík ákveðið að færa sína starfsemi
undir Vogastapa.
Þá hafa menn talað um sníkjudýr-
ið Gyrodachtilus sem leggst á smá-
seiði í ám og hefur gert gífurlegan
usla í norskum ám, nánast rústað
stofnum 40 áa. Þetta dýr er upp-
runnið í ferskvatni og barst með
seiðum frá Svíþjóð í norsku árnar.
Dýrið þolir ekki saltvatn og því hægt
að verjast því. Varðandi kýlaveiki og
kýlaveikibróður, þá er nú sett sem
skilyrði að seiði séu bólusett fyrir
þeim pestum.
Það sem ég legg áherslu á er að
skrattinn sé ekki málaður á vegginn.
Ég ber hag villtra laxastofna mjög
fyrir brjósti, en sé ekki að þeim stafi
hætta af einni eða tveimur fiskeldis-
stöðvum."