Morgunblaðið - 09.04.2000, Side 20
20 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Myndlistar-
sýning í Dan-
mörku veldur
fjörfískum
Sýningin EYEGOBLACK í Trapholt-safn-
inu í Kolding hefur valdið deilum. Erling
Klingenberg myndlistarmaður fjallar um
sýninguna, þar sem meðal annars getur að
líta gullfíska í Moulinex-blöndurum sem
gestum gefst kostur á að ræsa.
s
HINUM rólega og fallega bæ
Kolding á Jótlandi er safnið
Trapholt, sem kannski fáir Is-
lendingar þekkja en er vel þess virði
að sækja heim fyrir þá sem hafa
áhuga á arkitektúr, húsgagnahönn-
un, handverki og almennri myndlist.
Það er titlað mest sótta safnið í Dan-
mörku utan Kaupmannahafnar, þótt
greinarhöfundi kæmi ekki á óvart ef
þessa dagana hefði það yfírhöndina
hvað aðsókn (og ásókn) varðar.
Þai- stendur nú yfír sýning EYE-
GOBLACK með dönsku myndlistar-
mönnunum Michael Kvium, Christi-
an Lemmerz, Niels Bonde, Eirik A.
Frandsen og Macro Evaristti en
hann er einmitt höfundur þess verks
sem vakið hefur hvað mest umtal í
fjölmiðlum undanfamar vikm-.
Verk hans samanstendur af tíu
Moulinex-blöndurum fylltum vatni
með gullfiski í hverjum þeima. Þeim
sýningargestum, sem löngun hafa
til, stendur til boða að ræsa blandara
og breyta fisknum í minningu eina.
Þetta boð eða þessi siðferðisáskorun
listamannsins kveikti í fólki jafnvel
áður en sýningin var formlega opnuð
almenningi. Dýravemdunarsamtök
Danmerkur höfðu haft spurnir af
verkinu og mótmæltu harðlega og
mótmælin enduðu inni á borði lög-
reglunnar í Kolding í formi ákæru.
Það nægði hins vegar ekki og var
nær öllum fjölmiðlum gert viðvart
sem varð til þess að óvenjumikið af
þeirra fólki var mætt á opnunina
með sín tæki og tól til að festa þenn-
an voðaatburð á filmu. En ekkert
gerðist, enginn gestur vogaði sér að
matreiða fiskisúpu, fyir en eftir
klukkutíma bið, að einn blaðaljós-
myndari borgaði einum gestanna tvö
þúsund danskar krónur fyrir að taka
af skarið. Það gerði hann með glöðu
geði, enda orðinn þyngri af víni og
auram, flössin blikkuðu og heyra
mátti spennufallið. Því næst mætti
lögreglan á staðinn og endurvakti
spennuna og var safninu gert að taka
strauminn af blöndurunum. Sam-
kvæmt gögnum lögreglunnar höfðu
dýravemdunarlög verið brotin og
kæra var lögð fram.
aginn eftir gat að líta fyrir-
sögnina; „Morð á gullfisk-
um“ og með fylgdi viðtal við
gerandann sem sagðist einfaldlega
ekki hafa getað haldið höndunum að
sér. Ekki minnst einu orði á þóknun-
ina. Hinir fjölmiðlarnir fylgdu fast á
sftir með fyrirsögnum eins og;
„Safnstjórinn ákærður fyrir að setja
straum á blandarana", „Dauðinn í
blandaranum", „Skandallinn í kring-
um plokkfiskalist", o.s.frv. Umræðu-
þættir vora á sjónvarpsstöðvunum,
bar sem verkið var borið saman við
daglega slátran og fiskveiðar og
raedd spurningin um hvað væri list
og hvað ekki. Formaður dýravernd-
unarsamtakanna viðurkenndi að
hann borðaði ferskan fisk og annað
kjöt með bestu lyst en þetta væri nú
allt annað mál. Hvernig öðravísi, út-
skýrði hún nú ekki. En það skýrðist
nú allt þegar einn sjónvarpsmaður-
inn, á annarri stöð, tók viðtal við
Macro Evaristti um verkið. A borði
fyrir framan þá hafði verið komið
fyrir samskonar blandara með fiski í.
I lok þáttarins stakk sjónvarpsmað-
urinn hendi sinni ofan í tækið og
gleypti fiskinn eins og ekkert væri
eðlilegra. Þetta snýst allt saman
kannski bara um smekk.
Næstu daga á eftir þessu öllu sam-
an streymdu hótanir alls staðar að úr
heiminum til safnsins í formi tölvu-
pósts eða símhringinga. Starfsfólki
og listamönnum hótað limlestingum
Og lífláti.
YN ér til varnar líkti forstöðumað-
1 ^ ur Trapholts safnsins Peter S.
kJ Meyer, sér við bílasölumann
sem ber ekki ábyrgð á aksturslagi
hugsanlegs kaupanda ef sá hinn
sami myndi valda skaða á keyptum
bíl.
Myndlistarmaðurinn Marco Evar-
istti sagði að hann ýtti ekki á hinu ör-
lagaríku taka heldur væri m.a. að
skoða vald okkar mannanna yfir lífi
og dauða, kannski að segja að sá eigi
kvölina sem eigi völina. Hann sagði
það mikilvægt að þekkja til sögu
Goethe um Fiskimanninn og að ann-
að verk á sýningunni væri samhang-
andi Fiskaverkinu og fólk myndi
skilja betur ef það væri ekki blindað
af eigin sannfæringu mótaðri af
fjölmiðlum og gæfi sér tíma að skoða
sýninguna í heild sinni. Greinarhöf-
undur ákvað að fara að dæmi hans.
Meginþema sýningarinnar er að
velta fyrir sér hlutverki myndlistai- í
sámfélaginu annars vegar og hins
vegar hlutverki samfélagsins í
myndlistinni. Kannski eitthvað til að
hugsa um ef tekið er tillit til þess
storms sem þetta einstaka verk hef-
ur ýtt af stað út í samfélagið.
Sérstöðu þessarar sýningar segja
listamennirnir vera að þeir vinni
sum verkin að hluta á staðnum og
skipti sér óspart hvor af verkum
annars. Þó að um ólíka listamenn sé
að ræða mynda þessi afskipti sam-
runa á milli verka og sterka heildar-
mynd.
yrsta verkið sem blasir við
manni þegar komið er inn á
sýninguna, er áðumefnt
verk Evaristti, ljósmynd af manni í
sjómannsklæðum, með buxumar á
hælunum. Hann hefur falið getnað-
arlim sinn á milli læra sér eins og til
að fela veiðarfæri karlmennskunnar.
Marco Evaristti er af ítölsku og rúss-
nesku bergi brotinn, búsettur í Dan-
mörku til fjölda ára en fæddur í Chi-
le. Hann las því Fiskimanninn eftir
Goethe á spænsku og dró út einstök
orð sem honum þótti skipta máli og
fékk þau þýdd yfir á dönsku, þar
næst á þýsku, aftur yfii’ á spænsku
og loks enn á ný yfir á dönsku. Með
þessu fæst ákveðin brenglun á milli
orðanna og merkingar þeirra. Þessi
orð ritaði hann beint á ljósmyndina
og tengdi ákveðnum líkamspörtum
fiskimannsins. Ekki löngu fjær hafði
hann komið fyrir inni í veggnum
glerboxi með sprengjuvörpukúlu.
Oddur kúlunnar stóð út úr boxinu
þakinn varalit, líkast til Helena Rub-
instein en verkið hét „Helena“. þar
við hliðina stóð borðið umdeilda með
fiskunum í blönduranum og fyrir of-
an hékk málverk Christian Lem-
merz, „Ail-over Virginia", af mann-
Ljósmynd/Aðalsteinn Stefánsson
Forstöðumaður Trapholts, Peter S. Meyer, sýnir fyrstu fréttamönnum sem mættu á staðinn hið umdeilda verk
Marco Evaristti sem samanstendur af tíu Moulinex-blöndurum fylltum vatni með gullfiski í hverjum þeirra.
IJósmynd/Aðalsteinn Stefánsson
„Adolfs hundur“, uppstækkuð
teikning gerð af Christian Lem-
merz, upprunalega gerð af fyrr-
um listamanninum Adolf Hitler.
eskju sem engu var líkara en lent
hefði í hvirfilvindi eða jafnvel í blönd-
uranum.
Christian Lemmers ætti að vera
öllu vanur hvað fjölmiðlafár varðar.
Fyrir nokkram áram sýndi hann
svínsskrokka í glerkössum sem látn-
ir voru rotna í listasafninu í Esbjerg
(sem Peter S. Meyér var þá í forsvari
fyrir). Heilbrigðiseftirlit Danmerkur
lét loka sýningunni vegna hættulegr-
ar gasmyndunar og lyktar en hún
var opnuð aftur eftir að „nauðsynleg-
ar“ ráðstafanir höfðu verið gerðar.
En óskiljanleg múgæsing fylgdi í
kjölfarið sem neitaði listrænu gildi
verksins og skildi ekki þá list sem
listamaðurinn sá í þessum rotnandi
skrokkum.
Lemmerz fór þó öðravísi að á sýn-
ingunni EYEGOBLACK í Trapholt.
Verkið hans „Virginia", er stytta af
liggjandi konu í fullri stærð, sem hef-
ur verið rist á hol þannig að innyflin
hanga út, og fætumir sniðnir af
henni. Þó myndefnið hljómi ekki fal-
lega var styttan svo fallega höggvin í
marmara að áhorfendur gatu ekki
annað en dáðst að henni. Handverkið
varð ofan á, það er nokkuð sem allir
geta tileinkað sér, og myndefnið
varð fjai’Iægt eins og að skoða
óhugnanlega fréttamynd í dagblöð-
unum.
Christian Lemmerz sagði
greinarhöfundi að myndefn-
ið hefði hann úr ljósmynd af
vændiskonu myrtri í Bandaríkjunum
1940. Kannski óþörf vitneskja en
maður spyr sig þó hverju það breyti
hjá fólki þegar vændiskonur og morð
eru annars vegar. Álítum við það
eins mikinn missi og ef um einhvern
„góðborgarann" væri að ræða, tja,
eða gullfisk. Fyiir ofan hékk stækk-
uð blýantsteikning af hundi og þegar
betur var að gáð var hún árituð og
upphaflega gerð af listamanninum
fyrrverandi Adolf Hitler. Maður gat
ekki annað en brosað að þessari
sætu teikningu af hundi sem gæti
verið teiknuð af saklausum kvöld-
skólanema í myndlist en ekki af
manni sem bar síðar ábyrgð á dauða
milljóna manna. Ég gat heldur ekki
gert að því að tengja það við fiskana í
Moulinex-tækjunum og viðbrögð
fólks. Hitler var jú þekktur fyrir að
hann þoldi ekki að sjá eða heyra að
dýram væri misþyrmt.
Hann kippti sér nú ekki upp
við að fyrirskipa misþyrm-
ingar á fólki og tilraunir í
„þágu“ vísindanna en myndlistar-
maðurinn Michael Kvium lætur sér
nægja að gera það með litum á
striga. Hann sýndi stórar málverka-
samsetningar, þar sem hvert mál-
verk gæti staðið eitt og sér en mynd-
efni tengdust á einstaka stað og
sköpuðu heildarmynd. Sumar mynd-
irnar í samsetningunni voru svartar
abstraktmyndir eða af munstri sem
gæti verið veggfóður en aðrar af af-
mynduðu, næsta djöfullegu fólki, oft
samvöxnu á höndum. Á einstaka stað
hefur þessi vöxtur handa rannið
saman við leggi afkvæmis og það
gæti vakið spumingar um líffræði-
legar tilraunir, klónanir eða einhvers
konar úrkynjun. Þessar samvöxnu
verur Kviums, faðir, móðir, barn,
virðast innilokaðar í veröldinni og
því ferli sem fjölskyldulífi fylgir nú á
tímum. Einnig hafa staðið yfir mikl-
ar umræður í Danmörku um bam-
eignir fólks sem komið er til ára
sinna og hvaða áhrif það getur haft á
heilbrigði barnsins. Kannski er það
lykillinn að verkum Kviums. Ég verð
að játa að ekki er auðvelt að setja sig
inn í hans hugarheima en gæti líkt
þeim við það að Helgi Þorgils Frið-
jónsson hitti enska málarann
Francis Bacon í helvíti.
Annar listamaður sem veltir
fyrir sér gildum fjölskyld-
, unnar er Erik A. Frandsen.
Hann gerir það í formi ljósmynda,
sem sýndar eru samhliða og endur-
gerðar í málverkum, annaðhvort
beint á veggi safnsins eða á
málmplötur. Myndir hans vekja um-
hugsun um endurtekningu atburða
og hversdagsþrungna hamingju sem
fæst ekki um eigin vankanta. Hann
segist með verkum sínum vilja skoða
fjölskylduna sem kjarna samfélags-
ins fyrir öryggi, kúgun og kynferði.
Hvemig honum tekst til skal látið
ósagt en besta verk hans á sýning-
unni var neonskilti sem hann kallar
,Afklæðast“ (Undressing). Neonpíp-
urnar era beygðar í óregluleg form
en við nánari skoðun taka þær á sig
mynd manneskju. Greinarhöfundur
sá annars konar verk eftir Frandsen
á annarri sýningu. Það voru ljós-
myndir teknar á löngum tíma af pari
í rúminu með rauð ljós á ýmsum
stöðum líkamans. Hreyfingar pars-
ins og langur ljósopstími myndavél-
arinnar mynduðu einskonar ljósa-
teikningar, eins og krassað væri yfir
ljósmyndirnar. Sjálfsagt er þetta
neonverk unnið út frá svipuðum for-
sendum, „hversdagsleg hreyfing
fjölskyldunnar" færð yfir í teiknað,
ófyrirsjáanlegt form.
Að lokum gat að sjá verk Niels
Bonde, myndbandsupptökur og
texta tengda fréttum af stuldi mál-
verksins Ópsins eftir norska lista-
manninn Edvard Munch fyrir
nokkram áram. Á myndbandinu má
einnig sjá upptökur eftirlitsvéla af
verknaðinum sjálfum, viðtöl við fólk
sem talaði um mikilvægi þessa verks
fyrir norsku þjóðina (og safnið) og
viðtöl við lögreglu um rannsóknina.
Blaðaúrklippur héngu límdar upp
um alla veggi safnsins. Röktu þær
eftirförina miklu og enduðu í fjög-
urra metra háu afriti af grein sem
lýsir handtöku Pál Enger, þjófsins.
Niels Bonde veltir fyrir sér og
spyr um verðmæti listarinnar,
hverskyns eign hún sé og hvemig
listaverk öðlist gildi. Hvenær og
hvernig öðlast listaverk vissan sess
innan síns samfélags? Kannski er
honum svarað með fjörfiskunum í
fjölmiðlunum og viðbrögðum fólks út
frá verki Marco Evaristti. Sumu
fólki var svo umhugað um líf þessara
tíu gullfiska að þegar greinarhöfund-
ur ætlaði ásamt Ijósmyndara að sjá
sýninguna aftur var safninu lokað
vegna sprengjuhótunar.
Það eru einmitt þessi viðbrögð
sem mér þykir miklu merki-
legri en verkið er kannski í
sjálfu sér. Sýningin mun verða sett
upp á fjórum stöðum í Suður-Amer-
íku og á Spáni, en þar sem um ólíka
menningarheima er að ræða mun
hún þróast eftir aðstæðum á hverj-
um stað, enda sýningunni ætlað að
varpa ljósi á sambandið milli mynd-
listar og samfélags. Gaman væri að
sjá, ef þessi sýning færi óbreytt til
þessara landa, hvort viðbrögðin yrðu
hin sömu. Kannski yrði allt vitlaust á
meðal kaþólikka á Spáni vegna „fjöl-
skyldumynda" Kviums og Frandsen;
eða myndu verk Lemmerz valda því
að þyrmdi yfir allt og alla ef sýningin
færi til ísraels eða Þýskalands? Ef
ekki, þá fengju verk Marco Evaristti
og hinna listamannanna fyrst þá um-
fjöllun sem þau ættu skilið.
Hvað sem því líður hefur öll
umræða á faglegu nótunum
um þessa annars ágætu
sýningu farið fyrir ofan garð og neð-
an vegna múgæsingar og móðursýki.
Fjölmiðlar virðast ekki sýna lista-
verkum áhuga nema þau hneyksli al-
menning og nær undantekningar-
laust fer þar fram mjög einlit
umræða.
Því miður lýsir það kannski um-
fjöllun fjölmiðla nú á dögum þegar
myndlist er annars vegar. Til að
skapa almenna umræðu og umfjöll-
un í dag og til að verða titlaður bjart-
asta vonin þarf listamaðurinn
kannski að fróa sér á myndbandi,
gera þarfir sínar í búðarglugga til að
verða útnefndur framlegastur - og
það án gagnrýnnar hugsunar. Verst
af öllu er að þetta hefur allt saman
verið „sjokk“ í blöðunum áður og
mun sjálfsagt verða áfram.
Margur maðurinn, fjölmiðlarnir
og gullfiskarnir eiga nefnilega eitt
sameiginlegt: nokkurra sekúndna