Morgunblaðið - 09.04.2000, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.04.2000, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 23 kennd vegna gæða þess lesefnis sem maður velur sér til svæfingar. Að heimta Nóbelsverðlaun til handa hverjum rithöfundi af einskæru ör- yggisleysi yfir reikulli smekkvísi sinni er ófyrirgefanleg og mann- skemmandi taugaveiklun. Betra er að kaupa skyndilist af hjartans lyst, en óglaður markverða list. Æja vígir nýjan sýningarsal bak- við verslun Gallerís Listar í Skip- holti. Pað er mikil heiðríkja í málverk- um hennar, en áhrifa Karólínu Lár- usdóttur gætir töluvert í þeim. Reyndar eru ómæld áhrif Karólínu á íslenskt skjmdimálverk sérstakur kapítuli út af fyrir sig. Minningar um kátar kynslóðir sem stíga hringdans úti í guðsgrænni náttúrunni eru skáldleg minni um fortíð sem aldrei var nema í draumheimi listamanns- ins. í kaldhömruðu einkalífi íslenskr- ar fortíðar fór þráfalt meir fyrir sudda og útsynningi en suðrænni sól og sumri. En sólin selst betur en suddinn og við því er ekkert að segja, eins og Steinn heitinn Steinarr orðaði svo oft. Verk Æju eru hvorki mjög til- þrifamikil né of persónuleg, en gleð- in sem vissulega vantar í mannlífið á okkar bóreölsku breiddargráðum er þar í þeim mun ríkari mæli. Því ættu gestir að njóta þeirrar sígaunasælu sem hún bregður upp áður en skammlíf sýning hennar er öll. Gallerí Fold, R a u ö a r á r s t í g MÁLAÐAR ÞRYKKMYNDIR SIGRI'ÐUR A.E. NIKULÁSDÓTTIR Til 16. apríl. Opið á verslunartíma. GALLERÍ Fold er metnaðar- fyllra listhús en Gallerí List, enda er þar að finna til sölu mun metnaðar- fyllri verk, stundum eftir ágætustu listamenn okkar. Til að mynda má finna þar litla höggmynd eftir Jón Gunnar Ámason ef grannt er skoð- að. Fold stendur einnig fyrir upp- boðum á verkum mætra listamanna, lífs og liðinna. Vandinn er hins vegar sá að í Fold ægir öllu saman í einum miklum haframélsgraut svo að stundum reynist erfitt að sjá gimsteinana fyr- ir gallsteinum. Þetta er yfirleitt öll- um til vansa. Til dæmis er það slæmt fyrir Kristján Davíðsson að hanga við hliðina á Sossu. Þó svo hann komi auðvitað frábærlega út úr þeim sam- anburði er það á kostnað samræmis- ins. Að horfa á suma veggina í Fold er eins og að hafa mörg útvarpstæki í gangi í einu, hvert með sína sortina af hávaða. Sá sem er ekki vanur að stíga ölduna ætti því að taka sjó- veikipillu áður en hann stígur inn í þetta ágæta listhús við Rauðarár- stíginn. Sem betur fer er salur á bakvið fyrir sérsýningar. Þar sýnir nú Sig- ríður Anna Elísabet Nikulásdóttir. Þótt hún sé vissulega á sömu nótum og Paul heitinn Klee, án þess að hug- myndaríkið sé í líku hlutfalli, er hún snöggtum næmari en Æja í Gallerí List. Margar mynda hennar eru bara virkilega fínar svo langt sem þær ná, þótt vissulega væri gaman að sjá hana glíma við persónulegri og íramsæknari viðfangsefni. Það þýðir ekki að Sigríður Anna þurfi að gefa Klee endanlega upp á bátinn. Hún þyrfti bara að taka hann sér til fyrirmyndar í fleiru en útlit- inu. Spurningin er að vísu alltaf nær- tæk hvort hægt er að byrja í ákveðn- um stíl, ákveðins listamanns og brjóta hann svo af sér með tíð og tíma, ellegar hvort aðfenginn stíll er þegar fangelsi. Þótt Sigríður Anna gerði ekki annað en láta á það reyna myndi list hennar vafalaust taka Halldór Björn Runólfsson ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT - Gœðavara Gjafavara — inatdr- oij kaffislell. Allir veróflokkar. ^via/MVV Heiinsfrægir Iidnnuðir m.a. Gianni Yersace. 3 VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. KRINGLU Þú færð góðan kaupauka í Kringlunni. fram ó sunnudag því við veitum Kringlugestum afslótt af öllu ó milli himins og jarðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.