Morgunblaðið - 09.04.2000, Side 24
24 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Úr kvikmyndinni Ástfanginn Shakespeare. Gwyneth Paltrow og Joseph Fiennes í hlutverk-
um sínum.
„ Reuter
Judi Dench í hlutverki Elísabetár I í kvikmyndinni Astfanginn Shakespeare.
Hnötturinn og Rósin takast
aftur á um hylli Lundúnabúa
Judi Dench, sú mæta leikkona, fer nú fyrir
hópi manna, sem ætla að reisa nýja Rós í
Norður-London, en í The Rose-leikhúsinu
vilja menn meina að William Shakaspeare
hafí stigið á svið og þar hafí verið flutt leik-
srit eftir hann. Freysteinn Jóhannsson fór
og skoðaði rústir hinnar eiginlegu Rósar og
Globe-leikhúsið, sem hefur verið endur-
byggt þar rétt hjá, en í því húsi reis sam-
tímafrægð Shakespeares hvað hæst.
HVORKI Rósin né Hnött-
urinn var fyrsta leikhús-
ið, sem reis í London.
Farandleikarar höfðu
lengi leikið list sína í krám og á úti-
mörkuðum. Þeir voru stundum
fengnir til að sýna í húsakynnum að-
alsins og vinsælustu sýningarnar
náðu inn í konungsgarð. Drottningin,
Eh'sabet I, var sögð mikill leikhúsað-
dáandi. En fast aðsetur höfðu leik-
hóparnir ekkert. Um
vinsældimar var ekki
að efast og þar kom, að
menn reistu íyrstu leik-
húsin; fyrst var kannski
um breytingar á krán-
um að ræða, en heimild
er til, sem segir frá því,
aðl567 hafi John
Brayne hafizt handa við
smíði leikhúss, The Red
Lion, í Stepney. Fyrsta
almenningsleikhúsið,
sem komst örugglega á
laggimar, hét einfald-
lega leikhúsið, The
Theatre, og það reisti
mágur Brayne, James
Burbage, í Shoreditch,
við norðurveginn frá
London. Innan borgarmarkanna
ráku menn leikhús, sem vora aðeins
fyrir útvalda, þar sem kórdrengir úr
Pálskirkju og fleiri kirkjum fóra með
helgileiki og vandlega valin veraldleg
verk. Þar var almenningi ekki ætlað-
ur aðgangur, enda vora hans
skemmtanir fyrst og fremst taldar
heyi-a undir áflog og háreysti. Þannig
skemmtanir áttu ekki upp á pallborð-
ið hjá fyrirfólkinu og þeim, sem fóra
með stjóm borgarinnar. Því risu
fyrstu almenningsleikhúsin utan
borgarmarkanna.
A hæla The Theatre kom The
Curtain, sem reis rétt hjá, og
Newington Butts, sem reis handan
Thames, við suðurleiðina frá London.
Fjórða leikhúsið, sem sögur fara af,
var svo Rósin (1587), sem reis sunnan
ár í Surrey og þar komu líka The
Swan (1595) og seinna Hnötturinn
(1599).
Lífstívolí á suðurbakkanum
Þegar Shakespeare kom til Lon-
don frá Stratford-upon-Avon 1570-80
gekk hann til liðs við leikhóp The
Theatre. Leikstarfsemin þar
blómstraði og varð ekk-
ert lát á, þótt hópur
leikara hyrfi frá húsinu
1591 og gengi til liðs við
aðalkeppinautinn sunn-
an ár, Rósina. 1596 neit-
aði landeigandinn Giles
Allen að framlengja
leigusamninginn við
The Theatre og á end-
anum tóku synir
Burbage, Cuthbert og
Richard, leikhúsið nið-
ur, fluttu viðina yfir
Thames og reistu
Hnöttinn á suðurbakk-
anum, skammt frá Rós-
inni.
Suðurbakkinn var
lífstívolí þessa tíma.
Þama vora fisksalamir og hring-
leikahúsin, þar sem bjamdýram og
hundum var att saman. Þama vora
spilahúsin og öldurhúsin, sem sög-
umar fóra af. Og þarna vora líka
pútnahúsin. Þeir sem vildu djarfa
skemmtan með heillandi hættum
sóttu suðurbakkann. I þessu um-
hverfi risu almenningsleikhúsin hvert
af öðra.
Rósin var fyrsta almenningsleik-
húsið, sem reis sunnan ár. Nafnið er
dregið af landareigninni, sem leik-
húsið reis á, en árið 1585 leigði Philip
Henslowe þama land undir leikhús.
Henslow hélt nákvæmt bókhald og
dagbækur, sem hafa veitt mönnum
sýn inn í leikhúsheim þessa tíma.
William
Shakespeare
LjósmyRichard Kalina
Hnötturinn nýi að utan.
Reuter
Eiisabeth II
Meðal þess sem leikar-
ai'nir, sem sögðu skilið
við Burbage og The
Theatre 1591 og gengu
til liðs við Rósina, höfðu í
farteskinu vora leikrit
Christopher Marlowe og
Robert Greene. En í
marz 1592 var sýnt á
sviði Rósarinnar leikrit,
sem hét Henry VI og í
janúar 1594 var sýnt
leikritið Titus Andron-
icus. Leiða menn getum
að því, að höfundur þess-
ara leikrita hafi verið
William Shakespeare.
Það fer hins vegar eng-
um sögum af leik Will-
iams Shakespeare í Rós-
inni. Þrátt fyrir nákvæmt
bókhald Henslow er
Shakespeares þar hvergi
getið.
Það er hins vegar á
hreinu, að þegar dró að
aldamótum, fór að halla
undan fæti hjá Rósinni
meðan Hnötturinn hófst
til vegs og virðingar,
fyrst og fremst fyrir
leikrit Williams Shake-
speare.
1613 kviknaði í strá-
þaki Hnattarins í miðri
sýningu á Hinrik VIII og
leikhúsið brann til
granna. Nýtt leikhús reis og nú buðu
Burbagesbræður helztu leikuram
hússins að gerast meðeigendur. Einn
þeirra, sem það þáðu, var William
Shakespeare.
En lífið í leikhúsunum átti eftir að
slokkna. Púritanisminn gekk yfir
England. 1642 setti þingið lög, sem
bönnuðu almenningsleikhús og fjór-
tán áram síðar vora flest þeirra af-
lögð. Það leið langur tími, þar til
enskt leikhúslíf náði sér aftur á strik.
En það dásamlega við tímans tönn í
þessum efnum, er að leikrit Shake-
speare era enn lifandi þáttur í leik-
húsmenningu Breta, sem á rætur alit
aftur til þess tíma, að hann gekk sjálf-
ur með handritin sín undir hendinni
um suðurbakka Thames.
Einn Shakespeare
- tvær Elísabetar
Menn hafa allar götur síðan Shake-
speare gekk um suðurbakkann vitað,
hvar Rósin og Hnötturinn stóðu. Tií
era kort og teikningar, sem sýna
staðsetningu leikhúsanna skammt frá
Londonbrú. Lengi vel var þessa
minnzt með skjöldum, sem settir
vora, hvar leikhúsin forðum stóðu.
Þegar bandaríski leikarinn Sam
Wanamaker kom til London 1949,
þótti honum skjöldur á bragghúss-
vegg fátækleg minning um leikhús
Shakespeare. Hann sá fyrir sér end-
urbyggingu slíks leikhúss og hrinti
henni í framkvæmd. En sú Róm var
ekki reist á einum degi.
í ársbyrjun 1989 gafst færi á forn-
leifauppgreftri, þar sem Rósin hafði
staðið og um þrír fimmtu af grannin-
um vora grafnir upp. Þessi hluti er nú
varðveittur á jarðhæð stórrar skrif-
stofubyggingar.
Lukkan sem lék við fomleifafræð-
ingana, hvatti þá til að leita Hnöttinn
uppi líka. Og síðla árs 1989 fundu þeir
sem nemur 5% af granninum. Annað
liggur grafið undir götum og fjölbýl-
ishúsi. En þessir uppgreftir færðu
mönnum betri mynd af því, hvemig
almenningsleikhúsin á suðurbakkan-
um litu út á sextándu og sautjándu
öld. Og í þeirri mynd var Hnötturinn
endurreistur, steinsnar frá þeim stað,
þar sem leikhúsið áður stóð.
Hnöttui-inn er marghymd timbui--
bygging, hliðarnai- era tuttugu og
þvennálið 100 fet, eða röskir 30 metr-
ar. Fyrir framan leiksviðið er al-
menningur, þar sem áhorfendur
stóðu, en síðan eru bekkir og tvennar
svalir. Fyrir aftan sviðið og ofan er
sérstök heiðursstúka. Stráþak er á
efri svölum og sviðið yfirbyggt, en a!-
menningurinn er undir beram himni.
Þess vegna er Hnötturinn lokaður yf-
ir háveturinn; leikárið hefst í maí og
síðustu sýningar era í septemberlok.
Fyrirætlanir Judy Dench og þeirra,
sem vilja reisa nýja Rós, era að
byggja yfir leikhúsið allt svo þar geti
haldizt starfsemi árið um kring.
Það er sérstætt að sitja á bekk í
Hnettinum og hugsa sér frásögn leið-
sögumannsins breytast í lifandi
leiksýningu. Shakespeare á sviðinu.
Fyrir framan það er almenningurinn,
þar sem portkonur og vasaþjófar
fylla illa þefjandi hópinn og síðan fólk
af betri stigum, en lítt betur lyktandi,
á bekkjunum og svölunum, rétt eins