Morgunblaðið - 09.04.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 27
Stofnað hefnr verið sameiginlegt
hagsmunafélag, Bláa plánetan, tii
þess að berjast gegn einkavæðingu á
vatni. ,Afnot af vatni eru sjálfsögð
mannréttindi. Hvemig er þá unnt að
selja vatn?“ er spurt.
Reynsla af einkavæðingu, meðal
annars í Argentínu og Frakklandi,
segja talsmenn Bláu plánetunnar ekki
vera góða. Einkavæðing telja þeir að
geti haft í för með sér að fjölþjóðafyr-
irtæki slái eign sinni á vatnsauðlindir.
Jafnframt gagnrýndu umhverfis-
vemdarmenn, viljayfirlýsingu um 120
ráðherra sem sátu alþjóðlegu ráð-
herraráðstefnuna. í yfirlýsingunni er
kveðið á um að allir ættu að hafa að-
gang að hreinu vatni, vemda ætti
vistkerfið og tryggja ætti nægilega
fæðuframleiðslu. Að mati gagnrýn-
enda var ekki nægilega sterkt að orði
kveðið í yfirlýsingunni, hvorki sé
minnst á einkavæðingu né sölu á
vatni.
Þörfín fyrir vatn
réttindum yfírsterkari
Segja má að umræðan um vatnsbú-
skap heimsins hafi fundið sér nýjan
farveg á nýafstaðinni Alþjóðlegri
vatnsráðstefnu í Haag. Hingað til hef-
ur verið litið á aftiot af vatni sem rétt-
indi en nú virðist sem hugarfars-
breyting hafi átt sér stað. Þörfin fyrir
vatn, er að verða réttindum yfirsterk-
ari. Alþjóðlegar ár em um 300 talsins
og sameiginlegar vatnsauðlindir ríkja
hafa orðið tilefni til ágreinings t.d.
milli Bandaríkjanna og Mexíkó,
vegna Colorado-fijóts. Samkvæmt
samningum hafa Bandaríkjamenn
rétt á að nota það mikið vatn úr fljót-
inu að stundum er lítið eftir handa
Mexókóbúum.
Stríðsástand er talið vofa yfir í
Miðausturlöndum og jafnvel Afríku,
ef ekki verði gripið í taumana. Þar
þekja eyðimerkur stór svæði og sum
lönd hafa alfarið þurft að treysta á
vatn úr ám sem eiga upptök sín í öðm
landi svo sem Namibía og Botswana.
Réttindin era því lítil en þörfin mikil.
Astand vatnsbúskapar þykir afar
slæmt víða í Afríku en þar vex borg-
arbyggð hvað hraðast í heiminum.
Talið er að borgarbúum muni fjölga
úr um 150 milljónum í um 500 milljón-
ir árið 2020. Stærstu borgir álfunnar,
svo sem Jóhannesarborg, sækja
neysluvatn um 600 km leið þar sem
vatnsból í nágrenninu eru uppurin.
Góðu fréttimar eru þær að fjöldi
Afríkuríkja hafa með aðstoð SÞ leitað
nýrra lausna til að stjórna vatnsbirgð-
um á hagkvæmari máta. Talið er að
um helmingur vatns sem fer til stór-
borga fari til spillis m.a. vegna leka í
vatnsveitum.
Anthony Turton, forstöðumaður
AWIRU, vísindastofnunar um rann-
sóknir á vatni í Afríku, stjómaði fundi
um vatn og fullveldi á vatnsráðstefn-
unni. Hann segir í samtali við Morg-
unblaðið að nauðsynlegt væri að fá
aðstoð alþjóðlegra samtaka til að
miðla málum og ná sáttum milli rQqa
sem deila um sameiginlegar auðlindir.
Vegna áratuga ólgu og ófriðar milli
ríkja í Afríku er ekld unnt fyrir eitt
ríki að hafa frumkvæði, það ylli tor-
tryggni, að sögn Turtons. Á ráðstefn-
imni var rætt um deilur milli Suður-
Afríku, Swasilands og Mósambík um
afnot af ánni Inkomati. Fljótið á upp-
tök sín í Suður-Afríku en rennur um
Swasiland og Mósambík. „Milli ríkj-
anna hefur lengi verið viðvarandi
spenna og tortryggni. Mósambík er
mest vanþróað ríkjanna þriggja og
landið liggur neðst við ána. Sam-
kvæmt alþjóðlegum samþykktum fá
landsmenn þar vatn en ekki nægjan-
lega mikið meðal annars til sykur-
framleiðslu sem fjöldi bænda hefur
afkomu sína af. Allt vatn í ánni hefur
nú þegar verið nýtt, hátt í 40 stíflur
hafa verið reistar, m.a. til raforku-
framleiðslu fyrir Suður-Afríku og
Swasiland.
I Mósambík er vilji fyrir að reisa
stíflur til varnar flóðum en þá líklega
á kostnað sykurframleiðslu. Deilur
era því jaftit innan ríkis sem utan.“
Ekki horfir þó til stríðsrekstrar í
Suður-Afríku að mati Turtons. Unnt
sé að leysa málin á annan máta. Að
írumkvæði Svía, hefur verið komið á
fót nefnd vísindamanna frá ríkjunum
þremur sem kryfja eiga vandann og
koma með tillögur að úrbótum.
Togstreita milli kynjanna
Á ráðstefnunni var mikið rætt um
málefni kynjanna. Meðal annars var
rætt um breytta stöðu kvenna vegna
Morgunblaðið/Hrönn M.
Um 300 böm frá öllum heimshornum vom í Haag til þess að vekja athygli á yfírvofandi vatnskreppu.
tílkomu fleiri brunna og vatnsdælna
sem þróunarsamtök og einkafyrir-
tæki hafa komið fyrir. Með tilkomu
þeirra hefur þjóðfélagsskipanin riðl-
ast, að sögn Turtons. „Konur hafa um
aldir verið vatnsberar í Afríku og víð-
ar. Ekki er óalgengt að þær fari fót-
gangandi um fjórar klukkustundir
dag hvem til að ná í vatn fyrir fjöl-
skylduna. Þar sem ekki þarf að fara
eins langar vegalengdir og áður hefur
skapast spenna í samskiptum kynj-
anna. Konur hafa meiri frítíma en áð-
ur, karlamir verða afbrýðisamir og
halda að þeir séu að missa völdin yfir
konunum. Eina ráðið að þeirra mati
er að eyðileggja brannana sem
byggðir hafa verið.“
Mikilvægt er að matí Turtons að
þróunaraðstoð og verkefni eins og að
koma fyrir vatnsdælum eða brunnum
séu unnin í samvinnu við heimamenn.
Annars fari illa.
Morgunblaðið/Hrönn M.
Þessi mótmælandi stóð fyrir framan ráðstefnuhöllina í Haag til þess að
benda á hættuna sem fylgir mengun neysluvatns.
Einnig hafi komið skýrt fram sú rök-
semdarfærsla að með því að nýta
vatnsafl til framleiðslu raforku í stað
jarðefnaeldsneytis sé verið að minnka
losun gróðurhúsalofttegunda.
I Evrópu og Norður-Ameríku hafa
um 75% hagkvæmrar vatnsorku verið
nýtt en aðeins um 6% í Afríku, 25% í
Suður-Ameríku og 40% í Ástralíu. Því
era enn gríðarlegir möguleikar fyrir
hendi tíl þess að vinna með þessum
hættí á móti gróðurhúsaáhrifum á
heimsvísu, að mati Árna.
Ráðstefna um hamfaraflóð
í Reykjavík
Alþjóðleg ráðstefna um hamfara-
ílóð verður haldin í Reykjavík í júlí í
sumar á vegum vatnamælinga Orku-
stofhunar og Alþjóða vatnafræðinga-
félagsins, í tengslum við Reykjavík,
menningarborg árið 2000. Von er á
um 200 manns alls staðar að, að sögn
Áma. „Ráðstefnan er haldin hérlend-
is því hér verða mikil flóð, þá sérstak-
lega jökulhlaup, sem kennt geta
mönnum ýmislegt um hegðun og
framgang stórflóða sem taka sífellt
fleiri mannslíf og eru kostnaðarsöm,
samanber flóðin í Mósambík. Einnig
verða hér hamfarahlaup sem vekja
mikla athygli erlendis, meðal annars
hjá þeim sem rannsaka nú landmótun
jarðar.“
Hvaðan kemur vatnið?
Á vatnsráðstefnunni í Haag vora
haldnir yfir 80 fundir um nánast hvað-
eina sem snertir vatnsbúskap heims-
ins. Einn fundur fjallaði um hvaðan
vatnið kemur. Að sögn vísindamanna
er vatn jarðarbúa gjöf frá stjörnun-
um. Jörðin er eina blauta plánetan í
himinhvolfinu svo vitað sé. Ekki hefur
enn tekist að færa sönnur á að vatn sé
að finna á tunglinu. Eitt sinn var vatn
til á Mars og Venus en vegna örlítilla
breytinga í sólkerfinu þurrkaðist það
upp. Vísindamenn telja mögulegt að
afdrif Mars og Venusar endurspegli
örlög jarðarinnar.
Rætt um kosti
og galla stíflna
Hitamál á ráðsteftiunni var bygg-
ing stórra stíflna. Umhverfisvemdar-
samtök segja stórar stíflur vera tíma-
skekkju, reynslan sýni að þær hafi
ekki skilað tílætluðum árangri. Víða
hafa þær verið reistar til þess að
koma á áveitum til landbúnaðarfram-
leiðslu. Á Indlandi t.d. hafa um 40
milljónir manna misst afkomu sína og
húsnæði vegna byggingu stórra
stíflna. Á hinn bóginn segja menn að
ávinningurinn af stífluframkvæmdum
sé orka, neysluvatn og vatn til land-
búnaðarframleiðslu.
I haust er væntanleg skýrsla sem
unnin er af Alþjóðlegu stíflunefndinni
en í henni eiga sætí fulltrúar allra
stærstu hagsmunaaðila og ftjálsra fé-
lagasamtaka. Þar era m.a. fulltrúar
þeirra sem vinna að áveitumálum,
vatnsorkumálum, neyslu- og frá;
rennslismálum og flóðavömum.í
skýrslunni er reynt að meta kostí og
galla stíflugerðar en um 800.000 stífl-
ur stói’ar sem smáar hafa verið
byggðar í heiminum. Ami Snorrason,
forstöðumaður á vatnamælingum
Orkustofnunar, var á ráðstefnunni og
fylgdist með umræðum um vatn og
stíflur. „Það er athyglisvert að erfið-
ustu málin hvað varðar stíflurgerð er
búseturöskunin, það er flutningur á
fólki af lónssvæðum. Einnig er bú-
seturöskun á svæðum neðan miðlun-
arlóna því þar rýmar afkoma manna
oft í kjölfar þess að rennsli vatnsfalls-
ins er breytt. Það sjónarmið vegur
þungt meðal annars vegna jiess að
ekki hafa komið til bætur í samræmi
við skaðann, né ávinning annarra, til
dæmis á Filippseyjum þar sem íjöldi
fólks varð landflótta án þess að yfir-
völd gerðu nokkrar ráðstafanir."
Ami bendir á að málið horfi þver-
öfugt við hér á landi. Röksemdar-
færslan með byggingu stíflna hefur
einmitt verið að hluta til þess að vama
búseturöskun.
Lög um vemdun dýra í útrýming-
arhættu hefur einnig orðið til að
stöðva framkvæmdir við hveija stífl-
una á fætur annarri í Bandaríkjunum,
að sögn Ama. Þar í landi og víðar era
ferskvatnsdýr í útrýmingarhættu eða
hefur þegar verið útrýmt vegna
mengunar og stíflna í ám og vötnum.
Niðurstöðu fundarins um vatn og
stíflur, segir Árni hafa verið að nauð-
synlegt sé að grípa til stíflugerðar til
þess að koma í veg fyrir fæðu- og
neysluvatnsskort og leysa orkuþörf.
Á undanförnum árum hafa stöðugt meiri kröfur verið gerðar til faglegrar stjórnunar á heilbrigðissviði. Lögð hefur
verið áhersla á aukna hagræðingu í rekstri, öryggi/gæði upplýsinga og betri þjónustu við sjúklinga. Fagfólk á
heilbrigðissviði, s.s. læknar, hjúkrunarfræðingar og stjórnendur hafa brugðist við þessum kröfum með aukinni
áherslu á upplýsingatækni.
Nýherji efnir til ráðstefnu um lausnir á heilbrigðissviði á Grand Hótel Reykjavfk fimmtudaginn 27. aprfl 2000.
Skráning og afhending ráöstefnugagna
Setning ráðstefnu
Forstjóri Nýherja
Lausnamengi Nýherja á heilbrigðissviði
SAP sjúkrahússtjórnun -
Viðskiptahugbúnaður sem styður alla
meginferla í rekstri sjúkrahúsa
og heilbrigðisstofnana.
Kaffihlé
Symbol heilbrigðislausnir - strikamerki,
handtölvur og þráðlaus net.
Hádegisverður
Lausnir IBM á heilbrigðissviði - rafrænar
sjúkraskrár.
Kaffihlé
Fjarlækningalausnir frá VCON.
Þráðlaus búnaður innan
heilbrigðisstofnana - lausnir frá Lucent,
Nortel og Ericsson
Samantekt, spurningar og svör
Léttar veitingar
Fyrirlestrar verða bæði á íslensku og ensku. A meðal fyrirlesara verða Dr. Jesper Bredesen, Torben Liner, Jeff
Schou, Björn Songe-Möller, Bo Ericsson, o.fl.
Þátttökugjald er kr. 7.000,- ef skráð er fyrir 14. apríl annars 9.000,-. Skráningu má tilkynna með tölvupósti á
heilbrigdi @ nyherji.is eða símleiðis til Bjarka Jóhannessonar í sfma 862-5647. Skráningu lýkur 19. apríl.
NÖRTEL
NETWORKS
NYHERJI
Skaftahltö 24 • 105 Reykjavik
Sími: 569 7700 • Fax: 569 7799
www.nyherji.is
itbrigði
Upplýsingat.