Morgunblaðið - 09.04.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 09.04.2000, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í opinberri heimsókn til Israels á 7. áratugnum. Gústaf Adolf, krónprins Svíþjóðar, gæðir sér á íslenskum banönum í Hveragerði 1975. Fyrir aftan hann sjást Oddný Thorsteinsson ráðu- neytisstjórafrú, Halldóra Eldjárn forsetafrú og dr. Kristján Ekljárn, forseti fslands. Sveinn Björnsson forseti í New York árið 1944. Með honum á myndinni eru Vilhjálmur Þór utanríkisráðherra og Helgi P. Briem aðalræðismaður. 60 ár í utanríkis- þjónustunni UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ stendur fyrir ljósmyndasýningu í Þjóðar- bókhlöðinni undir yfírskriftinni „Yfirlit yfir þróun íslenskrar utanríkis- þjónustu" í tilefni af sextiu ára afmæli utanríkisþjónustunnar. Mun sýning- in standa frá 10. apríl til 10. maí næstkomandi. íslenska utanríkisþjónustan varð til hinn 10. apríl 1940, daginn eftir að Alþingi ákvað að konungsveldið Islands tæki meðferð utanrðdsmála í sínar hendur, í kjölfar innrásar Þjóðverja í Danmörku í síðari heimsstyrjöldinni. Ljósmyndasýningin sjálf er í aðalatriðum tvíþætt, því annars vegar er reynt að draga fram helstu viðburði í sögu utanríkisþjónustunnar í texta og tengja hana myndum en hins vegar hafa verið valdar myndir af starfs- fólki utanríkisþjónustunnar til að gefa hugmynd um dagleg störf þess. Megináherslur utanríkisþjónustunnar eru að gæta hagsmuna fslands á er- lendri grund í pólitiskum málum, öryggismálum, efnahags- og viðskipta- málum svo og menningarmálum. Hún hefur því komið að öllum helstu mál- um sem varða samskipti Islands við erlendar þjóðir. Mikil umskipti hafa orðið í umsvifum utanríkisþjónustunnar á þessum 60 árum. Á fyrsta starfsárinu var opnuð ræðismannsskrifstofa í New York og sendiráð í London og Stokkhólmi. Samtals voru reknar fjórar skrifstofur erlendis með sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Starfsmenn erlendis voru 15 auk 5 starfsmanna í ráðuneytinu. Nú eru á hinn bóginn 17 skrifstofur er- lendis og 105 starfsmenn og hér heima fyrir í utanríkisráðuneytinu starfa 80 manns. Ræðismannsskrifstofur Islands eru orðnar 188 í 61 landi og eru þær skipaðar 225 ólaunuðum ræðismönnum. Island hefur stjórnmálasam- band við hátt í 120 ríki og er í samstarfi við hátt í 90 alþjóðastofnanir. Ljós- myndasýningunni er ætlað að gefa nokkra innsýn í þau margbreytilegu störf sem hún hefur með að gera. Hér birtist ofurlítið brot af þeim mynd- um sem á sýningunni eru og segja sögu utanríkisþjónustunnar. Lýðveldisdaginn 17. júní 1944 var skjaldamerki Konungsríkisins Islands Qarlægj; af veggjum sendiráðsins í Washington. F.v.: Þórhallur Ásgeirsson (síðar ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins), Hendrik Sv. Björnsson sendiráðsritari (síðar ráðuneytisstjóri) og Thor Thors sendiherra. Tíundi ráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins 15. desember 1952, sá fyrsti haldinn í París. F.v.: Hans G. Andersen þjóðréttarráðunautur, Ólafur Thors forsætisráöherra, Hörður Helgason sendiráðsritari og Gunn- laugur Pétursson, fastafulltrúi Islands hjá NATO.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.