Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í opinberri heimsókn til Israels á 7. áratugnum. Gústaf Adolf, krónprins Svíþjóðar, gæðir sér á íslenskum banönum í Hveragerði 1975. Fyrir aftan hann sjást Oddný Thorsteinsson ráðu- neytisstjórafrú, Halldóra Eldjárn forsetafrú og dr. Kristján Ekljárn, forseti fslands. Sveinn Björnsson forseti í New York árið 1944. Með honum á myndinni eru Vilhjálmur Þór utanríkisráðherra og Helgi P. Briem aðalræðismaður. 60 ár í utanríkis- þjónustunni UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ stendur fyrir ljósmyndasýningu í Þjóðar- bókhlöðinni undir yfírskriftinni „Yfirlit yfir þróun íslenskrar utanríkis- þjónustu" í tilefni af sextiu ára afmæli utanríkisþjónustunnar. Mun sýning- in standa frá 10. apríl til 10. maí næstkomandi. íslenska utanríkisþjónustan varð til hinn 10. apríl 1940, daginn eftir að Alþingi ákvað að konungsveldið Islands tæki meðferð utanrðdsmála í sínar hendur, í kjölfar innrásar Þjóðverja í Danmörku í síðari heimsstyrjöldinni. Ljósmyndasýningin sjálf er í aðalatriðum tvíþætt, því annars vegar er reynt að draga fram helstu viðburði í sögu utanríkisþjónustunnar í texta og tengja hana myndum en hins vegar hafa verið valdar myndir af starfs- fólki utanríkisþjónustunnar til að gefa hugmynd um dagleg störf þess. Megináherslur utanríkisþjónustunnar eru að gæta hagsmuna fslands á er- lendri grund í pólitiskum málum, öryggismálum, efnahags- og viðskipta- málum svo og menningarmálum. Hún hefur því komið að öllum helstu mál- um sem varða samskipti Islands við erlendar þjóðir. Mikil umskipti hafa orðið í umsvifum utanríkisþjónustunnar á þessum 60 árum. Á fyrsta starfsárinu var opnuð ræðismannsskrifstofa í New York og sendiráð í London og Stokkhólmi. Samtals voru reknar fjórar skrifstofur erlendis með sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Starfsmenn erlendis voru 15 auk 5 starfsmanna í ráðuneytinu. Nú eru á hinn bóginn 17 skrifstofur er- lendis og 105 starfsmenn og hér heima fyrir í utanríkisráðuneytinu starfa 80 manns. Ræðismannsskrifstofur Islands eru orðnar 188 í 61 landi og eru þær skipaðar 225 ólaunuðum ræðismönnum. Island hefur stjórnmálasam- band við hátt í 120 ríki og er í samstarfi við hátt í 90 alþjóðastofnanir. Ljós- myndasýningunni er ætlað að gefa nokkra innsýn í þau margbreytilegu störf sem hún hefur með að gera. Hér birtist ofurlítið brot af þeim mynd- um sem á sýningunni eru og segja sögu utanríkisþjónustunnar. Lýðveldisdaginn 17. júní 1944 var skjaldamerki Konungsríkisins Islands Qarlægj; af veggjum sendiráðsins í Washington. F.v.: Þórhallur Ásgeirsson (síðar ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins), Hendrik Sv. Björnsson sendiráðsritari (síðar ráðuneytisstjóri) og Thor Thors sendiherra. Tíundi ráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins 15. desember 1952, sá fyrsti haldinn í París. F.v.: Hans G. Andersen þjóðréttarráðunautur, Ólafur Thors forsætisráöherra, Hörður Helgason sendiráðsritari og Gunn- laugur Pétursson, fastafulltrúi Islands hjá NATO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.