Morgunblaðið - 09.04.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 09.04.2000, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UTANRIKISÞJON- USTAN í 60 ÁR AMORGUN, 10. apríl, eru liðin 60 ár frá því að ís- lendingar tóku utanríkismál í eigin hendur. Danir höfðu farið með íslenzk utanríkismál í um- boði íslendinga á grundvelli Sambandslagasamningsins, sem gerður var árið 1918. Eftir að Þjóðverjar hernámu Dan- mörku gátu Danir ekki lengur sinnt þeim skyldum og þá var ekki um annað að ræða en ís- land tæki utanríkismálin í sínar hendur. Utanríkisþjónustan stóð strax á fyrstu árum sínum frammi fyrir stórum og veiga- miklum verkefnum. Undirbún- ingur að lýðveldisstofnun hefur komið þar mjög við sögu fyrstu árin en í kjölfar lýðveldisstofn- unar og stríðsloka er ljóst, að samningaviðræður um framtíð- arskipan öryggismála þjóðar- innar og aðild okkar að Atlants- hafsbandalaginu hafa verið lykilþáttur í starfi starfsmanna utanríkisþjónustunnar fyrstu árin. I kjölfar þess að þeim málum var ráðið til lykta, fyrst með stofnun Atlantshafsbandalags- ins og síðar með gerð varnar- samningsins við Bandaríkin tóku landhelgisdeilurnar við sem mestu átakamálin. Átökin um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar komu til kasta starfsmanna utanríkis- þjónustunnar í nærfellt þrjá áratugi. Virk þátttaka í starfi Atl- antshafsbandalagsins og það stöðuga samráð sem hafa þurfti og þarf enn við Bandaríkja- menn um málefni Keflavíkur- flugvallar og varnarsamning- inn við Bandaríkin hafa nánast frá upphafi verið einn veiga- mesti þátturinn í verkefnum utanríkisþjónustunnar. En jafnframt er ljóst, að varzla viðskiptahagsmuna ís- lendinga í öðrum löndum hefur líka verið ríkur þáttur í starfi utanríkisþjónustunnar. Á þeim árum, þegar sósíalisminn réð ríkjum í Sovétríkjunum fyrr- verandi og leppríkjum þeirra komu starfsmenn utanríkis- þjónustunnar og að hluta til viðskiptaráðuneytis mjög við sögu til þess að tryggja við- skiptahagsmuni okkar í þeim löndum. Eftir að samrunaþróunin hófst í Evrópu skipti það líka máli að tryggja hagsmuni okk- ar á þeim mörkuðum. Starfs- menn utanríkisþjónustunnar áttu ásamt viðskiptaráðuneyti mikinn þátt í að undirbúa inn- göngu okkar í EFTA árið 1970. Hins vegar má fullyrða, að veigamesta verkefni utanríkis- þjónustunnar á seinni árum hefur verið samningagerðin um Evrópska efnahagssvæðið, sem hefur ekki aðeins skipt máli vegna viðskiptahagsmuna okk- ar heldur orðið lykilþáttur í þjóðfélagsþróuninnni hér heima fyrir á þessum áratug. Þeir sem komið hafa við sögu frá 10. apríl 1940 við uppbygg- ingu íslenzkrar utanríkisþjón- ustu geta því litið stoltir yfir farinn veg. Þeim hefur tekizt vel til við það verkefni, sem þeim var falið í árdaga. Utanríkisþjónusta allra landa á við þann vanda að stríða að almenningi og skatt- greiðendum, sem greiða kostn- aðinn af þessari starfsemi, hef- ur lengi fundizt nóg um það tildur, sem óneitanlega fylgir í samskiptum þjóða. Ferðalög og veizluhöld sendimanna þjóða eru ekki beinlínis að skapi þeirra, sem borga brúsann. Á þessu hefur orðið mikil breyting á seinni árum. Nýjar kynslóðir hafa komið til sög- unnar, sem sinna þessum sam- skiptum með óformlegri hætti en áður þótti við hæfi. Ný sam- skiptatækni hefur einnig auð- veldað öll samskipti þjóða í milli. Það er tímabært að þjóðir heims taki höndum saman um að afnema það tildur, sem enn ríkir í samskiptum þeirra í milli og kemur ekki sízt fram, þegar þjóðhöfðingjar eru á ferð. Við Islendingar getum litið til okkar sjálfra að þessu leyti. Það er löngu tímabært að leggja af ýmsa gamla siði í þessum efnum. Hvers vegna skyldi forseti Islands ekki geta lagt af stað í ferðalag til ann- arra landa án þess, að ráðherr- ar kveðji hann á flugvellinum eða taki á móti honum? Hvers vegna er nauðsynlegt að utan- ríkisráðherra fylgi forseta jafnan þegar hann fer í opin- berar heimsóknir? Þessar gömlu venjur á að leggja af enda hafa þær enga þýðingu. Utanríkisráðuneytið hefur nú með höndum umsvifameiri stjórnsýslu en nokkurt annað íslenzkt ráðuneyti. Það er mikið álitamál, hvort hægt er að leggja það á einn ráðherra að axla allar þær skyldur, sem fylgja því að bera ábyrgð á því. Það hlýtur að koma til alvarlegrar umhugs- unar á þessum tímamótum, hvort koma eigi upp embættum aðstoðarráðherra, sem geti sinnt sumum af þeim skyldu- störfum, sem nú er ætlast til að utanríkisráðherra sinni á er- lendri grund. Þegar starfsmenn íslenzku utanríkisþjónustunnar horfa nú fram á veg er ljóst að þeirra bíða mikil verkefni. Framund- an eru umbrot í öryggismálum Evrópu og pólitískri þróun þar. Við íslendingar eigum eftir að átta okkur á því hvar við ætlum að finna okkur stað í þeirri nýskipan sem framundan er á vettvangi Evrópuríkja. Gunnlaugur fór nú að segja mér frá því, að hann hefði alltaf átt gott með að haga lífi sínu og lifnaðarháttum eftir aðstæðum, eða eins og málverkið krafðist. Þá hrökk út úr mér spum- ing, sem var eitthvað á þessa leið: „En hvað með listina?“ Hann sagði: „Það er ósköp einfalt mál. Ég geri, eins og mér sýnist. í listinni er hægt að öðlast það frelsi, sem lífið neitar manni um, þegar maður velur sér það hlutskipti að vinna að listum.“ „En hvað með meistarana og heimslistina?" spurði ég. Hann svaraði: „Fyrr á tímum var maðurinn ekki eins margslunginn og nú á dögum. Þá var til sterk list, sldlyrðislaus og harðneskjuleg. Þetta er dásamleg list - Asíumenn, Indíánar í Suður-Amer- íku - þessi frumstæði kraftur entist lengi og renessansinn átti mikið af honum. Seinni tíma list er mildari, íin- legri. Hún er eins og ilmandi há á haustdegi.“ „Svo þú ert ánægður?" „Hvað ætti maður að vera annað?“ „En hvað með ánægjustundir fólksins og draumana, sem þú talaðir um?“ „Gott þú minnist á það aftur. Ein- mitt. Þetta var smjörið ofan á kökuna. Sjáðu til, maður getur orðið þreyttur á að mála veruleikann. Stundum langar mann til að sjá sýnir. Vel á minnzt, enski málarinn William Blake kenndi konunni sinni að sjá sýnir, það kalla ég vel gert. En í sambandi við þetta, drauma og sýnir, þá er það alveg upplagt í mynd: fólkið, sem maður er alltaf að gera stórt í náttúrunni, er ofur ein- faldlega flutt upp á skýin, frelsið er takmarkalaust. Ékkert er sjálfsagð- ara en að snúa öllum lögmálum við. Alþýðan skapaði list, ævintýr, sagnir, rímur, þulur og rímnalög með löngum són og óvæntum rykkjum, allt handa mér og við mitt hæfi. Rímumar hafa fært mér meiri lífskraft, meira af anda listarinnar en sumt það, sem kom hingað heim erlendis frá og þurrkaði þær út úr h'fi fólksins. Ríman er fjarri lognmollu og fínum smekk. Okkar miklu skáld, Steingrímur Thorsteinsson og Einar Benedikts- son, fundu lífsandann og listina í þess- um ófullkomnu ljóðum. Hugsaðu þér hvað Sigurður Breiðfjörð og allir hin- ir, bæði fyrr og síðar, héldu við bar- áttu og hetjuhug fólksins á liðnum öldum, myrkum og vondum. Manni er kennt, að séra Hallgrímur hafi gert miMð íyrir íslenzku þjóðina, með því að yrkja um krossfestinguna. En ég held, að það myrkur og sú krossfest- ing, sem þjóðin lifði fyrr á öldum, hafi verið nóg, þó að yrkingum um glæpi fomaldarinnar væri ekM bætt ofan á. Ríman var hrjúf og sterk. Og hún hefur alltaf minnt mig á þetta sigg- gróna handtak bóndans, þegar hann kom utan úr vetrarhríðinni. Því segi ég eins og stendur í sögum: Andra- rímur þykja mér fínar, en Hallgríms- rímur vil ég ekM.“ „Þú sagðir að natúralisminn setti manni takmörk." „Já. Hann á að vissu leyti skylt við skýrslur, og skýrslugerð í listum er kannsM ekM eins vitlaus og margur heldur. En það getur alltaf komið að manni að breyta til. Alþýðan og verkafólMð með sínar ánægjustundir og sína drauma skapaði óraunhæfa og draumkennda list, þar sem tilfinning- in réð mestu og engir átóríseraðir prófessorar eða listfræðingar voru á staðnum til að leiðbeina, eða var það ekM það, sem þú varst að spyrja um? Ævintýri, skrýtlur, þulur, gátur, rím- ur, rímnalög og sögur af náttúruönd- um - það er list fólksins. Það er út- koman af draumum þess og hugar- sýnum. Og allt þetta gefur manni vængi og maður getur látið ímyndun- araflið fljúga hvert sem er.“ Gunnlaugur hugsaði sig um andar- tak, síðan bætti hann við: „Og það er meira í þessari list. Hún ber með sér einhvem blæ horfinnar menningar. I henni er einhver óskrif- uð háttvísi, sem nú er afskrifuð og fyrirlitin." M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBREF IMORGUNBLAÐINU í dag, laug- ardag, segir Ámi Vilhjálmsson, stjómarformaður Granda hf., eins stærsta sjávarútvegsfyrir- tæMs landsins m.a. í tilefni af dómi Hæstaréttar um Vatneyrar- málið: „Algert frelsi ætti að ríkja um viðskipti með aflaheimildir en ég hef lýst yfir skoðun minni í því efni áður og hún hefur ekk- ert breytzt. Það þarf að komast að niðurstöðu og sátt varðandi veiðigjald í eitt skipti fyrir öll, það er að segja til mjög langs tíma og svo geta útgerðarmenn hagað sér að vild.“ Þessi ummæli Árna Vilhjálmssonar hafa lyMlþýðingu um framhald þessa máls. Þau verða ekki sMlin á annan veg en þann, að með þeim lýsi hann vilja til þess, að útgerðin greiði ákveðið gjald fyrir afnot af fisMmiðunum. Sú afstaða Arna Vilhjálmssonar kemur raunar ekki á óvart. Fyrir nokkmm árum hélt hann ræðu á aðalfundi Granda hf., sem markaði ákveðin þáttaskil í umræðum um fískveiði- stjómaimál af hálfu útgerðarmanna. Grandi hf. er eitt af stærstu og öflugustu útgerðar- fyrirtækjum landsins og þegar stjórnarfor- maður fyrirtæMsins talar nú á þennan veg á nýjan leik er alveg ljóst, að í röðum útgerðar- manna er vaxandi skilningur á því að ljúka deilum um fiskveiðistjórnun með því að þeir fallizt á að greiða veiðigjald í einhverju foimi en fái ýmislegt á móti, sem er útgerðinni til hagsbóta. Eitt af því, sem Árni Vilhjálmsson nefnir að þurfi að koma á móti er algert frelsi um við- skipti með aflaheimildir. Undir það sjónarmið tekur Morgunblaðið og hefur raunar ítrekað lýst þeirri skoðun á undanförnum missemm, að um leið og útgerðin greiði gjald fyrir afnot af auðlindinni sé sjálfsagt að útgerðarmenn geti keypt og selt veiðiheimildir að vild sín í milli. En Árni Vilhjálmsson víkur að öðrum þætti þessa máls, sem ástæða er til að staldra við. Hann segir, að komast þurfi að...niðurstöðu og sátt varðandi veiðigjald í eitt sMpti fyrir öll, það er að segja til mjög langs tíma ...“ Hagræðið af því fyrir útgerðarmenn, að samkomulag náist um skipan þessara mála, sem þýði, að þeir séu öruggir um afnot af veiðiheimildum til langs tíma er augljóst. Þá geta þeir gert rekstraráætlanir langt fram í tímann. Jafnaugljóst er, að það fer eftir þeirri leið, sem valin verður til þess að innheimta gjaldið hve langur sá tími verður. í þessum efnum þarf að gæta hagsmuna beggja viðsemjenda, útgerðarmanna annars vegar og þjóðarinnar hins vegar. Eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni er grundvallaratriði og í því sambandi er ástæða til að undirstrika þau sjónarmið, sem fram koma í forsendum dóms Hæstaréttar í Vatn- eyrarmálinu en þar segir: „Til þess verður og að líta að samkvæmt 3. málslið 1. gr. laganna myndar úthlutun veiðiheimilda ekM eignar- rétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra manna yfir þeim, eins og áður segir. Afla- heimildir eru þannig aðeins varanlegar í þeim skilningi, að þær verða hvorM felldar niður né þeim breytt nema með lögum.“ Það er hægt að finna leiðir til þess að inn- heimta veiðigjald, sem undirstrika eignar- hald þjóðarinnar á auðlindinni og tryggja jafnframt útgerðinni rekstraröryggi til „mjög langs tíma“, svo vitnað sé til orða Árna Vil- hjálmssonar. En það er líka hægt að fara aðr- ar leiðir sem gera það að verkum, að það verður óhjákvæmilegt að tryggja eignarhald þjóðarinnar með þeim hætti að rekstrar- öryggi útgerðarinnar nær ekki til nema mun styttri tíma. í núverandi fiskveiðistjórnarkerfi eru margvíslegar takmarkanir, sem valda óhag- ræði í útgerð. Það á við um takmörkun á framsali veiðiheimilda og það á líka við um þá takmörkun, sem nú gildir um hámark veiði- heimilda, sem mega vera í höndum sama að- ila. Á löngum tíma hafa líka orðið til margvís- leg önnur afsMpti hins opinbera af málefnum sjávarútvegsins, sem eru óeðlileg og tíma- skekkja, ef horft er til þeirra starfsskilyrða, sem eðlilegt er að frjáls atvinnurekstur búi við. Sjálfsagt er að allir þessir þættir í rekstr- arskilyrðum sjávarútvegsins séu teknir til umfjöllunar á sama tíma og leitað er niður- stöðu í hinu stóra máli, sem varðar greiðslur útgerðarinnar fyrir afnot af auðlindinni. Eru álita- efnin úr sögnnni? Jarðvegnr til sátta Laugardagur 8.apríl. EITT af því, sem ætti að verka hvetjandi á bæði útgerðarmenn og stjórnmálamenn til þess að ljúka deil- unum um fiskveiði- stjórnarkerfíð eru vísbendingar, sem fram hafa komið í kjölfar Vatneyrardómsins um, að ekki séu allir sammála um, að hin lögfræði- legu álitamál séu úr sögunni. Þannig segir Jónatan Þórmundsson, prófessor við laga- deild Háskóla íslands, í samtali við Morgun- blaðið á föstudag: „Þetta er auðvitað endanlegur dómur í þessu sérstaka refsimáli en nú vaknar sú spurning, hvort hægt sé að láta reyna á stjórnskipulegt gildi 7. gr. í einhverju annars konar máli og hvort þessi niðurstaða væri bindandi í einkamáli. Áuk þess er sá mögu- leiki fyrir hendi að láta reyna á ákvæði mann- réttindasáttmála Evrópu.“ I sératkvæði Hjartar Torfasonar hæsta- réttardómara koma fram mörg athyglisverð sjónarmið og þar á meðal þegar hann segir: ,Áð virtu öllu þessu og öðru því, sem telja má á færi dómara, verður að líta svo á, að hin um- deilda skipan fái ekki staðizt til frambúðar sem lögmæt skipan á stjórn fiskveiða, þrátt fyiir málefnalegan uppruna, nema því aðeins að til komi eitthvert mikils háttar mótvægi við sérréttindum þeim og einhæfni, er fylgja megineinkennum hennar. Um fyrrgreind sér- réttindi eigi það þannig við, að þau standist ekM kröfur áðurgreindra ákvæða stjórnar- skrárinnar sem ótímabundinn þáttur fisk- veiðistj órnarinnar.“ Magnús Thoroddsen, hæstaréttarlögmað- ur og veijandi annars þeirra aðila sem sak- felldir voim í Vatneyrarmálinu, lýsir áþekku sjónarmiði, þegar hann segir í samtali við Morgunblaðið á föstudag: „Eg get ómögulega skilið að það geti uppfyllt jafnræðisreglu 65. greinarinnar að úthluta sameign þjóðarinnar á silfurfati til nokkurra manna eða lögaðila. Þetta eru fleiri hundruð milljarða verðmæti sem þjóðin á eins og Hæstiréttur hefur slegið föstu en andstætt því, sem sumir prófessorar halda fram. Það geta skiljanlega ekki allir gert út til að fullnægja þessu jafnréttis- ákvæði. En það má gera með því að taka upp veiðileyfagjald. Með þvi móti einu er að mín- um dómi hægt að fullnægja jafnræðisákvæði 65. greinarinnar." Þessi ummæli þriggja lögvísindamanna eru mjög ákveðin vísbending um, að ekki verði látið staðar numið við Vatneyrarmálið, nema annað komi til. Morgunblaðið/RAX Beðið eftir vorinu. ALLT sem fram hef- ur komið að undan- fömu bendir til þess, að nú sé í fyrsta sinn í þann rúma áratug sem deilur hafa staðið um kvótakerfið að skapast almennur jarðvegur til sátta. Það hefur komið fram aftur og aftur í skoðanakönnunum, að miMll meirihluti þjóð- arinnar er fylgjandi því að teMð verði upp gjald fyrir aðgang að auðlindinni. Stjórn- málamennirnir þurfa því ekki að hafa áhyggj- ur af afstöðu kjósenda nema síður væri. í forystugrein Morgunblaðsins í dag, laug- ardag, er vakin athygli á ummælum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í samtali við blaðið á föstudag en þau hljóta að þykja nokk- ur tíðindi. í þessu samtali vekur Davíð Odds- son sérstaklega athygli á því, að það komi fram í forsendum dóms Hæstaréttar, að löggjafinn hafi vald til að leggja á gjald fyrir úthlutaðar aflaheimildir og bætir síðan við: „Það er svo pólitískt mat með hvaða hætti slíkt verður á lagt.“ Sama dag leggur Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra áherzlu á, að Alþingi „þurfi og beri að taka nauðsynlegar ákvarðanir" vegna umdeildrar fiskveiðilöggjafar. Talsmenn stjórnarandstöðunnar tala á svipaðan veg í samtali við Morgunblaðið á föstudag. Þannig segir Jóhann Ársælsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í sjávarútvegs- nefnd Alþingis: „Við í Samfylkingunni teljum, að það sé sama á hvem veginn dómurinn féll, því það breytir ekki þeirri afstöðu okkar, að það eigi að koma á kerfi, þar sem menn hafa jafnan aðgang að veiðiheimildum... í for- sendum dómsins finnst mér vera skilaboð á þann veg að hægt sé að meta framhald máls- ins á skýrum forsendum." Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir í samtali við Morgunblaðið á föstudag um dóminn: „Hann útkljáir lög- fræðilega deiluatriðið, sem varðar stjórnar- skrársamhengið en eftir stendur viðamikill pólitískur ágreiningur um þetta fyrirkomulag og að mínu mati öll sömu efnisrökin fyrir því að á því þurfi að gera breytingar og ná um það betri sáttum." Sverrir Hermannsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, segir í Morgunblaðinu á föstudag: „Rétturinn vísar málinu til Alþingis aftur, segir að Alþingi hafi sett lögin og geti því breytt þeim. Nú verður þetta átakaefni til úrlausnar hjá stjómmálamönnum...“ Samkvæmt þessum tilvitnuðu ummælum er vilji stjórnmálamanna í öllum flokkum skýr til þess að takast á við og ljúka þessum deilum. En það er ekki síður mikilvægt, að það er full ástæða til að ætla, að það sama eigi við um útgerðarmenn. Ummæli Árna Vilhjálmsson- ar, sem áður var vitnað til, vega mjög þungt. Auk sérþekMngar sinnar á sviði atvinnu- og viðsMptamála, sem Árni Vilhjálmsson hefur notið virðingar fyrir í marga áratugi, er hann stjórnarformaður eins stærsta útgerðarfyrir- tæMs landsins og leiðandi hluthafi þar. En jafnframt er Grandi hf. stærsti hluthafinn í Þormóði ramma á Siglufirði sem er líka í hópi öflugustu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og bæði þessi fyrirtæM eiga hluti í öðrum veiga- miklum útgerðarfyrii’tækjum. Á bak við þann mann, sem þannig talar eru því mjög sterkar einingar í íslenzkum sjávarútvegi. Þar að auki er rökstudd ástæða til að ætla, að innan annarra veigamikilla sjávarútvegs- fyrirtækja séu fyiir hendi mjög áþekk sjónar- mið þeim, sem Árni Vilhjálmsson lýsir. Þess vegna er hægt að halda því fram, að breytt viðhorf innan sjávarútvegsins valdi því að gagnvart atvinnugreininni sjálfri sé nú betri grundvöllur til þess að ná samkomulagi en nokkru sinni fyrr. Þurfum að líta til ann- arraátta VIÐ íslendingar þurfum að ljúka þessu deilumáli með sanngjarnri sátt svo að við getum farið að líta til annarra átta. Það er alveg sama, hvort um er að ræða þjóð- félagið í heild eða einstök fyrirtæki eða sam- tök; ef óleyst deilumál eru uppi hefur það truílandi áhrif á nánast alla aðra starfsemi. Deilurnar um fiskveiðistjórnarkerfið hafa um langt skeið haft truflandi áhrif á samfélag okkar. Þær hafa valdið því, að atvinnugreinin sjálf hefur búið við ákveðna óvissu og stjórn- endur innan hennar ekki getað einbeitt sér til fulls að uppbyggingu og rekstri fyrirtækja sinna. Þær hafa líka haft truflandi áhrif á mat hlutabréfamarkaðarins á sjávarútvegsfyrir- tækjunum vegna þess, að það hefur blasað við að breytingar gætu orðið í rekstrarskilyrðum þeirra. En jafnframt hafa þær dregið úr krafti stjórnmálamannanna til þess að einbeita sér að nýjum viðfangsefnum. Það er t.d. augljóst mál, að tækifærin sem fyrir hendi eru á sviði nýrrar fjarsMptatækni og tölvutækni eru gífurleg. Hér er jafnframt að vaxa upp með ótrúlegum hraða ný atvinnu- grein, sem byggir á grunni erfðafræði og líf- tækni. Þótt stjórnmálamennirnir eigi sem minnst afskipti að hafa af þessari þróun þurfa þeir engu að síður að vinna að því að skapa henni eðlilegan starfsramma. Ef hugur manna er stöðugt bundinn við óleyst úrlausnarefni hjá hinum eldri atvinnugreinum er ekki við þvi að búast, að þeir geti jafnframt teMð til hendi á nýjum sviðum. Það mundi jafnframt hafa jákvæð og bæt- andi áhrif á andrúmið í þjóðfélaginu að leysa deilurnar um fiskveiðistjórnarkerfið og leysa úr læðingi nýja krafta. Þeir stjórnmálamenn, sem hafa forystu um að leysa þetta mál munu njóta þess meðal þjóðarinnar. Vegur þeirra mun aukast eins og reynslan sýnir að hefur alltaf gerzt, þegar stjórnmálamenn taka af skarið og leysa erfið deilumál. Eitt af því, sem getur valdið ákveðnum vandamálum gagnvart almenningi er sú stað- reynd, að með óvarlegu tali hafa hugsanlega verið búnar til óraunsæjar væntingar um þá fjármuni, sem hér er um að ræða. Milljarða- sala einstaklinga og fjölskyldna á hlutum í sjávarútvegsfyrirtækjum getur líka átt þátt í missMldum hugmyndum um fjárhæðir. í þessu sambandi er ástæða til að undir- strika tvennt; í fyrsta lagi eru til svo ítarlegar upplýsingar um afkomu sjávarútvegsfyrir- tækja, að það á að vera alveg Ijóst úr hverju þau hafa að spila og hvað raunsætt er að ætla að þau geti greitt fyrir afnotaréttinn af fiski- miðunum. I öðru lagi mega menn ekki gleyma því, að verðmat hlutabréfamarkaðarins á sjávarút- vegsfyrirtækjunum endurspeglar margt fleira en verð þess kvóta, sem þau hafa yfir að ráða. Ef einstaklingur selur hlutabréf sín í sjávarútvegsfyrirtæki fyrir milljarð er ekki nema hluti þeirra fjármuna greiðsla fyrir kvóta. Skattameð- ferð sölu- hagnaðar í ÞESSU sambandi er ástæða til að minna á, að fyrir síðustu þingkosningar lagði Framsóknarflokkur- inn mikla áherzlu á að taka á þvi vandamáli, sem upp kæmi, þegar menn færu út úr greininni með miklar fjár- hæðir. Núgildandi skattareglur gera mönn- um kleift að fresta skattgreiðslum af sölu- hagnaði sem þannig skapast og veita svigrúm til endurfjárfestingar án þess að til skattlagn- ingar komi. RöMn fyrir því hafa vafalaust verið þau, að það væri æskilegt og eftirsókn- ai-vert að ýta undir fjárfestingar í atvinnu- lífinu. Það hafa verið fullgild rök fram á síð- ustu ár. En eiga þessi rök við nú orðið, þegar mikill söluhagnaður er kannsM sendur til útlanda til fjárfestingar í erlendum fyrirtækjum? Er sérstök ástæða til að menn fái frestun á skatt- greiðslum jafnvel til eilífðar til þess að þeir geti fjárfest í erlendum fyrirtækjum, sem ekkert koma við íslenzkum þjóðarbúskap? Það væri að vísu hægt að færa fram þau rök, að ávöxtun þeirra fjárfestinga skili sér til ís- lands. En er það víst? Er ekki alveg eins lík- legt að ávöxtun þeirra fjármuna fari í nýjar fjárfestingar í öðrum löndum? Þessi atriði þarf að skoða. Ágreiningsefnið um greiðslu fyrir afnot af auðlindinni er eitt. Spurningin um það hvernig farið er með sölu- hagnað, hvort sem er af þessum eignum eða öðrum er annað. En jafnframt má ekki gleyma því, að um leið og greiðsla kemur fyrir afnot af auðlind- inni breytast öll viðhorf til meðferðar veiði- heimildanna. Þegar greiðsla hefur komið fyr- ir í upphafi getur enginn gert athugasemdir við, þótt útgerðarmenn hagnist á viðsMptum með þær veiðiheimildir, sem þeir hafa þannig borgað fyrir. Að þessu atriði víkur Ámi Vil- hjálmsson raunar einnig í tilvitnuðum um- mælum sínum. Þá er það einfalt skattamál hvernig farið er með söluhagnaðinn af þeim viðsMptum sem öðrum. I þessari umfjöllun um söluhagnað er að sjálfsögðu ekki átt eingöngu við söluhagnað af hlutabréfum í sjávarútvegsfyrirtækjum heldur söluhagnað almennt. Þaö er hægt að finna leiðir til þess að innheimta veiðigjald, sem undii'strika eign- arhald þjóðarinn- ar á auðlindinni ogtryggjajafn- framt útgerðinni rekstraröryggi til „mjöglangs túna“, svo vitnað sé til orða Árna Vilhjálmssonar. En það er líka hægt að fara aðr- ar leiðir sem gera það að verkum, að það verður óhjá- kvæmilegt að tryggja eignar- hald þjóðarinnar með þeim hætti að rekstraröryggi út- gerðarinnar nær ekki til nema mun styttritíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.