Morgunblaðið - 09.04.2000, Page 34
34 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Appelsínukassi frá Silla & Valda og
„Potemkintj öld“ úr Haraldarbúð
Þegar Ingiríður
ekkjudrottning, móðir
Margrétar Þórhildar
Danadrottningar,
varð níræð nýverið
þá var þess minnst með
ýmsum hætti, skrifar
Pétur Pétursson.
/
ISLENDINGAR muna „göm-
ul kynni, sem gleymast ei“
frá ýmsum heimsóknum
prinsessunnar, sem margir
töldu að ætti eftir að verða
drottning íslendinga þegar Friðrik
níundi tæki við konungdómi af föður
sínum, Kristjáni tíunda. Það varð þó
allt með öðrum hætti. Meðan Ingi-
ríður var krónprinsessa ferðaðist hún
viða með eiginmanni sínum, sem var
svo heillaður af hljómlist að Danir
nefndu hann „den Symphoniende".
Það kom í hlut Friðriks krónprins
og Ingiríðar prinsessu að vígja
stækkun sendistöðvar Ríkisútvarps-
ins er stofnunin réðst í það stórvirki
að auka sendiafl stöðvarinnar úr 16
kw í 100 kw. Þeim áfanga var ákaft
fagnað. Þá var enn talið nauðsynlegt
að stjóm og rekstur íslenskra stofn-
ana væri í höndum Islendinga, en er-
lendir þjóðhöfðingjar gjaman fengn-
ir til þess að „punta upp á“ við
' hátíðleg tækifæri. Svo var t.d. við
þennan tímamótaviðburð.
Greinarhöfundur var enn í hópi al-
mennra hlustenda ríkisútvarpsins og
dvaldist raunar í föðurlandi prins-
sessunnar hinn 1. ágúst 1938 þegar
hún þrýsti á hnapp og tilkynnti
stækkun stöðvarinnar. Árið 1941
réðst höfundur til þularstarfa og
heyrði þá frásagnir af ýmsum merk-
isatburðum þar sem ýmis stórmenni
komu við sögu. Meðal þeirra starfsfé-
laga, sem kunnu hvað flestar sögur
frá liðnum árum var Sveinn Ólafsson.
Hann var sonur Ólafs Þorvaldssonar,
þingvarðar og fræðimanns, og
Theodóra Sveinsdóttur, matreiðslu-
konu og gestgjafa. Foreldrar Sveins
vora þjóðkunn, hvort á sínum vett-
vangi, Ólafur fyrir búskap og ritstörf,
en Theodóra reisti skála við þjóð-
braut þvera, Hvítárvallaskála í Borg-
arílrði, en rak um langt skeið matsölu
í Reykjavík.
Sveinn Ólafsson vann lengi í ýms-
um deildum Ríkisútvarpsins. Hann
var lipur sem fjölleikamaður og kleif
svimhátt við uppsetningu loftneta.
Síðar hvarf hann úr þjónustu Ríkis-
útvarpsins. Hann hafði þó alliöngu
áður útvarpað m.a. örlagafundi bæj-
arstjómar 9. nóvember 1932.
Daginn sem fréttin um aftnæli
Ingiríðar ekkjudrottningar birtist sat
ég við gömul blöð og frásagnir frá
fyrri áram. Þar kom meðal annara
. minninga frásögn um heimsókn
krónprinsessunnar er ég skráði eftir
Sveini Ólafssyni. Hún kann að verða
einhverjum til fróðleiks:
„Gamlir útvarpsstarfsmenn sem
hittast á fömum vegi eða mæla sér
mót til skrafs og ráðagerðar, gera sér
það stundum til gamans að segja
hver öðram sögur frá löngu liðinni tíð
og rifja upp skopleg atvik, sem gerst
hafa í starfi, ekki hvað síst þegar
hvað hátíðlegastur blær var á þeirri
hlið er að hlustendum sneri, naumur
tími til úrræða, en krafist úrlausnar
verkefnis án tafar.
Þegar hugsað er til atburða fyrri
tíðar kemur í ljós, að minni manna er
mjög misjafnt. Það sem einn man
óljóst eða rétt rámar í að eitthvað hafi
gerst - stendur öðrum ljóslifandi íyr-
ir hugskotssjónum. Það er eins og allt
hafi „gerst í gær“. Þegar að er gáð
reynist þó í flestum tilvikum nauð-
synlegt að hyggja að dagsetningu og
» jafnvel ártali, því einum atburði kann
Ingiríður krónprinsessa kveikir á perunni - „við það fóru sendivélamar á Vatnsendahæð á stað,“ sögðu blöðin í ágúst 1938. Bak við prinsessuna við
hliðina á auða stdlnum situr Friðrik krdnprins. Næstan til hægri má greina De Fontenay, sendiherra Dana á íslandi. Lengra til hægri er hirðmeyjan
Reventlow. Forfaðir hennar var Bardenfleth stiftamtmaður. Jdn Helgason biskup er á meðal gesta. Hermann Jdnasson forsætisráðherra situr fremst
t.v. Skömmu áður enþessi athöfti fór fram hafði Hermann tekið Ólaf Thors glímutökum í hliðarherbergi meðan þeir biðu þess að komast að hljdðnema.
Hermann lagði Olaf á leggjarbragði en Ólafur var dviðbúinn. Hermann sagði við frú Bodil Bergtrup, ambassador Dana: „Jeg er glimakonge.“
Sveinn Ólafsson sá um „púlt“
krónprinsessunnar og ljdsaper-
una sem lýsti glatt.
að svipa til annars þó að sögumaður
sé handviss um að þetta hafi gerst
„árið sem hún Dimma dó“ eða haust-
ið sem hann „Runki fór í réttimar".
Sveinn Ólafsson fv. branavörður
réðst snemma til starfa hjá Ríkisút-
varpinu. Hann var í hópi fyrstu
starfsmanna viðgerðarstofu; starfaði
þá jöfnum höndum að viðgerðum, út-
varpi frá samkomum og skemmti-
stöðum, vann að hljóðritun o.fl. sem
til féll. Hvarvetna prýddi hann starfs-
hópinn með léttri lund og hug-
kvæmni við lausn vanda, sem að
höndum bar.
Þegar Ríkisútvarpið réðst í stækk-
un útvarpsstöðvarinnar á Vatnsenda
og jafnframt byggingu endurvarps-
stöðvar á Eiðum, kom það til af knýj-
andi nauðsyn. Svo mjög kvað að trafl-
unum frá „frjálsri útvarpsstöð“, sem
starfaði í Lúxemborg, að afllítil stöð
Ríkisútvarpsins hlaut að lúta í lægra
haldi og tókst ekki að gegna því hlut-
verki að koma dagskrá sinni ótrafl-
aðri til hlustenda. Um Lúxemborgar-
stöðina sagði Gunnlaugur Briem,
verkfræðingur Ríkisútvarpsins:
„Þessi stöð var ekki reist handa
hlustendum í Lúxemborg, heldur í
gróðaskyni til þess að útvarpa
auglýsingum sérstaklega fyrir
breska hlustendur, þar eð breska út-
varpið leyfði ekki auglýsingaútvarp."
Gunnlaugur sagði ennfremur: „Lúx-
emborgarstöðin braut alþjóðasam-
Valgerður Tryggvaddttir
auglýsingastjdri.
þykktir um öldulengdir."
Þegar ljóst varð, að starfsemi er-
lendra útvarpsstöðva traflaði dag-
skrá Ríkisútvarpsins með þeim
hætti, að ekki var við unað, var ráðist
í að stækka stöðina og efla úr 16 kw
styrk í 100 kw. Eins og geta má nærri
var kostnaður ærinn fyrir fámenna
þjóð, að bregðast með myndarlegum
hætti við ofurefli erlendra auðhringa,
sem höfðu komið auga á mátt fjár-
magnsins til þess að tryggja völd og
áhrif á útvarpsöld.
Barátta Ríkisútvarpsins við öflug-
ar erlendar stöðvar, yfirgangur
óbilgjamra stórbokka, sem vildu
knésetja kotríkið og hirtu hvergi um
alþjóðalög og reglur, allt er það saga,
sem vert væri að segja, en verður að
bíða. Og nú kemur Sveinn Ólafsson
til sögunnar. Hann man vel stækkun
stöðvarinnar og undirbúning hátíð-
legrar athafnar.
Það kemur glampi í augu Sveins og
hann hýmar allur og svo kemur
sólskinsbros og glaðvær hlátur, er
hann hugsar til dagsins þegar stöðin
var stækkuð og langþráðum áfanga
náð. Við Sveinn sátum í kjallara Ut-
varpshússins við Efstaleiti, tveir
gamlir húskarlar, og virtum fyrir
okkur ljósmyndir, sem Ólafur Magn-
ússon, konunglegur hirðljósmyndari
Danakonungs, tók, er Friðrik, Dana-
krónprins og ríkisarfi, og Ingiríður
krónprinsessa tilkynntu stækkun
Guðrún Reykholt
skrifstofumaður.
stöðvarinnar við hátíðlega athöfn,
sem fram fór í útvarpssal í Lands-
símahúsinu 1. ágúst 1938.
Það þótti vel til fundið, er það vitn-
aðist, að Friðrik og Ingiríður yrðu á
ferð í því skyni að kynnast landi og
þjóð, þar sem fyrirhugað var, ef allt
færi að óskum Dana, að þau yrðu
þjóðhöfðingjar. Má því segja að
Friðrik krónprins væri einskonar
vonbiðill er eygði fagurt fyrirheit.
Hann hafði við hlið sér unga brúði,
Ingiríði, sænska prinsessu. Af því til-
efni var einnig sænskur fáni í út-
varpssal, auk íslenska þjóðfánans og
Dannebrog. Dagblöðin skýra frá at-
höfn þeirri er fram fór í útvarpssal:
„Laust fyrir kl. 2 á mánudaginn
var, var hinn rúmgóði bjarti útvarps-
salur í Landssímahúsinu þéttskipað-
ur gestum, er þangað hafði verið boð-
ið í tilefni af því, að þá skyldi opna
hina stækkuðu sendistöð á Vatns-
endahæð.
Kl. 2 komu krónprinshjónin og
fylgd þeirra, „adjutant" og hirðmeyj-
an Reventlow. Bauð útvarpsstjóri
þau velkomin. Síðan studdi krón-
prinsessan á hnapp á raftaug, en við
það fóra sendivélarnar á Vatnsenda-
stöð á stað og heyrðist vélaysinn í
gjallarhomi, sem sett var upp í saln-
um. Salurinn var skreyttur fyrir
þetta tækifæri með íslenskum,
dönskum og sænskum fána.“
Svo sem fram kemur á Ijósmynd-
inni, sem hér birtist, styður Ingiríður
prinsessa fingri sínum á hnapp á litlu
snotra púlti, sem komið hefir verið
fyrir á miðju gólfi í útvarpssal.
Sveinn Ólafsson hefir sitthvað að
segja um sögu þess. Hann segir svo
frá: „Það varð uppi fótur og fit á við-
gerðarstofu útvarpsins þegar það
vitnaðist að krónprinsinn ætti að tala
úr ræðupúltinu, en Ingiríður prins-
essa ætti jafnframt að setja stöðina í
gang. Það átti að gerast með tákn-
rænum hætti. Nú varð ljóst að allt
vantaði til þess og nú vora góð ráð
dýr. Það kom í hlut okkar á viðgerð-
arstofunni að leysa vandann, ásamt
starfsmönnum í magnarasal. Eg
stökk út í Aðalstræti til Silla og
Valda: þar fékk ég tvíhólfaðan app-
elsínukassa. Svo hljóp ég í Haraldar-
búð í Austurstræti og keypti blátt
flauel og leggingaborða. Síðan var
hafist handa. Það var borað gat á
spjaldið milli hólfanna í appelsínu-
kassanum og í þá hlið sem upp vissi.
Síðan var komið fyrir rafgeymi, 6
volta, í botninum. Hann var þungur
og traustur. Svo var dreginn kapall
úr geyminum og komið fyrir ljósa-
pera og hnapp á plötunni, efri hlið
kassans. Síðan var kassinn skreyttur
með bláa flauelinu og saumaðar gyllt-
ar leggingar. Ég held,“ segir Sveinn,
„að einhveijar stúlkumar hafi séð um
það. Þær vora hver annari betri, Guð-
rún Reykholt, Sigrún Gísladóttir,
Sigríður Bjamadóttir og Valgerður
Tryggvadóttir. Þær hljóta að hafa
unnið handavinnuna. Þetta gekk allt
eins og í sögu og var tilbúið í tæka tíð.
Svo þegar stundin kom, þá reis prins-
essan úr sæti sínu, gekk að púltinu og
þegar tilkynnt var að nú ætlaði Ingi-
ríðrn- krónprinsessa að setja stöðina í
gang, þá studdi hún á hnappinn sem
tengdur var í 6 volta geyminn á botni
appelsínukassans. Þá kviknaði ljós á
„keleríisperunni", sem við höfðum
komið fyrir á „borðplötunni" og „við
það fóra sendivélamar á Vatnsenda-
hæð á stað“ sögðu blöðin. Sannleikur-
inn var sá, að magnaraverðirnir, eins
og tæknimennimir hétu þá, vora á
gægjum bak við glerið í magnarasal
og fylgdust með því þegar kviknaði á
peranni á púlti prinsessunnar. Þá
hringdu þeir á Vatnsendastöðina,
raunar vora þeir í símasambandi við
stöðvarverðina, sem settu nú allt í
gang við þessi tíðindi."
Höfundur er fyrrverandi þulur.