Morgunblaðið - 09.04.2000, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 09.04.2000, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Kirkjur í Siglufirði Kunnastir Siglufjarðarklerka eru trú- lega sr. Grettir Þorvarðarson í kaþólskri tíð og sr. Bjarni Þorsteinsson í lút- herskri. Stefán Friðbjarnarson staldrar við frásagnir af kirkjum í Siglufírði, líf- höfn sæfarenda frá landnámstíð. (teikning Abbý) Siglufjörður, kirkja í miðju byggðar. Tröllaskagi skilur að Eyjafjörð og Skagafjörð. Krýnd- ur tignarlegum fjall- garði teygir hann himinhá, þverhnípt björg út í Norður- Atlantshafið. Inn í skagann miðjan skerst lítill fjörður, Siglufjörður, fjöllum vafinn á þrjá vegu og varinn nesi í norður - lífhöfn sæfarenda frá landnámstíð. Fyrstu heimildir um Siglufjörð er að finna í Land- námabók. Þar segir frá norræn- um víkingi, Þormóði ramma. Hann „nam Siglufjörð allan milli Ulafsdala og Hvanndala ok bjó á Siglunesi." Siglufjarðarkaupstað- ur stendur að hluta til á Þormóðs- eyri, vestan fjarðarins, sem dreg- ur nafn af landnámsmanninum. Siglunes er nú í eyði, en þar var fyrr á tíð nokkur byggð - og reyndar verstöð nærliggjandi byggða, sumir segja fyrsta sjáv- arþéttbýlið hér á landi. Jón Jóhannesson segir í bók- inni Siglufjarðarprestar (Sögufé- lag Siglufjarðar 1948); „Ekkert verður nú um það vit- að, hvenær hin fyrsta kirkja hefur verið reist í Siglufirði. Líklegt er, að ekki hafi það verið löngu eftir að Siglfirðingar hafi verið skírðir. Hvort þeir voru skírðir árið 1000 eða síðar, verður ekki vitað...“. Höfundur bókarinnar taldi að ásatrú hefði trúlega haldizt leng- ur í þessari afskekktu sveit en byggðum í alfaraleið. Vísar hann í því sambandi til þáttar af Þórhalli knappa, landnámsmanni í Fljót- um, sem reisti kirkju á bæ sínum, Knappsstöðum. Þar segir að grannkona hans, Þórhiidur að nafni, sem var forn í skapi, hafi flutzt á Siglunes, eftir að kirkja Þórhalls knapps reis í Fljótum. Fullvíst er talið að hin fyrsta kirkja í Siglufirði hafi verið reist á Siglunesi. Þar var aðalkirkja alla tíð, fyrr á öldum, en hálfkirkjur að Hvanneyri í Siglufirði, í Héðins- firði og að Dalaþæ í Úlfsdölum. Hitt er vitað að Hóladómkirkja eignast snemma ítök í Siglufirði. 1352 kaupir Ormur biskup á Hól- um Hvanneyri í Siglufirði og þriðjung í UMsdölum. Og sam- kvæmt rekaskrá Hólastaðar 1374 á Hóladómkirkja rekann á Siglu- nesi, sem og rekann á öðrum jörð- um í Siglufirði, nema á ljörum Staðarhóls. Litlar skráðar heimildir finnast um kirkjurnar á Siglunesi. Jón fræðimaður Jóhannesson segir í bók sinni: „Efalítið má gera ráð fyrir því, að þar hafi ávallt verið torfkirkjur. Hin síðasta kirkja þar mun hafa staðið á sama stað og bæjarhúsin þar stóðu, en það var beint suður frá gamla bænum og sem næst í miðjum kirkjugarðin- um. Ég skoðaði gamla kirkju- garðinn í júní 1906, og sá þá enn fyrir honum öllum. Hann var sem næst kringlóttur, og snéri sáluhlið í vestur. Garðurinn var þá enn óhreyfður, og leiði sáust þar glögglega upphlaðin um hann mestallan; sáluhlið var óhreyft og allhátt, og í garðinum, nálægt miðju hans, stóð þá lítill hesthús- kofi, og var sjáanlegt, að hann hafði verið byggður í hinni fomu kirkju- eða bænhústótt. Nú hefur torfgirðingin verið jöfnuð og sléttað yfir leiðin..Grafið var í kirkjugarðinum á Siglunesi allt fram á 19. öld. Það væri áreiðan- lega ómaksins virði fyrir fom- leifafræðinga að kanna kirkju- og verstöðvarslóðir á Siglunesi. Kunnastur Siglunesklerka er vafalítið Grettir Þorvarðarson, sem þar þjónaði á fyrri hluta 16. aldar, trúlega frá því fyrir 1520 og til 1551 eða lengur, segir í Siglu- fjarðarprestum. Hann átt drjúg- an þátt í kjöri Jóns biskups Ara- sonar og var í hópi þeirra er sóttu lík hans og sona hans til Skálholts í nóvember árið 1550. Séra Grett- ir fórst í snjóflóði norðan Nes- skriðna árið 1560. Kirkjuleið um Nesskriður til Sigluness var mjög torfarin, eink- um á vetmm. Sagnir, sem þó em umdeildar, greina frá miklum mannskaða í snjóflóði í Nesskrið- um á jóladag árið 1613. Hvað sem þeim líður var kirkjan flutt frá Siglunesi að Hvanneyri í Siglu- firði árið 1614. Þar stóðu síðan kirkjur Siglfirðinga allar götur til ársin 1890, er kirkja var reist á Þormóðseyri, lítið eitt sunnan nú- verandi Bamaskóla. Hún stóð til ársins 1932, er Siglfirðingar reistu myndarlega steinkirkju of- an Aðalgötu, norðanvert við Búð- arhóla, syðst í Hvanneyrarlandi. Jón biskup Helgason vígði þá kirkju 28. ágúst 1932. Siglufjarðarkirkjur vóru, eins og aðrar sóknarkirkjur, horn- steinar mannlífsins, menningar- og trúarlífs kynslóðanna, öld eftir öld. Það era flestar sóknarkirkjur enn í dag. Margir sóknarprestar risu upp úr samtíð sinni í fram- fara- og menningarmálum. Dæmi um slíka menn var Bjarni Þor- steinsson, sóknarprestur Siglfirð- inga, forystumaður í sveitar- stjómarmálum, tónskáld og þjóðlagasafnari. Meginhlutverk htlu sóknar- kirknanna í sveit og við sjó í þús- und ár - og sóknarkirkna okkar enn í dag - er að mæta þeirri þörf einstaklinga og kynslóða, sem skáldmæringurinn sr. Matthías Jochumsson lýstir svo: Vér þráum svar, sem þörf vors hjarta fyllir, vér þráum svar, sem angist vora stillir, vér þurfum ljós, sem heljarskugga hræðir og heilagt orð, er sáiu vora fræðir. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Steypu- skemmdir af völdum Hálkubana ÞAD hefur varla farið fram hjá neinum að óvanalega snjóþungt var í vetur og þar af leiðandi mikil hálka. Við notum ekki salt heima hjá mér til að eyða hálku á dyrapalhnum hjá okkur, heldur frekar sand. Svo gerist það eitt sinn ein- hvern tímann upp úr ára- mótum, þegar ég er að gera vikuinnkaupin, að ég rekst á efni sem heitir „Hálku- bani“ og er framleitt í Frigg. Orðin langþreytt á hálk- unni fyrir framan dyrnar hjá mér kættist ég nú held- ur betur þegar ég sá þetta undraefni og fjárfesti í ein- um brúsa. Stráði þessu svo öðru hvoru á dyrapallinn - alltaf á sama stað, fannst þetta nú reyndar ekki virka neitt sérstaklega vel á hálk- una en gera þó eitthvert gagn. Svo um það bil 2-3 vikum eftir að ég notaði efnið í fyrsta sinn tek ég eftir að pússningin á dyra- pallinum er farin að bóigna upp, ekki ósvipað og köku- deig sem er að lyfta sér. Ég sýndi manninum mín- um þetta og okkur þótti og þykir enn þetta vera afar undarlegt fyrirbæri - dyra- pallurinn heldur enn áfram að grotna eða leysast upp. Við gátum ekki fundið neina skýringu á þessu aðra en Hálkubanann, svo ég hafði samband við Frigg og talaði þar fyrst við efna- fræðing og síðan við for- stjórann nú rétt áðan. Ég sagði honum að dyrapallur- inn héldi bara áfram að leysast upp og vildi vita hvað þeir hefðu um þetta mál að segja. Hann hafði, blessaður, það til mála að leggja að enginn annar hefði kvartað og svo væri þetta efni notað á asfalt á flugvöllum og á steyptar flugbrautir. Nú er það svo að flugvellir eru væntanlega hugsaðir fyrir mun þyngri umferð en dyrapallar og ég býst líka við að í steyptum flugbraut- um sé bæði mun þykkari og sterkari steypa, auk þess eru flugbrautir varla púss- aðar eins og dyrapallar og tröppur við heimahús. I öðm lagi get ég ekki séð að þetta hljóti að vera eina til- fellið um skemmmdir þótt enginn hafi kvartað - ég kvarta bara fyrir mig. Ég er engan veginn sátt við þessi málalok hjá Frigg því það getur einfaldlega ekki verið nein önnur skýr- ing á þessu, eða hvers vegna ætli dyrapallurinn leysist bara upp þar sem Hálkubananum var stráð og hvergi annars staðar? Hafi einhverjir aðrir lent í þessu sama bið ég þá að hringja til mín í síma 565- 1831 eða senda mér tölvu- póst: gunnsa.ltd@simnet.- is. Þakkarbréf VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: „Mínar bestu þakkir fyr- ir birtingu sl. sunnudag vegna hinnar týndu kisu, Jasmínar í Hlíðunum, sem blessunarlega kom í leitim- ar, þökk sé birtingunni í blaðinu. Mig langaði bara til að láta ykkur vita að birt- ingin skilaði dýrinu heim. Seinnipart sunnudagsins bankaði uppá hjá okkur gömul kona sem býr í næsta húsi sem sagðist hafa heyrt svo ámátlegt mjálm fyrir utan gluggana hjá sér, að hún hefði mátt til með að athuga hvað gengi á. Þekkti hún þá grip- inn af lýsingunni í Velvak- anda. A mánudaginn hringdi síðan maður sem sagðist hafa þekkt köttinn af lýsingunni í Velvakanda, á vafrinu í Skaftahlíðinni (handan Miklubrautar), tekið hann upp í bílinn hjá sér og keyrt hann heim og sleppt honum fyrir utan húsið hjá okkur. Vesalings dýrið er hor- fallið og þrekað eftir fimm daga útivem og hefði sjálf- sagt aldrei ratað heim af sjálfsdáðum. Svo enn og aftur, kærar þakkir og gangi ykkur æv- inlega allt í haginn. Marta Jörgensen. Þakkir MATTHILDUR hafði samband við Velvakanda og langaði að senda Snorra í Betel í Vestmannaeyjum sínar bestu þakkir. Hann hefur alltaf tíma til að tala við lítilmagnann. Hann á heiður skilinn og er dreng- ur góður. Ef allir væru eins og hann í starfi sínu færi margt betur í lífinu. Ég vil senda Snorra mínar bestu þakkir og ég veit að ég mæli fyrir munn margra annarra. Snorri í Betel í Vestmannaeyjum er engill í mannsmynd. Við fótskör Jóns forseta. Morgunblaðið/Ómar Víkverji skrifar... IUMRÆÐUM á Alþingi í síðustu viku um veikindi barna sagði Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og formaður Félags hjúkrunarfræðinga, að helstu sér- fræðingar í veikindum barna væm foreldrar þeirra. Því er þetta rifjað upp hér, að Víkverji hefur um skeið ásamt unnustu sinni barist fyrir því að fá veikindi ungs sonar þeirra greind og oftast komið bónleiður til búðar í þeim efnum. xxx DRENGURINN litli braggast býsna vel og er orðinn ríflega hálfs árs, en lengi hefur foreldram hans verið ljóst að óværð á nóttunni væri ekki eðlileg og líklega sprottin af eyrnabólgu. Krankleiki þessi hef- ur ágerst síðustu mánuði og and- vökunæturnar hjá þeim litla og for- eldrum hans eru orðnar fleiri á því tímabili en ljúft er að rifja upp. Á þessu sama tímabili hefur þrenning- in haldið í góðri trú til fjölda lækna og sérfræðinga í leit að orsökum meinsins - án árangurs. Þrátt fyrir staðfastar ábendingar foreldranna um að sá litli væri sífellt að fálma með hendinni við hægra eyra, var svar læknanna jafnan, að ekkert sæist í eyranum, þar væri því greinilega ekki meinið og foreldrun- um væri hollast að hætta að hugsa um eymabólgu í þessu sambandi. XXX NÚ ER það svo að foreldrar þekkja fljótt litla barnið sitt og telja sig nokk vita hvað þeir segja. Grátur ungviðisins er ekki beinlínis tónlist í eyram þeirra og nær óþol- andi er að vita ekki hvað amar eigin- lega að. Eigi að síður era foreldrar fæstir læknismenntaðir og mega sín því lítils gegn hvítklæddum sér- fræðingum sem segja þeim sann- færandi röddu að bíða bara og sjá; þetta hljóti að lagast, eyrun séu ekki vandamálið. Slík svör duga hins vegar skammt þegar gráturinn ágerist ef eitthvað er og meinið finnst aldrei. Sama til hversu margra sérfræðinga er leitað. xxx VÍKVERJI og barnsmóðir hans hugsa ekki beinlínis hlýlega til allra þeirra lækna sem hafa skoðað litla drenginn þeirra og sagt ekkert ama að eyrunum. í síðustu viku kynntust þau nefnilega læknum tveim sem gáfu sér tíma til að hlusta á raus foreldranna og viti menn; það bar ávöxt. Annar læknirinn, barna- læknir í Kringlunni á litskrúðugri og bamavænni stofu sinni, hlýddi á sjúkrasögu drengsins litla, horfði á þreytulega foreldrana og rannsak- aði síðan eyru þess stutta. Eftir að- eins andartak kom svarið: „Þessi eyru era hótandi. Það gæti vel verið vökvi í þeim.“ Með það sama var sá litli enn og aftur sendur til sérfræð- ings, nú á háls-, nef- og eyrnadeild- inni á Landspítala, Fossvogi, sem getið hefur sér gott orð sem einn helsti vínspekingur landsins. Þar kom hið sama í ljós, mikill vökvi í miðeyra sem seytlaði niður kinn þess stutta undireins og gat hafði verið stungið á hinmuna. Næsta skref felst í röri í eyra drengsins, en svefninn fyrstu nóttina eftir stung- una var sá besti hjá þrenningunni i rúma tvo mánuði. XXX VÍKVERJA er Ijóst að mikið erf- iði felst í menntun læknisins; hann þarf að hafa sig allan við og getur gert mistök eins og aðrir. Einu má hann þó aldrei gleyma og það er að gefa sér tíma til að hlýða á sögu skjólstæðinga sinna og að- standenda þeirra. í þessu tilfelli gleymdu því margir og gátu þvi ekki greint mein sem sífellt ágerðist. Tveir gleymdu því ekki og átta mán- aða drengur og foreldrar hans brosa nú undurblítt þess vegna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.