Morgunblaðið - 25.05.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 25.05.2000, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Engin merki um að sala fasteigna dragist saman Morgunblaðið/Golli GUÐRÚN Árnadóttir, formaður Félags fast- eignasala, segir engin merki um að sala fast- eigna sé að dragast sam- an þó að mikil afföll séu nú á sölu húsbréfa. Þess- ar væringar geti að vísu haft þau áhrif að verð á fasteignum hækki ekki meira en hún kveðst hinsvegar ekki vera á því að verð muni fara lækk- andi. Guðrún sagði fast- eignasala almennt ekki geta merkt neina breytingu á fast- eignamarkaði en væringarnar hefðu að vísu haft áhrif á ákveðna aðila. Sagðist hún þar eiga við þá sem hefðu e.t.v. keypt eða selt í febrúar, mars eða apríl og hefðu verið að ganga frá sínum málum síðan, ljúka samningum og bíða eftir að íbúðalánasjóður lyki af- greiðslu sinni. Þetta fólk yrði í mörgum tilfellum að selja húsbréf- in þrátt fyrir afföll til að greiða önnur lán af íbúðum sínum. AHt að 50% hækkun á íbúða- verði undanfarin 1-2 ár Guðrún sagði að undanfarin 1-2 ár hefði verið mikil samkeppni um hverja eign, 2-4 hefðu verið að bít- ast um hverja íbúð, og kaupendur oft á tíðum einfaldlega þurft að sætta sig við uppsetta skilmála seljenda. Svo gæti farið að menn færu nú aðeins að halda að sér höndum hvað þetta varðar. Á það bæri að líta að verð á húsnæði hefði hækkað allt að 50% undan- farin misseri sem væri náttúrlega gífurlega mikið. „Eg er frekar á því að verðið sé komið í hámark. Eg tel hins vegar ekki að verðið fari eitthvað að JEPPA var ekið útaf veginum við Skarðsströnd í Dalasýslu í gærkvöld með þeim afleiðingum að ökumaður- inn slasaðist töluvert og var fluttur með þyrlu Landhelgigæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Auk ökumannsins, sem var kona, voru tvö börn í bílnum og sluppu þau nánast ómeidd, að sögn lög- reglunnar í Búðardal. Að sögn lög- reglu taldi læknir sem var á slysstað lækka,“ sagði Guðrún og bætti við: „Eftir sem áður er staðan sú á fasteigna- markaðnum að eftirspurnin er umfram framboð og það er klárt að fólk er enn að flytja af landsbyggðinni suður í sama mæli og hefur verið síðustu 1-2 ár. Bara fyrir þetta fólk vantar um það bil 700 íbúðir á ári.“ Guðrún kvaðst hafa fulla samúð með þeim sem hefðu farið illa út úr þeim væringum sem hefðu verið undanfarið á sölu hús- bréfa. „En við verðum líka að muna að það hefur verið yfirverð á húsbréfum í marga mánuði og það hafa margir notið góðs af því og hagnast," sagði hún. Jeppi út af á Skarðsströnd konuna ekki vera í lífshættu. Lög- reglan sagði að konan hefði misst stjórn á bílnum á veginum rétt norðan við Búðardal, með þeim af- leiðingum að hún ók útaf honum og upp í hlíðina og lenti þar í miklum grjótruðningum. Jeppinn er talinn ónýtur. Að sögn lögreglu er mikil mildi að ekki skuli hafa farið verr, en hinum megin vegarins er snarbratt. Höfuðborg- in fegruð UNNIÐ er af kappi þessa dagana við að fegra höfuðborgina, sem er ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Austurvöllur hefur verið í sárum frá síðasta sumri, en nú sér loks fyrir endann á því og ef vel er að gáð er ekki laust við að greina megi smá ánægjusvip á andliti Jóns Sigurðssonar, enda er hann eflaust orðinn þreyttur á útsýninu. Höfundarréttur vegna gerðar tískuþáttar fyrir tímaritið Mannlíf Ljósmyndari sýknað- ur af öllum kröfum Felldu virkjunar- samninginn SAMIÐN, Verkamannasam- band íslands og Rafiðnaðar- samband íslands felldu í gær- kyöld nýgerðan kjarasamning starfsmanna á virkjanasvæð- um. Samningurinn var undirrit- aður með fyrirvara í síðustu viku og greiddu 130 atkvæði, 13 voru samþykkir samningnum, en 112 voru á móti. Fjórir at- kvæðaseðlar voru auðir og eitt atkvæði ógilt. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Björn Blöndal ljósmyndara af öllum kröfum stefnanda, Hrafns Gunnlaugssonar, kvikmyndaleikstjóra, vegna gerðar ljósmyndaþáttar fyrir tímaritið Mannlíf sumarið 1997. í málinu var deilt um hlutverk stefnanda og framlag við þáttagerð fyrir tímaritið, en hann gerði kröfur til þess að teljast höfundur þess tískuþáttar sem um ræðir, að því er fram kemur í dómnum. Höfundarframlag hans væri leikstjóm og sköpun hugmyndar að verkinu og ljósmyndim- ar, sem hér um ræðir, væru í skilningi höfundar- réttar, eintök af verkum stefnanda. Stefndi taldi hinsvegar að hann ætti fullan og óskoraðan höf- undarrétt að þeim ljósmyndum sem deilt var um í málinu og ætti einkarétt á að gera eintök af þess- um ljósmyndum sínum og birta þær. í niðurstöðu dómsins segir að ólíklegt verði að telja að stefnandi hafí ráðist í þetta verkefni sem undirmaður stefnda, ljósmyndarans, sem svokall- aður stílisti, svo sem haldið sé fram af hálfu stefnda og þyki handrit stefnanda dagsett 19. maí 1997 sem hann sendi þáverandi ritstjóra tímarits- ins Mannlífs benda þess til að Hrafn Gunnlaugs- son hafi sjálfur talið sig á þeim tíma ganga að verkinu sem höfundur þess en ekki sem undirmað- ur ljósmyndara. Síðar segir: „Viðurkennd er ætlun ritstjóra og ábyrgðarmanns tímaritsins Mannlífs að flagga nafni Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndaleik- stjóra með framangreindum hætti án þess að gefa honum færi á að ganga frá verkinu, binda enda- hnútinn á það eftir sínu höfði. En þeim er ekki stefnt til aðildar í þessu máli. Verður ekki meira um það fjallað. Stefndi þessa máls, Björn Blöndal, var ekki ráð- inn af stefnanda, Hrafni Gunnlaugssyni, til að Ijós- mynda. Öllu heldur var það Björn sem réð stefn- anda til þáttargerðarinnar. Annað verður ekki ráðið af gögnum málsins, framburði aðila og vitna. Stefnandi lagði hugmjmdir, handrit sitt og vinnu sína til verksins en kostaði ekki upp á það að öðru leyti. Bjöm Blöndal sá um að ljósmynda og upp- runalega að vekja áhuga ritstjóra tímaritsins Mannlífs á hugmynd að verkinu. Báðir aðilar áttu þannig hvor með sínu móti ótvíræðan þátt í tilurð lj ósmyndaþáttarins. Þó að stefnandi hafi komið að verkinu eins og hann gerði, verður stefnda ekki gert að láta af hendi við hann eign sína og á sinn hátt, sköpun sína, þ.e. eintak af öllum negatívum filmum er teknar voru við gerð á umræddum tískumynda- þætti. Ákvæði höfundalaga þykja ekki víkja til hliðar rétti ljósmyndarans til að halda negatívum eintökum af filmum í tilviki sem þessu. Þá er fallist á það með stefnda að hann hafi hvorki valdið stefn- anda fjártjóni né raskað rétti hans með ólögmætri háttsemi. Þá ekki heldur brotið gegn stefnanda þannig að refsingu varði skv. 54. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Samkvæmt framangreindu verður stefndi sýkn- aður af kröfum stefnanda en rétt þykir að máls- kostnaður falli niður.“ Sérblöð í dag aaskiujt gjiiiiiraTOiiiiiiLyLEMfe! 4 m>mi Morgunblaðinu ídagfylgirtíma- ritid 24-7. Útgefandi: Alltaf ehf. Ábyrgðarmaður: Snorri Jónsson Ragnar til franska liðsins Dunkerque/Cl Real Madrid varð Evrópu- meistari/C4 Fylgstu www.mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.