Morgunblaðið - 25.05.2000, Side 16

Morgunblaðið - 25.05.2000, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ - AKUREYRI Frá úthlutun styrkja Menningarsjóðs KEA fyrir árið 1999, en alls voru veittir 15 styrkir að þessu sinni, hver að upphæð 100 þúsund krónur. Fimmtán fá styrk KEA Skáld- kvenna- kvöld í Deiglunni SJÖTTA bókmenntakvöldið í samstarfi Gilfélagsins og Sig- urhæða, Húss skáldsins verður í kvöld, fimmtudagskvöldið 25. maí, og hefst það að venju kl. 20.30. Bókmenntakvöldin hafa verið haldin mánðarlega í Deiglunni í vetur en nú tekur við bókmenntadagskrá á Listasumri og verða þau þá haldin vikulega, á föstudögum. Að þessu sinni eru það skáldkonur sem stíga fram á sjónarsviðið í Deiglunni. Þar má segja að mætist þrjár kyns- lóðir kvenna með ljóð sín, en skáldkonurnar sem koma sam- an í Deiglunni á fimmtudags- kvöld eru Anna S. Björnsdótt- ir, Arnrún Halla Arnórsdóttir, Hildur Inga Rúnarsdóttir og Ingibjörg Bjarnadóttir. ÚTHLUTUN úr Menningarsjóði KEA fyrir síðasta ár hefur farið fram, en alls var nú úthlutað 15 styrkjum, hverjum að upphæð 100 þúsund krónur. Tilgangur sjóðsins er að halda uppi fræðslu í félags- og samvinnumálum og veita fjár- hagslegan stuðning hvers konar menningar- og framfarafyrirtækj- um á félagssvæði KEA. Þeir sem hlutu styrk að þessu sinni eru: 1. Karlakór Akureyrar - Geysir, v/stórtónleika kórsins sl. vor, ás- amt Kristjáni Jóhannssyni, í íþróttaskemmunni á Akureyri og á Egilsstöðum. 2. Sigrún Arna Arngrímsdóttir, v/söngnáms í Welsh College of Musie and Drama í Cardiff, Wales. 3. Egill Örn Arnarson, v/heildar- útgáfu á lögum Smárakvartettsins á Akureyri 1936-1968. 4. Si'. Pétur Þórarinsson, f.h. Þingeyjarprófastsdæmis, v/hátíðar í tilefni 1000 ára kristni á íslandi. 5. Pálína Guðmundsdóttir, v/ vinnu við að setja saman dagskrá með atvinnudönsurum á Lista- sumri 2000 á Akureyri. 6. Margrét Brynjólfsdóttir, f.h. söngfélagsins Sálubótar, v/söng- ferðalags til Eistlands. 7. Rúnar Þór Björnsson ljós- myndari, v/vinnu við að safna og skrásetja myndir frá Hrísey. 8. Hanna Stefánsdóttir og Ólöf Jónasdóttir, f.h. Kórs eldri borg- ara á Akureyri, v/starfsemi kórs- ins og fyrirhugaðrar söngferðar til Danmerkur 6.-12. maí nk. 9. Theodóra Kristjánsdóttir, f.h. Gallerí Perlu í Hrísey, v/endurbóta á húsnæði fyrir starfsemi hand- verkshóps kvenna í Hrísey. 10. Elínborg Gunnarsdóttir, f.h. sóknarnefndar Vallasóknar í Svarfaðardal, v/endurbyggingar Vallakirkju. 11. Örn Magnússon, f.h. Félags um tónlistarhátið á Tröllaskaga, v/ tónlistarhátíðarinnar Berjadagar í Ólafsfirði 18. til 20. ágúst nk. 12. Heimir Freyr Hlöðversson, v/Listverkefnisins Iðnaður/Gilið - listir/Gilið. 13. Aðalgeir Kristjánsson, v/ samningar ævisögu Magnúsar Einarssonar organista. 14. Kristjana Arngrímsdóttir, v/ útgáfu á hljómdiski er inniheldur vísnasöngsballöður, íslenskar og erlendar. 15. Daníel Þorsteinsson, v/út- gáfu á geisladiski með söng Bjarg- ar Þórhallsdóttur á lögum eyfiskra tónskálda við ljóð eyfirskra skálda. Fyrsti styrkur sem veittur var úr Menningarsjóði KEA var til Sjúkrahússins á Akureyri árið 1934. Alls hafa verið veittir styrkir til rúmlega 500 einstaklinga, fé- laga og stofnana og eru þeir að nú- virði tæpar sjötíu milljónir króna. Auk framlaga Menningasjóðs KEA til ýmissa menningar- og framfaramála má einnig nefna að KEA var einn af stofnendum Minjasafnsins á Akureyri og átti aðild að rekstri þess frá upphafi til loka ársins 1998. Hver styrkur var að upphæð kr. 100.000, þannig að heildarupphæð styrkja Menningarsjóðs KEA á ár- inu 2000 var kr. 1.500.000. í stjórn Menningarsjóðs eru: Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Eiríkur S. Jó- hannsson, Birgir Snæbjörnsson, Skúli Jónasson og Ásta Sigurðar- dóttir. Varamenn eru Unnur Hreiðarsdóttir og Hreinn Bern- harðsson. Rýmingarsala Decor og Borð fyrir tvo eru að sameinast og okkur vantar pláss. Þess vegna hefst rýmingarsala í báðum búðunum í dag. Allt að 70% afsláttur á gjafavöru og húsgögnum Borð fyrir tvo Kringlunni Sími: 568-2221 Rvmingarsala: 25. - 28. maí Decor Skólavörðustíg 12 Sími: 551-8110 Rvtninuarsala: 25. - 31. maí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.