Morgunblaðið - 25.05.2000, Síða 18

Morgunblaðið - 25.05.2000, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Lista- og menningar- veisla í Bolungarvík Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Stjórn Krabbameinsfélags A-Hún. ásamt Páli lækni hjá tækinu. Krabbameinsfélagið gef- ur efnagreiningartæki Bolungarvík - Fjölþætt listavika stendur nú yfir í Bolungarvík þar sem hver menningarviðburðurinn rekur annan. Dagskrá listavikunnar varð það efnismikil að lista„vikan“ nær yf- ir tíu daga. Undirbúningur þessara listadaga er samstarfsverkefni Bóka- safns- og menningarnefndar Bolung- arvíkur, Grunnskóla Bolungarvíkur, Tónlistarskóla Bolungarvíkur og leik- skóla Bolungarvíkur. Dagski'á listavikunnar hófst sl. föstudag með heimsókn Magnúsar Scheving í heilsubæinn Bolungarvík þar sem hann heimsótti nemendur grunnskólans, las upp úr bókum sín- um fyrir börnin í bókasafninu og hélt fræðslufúnd með foreldrum. Laugardaginn 20. maí stóðu stjóm- endur heilsubæjarátaksins „Bolung- arvík - heilsubær á nýrri öld“ fyrir útiskemmtun við íþróttamiðstöðina Árbæ þar sem farið var í ratleik með það að markmiði að finna Iþróttaálf- inn. Þegar það hafði tekist skemmti hann bömum og fullorðnum með sín- um kraftmiklu fimleikaæfingum. Dagskránni lauk svo með grillveislu. Ætla má að á þriðja hundrað manns hafi sótt þessa dagskrá í ágætisveðri. Þá var einnig boðið upp á námskeið í harmonikkuleik í Tónskólanum þar sem Vadim Fjodorov, annar hinna þekktu tvíbura frá Rússlandi sem getið hafa sér gott orð fyrir frábæra snilli í harmonikkuleik, leiðbeindi nemendum tónskólans, en þar að auki sóttu þetta námskeið tveir ungir har- monikkunemendur frá Akranesi. Vadim mun kenna við tónskóla Bol- ungarvíkur næsta vetur og em dæmi um að fyrirspumir hafi borist um nám hjá honum írá nemendum ann- ars staðar á landinu. Sl. sunnudag hélt Tónlistarskólinn sína árlegu vor- tónleika í félagsheimilinu, 86 nem- endur stunduðu nám við skólann i vetur. Haldnir voru tvennir tónleikar og var fullt hús í bæði skiptin. Mánudaginn 22. maí flutti Anna Kristín Sigurðardóttir frá Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur erindi í grunn- skólanum þar sem hún íjallaði um framtíðarskólann. Um kvöldið var síðan leiksýning í Víkurbæ á tveimur einþáttungum eft- ir Jónínu Leósdóttur; Frátekið borð og Lófalestur, í flutningi leikaranna Sögu Jónsdóttur, Hildigunnar Þrá- insdóttur og Soffíu Jakobsdóttur. Þriðjudaginn 23. var opnuð mynd- listarsýning í ráðhússalnum þar sem börn á leikskólanum sýna myndir sem þau hafa teiknað. Bæjanúð og bæjarstjóri voru að boði bamanna viðstödd opnunina. Um kvöldið fór svo fram söngvara- keppni í grunnskólanum. Einn af merkari viðburðum þessar- ar listaviku er án efa dagskrá sem þau Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir leikskáld og Pétur Jónasson gítarleikari sáu um í „stórustofu", sem er í húsi afa og ömmu Hrafnhild- ar, á miðvikudagskvöld. Tröllabær og vortónleikar Fimmtudaginn 25. maí heldur Kvennakór Bolungarvíkur sína ár- legu vortónleika i Víkurbæ, stjórn- endur Kvennakórsins eru Margi-ét Gunnarsdóttir og Guðrún Bjamveig Magnúsdóttir en með kómum að þessu sinni leikur hljómsveit skipuð þeim Ólafi Kristjánssyni, Magnúsi Reyni Guðmundssyni og Gunnari Hólm. Á fóstudaginn sýnir leikhópur grunnskólans leikritið Tröllabær fyr- ir nemendur leikskólans og um kvöld- ið verða svo útgáfutónleikar Ólafs Kristjánssonar bæjarstjóra, en hann er að gefa úr geisladisk þar sem hann leikur þekkta djassstandarda á píanó ásamt Bjama Sveinbjömssyni á bassa og Pétri Grétarssyni á tromm- ur, auk þess sem Edda Borg, dóttir Ólafs, syngur með þeim í tveimur lag- anna. Laugardaginn 27. maí verður efnt til málþings sem ber yfirskriftina „Eru Vestfirðingar öðruvísi en annað fólk?“ Málþingið mun standa allan daginn, en að því loknu verður svo há- tíðarkvöldverður þar sem boðið er upp á vestfirskan hátíðarmat og skemmtidagskrá að hætti Vestfirð- inga. Þessari listaviku lýkur svo á sunnu- daginn með bókmenntadagskrá í Slysavarnasalnum, en þar mun Hananú-hópurinn, klúbbur eldri borgara í Kópavogi, flytja dagskrá til- einkaða Böðvari Gunnlaugssyni, bæj- arskáldi Kópavogs. Blönduósi - Krabbameinsfélag Austur-Húnavatnssýslu færði Heilbrigðisstofnuninni á Blöndu- ósi (í daglegu tali nefnt Héraðs- hælið) efnagreiningartæki að gjöf fyrir skömmu. Tækin sem eru af gerðinni Elecsys 1010 mælir ýmsa krabbameinsvísa svo og margskonar hormóna og hjarta- ensím. Að auki gaf krabbameins- félagið Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi tvær rúmdýnur. Það var formaður krabba- meinsfélags A-Hún., Gyða Ölvis- dóttir, sem færði stofnuninni þessar gjafir og Páll N. Þor- steinsson Iæknir veitti þeim við- töku. Samstarfssamningur milli Ungmennafélagsins Þórs, Knattspyrnufélagsins Ægis og Sveitarfélagsins Ölfuss Iþróttafélögin og skátarnir fá húsnæði Upplestrarhátíð í Grunnskólanum í Stykkishólmi Stykkishólmi - Upplestrarhátíð Grunnskólans í Stykkishólmi var haldin í Stykkishólmskirkju í annað skipti fyrir skömmu. í keppninni taka þátt allir nemendur 5. - 8. bekkjar. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkrar vikur. Kennarar æfa sér- staklega upplestur og framsögn. Undankeppni er haldin í hverjum bekk og þar valdir 3 þátttakendur til að koma fram í kirkjunni. Keppendur lásu smásögur og ljóð og dómnefnd valdi síðan „Upplesara árisins." Verðlaunin voru útskorin stytta af hestinum Pegasusi eftir Láru Gunn- arsdóttur. Allir þátttakendur fengu bókargjöf frá Lionsklúbbi Stykkis- hólms og Lionsklúbbnum Hörpu. Upplesari ársins var valin Anna Harðardóttir, 7. bekk, og þá voru valdir þátttakendur til þess að keppa í Vesturlandskeppni sem haldin var síðar í Búðardal. Þangað fóru sem fulltrúar skólans Gísli Sveinn Grétarsson, 6. bekk, og Sveinn Arnar Davíðsson, 8. bekk. Eyþór Benediktsson aðstoðar- skólastjóri hefur umsjón með þessu verkefni. Hann segir að þótt þarna sé verið að velja einhveija sem þykja skara fram úr öðrum í upplestri sé rétt að taka.-fram að keppnin sjálf er Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Á myndinni eru Anna Harðar- dóttir sem valin var upplesari skólans og Sveinn Arnar Davíðs- son og Gísli Sveinn Grétarsson sem voru valdir til að keppa á Vesturlandsmóti f upplestri. ekki aðalatriðið. Mestu skiptir að kennarar hafa nýtt þetta tækifæri til að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins og hafa fengið alla nemendur þessara bekkja til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Að sögn Eyþórs hafa nemendur verið áhugasamir og mjög ánægjulegt er fyrir okkur kennararana að verða vitni að áhuga þeirra og framförum. Þorlákshöfn - Tímamótasamningur var gerður milli sveitarfélagsins Ölf- uss annars vegar og Ungmennafé- lagsins Þórs og Knattspymufélags- ins Ægis hins vegar. Samningnum er ætlað að efla samstarf milli bæjaryf- irvalda í sveitarfélaginu Ölfusi og íþróttafélaganna og tryggja öflugt gæðakerfi í íþrótta- og tóm- stundastarfi fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu samkvæmt stefnu sveitarfélagsins þar um. Samningn- um er ætlað að tryggja enn frekari starfsemi félaganna, enda er bæjar- stjórn sveitarfélagsins Ölfuss þeirrar skoðunar að þau sinni öflugu og við- urkenndu forvarnarstarfi. Umf. Þór fær 912.000 kr. kennslustyrk sem skal varið til eflingar bama- og ungl- ingastarfs. Sérstaka áherslu skal leggja á starf barna og unglinga á al- drinum 10 til 15 ára og auka þátttöku stúlkna eins og mögulegt er. Knatt- spymufélagið Ægir fær 450.000 kr. kennslustyrk og 150.000 kr. sem ætl- aðar eru til að styrkja 2. flokk félags- ins sem rekinn er í samvinnu við íþróttafélagið Hamar í Hveragerði. Samningur um afnot af húsnæði Samningsaðilar skulu hafa sam- vinnu um rekstur og uppbyggingu íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára. Tilgangur skólans er að kynna þessum aldurshópi fjölbreytt íþróttastarf og tryggja þannig enn frekar þátttöku þeirra í heilbrigðu íþróttastarfi við 10 ára aldur. Sam- kvæmt samningnum fá íþróttafélög- in aðgang að öllum íþróttamann- virkjum bæjarins fyrir deildir sínar. Öll afnot af mannvirkjum reiknast sem styrkur til félaganna. Sveitarfé- lagið Ölfus annars vegar og Knatt- spyrnufélagið Ægir, Umf. Þór og Skátafélagið Melur hins vegar gerðu með sér samning um afnot af hús- næði því sem skrifstofur sveitarfé- lagsins voru í á Selvogsbraut 2. Hvert félag fær afnot af einu her- bergi og sameiginlega hafa þau að- gang að fundasal. Sveitarfélagið sér um allt viðhald á húsinu auk þess að greiða rafmagn, hita, tryggingar og fasteignagjöld. Sveitarfélagið reiknar leigu af hús- næðinu og kemur sú upphæð sem styrkur til félaganna. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Það var létt verk fyrir öflugar vélar að bijóta niður og fjarlægja rústir af völdum bruna á Aðalgötu 17 í Stykkishólmi. Á lóðinni munu rísa nýj- ar byggingar áður en langt um líður. Dæmt ónýtt veg’tia bruna Stykkishólmi - Fyrir rúmu ári, þann 19. apríl kviknaði í húsi við Aðalgötu 17 í Stykkishólmi. Mátti vart tæpara standa að íbúar hússins björguðust úr þeim bruna. Húsið var íbúðarhús og sambyggð verslun. Eftir brunann var húsið dæmt ónýtt og keypti Stykkishólms- bær það í því ástandi sem það var í. Nú á dögunum var komið að því að rífa húsið. Verkið var boðið út og var samið við lægstbjóðanda sem sá um að hreinsa lóðina og ganga frá henni. Það er verið að endurskoða deili- skipulag svæðisins og þegar því er lokið verður lóðinni úthlutað að nýju, en hún er vel staðsett við aðalgötu bæjarins. Arfur aldanna ÞJOÐS AGNAS AFN Tilvalin stúdentsgiöf „Glæsilegt þjóðsagnaúrval... útgáfan er einstaklega smekkleg að útliti og öllum frágangi." Sigurjón Björnsson, Morgunblaðinu * VAK4-HEICAFH1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.