Morgunblaðið - 25.05.2000, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Israelar fagna heimkvaðningu hersins frá S-Líbanon en gagnrýna viðskilnaðinn við SLA
Brottflutn-
ingnum líkt
við fall Saig-
onborgar
„VIÐ erum lausir við óttann við eld-
flaugar og jarösprengjur, lausir við
óttann við að deyja fyrir ekki neitt,“
sagði einn ísraelsku hermannanna,
sem yfirgáfu hið svokallaða öryggis-
svæði í Suður-Líbanon í gær. Ekki
fer á milli mála, að ísraelar eru al-
mennt fegnir því, að líbönsku mar-
tröðinni skuli vera lokið en hitt vekur
ftu-ðu hvað brottflutningur hersins
var skipulagslaus og líktist engu
meira en allsherjarflótta. Hafa ísra-
elar haft orð á sér fyrir annað hingað
til enda hefur viðskilnaðurinn verið
gagnrýndur harðlega í Israel og þá
ekki síður, að liðsmenn í suður-líb-
anska hernum, bandamenn ísraela,
skuli í raun hafa verið seldir í hendur
óvinum sínum. Ætla mætti þó, að
brottflutningur ísraelska hersins frá
S-Líbanon greiddi fyrir friði í Mið-
austurlöndum en margir óttast, að
útkoman geti orðið þveröfug.
Israelar lokuðu norðurlandamær-
um sínum í gænnorgun á hæla síð-
asta hermanninum frá Líbanon og
bundu þar með enda á 22 ára langa
hersetu í suðurhluta landsins.
„Mamma. Við erum komnir heim frá
Líbanon" var aðalfyrirsögnin í
stærsta dagblaðinu í Israel, Yediot
Aharonot. Var þar verið að vitna í
einn hermannanna en margir þeirra
dönsuðu og sungu af feginleik er þeir
voru komnir inn yfir ísraelsku landa-
mærin.
Israelar eru næstum allir sem
einn fegnir því að vera farnir burt úr
S-Líbanon en þeim blöskrar sú
mynd, sem við þeim blasti síðustu
dagana: Herinn á eins konar flótta, í
svo miklum flýti, að sums staðar
gáfu menn sér ekki tíma til að
slökkva á sjónvarpstækjunum;
Hizbollah-skæruliðar komnir með
flöggin sín næstum upp að landa-
mærunum og bandamenn ísraela
búnir að gefast upp skelflngu lostnir.
I dagblaðinu Maarivvar síðustu dög-
unum líkt við fall Saigonborgar og
aðrir sögðu, að fræðingamir í ísra-
elska hemum hefðu ekki áttað sig á,
að Hizbollah myndi skýla sér á bak
við sæg af óbreyttum borgurum er
hreyfingin legði undir sig þau svæði,
sem Israelar færa frá. Þá er því líka
haldið fram, að Ehud Barak, forsæt-
isráðhema Israels, hafi ákveðið
brottflutninginn á sínum tíma í þeirri
fullvissu, að þegar að honum kæmi
væri búið að ná friðarsamningum við
Sýrlendinga.
„ísraelar ekki ósigrandi"
Barak, sem gaf lokaskipunina um
allsherjarbrottflutning, brást við
þessari gagnrýni með því að viður-
kenna, að vissulega væri þetta hálf-
gert klúður en það væri bara ekki
honum að kenna.
„Við bundum enda á þessa mar-
tröð, sem staðið hefur í 18 ár,“ sagði
hann í viðtali við útvarp hersins. „Við
höfum brotist út úr þessum víta-
hring, sem komið hefur í veg fyrir
brottflutning hingað til. í hvert sinn
sem Hizbollah lét að sér kveða, lýst-
um við yfir, að við færam aldrei með-
an okkur væri ógnað.“
Með þessu snerti Barak viðkvæm-
asta strenginn varðandi brottflutn-
inginn. I Israel, þar sem her-
mennskuandinn setur svip sinn á allt
þjóðlífið, þykir það ganga guðlasti
næst að flýja af hólmi. „Þetta er dap-
ur dagur,“ sagði þingmaðurinn Amn-
on Rubenstein. „Búið er að sýna, að
ísraelar era ekki ósigrandi.“
Aðrir ráðherrar í ríkisstjóm Bar-
aks fögnuðu líka brottflutningnum
og til dæmis sagði Yossi Beilin dóms-
málaráðherra, að þótt Hizbollah-
skæraliðar hrósuðu sigri þá vissu
Israelar betur. Kallaði hann herset-
una í S-Líbanon „vitleysu“, sem nú
væri sem betur fer lokið.
Framkoman við liðsmenn
SLA gagnrýnd
Þótt Barak þurfi líklega ekki að
óttast gagnrýni vegna þeirrar
ákvörðunar að flytja burt herinn,
gegnir öðra máli um það hvernig
Israelar komu að lokum fram við líb-
anska bandamenn sína, liðsmenn
suður-líbanska hersins, SLA.
„Hvaða snillingur var það, sem
ákvað að hefja brottflutninginn á erf-
iðasta svæðinu, miðsvæðinu þai- sem
shítar láta mest til sín taka?“ spurði
einn dálkahöfundurinn í Yediot
Aharonot.
I gær, miðvikudag, höfðu næstum
tveir þriðju af liðsmönnum SLA,
1.555 af 2.400 mönnum, gefist upp
fyrir líbönskum stjómvöldum eða
tveimur helstu skæruliðahreyfing-
um shíta, Hizbollah og Amal. Af
þeim voru 325 drúsar, 220 kristnir
menn og 1.010 shítar. I Líbanon hef-
ur verið litið á þessa menn sem svik-
ara og samverkamenn Israela og
búist er við, að flestir þeirra verði
saksóttir, svo fremi þeir sleppi við
önnur og grimmilegri örlög af völd-
um skæraliða.
Sumum SLA-mannanna og fjöl-
skyldum þeirra, um 5.000 manns
alls, hefur þó tekist að flýja til ísra-
els og í þeirra hópi era m.a. Antoine
Lahad, fyrrverandi hershöfðingi í
líbanska stjómarhernum, og drúsinn
Nabih Abu Rafeh. Era þessir menn
meðal þeirra, sem líbönsk stjórnvöld
og skæraliðar hefðu helst viljað ná,
en Lahad hefur verið dæmdur til
dauða fjarverandi fyrir samvinnu
sína við Israela.
Skæraliðar Hizbollah-samtak-
anna ráða nú lögum og lofum í Suð-
ur-Líbanon en þótt þeir heiti því að
AP
Líbanskur shíta-klerkur og óbreyttir borgarar með líbanska fána og fána Hizbollah-hreyfingarinnar
í bænum Marjayoun, sem er um 100 km fyrir sunnan Beirut.
halda áfram baráttunni gegn ísrael,
hafa þeir enn sem komið er a.m.k.
farið að öllu með gát gagnvart íbúun-
um. Þeir hafa reynt að sannfæra
kristna menn um að þeir hafl ekkert
að óttast. „Múslimar og kristnir
menn vilja lifa saman í friði,“ sagði
Sheikh Nabil Quak, yfirmaður
Hizbollah á svæðinu, í gær og hét því
jafnframt að koma í veg fyrir öll
trúarleg átök. Skæraliðar hafa hand-
tekið nokkra menn fyrir samvinnu
við Israela en þó aðeins í þorpum
múslima. Kristnu þorpin hafa þeir
látið að mestu afskiptalaus.
Barak forsætisráðherra og ráð-
herrar hans segja, að öryggi Israela
hafí í raun aukist við brottflutning-
inn enda sé það nú algjörlega á
ábyrgð líbanskra stjórnvalda og ekki
síst Sýriendinga að koma í veg fyrir
árásir á Israel. Verði þeim ekki hætt,
verði litið á þær sem beina hernaðar-
aðgerð í-íkjanna beggja og þeim
svarað sem slíkum.
Arafat í klípu
ísraelar óttast enn, að ráðist verði
á byggðimar í norðurhluta landsins
og leiðtogar arabaríkjanna hafa líka
sínar áhyggjur af stöðunni, sem nú
er komin upp. Almenningur í araba-
ríkjunum er himinlifandi yfir „upp-
gjöf ísraela" og „sigri Hizbollah" og
það er enginn sérstakur sáttatónn í
loftinu. Ljóst er, að frammi fyrir
þessu getur Yasser Arafat, leiðtogi
Palestínumanna, lítið sem ekkert
gefið eftir. Slái hann eitthvað af sín-
AP
Israelskir hermenn með þjóðfánann er þeir komu
inn yfir ísraelsku landamærin.
um ítrastu kröfum, t.d. varðandi Jer-
úsalem eða hlutskipti palestínskra
flóttamanna, mun honum strax
verða stillt upp andspænis Hizboll-
ah-foringjunum og ekki er víst, að
hann „lifí“ af þann samanburð.
Kyndi brottflutningurinn undir auk-
inni ókyrrð, t.d. á Vesturbakkanum,
gæti það bundið enda á friðarferlið.
Hver verða viðbrögð Assads?
Það, sem mestu skiptir fyrir fram-
haldið, er viðbrögð Hafez Assads,
forseta Sýrlands. Með brottflutning-
num var hann sviptur helsta tromp-
inu í hugsanlegum viðræðum við
Israela en hann hefur sýnt það áður,
að hann er hættulegastur þegar hon-
um finnst að sér þrengt. Ekki er þó
líklegt, að hann gefi Hizbollah alveg
lausan tauminn, því fylgir of mikil
áhætta, en hann gæti hins vegar not-
að áhrif sín til að spilla viðræðum
ísraela og Palestínumanna. Horf-
urnar á friði í Miðausturlöndum era
því í besta falli óvissar og hugsanlega
verri en þær voru fyrir brottflutning
ísraelska hersins frá Suður-Líbanon.
(Heimildir: AP, AFP, Reuters,
BBC)
Robert Ayling víkur sem formaður stjdrnar Þúsaldarhvelfíngarinnar
Vandræðin söm og áður
London. Morgunblaðið.
BREZKA ríkisstjómin stendur nú
frammi fyrir vaxandi kröfum þing-
manna um rannsókn á rekstri
Þúsaldarhvelfíngarinnar og 29
milljóna punda styrkur, sem þús-
aldarnefnd ríkisstjórnarinnar
veitti til hvelfingarinnar í vikunni
hratt af stað undirskriftasöfnun
meðal þingmanna Verkamanna-
flokksins til stuðnings kröfum um
rannsókn. Þá hefur Bob Ayling,
sem nýlega varð að hverfa úr for-
stjórastóli British Airways, verið
gert að hverfa úr fomannsstóli
hvelfingarstjórnarinnar og er hann
annar yfirmaðurinn, sem verður að
taka pokann sinn, en áður hafði
framkvæmdastjóranum Jennie
Page verið skipt út fyrir Frakkann
Pierre-Yves Gerbeau.
Þúsaldarhvelfingin hefur alla tíð
átt erfitt uppdráttar og styrkurinn
nú er þriðja fjárveitingin, sem
rannið hefur til hennar vegna
rekstrarvandræða; þær fyrri vora
upp á 60 milljónir og 50 milljónir
punda, en 400 milljónir punda vora
lagðar fram úr lottósjóðnum til
byggingarinnar í upphafí. Þær að-
sóknartölur, sem stjórnin lagði upp
með vora háar úr hófi fram eins og
sést bezt nú þegar ferðamenn era
hvað flestir í London, þá benda
áætlanir til þess að gestir verði um
sjö milljónir á árinu, en ekki tólf,
eins og reiknað var með í upphafi.
Þúsaldarhvelfingin er líka orðin
pólitískt bitbein; Tony Blair for-
sætisráðherra, hefur alla tíð verið
henni hlynntur og er enn, en erfið-
leikarnir og peningavandræðin
hafa samt orðið ríkisstjórninni
álitshnekkir. Nú er svo komið að
það era ekki bara pólitískir and-
stæðingar Verkamannaflokksins
sem nudda ríkisstjórninni upp úr
málinu, heldur sýnir vaxandi órói í
þingliði stjórnarinnar hversu erfitt
máUð er að verða í raun og veru. Og
ekki bætti það úr skák, að uppvíst
varð um erfiðleikana við að fá ein-
hvern til þess að taka við af Ayling.
Eftir að Michael Grade, fyrram yf-
irmaður Channei 4, hafnaði for-
mennskunni tókst stjórninni að fá
David Quarmby, stjórnarformann
brezka ferðamálaráðsins og Dock-
landsjárnbrautanna, til starfans.
Þær raddir hafa nú skotið upp
kollinum, að ríkisstjórnin eigi að
selja þúsaldarhvelfinguna fyrr en
fyrirhugað var. Upphaflega var
gert ráð fyrir því að hún yrði opin
út árið, en nú heyrast tillögur um
að hún verði seld strax í september
til að losa Verkamannaflokkinn við
þennan vandræðagepil. Forysta
flokksins heldur þó enn fast við það
að hvelfingin verði opin út árið eins
og ráðgert var.
Sá aðili, sem talinn er líklegastur
kaupandi að byggingunni, er Dome
Europe, sem er hluti japönsku
Nomura-keðjunnar og er tilboð
fyrirtækisins sagt nema um 150
milljónum punda. Fari svo að
hvelfingin verði seld strax í sept-
ember er talið að Dome Europe
muni aðeins greiða um helming
þeirrar upphæðar. Dome Europe
ætlar að reka einhvers konar fróð-
leiks- og skemmtigarð í hvelfing-
unni en með allt öðra sniði, en þar
er nú.